Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 20
bílar20 24. mars 2011 Mæla- og stjórnborð bílsins er laglegt og bíllinn er bjartur að innan. Einn af minni jepplingumsem í boði eru í dag erKIA Sportage sem ný-verið kom í breyttri mynd. Hinn nýi Sportage er mun fallegri bíll en forverinn og byggist á hugmynda bíl sem kynntur var á bílasýningum árið 2007 og kallaðist þá Kue. Hann nær strax auganu, er sérstakur í útliti og höfðaði strax vel til almennings enda teiknaður af Þjóðverja sem lengi starfaði fyrir Audi. Þrátt fyrir að Sportage sé ekki stór er hann þó örlítið lengri og breiðari en kynslóðin á undan. Þó lægri, allt til að bæta akstursgetu hans. Þrátt fyrir aukna stærð hefur KIA tekist að létta hann um 100 kíló og hjálpar það einnig til við getu hans og minnkandi eyðslu. Bíllinn er í boði á nokkuð breiðu verðbili og helgast það helst af því að hann má fá bæði fjórhjóla- og fram- hjóladrifinn og með 4 mismunandi vélum. Verðið er frá 4,4-6,0 millj- ónum króna. Sá ódýrasti er fram- hjóladrifinn bíll með 135 hestafla 1,6 lítra bensínvél og beinskiptur, en sá dýrasti með framhjóladrifi og 136 hestafla 2,0 lítra díselvél og sjálf- skiptur. Fjórhjóladrifinn, sjálf- skiptur bíll með 2,0 lítra og 163 hest- afla bensínvél kostar 5,6 milljónir og 115 hestafla 1,7 lítra díseldrifinn bíll, beinskiptur, er á 4,7 m. Flottur að innan Innanrými Sportage hefur tekið jafn róttækum breytingum og ytra útlitið, er framúrstefnulegt og svalt en jafnframt notendavænt. Hönnun mælaborðsins er mjög frábrugðin hefðbundnum T-laga mælaborðum, breikkar til hliðanna og mjókkar fyrir miðju. Öll stjórntæki eru mjög nálægt ökumanni og ýmsir hlutir koma skemmtilega á óvart. Svo sem hitastýrð tvívirk miðstöð, haganlegir stjórnrofar í stýri og hraðastillir. Hljóðkerfið er einkar gott, með 6 há- talara og stóran „subwoofer“ og býð- ur uppá einn besta hljóm sem finna má í ódýrum bíl. Fullt er af litlum og sniðugum hólfum og eitt mjög stórt á milli framsæta. Sportage er með stóra sóllúgu sem gerir bílinn mjög bjartan að innan. Það sést mjög vel út úr bíln- um þrátt fyrir að rúður séu ekki stórar, enda er hlutfall glers og málms í yfirbyggingunni eins og gjarnan er að finna í sportbílum. Ekki nema von að hann sé sportleg- ur fyrir vikið. Ekki skaðar heldur að hann er með LED dagljósabúnað. Sportage er með 10% meira flutn- ingsrými en forverinn, en samt er það ekki stórt og minna en í mörgum keppinautum hans. Frísklegur í akstri Akstur KIA Sportage var í sam- ræmi við útlit hans, sportlegur og skemmtilegur. Aflið er ágætt en mætti vera meira. Reynsluakst- ursbíllinn var með stærri díselvél- inni. Undirvagninn hefur fengið væna yfirhalningu með nýrri MacP- herson fjöðrun og jafnvæg- isstöngum á öllum hjólum og heldur honum sannarlega á tánum. Hann er útbúinn eins og flestir jepplingar í dag með ýmsum aðstoðarkerfum, svo sem stöðugleikastýringu, hemlunarátaksdreifingu, bremsu- aðstoð í brekkum og „Hill-Start“ kerfi. Allt hjálpar þetta við aksturs- ánægjuna og öryggið. Fjór- hjóladrifið er ekki sídrif heldur kem- ur inn sjálfvirkt þegar þörf er á og sparar við það eldsneyti. En til hverra höfðar KIA Spor- tage líklega helst? Hann ætti að höfða til smærri fjölskyldna og para og þeirra sem vilja bíla með fram- úrstefnulegt og flott útlit. Einnig er hann fínn í bæjarsnattið og ætti slæm færð ekki að þvælast mikið fyrir Sportage. Svona bíl á að kaupa í rauðum eða bláum lit, hann á skilið ferskt útlit í samræmi við ferskar út- línur. finnur@reykjavikbags.is Reynsluakstur KIA Sportage Framúrstefnulegur smájeppi Morgunblaðið/Sigurgeir S Fallegar línur einkenna KIA Sportage og fyrir vikið grípur bíllinn strax auga allra þeirra sem hann sjá úti á vegunum og það er góður dómur. Hinn nýi KIA Sportage nær strax auganu, er sér- stakur í útliti og höfðar strax vel til almennings. Akstur í samræmi við útlit hans; bíllinn er sportlegur og skemmtilegur. KIA Sportage árg. 2011 •2,0 l. díselvél •136 hestöfl/320 Nm •6 gíra sjálfskipting •5 sæti •6 hátalarar og subwoofer •Hitastýrðmiðstöð •Eyðsla innanb: 8,9 •Eyðsla utanb: 5,9 •CO2 g/km: 183 •17”álfelgur •Eiginþyngd 1.676 kg •Dráttargeta 1.600 kg •0-100: 11,3 sek. •Hámarkshraði: 181 km •Fjórhjóladrif •Verð: 5.990.000 kr. •Farangursrými 564 l. •Umboð: Askja Bíllinn er ágætlega kraftmikill en aflið mætti þó vera meira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.