Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 4

Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur SHARON. Leður tungusófi + 3 sæti. Pokagormar og svampur í setu. L310 cm. Verð 299.900,- NÚ 119.900,- Einnig til grár. 20-60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM 3. - 8. Maí 60% AFSLÁTTUR RÝMINGARSALA BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvítabjörn sem gekk á land á Horn- ströndum var aflífaður í gær, af ör- yggisástæðum. Skrokkurinn var fluttur til Reykjavíkur þar sem dýrið verður rannsakað. Búast má við að björninn verði stoppaður upp og hafð- ur til sýnis í fyrirhugaðri gestastofu í Hornstrandafriðlandi. Sjómenn á smábát frá Ísafirði tóku eftir ísbirninum þegar þeir voru að vitja um grásleppunet í Hælavík og tilkynntu yfirvöldum um klukkan níu í gærmorgun. Umhverfisstofnun ósk- aði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að kanna aðstæður. Gæti farið til byggða Önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni á Vestfjörð- um, segir að frá upphafi hafi verið ljóst að hvítabjörninn væri frískur og vel á sig kominn. Dýrið hvarf sjónum sjómannanna þegar það fór upp hlíð- ina. „Það var talin hætta á að við myndum missa dýrið í þokuna eða sjóinn. Við það skapast ný hætta. Ef björninn færi suður Strandir kæmi hann í byggð. Það sama gerðist ef hann legðist í sjóinn, þá gæti hann synt yfir Ísafjarðardjúp og komið upp í Bolungarvík, Hnífsdal eða Ísafirði. Þessi dýr eru dugleg að synda.“ Önundur segir að eftir að farið hafi verið yfir málið í gærmorgun og fram yfir hádegi hafi lögreglustjóri Vest- fjarða ákveðið að gengið yrði hreint til verks með að fella dýrið. Fengnar voru tvær úrvalsskyttur í liðið sem þyrlan flutti í Hælavík. Spor ísbjarn- arins lágu þar upp í kletta. Hluti hóps- ins var skilinn eftir í Hælavík, til að létta þyrluna, og fann þyrluáhöfnin dýrið fljótlega í Rekavík bak Horn. Dýrið tók þegar á rás til fjalls. Þyrlan elti það uppi og þegar hún komst að hlið þess var það skotið í bóginn, af um 50 metra færi. Önundur segir að skotið hafi heppnast fullkomlega en öðru hafi verið skotið til öryggis. Þyrl- an lenti í Rekavík og var skrokkurinn sóttur upp í hlíðina og búið um hann í þyrlunni. Dýrið reyndist lítil birna sem gæti hafa villst frá móður sinni á síðasta ári. Líklegast er talið að hún hafi bor- ist með hafís frá Gænlandi en hann hafi bráðnað undan henni. Náttúrufræðistofnun Íslands tók við skrokknum. Jón Gunnar Ottósson forstjóri segir að hann verði krufinn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, sníkjudýr skráð og eiturefni mæld, auk þess sem almennt líkamsástand dýrsins verði metið. Með rannsóknunum fáist verðmætar upplýsingar um stofninn og aðstæður á slóðum hans. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Á ferð Hvítabjörninn reyndist vera lítil birna. Hún flýði undan þyrlu Landhelgisgæslunnar. Birnan var líklega nýkomin til landsins og í ætisleit. Aflífaður af öryggisástæðum  Hvítabjörn var skotinn í Rekavík bak Horn af 50 metra færi úr þyrlu Gæslunnar  Skrokkurinn rannsakaður í Reykjavík  Björninn gæti prýtt nýja gestastofu Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík bak Horn í gær er fjórði björninn sem sést hefur hér á landi frá árinu 2008. Fimmtán ár voru þá liðin frá því síðast sást ís- björn við landið. Tveir hvítabirnir voru felldir í júní 2008, annar á Þverárfjalli og hinn á Hrauni á Skaga. Síðast var hvíta- björn felldur í Þistilfirði, í janúar á síðasta ári. Ævar Petersen dýra- fræðingur segir að á 20. öld hafi lið- að að meðaltali fimm ár á milli hvíta- bjarna sem hingað komu. Fjórir birnir á þremur árum er því nokkuð mikið þegar það er haft í huga að ekki hafa verið hafísár á þessum tíma. Ævar segist ekki hafa skýringar á þessu. Hann bendir á að ís nálgist landið á hverjum vetri og birnirnir geti synt langar leiðir. Fjórir birn- ir á þremur árum  Meðaltalið á 20. öldinni var fimm ár Ævar Petersen „Við breyttum leiðinni aðeins, til þess að sneiða hjá ísbirninum. Og svo vorum við vopnaðir,“ segir