Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 11
Morgunblaðið/hag Vinnufélagar F.v. Grétar Þór Ævarsson, Auðunn Gunnar Eiríksson, Daníel Scheving Hallgrímsson og Bjarki Þórarinsson nýta sér hjólin óhikað við að koma sér á milli staða í og utan vinnutíma. Oddsson, hefur flutt inn og sett upp. Herjað á forstjórann Aðspurður segir Auðunn að þiggi starfsmenn samgöngu- styrkinn séu þeir beðnir að fylgja þeirri reglu að koma ekki oftar á bíl til vinnu en fjórum sinnum í mán- uði. „Við leggjum það í samvisku hvers og eins að fara eftir því og það hefur gengið mjög vel. Það get- ur verið að einhverjir mæti oftar á bíl einn mánuðinn og sjaldnar hinn mánuðinn, en flestir hafa verið mjög samviskusamir og einfaldlega látið vita ef þeir sjá ekki fram á að geta nýtt sér þetta lengur.“ Það þarf ekki að koma neinum á óvart að á slíkum vinnustað er átakið Hjólað í vinnuna, sem hefst á morgun, tekið með trompi. „Já, við höfum lagt svolítinn metnað í það enda finnst okkur það vera skylda okkar, út af því að við erum með þennan sam- göngustyrk,“ segir Auð- unn. „Aðaláherslan er kannski ekki sú að hala inn sem flestum kílómetrum heldur frekar að fá sem flesta til að taka þátt. Okk- ur hefur tekist að vinna þann lið keppninnar flesta daga í tvö ár í röð í okkar flokki. Við herj- um líka á alla í fyrirtækinu, for- stjóra og stjórnarmenn og alla aðra, svo þeir leggi sitt lóð á vogarskál- arnar. Mér hefur reyndar ekki tek- ist að fá forstjórann enn til að labba en stjórnarformaðurinn hefur lagt nokkrum sinnum í 15 mínútna göngufjarlægð frá vinnunni til að geta skráð á sig dag. Við gerum líka svolítið meira úr þessu og höf- um t.d. skipulagt hjólatúra einu sinni í viku og erum með innan- hússkeppni, bæði milli sviða og starfsstöðva auk þess sem við erum með einstaklingskeppni. Svo endum við þetta á góðu grilli í fyrirtæk- inu.“ Gamlar konur taka framúr Eins og lætur nærri eru reið- hjólin því ærið mörg fyrir utan starfsstöðvar fyrirtækisins þegar mest lætur og aðspurður segir Auð- unn að þrátt fyrir mismikið fram- boð af bílastæðum séu hjólastæðin næg. „Það sem helst vantar í dag er sturtuaðstaða. Ég hjóla t.d. úr Grafarvoginum og hef komist að því að það er ómögulegt án þess að svitna. Ég reyndi m.a.s. einu sinni að hjóla heim án þess að svitna og jafnvel þegar gamlar konur voru að taka fram úr mér á hjólinu ákvað ég að falla ekki í þá freistingu að taka fram úr þeim. Síðan kom ein brekka og þá var þetta allt fyrir bí.“ Það er samt þess virði, segir Auðunn, enda bætir hjólatúrinn heilsuna, hressir og kætir. „Þannig hefur það a.m.k. verið í mínu tilfelli en ég hef hjólað í vinnuna frá mars og út október þegar best verður á kosið. Þar fyrir utan sparar þetta bensínkostnað og dregur úr kolefn- islosun svo það græða bókstaflega allir á þessu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Samhengið milli svefns og vaxtar er meira hjá börnum en talið hefur verið hingað til. Þetta sýnir ný rannsókn sem norski vefurinn Forskning.no greinir frá. Rannsóknin, sem tók til 23ja barna sýndi að krílin okkar vaxa sér- staklega mikið á þeim tíma sem þau sofa lengi í einu. Það getur skýrt að einhverju leyti hvers vegna svefn ungbarna er oft á tíðum ójafn, segir í fréttinni. Vísað er til skrifa vísindamann- anna sem að rannsókninni stóðu en þeir segja að tímabil, þegar börnin virðast vilja sofa mikið, komi venju- lega í aðdraganda þess að aukning verður í hæð, þyngd og líkamsfitu barnanna. Þá er nokkur munur milli kynjanna í þessum efnum. Drengirnir sváfu oftar en í styttri tíma í einu en stúlk- urnar. Sömuleiðis sýndu niðurstöður að þau börn sem fengu þurrmjólk í stað móðurmjólkur sváfu stutt í einu en oftar yfir daginn en önnur. Heilsa Morgunblaðið/Jim Smart Lúrir Mikill svefn bendir til þess að litla krílið ætli sér að verða stórt. Hæð og svefn haldast í hendur Átakið Hjólað í vinnuna hefst á morgun, miðvikudaginn 4. maí, og stendur til þriðjudags- ins 24. maí en á því tímabili er starfsfólk vinnustaða hvatt til þess að nýta sér aðra sam- göngumáta en einkabílinn til að koma sér til og frá vinnu. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, um- hverfisvænum og hagkvæmum samgöngu- máta. Vinnustaðir skrá lið til leiks á vefsíð- unni www.hjo- ladivinnuna.is, þar sem sömu- leiðis má finna allar upplýs- ingar um regl- ur og tilhögun keppninnar. Átakið hefst á morgun HJÓLAÐ Í VINNUNA Mótor Á reiðhjóli. áhrifum hjá körlum og konum hvað varðaði sjálfstraust, en nokkur mun- ur var á áhrifum hennar á lundarfar kynjanna. Áhrifin á hvort tveggja voru meiri hjá yngra fólki en eldra. Loks skipti græn þjálfun þá, sem glíma við andlega sjúkdóma, langmestu máli. Morgunblaðið/ÞÖK Grænt umhverfi Gerir skokkið betra. Íslensku fjallafólki gefst nú einstakt tækifæri til að læra af reynslu þaul- reyndra fjallagarpa því hingað til lands er kominn Bill Crouse, sexfald- ur Everest-fari og einn þeirra sem hafa klárað Tindana sjö. Hann mun halda fyrirlestur um reynslu sína af háfjallaklifri og öðrum slíkum ferðum í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 20 í kvöld. Auk hans heldur Har- aldur Örn Ólafsson stutt erindi um ferð sína á Everest þar sem Bill var leiðangursstjóri. Fyrirlesturinn er á vegum Fjallakofans, í samstarfi Black Diamond, Ferðafélags Íslands og ÍS- ALP. Aðgangur er í formi frjálsra framlaga sem renna til uppbyggingar klifursvæðisins við Hnappavelli. Endilega… …hlustið á Everestfara Crouse Sexfaldur Everest-fari. í maí 2011 ástandsskoðunFrí Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land allt Tímapantanir í síma 590 5000 og á gi@hekla.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.