Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 6

Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haldi fram sem horfir munu 20.000 manns sem hafa með naumindum getað staðið í skilum og framfleytt sér og sínum eiga á hættu að fara í álíka fjölmennan flokk þar fyrir neðan þar sem tekjur duga ekki fyrir afborgunum lána. Þetta er mat dr. Lilju Mósesdóttur, hag- fræðings og þingmanns, sem bendir á að stöð- ugar hækkanir á eldsneytisverði, matvælum og öðrum nauðsynjum hafi gert einstaklingum og fjölskyldum erfiðara að standa á eigin fót- um. „Það sem ég óttast að sé að gerast er að þessar bensínhækkanir leggist mjög þungt á þá sem voru á mörkunum að hafa ráðstöfunar- tekjur til þess að borga af lánum og framfleyta sér. Ég óttast að þetta fólk muni kjósa að hætta að borga af lánum í stað þess að draga enn meira úr neyslunni en það hefur gert eftir hrunið. Það getur ekki dregið meira úr út- gjöldum án þess að fara að líða skort. Áætlanir gerðu ráð fyrir að einkaneyslan myndi aukast á þessu ári og leiða til tekjuaukningar hjá ríkissjóði,“ segir Lilja sem gagnrýnir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þau Atli Gíslason og Ásmundur Ein- ar Daðason séu einhuga um að stefnan hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Átti þátt í brotthvarfi hennar úr VG Sú staðreynd eigi stóran þátt í þeirri ákvörðun hennar að segja skilið við þingflokk VG. Lilja kveðst þannig hafa farið fram á það við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á flokksfundi VG í janúar að nefnd yrði falið að móta nýja efnahagsstefnu sem tæki við af „kreppudýpkandi efnahagsstefnu AGS“. „Hann var algjörlega ósammála mér um það. Þá áttaði ég mig á því að við værum í grund- vallaratriðum ósammála um efnahagsstefn- una.“ Hægagangur hægir á hagvextinum „Það hefur ekkert komið fram sem gerir mig sannfærða um að Steingrímur hafi haft rétt fyrir sér um að við værum að komast út úr kreppunni. Við héldum því fram að samdrátturinn í hag- kerfinu yrði meiri en áætlað var í efnahags- áætlun AGS í nóvember 2008. Meginástæðan fyrir því að hagvöxturinn er minni á þessu ári en gert var ráð fyrir er hversu seint gengur að koma skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja í gegn. Við héldum því fram að ríkið ætti ekki að ganga eins langt í niðurskurði og það hefur gert og verða þannig til þrautavara með vel- ferðinni ef hagvöxtur yrði hægari. Á það sjón- armið var ekki hlustað. Við vorum jafnvel stimpluð villta vinstrið í fjölmiðlum. Ástandið er grafalvarlegt. Margir hafa horft upp á eignastöðu sína í fasteignum fara í mínustölu. Þegar svo er komið fer fólk að spyrja sig hvort ekki sé komið nóg. Það hefur ekki hvata til að draga úr neyslu til þess að við- halda eignahlutnum. Fólkið á eignirnar hvort sem er ekki. Við erum komin í neikvæðan víta- hring. Niðurskurður og skattahækkanir kalla á enn meiri niðurskurð og skattahækkanir.“ Tímabært að draga úr skattheimtu Hún segir hækkun matvælaverðs leggjast þyngst á tekjulægstu hópana. „Mér finnst orðið tímabært að við endur- skoðum skattlagningu á eldsneyti svo ég nefni aðeins einn nauðsynlegan útgjaldalið hjá heim- ilum. Af hverju er fjármálaráðherra ekki að lækka skatta á olíuverð þegar það hækkar? Það er vegna þess að hann fær skattahækkun sem hann hefði að líkindum ella neyðst til að fara út í á næsta ári vegna samdráttar í hag- kerfinu,“ segir dr. Lilja Mósesdóttir. Fátækum fjölskyldum fjölgar  Lilja Mósesdóttir óttast að þúsundir fjölskyldna ráði senn ekki við afborganir lána  Hátt bensínverð og verðbólga neyði fólk til að láta framfærslu ganga fyrir lánum  Efnahagsstefnan hafi mistekist Lilja Mósesdóttir Spenna ríkti í lokaumferð Íslandsmótsins í brids í gær en þrjár sveitir gátu hreppt Íslandsmeistaratitilinn. Sveit Grants Thornton varð á endanum hlutskörpust en tveimur stigum munaði á henni og sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. Í þriðja sæti varð sveit Garðsapóteks og í fjórða sæti sveit Arons Þorfinnssonar. Grant Thornton Íslandsmeistarar Morgunblaðið/Golli Hópur fólks á Kjalarnesi hefur rætt um hvort ekki sé ástæða til þess að rifta sameiningunni við Reykjavík og sameinast öðrum samliggjandi sveitarfélögum, sem eiga meira sameiginlegt með íbúum gamla Kjalarneshrepps. Lokun endurvinnslustöðvar Sorpu í Grundarhverfi á Kjalarnesi er kornið sem fyllti mælinn, að sögn Magn- úsar Inga Magnússonar, varaformanns Íbúasamtaka Kjalarness, en héðan í frá er íbúunum ætlað að fara með úrgang í önnur sveitarfélög. Hann bendir á að kveðið hafi verið á um þessa þjónustu á Kjalarnesi við sameininguna 1998 en borgin hafi nú virt