Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 9

Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Í seinustu viku var undirritaður samstarfssamningur milli Ice- landair og Flugsafns Íslands á Ak- ureyri sem felur það í sér að Ice- landair verður aðalstyrktaraðili safnsins næstu þrjú árin. Við undirritunina í Flugsafninu sagði Arngrímur Jóhannsson, for- maður stjórnar safnsins, að samn- ingurinn væri mikil lyftistöng fyrir safnið, hann tryggði rekstur þess næstu árin og gæfi færi á lifandi og öflugu sýningarstarfi þess. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, að saga flugsins væri stór þáttur í sögu þjóðarinnar og mikilvægt væri að halda vel utan um hana og Icelandair hefði þar hlutverki að gegna. Styrkja flugsafn UNESCO-nefndin, ásamt Blaða- mannafélagi Íslands og Mannrétt- indaskrifstofu Íslands, boðar til málþings um réttinn til að mót- mæla. Málþingið fer fram í Bíó Paradís í dag, þriðjudag kl. 14-17. Markmiðið er að efna til gagnrýn- innar umræðu um mótmælaréttinn. Frummælendur verða Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri Reykjavíkursvæðisins, Haukur Már Helgason skáld og Sólveig Jóns- dóttir sem var ákærð fyrir að ráð- ast á Alþingi. Þátttakendur í pall- borði verða auk frummælenda Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélagsins, og Elfa Ýr Gylfa- dóttir, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu. Málþing um réttinn til að mótmæla Zontasambandið hélt landsfund sinn í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina þar sem fjallað var um vændi og mansal og áhrif þess á einstaklinginn og samfélagið. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem því er beint til stjórn- valda að taka fast á því samfélags- meini sem vændi er og fylgja eftir lögum um bann við vændiskaupum sem samþykkt voru á alþingi árið 2009. Þá fordæmir sambandið þá sem kaupa vændi og ennfremur þá sem dreifa og selja sjónvarpsefni þar sem aðgangur að klámstöðum er innifalinn og þá sem dreifa að- gangi að klámi á netinu. Fastar tekið á vændi Dagana 6.-8. maí nk. munu sam- tökin Blátt áfram fara í annað sinn af stað með sölu- átak og auglýs- ingaherferð á öllu landinu. Fjáröflunin er liður í starfi samtakanna til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn börnum. Fjáröflunin er gerð í samstarfi við íþróttafélög um land allt. Sam- tökin hvetja alla landsmenn til að taka vel á móti sölufólki og styðja við íþróttafélögin og Blátt áfram með kaupum á ljósinu, Vertu upp- lýstur! Ljósið kostar 1.000 kr. Blátt áfram fara í gang með fjáröflun Sigríður Björns- dóttir hjá Blátt áfram. STUTT Styrktartónleikar Það leiðréttist hér með að í viðtali við Vladimir Ashkenazy í Sunnu- dagsmogganum var vitnað til tón- leika Philharmonia Orchestra í London til styrktar byggingu tón- listarhúss á Íslandi. LEIÐRÉTT Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Basel Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Bikini - Tankini Sundbolir Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 A-FF skálar Gallabuxur Verð 10.900 kr. - háar í mittið - Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröfu Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Örgöngur með FÍ Stuttar kvöldgöngur um áhugaverðar leiðir í nágrenni Reykjavíkur. Fyrsta gangan um nágrenni Grafarholtsins verður miðvikudaginn 4. maí. Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl. 19. Fararstjórar: Höskuldur Jónsson og Guðlaug Sveinbjarnadóttir Kirkja á krossgötum er yfirskrift prestastefnu 2011 sem hefst í dag. Þar verður rætt um trú og kirkju í samtímanum, þjónustu kirkjunnar um allt land, sjálfboðið starf í kirkj- unni og barnastarf kirkjunnar. Á annað hundrað presta og djákna taka þátt í stefnunni sem hefst með messu í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 18. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, prédikar. Setningarathöfn prestastefnu fer að þessu sinni fram í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Þetta er í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans, en guð- fræðideild var ein af þremur deild- um Háskólans þegar hann var stofnaður. Setningarathöfnin hefst kl. 20:30. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, flytur setningarræðu. Einnig munu Kristín Ingólfsdóttir, há- skólarektor, og Ögmundur Jónas- son, innanríkisráðherra, flytja ávarp. Flutt verður kveðja dr. Mun- ib Younan, forseta Lútherska heimssambandsins og biskups lúth- ersku kirkjunnar í Landinu helga. Prestastefnan hefst í dag Forseti Slóveníu dr. Danilo Türk og eiginkona hans Barbara Mikliè Türk koma í opinbera heimsókn til Íslands í dag, þriðjudag, og munu dvelja hér í tvo daga. Með forset- anum koma þrír ráðherrar í ríkis- stjórn Slóveníu, Darja Radic efna- hagsráðherra, Irma Pavlinic Krebs, ráðherra opinberrar stjórnsýslu, og Roko Žarniæ, umhverfis- og skipu- lagsmálaráðherra, auk embættis- manna. Þá fylgja forseta Slóveníu viðskiptasendinefnd með fulltrúum ríflega 20 slóvenskra fyrirtækja og blaðamenn. Heimsóknin hefst með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum kl. 14:30. Þar munu íslensku forsetahjónin ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands og embættismönnum taka á móti hin- um erlendu gestum. Í kjölfarið fylgir viðræðufundur forseta land- anna. Forsetinn og fylgdarlið munu m.a. heimsækja Alþingi, Háskóla Ís- lands og fara til Þingvalla. Forseti Slóveníu í heimsókn Samtals bárust 45 umsóknir til Forn- leifasjóðs vegna úthlutunar fyrir árið 2011 þar sem óskað var eftir styrkj- um upp á samtals 73.249.840 krónur. Sjóðurinn hafði til ráðstöfunar 17,2 milljónir króna að þessu sinni og voru 16 aðilar styrktir samtals um 18 milljónir króna samkvæmt frétta- tilkynningu. Meðal þeirra sem fengu styrki úr Fornleifasjóði að þessu sinni voru áframhaldandi fornleifarannsókn að Skriðuklaustri og fornleifaupp- gröftur í kirkjugarðinum á Hofs- stöðum í Mý- vatnssveit. Einnig var styrkt verk- efnið Eyfirsk ver- stöð á barmi eyði- leggingar, á Siglunesi, úr- vinnsla fornleifa- rannsókna á mið- aldakaupstaðnum á Gásum 2001- 2006 og Skag- firska kirkjurann- sóknin, rannsókn á kirkjustöðum. 18 milljóna kr. styrkir veittir úr Fornleifasjóði Fornleifagröftur á Hofsstöðum Mý- vatnssveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.