Sigurður Ólafsson, skipstjóri á skútunni Aurora sem var með ferðafólk í skíðaferð í Jökul- fjörðum í gær. Lögreglan á Ísa- firði hafði samband við Sigurð og lét hann vita um hvítabjörninn. Fjöldi ferðafólks heimsækir Hornstrandir, einkum á sumrin, en vetrarferðalög hafa færst í aukana. Sigurður var með sex ferða- menn. Skútan var í Hesteyrarfirði og ætlunin var að ganga í Veiði- leysufjörð. Í ferðunum hefur oft verið litið niður í Hlöðuvík á Hornströndum en hætt var við það þegar fréttir bárust af birninum. Sigurður segir að ekki sé mikil hætta á að rekast á ísbirni á þess- um slóðum og því séu menn al- mennt ekki með byssur í göng- unni. Neyðarblys geti nýst til að fæla dýrin frá. Breyttu leið- inni og höfðu byssu með Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kindle lesvélar, sem notaðar eru til að lesa rafrænar bækur, tímarit og dagblöð eru í öðrum tollflokki en spjaldtölvur á borð við iPad. Það skýrir hvers vegna tæk- in bera ekki sömu álögur við innflutning. Hjá Tollstjóra fengust þær upplýsingar að Kindle lesvélar hefðu ekki verið skilgreindar sem tölvur, því ekki er hægt að hlaða í þær forritum. Kindle er skilgreint sem upptöku- og af- spilunartæki og fellur undir tollflokkinn „Rafmagnsvélar og -tækjabúnaður, til sérstakra nota“, það er tollskrár- númer 8543. Þessi flokkur ber 25% vörugjald og 7,5% tollgjald. Virðisaukaskattur upp á 25,5% leggst svo ofan á innkaupsverð, flutningskostnað, vörugjald og tollgjald. Nýjar gerðir spjaldtölva á borð við iPad og aðrar sam- bærilegar eru skilgreindar sem tölvur því þær eru keyrð- ar upp eins og tölvur og hægt er að setja í þær forrit. Þær falla því undir tollflokkinn „Sjálfvirkar gagnavinnsluvél- ar“ og tollskrárnúmer 8471. Sá flokkur ber hvorki toll- gjald né vörugjald þannig að einungis 25,5% virðisauka- skattur leggst ofan á innkaupsverð og flutningskostnað. Stuðst er við alþjóðlegar tollaskilgreiningar við ákvörðun flokkunar vara í tollflokka, að sögn Tollstjóra. Alþingismennirnir Mörður Árnason og Helgi Hjörvar fluttu tillögu um það haustið 2008 að lestölvur bæru sama virðisaukaskatt og prentaðar bækur, þ.e. 7% í stað 25,5%. Í nefndaráliti í desember 2009 um ráðstafanir í skattamálum sagði að sá skilningur fjármálaráðuneytis og skattyfirvalda hefði komið fram á fundum að endur- skoða þyrfti m.a. verklag við álagningu virðisaukaskatts á sölu vef- og rafbóka. Mörður lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hvað málinu liði. Í svari Steingríms J. Sigfússonar 13. desember sl. kom m.a. fram að „sala á vef- og rafbókum í stafrænu formi hefur samkvæmt ákvæðum virðisauka- skattslaga verið talin fela í sér sölu á þjónustu en hún ber 25,5% virðisaukaskatt“. Steingrímur sagði það vera í samræmi við túlkun hjá OECD og öðrum alþjóðastofn- unum að líta á slíkar bækur sem þjónustu. Hann sagði það vera mat ráðuneytisins vera „að ekki standi sterk rök til að gera þarna breytingar á að svo komnu máli“. Kindle lesvélar flokkast ekki sem tölvur í tolli  Litið er á sölu rafbóka sem þjónustu sem ber 25,5% vsk. „Við sáum hann í fjörunni þegar við komum í Reka- vík,“ segir Reimar Vilmund- arson skipstjóri sem lét vita um hvítabjörninn í Hælavík. „Við sigldum eins nálægt og við komumst til að skoða hann betur,“ segir Reimar. Hann segir að ísbjörninn hafi fært sig upp í hlíðina en rennt sér á maganum niður í fjöru til að sýna sig þar. Þá voru þeir í um 30 metra fjarlægð. „Hann var þónokkuð lengi að horfa á okkur og keyrði sig upp eins og hann væri að hlusta þegar við görg- uðum á hann en reis þó ekki upp á afturlappirnar.“ Þeir voru þrír á Sædísi ÍS, allir veiðiglaðir í meira lagi, en byssulausir. „Við hefðum lógað honum ef við hefðum haft tæki til þess, það er ekkert annað að gera,“ segir Reimar. Sigldu eins nálægt og hægt var SJÓMENNIRNIR HORFÐUST Í AUGU VIÐ ÍSBJÖRNINN Ísbjörn á Hornströndum Hælavík Hlöðuvík Hornbjarg Rekavík bak Höfn Fljótavík He ste yr ar fjö rð ur Ve iði ley su fjö rð ur Hornvík Látravík Grunnkort: LMÍ 10 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.