samkomulagið að vettugi. Íbúar á Kjalarnesi innsigluðu hlið endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi í gærmorgun, en í liðinni viku setti Sorpa upp skilti þar sem tilkynnt var um lokun endur- vinnslustöðvarinnar. Magnús Ingi segir að svo virðist sem baráttan sé töpuð, en íbúarnir láti ekki troða á sér endalaust. Ákveði borgin að gera eitthvað á Kjalarnesi séu íbúarnir yfirleitt ekki hafðir með í ráðum. Skilningur á þörfum þeirra sé lítill en þær séu allt aðrar en í öðrum hverfum borgarinnar og ýmsar framkvæmdir borgarinn- ar hafi orkað tvímælis. Hann nefnir sem dæmi að á svæð- inu séu um 1.150 manns og hann efist um að slíkur fjöldi þurfi annars staðar á landinu að sætta sig við ónothæfan og ólöglegan fótboltavöll, sem sé reyndar kallaður skíða- brekkan. „Við erum einhver afgangsstærð,“ segir hann og bætir við að gámastöðin hafi verið opin þrjá daga í viku, fimm tíma í senn. Slíkt fyrirkomulag gangi í Kjós- arhreppi, þó íbúar þar séu mun færri. steinthor@mbl.is Ræða um að rifta samein- ingunni við Reykjavík Sorpa Íbúar lokuðu Endurvinnslustöð Sorpu á Kjalar- nesi með keðjum, sem soðnar voru utan um hliðið.  Kjalnesingar æfir út í borgina vegna lokunar Sorpu Alls höfðu 298 bátar fengið út- gefin leyfi til að hefja strandveið- ar í gærmorgun er veiðarnar máttu byrja. Mikið álag var í stjórnstöð sigl- inga og voru um 830 skip á sjó þegar mest var í gærmorgun, þar af um eða yfir 700 íslensk. Aðstoða þurfti þrjá báta úr strandveiðiflotanum vegna bilana. Eftirlit Fiskistofu með strand- veiðum verður í ár með sama hætti og var í fyrra. Stofnunin fylgist með sjálfvirka staðsetning- arbúnaðinum sem allir bátar eru skyldugir að hafa um borð og get- ur þannig haft eftirlit með sigl- ingum bátanna og lengd veiðiferð- anna. Þá fer allur strandveiðiafli í gegnum aflaskráningarkerfið eins og annar afli. Þá eru veiðieftirlits- menn á ferðinni, heimsækja báta og kanna afladagbækur. aij@mbl.is 300 bátar máttu hefja strandveiðar Um 830 bátar og skip á sjó í lögsögunni Frekari skerðing er fyrirhuguð á dragnótaveiðum innan fjarða á Vestfjörðum samkvæmt tilkynn- ingu frá sjávarútvegsráðneytinu. Nú er áformað að takmarka þessar veiðar í Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreks- firði. Í Jökulfjörðum verða lokanir þar sem dragnótaveiðar verða bannaðar allt árið í Leirufirði, Hrafnsfirði, Lónafirði og Veiði- leysufirði og veiðar takmarkaðar í Hesteyrarfirði. Tillögur ráðherra og fylgigögn hafa verið sendar hagsmunaaðilum og er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. Umsagnarfrestur er til 10. júní og miðað við að breyt- ingar taki gildi 1. september. Takmörkun dragnótaveiða á Vestfjörðum Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Breiðholti fyrir helgina en þeir voru gripnir við sölu á fíkniefnum. Í tilkynningu lögreglu segir að fylgst hefði verið með ferðum þeirra en kaupandinn, karl á fertugsaldri, hafi líka verið handtekinn. Í bíl mannanna fundust rúmlega 30 grömm af marijúana og í húsleit sem fram fór hjá karl- manni í framhaldinu fundust yfir 300 grömm af marijúana Tveir menn gripnir við sölu fíkniefna Nýliðinn apríl var mjög hlýr, einkum þó um landið austanvert þar sem hann var í hópi hlýjustu aprílmánaða allra tíma, samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á Dalatanga og næsthlýjastur á Teigarhorni en þar hefur verið mælt samfellt frá 1873. Á Akureyri var mánuðurinn í 2. til 3. sæti hvað hlýindi varðar en þar hef- ur verið mælt samfellt frá 1882. Meðalhitinn í Reykjavík mældist 4,1 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags. Kemur þetta eflaust mörgum á óvart. Á Akureyri var meðalhiti mán- aðarins 5,6 stig og er það 4 stigum ofan meðallags. Aðeins einu sinni hefur meðalhiti í apríl verið hærri á Akureyri, það var 1974. Á Hvera- völlum var meðalhitinn -1,1 stig og er mánuðurinn þar í sjötta sæti hvað hlýindi varðar. Illviðrasamt var í mánuðinum og mjög mikil úrkoma féll um landið sunnan- og vestanvert. Í Reykjavík mældist úrkoman 138,9 millimetrar og er það meir en tvöföld meðal- úrkoma í aprílmánuði (58,4 mm). Er þetta næstmesta úrkoma sem mælst hefur í apríl í Reykjavík en í apríl 1921 mældist úrkoman 149,9 mm. Aðeins einn þurr dagur var í mán- uðinum og úrkoma mældist einn millimetri eða meira 27 daga, 7 dög- um fleiri heldur en mest hefur orðið áður í apríl (20 dagar 1958) og 15 dögum fleiri en í meðalapríl. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 114. Það er 26 stundum undir meðallagi. sisi@mbl.is Apríl var fádæma hlýr fyrir austan  Aðeins einn þurr dagur í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.