Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 8

Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Landsdómsmálið var flutt á Al-þingi í kjölfar eigin skýrslu þingsins um Rannsóknarskýrslu Al- þingis. Þingið bætti engu við þá skýrslu, virtist ekki hafa farið efn- islega gegnum hana og lét sér nægja að taka úr henni búta hér og hvar og skeyta saman í texta. Brást nefndin, sem í hlut átti, algjörlega mikilvægu verkefni.    Virtist hún líta svo á að starfhennar væri ekki annað en að búa til umbúðir um ömurlegan málatilbúnað sem sneri að ákærum fyrir Landsdómi.    Alþingi hafnaði þremur af fjór-um tillögum nefndarinnar um ákæru, sem sýnir að nefndarmeiri- hlutinn, sem kom úr öllum þing- flokkum nema einum, las þingvilj- ann illa og gaf það eitt fullt tilefni til að falla frá málinu.    Allt var þetta ömurlegt klúður ogniðurstaða þingsins ekki síst.    Nú er liðið rúmlega hálft ár. Ogþá á að fara að breyta leik- reglum um Landsdóm í miðju ferli og ákærandinn, Alþingi, ætlar að ákveða, eftir að fyrir liggur hver hinn ákærði sé, hvernig dómurinn sé skipaður.    Lögin gera ráð fyrir öðru.    Hið rökrétta er, fyrst að ekkidugar að fylgja núverandi reglum um Landsdóm, að hverfa frá málaferlunum.    Næsta skref væri þá að breytareglum um Landsdóm, af- nema þær eða færa til nútíma. Breyta reglum í miðju spili STAKSTEINAR STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er svakalegasti urriði sem ég hef séð og stærsti silungur sem ég hef veitt. Ég mun aldrei aftur ná öðrum svona, “ segir Tómas Zahni- ser sem veiddi sannkallað tröll í Þingvallavatni á sunnudaginn var, 1. maí, en þá hófst stangveiðin í vatn- inu eins og í mörgum fleiri silungs- vötnum víða um land. Þessi vel haldni og silfurgljáandi hængur var 94 cm langur, ummálið 59 cm og hann vó 11,4 kíló, um 23 pund. Ur- iðinn tók flugu, Black Ghost-„sun burst“. „Að sjálfsögðu sleppti ég honum þegar hann var búinn að jafna sig,“ segir Tómas. Margir veiðimenn halda til veiða í Þingvallavatni á þessum tíma, þegar urriðinn kemur upp á grunnið og er líklegur til að taka agn veiðimanna. Tómas hélt til veiða ásamt félaga sínum og segir að lengi vel hafi ekk- ert gengið. „Við vorum eiginlega hættir að vonast eftir einhverju,“ segir hann, en síðan settu þeir í fjóra og lönduðu þeim öllum. Hinir þrír voru tiltölulega litlir en svo negldi þessi stóri. „Hrikaleg orka“ „Hann tók frekar djúpt,“ segir Tómas. „Fyrst hélt ég að þetta væri fínn tólf til fjórtán punda fiskur en eftir tvær mínútur áttaði fiskurinn sig á því að eitthvað væri að og þá áttaði ég mig líka á því að hann hlyti að vera yfir tuttugu pund! Þetta var eins og að vera með einn stóran vöðva á hinum endanum, hrikaleg orka.“ Þetta var mikil barningsviður- eign. „Ég tók þéttingsfast á honum og var með bremsuna í botni. Ég var með nýja og stífa stöng og ætli það hafi ekki skipt sköpum. Að lokum náðum við að stinga háfi undir fiskinn, ég er ekki viss um að mér hefði tekist að stranda honum.“ Tómas segist hafa verið nokkuð eftir sig eftir viðureignina. „Ég þurfti jafn langan tíma til að jafna mig og fiskurinn, fimmtán, tuttugu mínútur,“ segir hann og hlær. „Eft- ir þann tíma strikaði hann kraftmik- ill í burtu.“ Fleiri veiðimenn settu í fallega urriða í Þingvallavatni á sunnudag- inn, þar á meðal Cezary Fijalkowski sem landaði þremur sem vógu 11, 8 og 7 pund. „Þetta er svakalegasti urriði sem ég hef séð“  Tómas Zahniser veiddi 23 punda urriða á flugu þegar veiði hófst í Þingvallavatni Sá stóri Tómas Zahniser hampar urriðatröllinu sem hann veiddi í Þingvallavatni, áður en honum var sleppt. Á sunnudag hófst urriðaveiði í efsta hluta Elliðaánna en veiða má á svo- kölluðu frísvæði niður að Hrauni. Frændurnir Gísli Harðarson og Kjartan Þorbjörnsson riðu á vaðið og köstuðu flugum sínum í skolað vatnið, standandi í snjó upp á kálfa. „Við náðum fimmtán urriðum, öllum í Höfuðhyl og Ármótum en á þess- um stöðum var slatti af fiski,“ segir Kjartan. „Fiskurinn var ágætlega haldinn og við sáum að út úr nokkrum þeirra gúlpuðust hornsíli.“ Fiskarnir voru flestir um 40 cm langir, þeir stærstu um 46 cm. „Við fengum mikið á mosagrænan Nobbler og Black Ghost. Það var kalt, snjór yfir öllu og lóuhópar flugu um og leituðu að auðum blettum. Það var hálfsúrrealískt að vera í miðri borg í sum- arbyrjun að veiða í öllum þessum snjó.“ Fengu fimmtán fyrsta daginn URRIÐAVEIÐIN HAFIN Í EFSTA HLUTA ELLIÐAÁNNA Black Ghost straumflugan reynd- ist veiðimönnum vel um helgina. Veður víða um heim 2.5., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 7 þoka Egilsstaðir 14 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 12 léttskýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 13 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 12 heiðskírt París 16 skúrir Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 10 léttskýjað Berlín 8 skúrir Vín 16 skýjað Moskva 12 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 13 alskýjað New York 13 alskýjað Chicago 11 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:54 21:57 ÍSAFJÖRÐUR 4:42 22:19 SIGLUFJÖRÐUR 4:24 22:02 DJÚPIVOGUR 4:19 21:30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.