Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 13

Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um helgina fóru fram nokkur golfmót á Suðurnesjum og Suðurlandi við góðar aðstæður, en vegna snjókomu varð að fresta mótum í Reykjavík og næsta nágrenni vegna þess að vellirnir voru á kafi í snjó. Stefnt er að því að opna Korpúlfsstaðavöll um næstu helgi og Graf- arholtsvöll um miðjan mánuðinn. Garðar Eyland Bárðarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, segir að staðan sé frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár. Korpúlfsstaða- völlur hafi gjarnan verið opnaður 1. maí eða fyrstu helgina í maí, Garðavöllur á Akranesi viku síðar og Grafarholtsvöllur um miðjan maí. Veðrið hafi sett strik í reikninginn að þessu sinni, en opnunarmót séu sett á Garðavöll og Korpúlfsstaðavöll um næstu helgi og Grafarholtsvöll viku síðar. Jól um sumar Þó jólalegt hafi verið um að litast í Reykjavík um helgina virtist sumarið komið í næsta nágrenni. Þann- ig tóku um 250 kylfingar þátt í Vormóti Golfklúbbsins Hellu og Hole in One á Strandarvelli á Hellu í fyrra- dag og um 100 kylfingar voru með í vormóti GS í Leir- unni við Keflavík. Aðstæður voru fínar til golfiðkunar og margir kylfingar léku vel. Á sama tíma varð að fresta 1. maí-móti hjá Golfklúbbnum Kili á Hlíðavelli í Mosfellsbæ vegna snjólags á vellinum en meira en 200 kylfingar höfðu skráð sig í mótið. Á eftir áætlun Verið er að bæta við níu holum á Korpúlfsstaða- velli en Garðar segir að jarðvinnan hafi gengið illa vegna veðurs og framkvæmdir séu á eftir áætlun. Þrá- látum vestlægum áttum hafi fylgt snjókoma, éljagang- ur og rigning að miklu leyti frá því í lok febrúar og völlurinn sé gegnblautur. Litli æfingavöllurinn á Korpu hafi hins vegar verið opinn í allan vetur. Garðar segir að í raun sé ekkert hægt að gera nema bíða eftir betra veðri. Hvorki hafi sést snjókorn á Suðurlandi né Suðurnesjum um helgina en kylfingar séu ýmsu vanir. „Menn bíða bara eftir því að það vori. Það er ekkert annað að gera,“ segir hann. Snjór truflar golfið  Golfvellir í Reykjavík og næsta nágrenni á kafi í snjó  Reynt að opna Grafarholtsvöll um miðjan mánuðinn Golfvöllurinn í Grafarholti Kylfingar Golfklúbbs Reykjavíkur verða að bíða enn um sinn eftir að völlurinn verði opnaður og á meðan snjór er yfir öllum brautum og víðar njóta gæsirnar lífsins í Grafarholtinu. Morgunblaðið/Ómar Vinna við mótun skipulags lóða Borg- arspítalans í Fossvogi og Tilrauna- stöðvar Háskóla Íslands að Keldum verður að hefjast sem fyrst, þar sem gert er ráð fyrir að nýbyggingar Landspítala – Háskólasjúkrahúss við Hringbraut rísi hratt og sú starfsemi sem nú fer fram á Borgarspítala og Tilraunastöðinni flytjist þangað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokks í skipulagsráði Reykjavíkur- borgar sem samþykkt var samhljóða á fundi ráðsins 27. apríl síðastliðinn. Fer ráðið fram á að fjármálaráðherra svari því hvað verði um þær bygg- ingar og lóðir sem losna þegar ný- byggingar LSH verða tilbúnar. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir m.a. að ekki hafi verið upplýst hvaða áform séu uppi um nýtingu fasteigna og lóða stofnananna tveggja en ákvarðanir um nýtingu þeirra og hugsanlegar breytingar á skipulagi reitanna muni að öllum líkindum hafa áhrif á Aðalskipulag Reykjavíkur sem nú sé í endurskoðun. „Mér finnst sorglegt og eiginlega til skammar að sjá hvernig ríkið yf- irgefur sjúkrahús eins og Vífilsstaða- spítala og starfsmannahús sem eru á Vífilsstöðum. Þetta er orðið drauga- hverfi,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sennilega sé yfirlæknisbústaðurinn á staðnum t.d. hreinlega ónýtur. „Svona vill maður ekki sjá endurtaka sig í Fossvogi eða á Keldum,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Krefja ráðherra svara  Hvað verður um Borgarspítala og Keldnalandið? Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður hef- ur ákveðið að fara í mál við Björn Val Gísla- son alþingismann vegna ummæla sem Björn Valur lét falla á blogg- síðu sinni. „Björn Valur var að ásaka mig að ófyrirsynju um glæpsamlegt athæfi. Honum var boðið að draga þau ummæli til baka. Hann gerði það ekki og þá er ekkert annað að gera en að fara dómstóla- leiðina,“ sagði Guðlaugur Þór. Björn Valur sagði á bloggsíðu sinni að styrkir sem Guðlaugur Þór fékk til stjórnmálastarfa sinna væru mútur. „Ef það er rétt hjá Birni Val að það sé ólöglegt að þiggja framlög til stjórnmálabaráttu frá fyrir- tækjum og einstaklingum þá á það ekki bara við mig heldur alla aðra stjórnmálamenn sem það hafa gert á síðustu árum og áratugum og það sama á við stjórnmálaöfl og flokka og þar með talið VG,“ sagði Guð- laugur Þór. Guðlaugur Þór hyggst stefna Birni Val fyrir meiðyrði Guðlaugur Þór Þórðarson Útivistartími barna og ung- linga tók breyt- ingum 1. maí sl. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára ung- lingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á al- mannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðs- samkomu. Aldur miðast við fæð- ingarár. Útivistarreglurnar eru sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og ung- lingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunn- skólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu, segir lögreglan. Börnin mega vera úti til klukkan 22 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslendingar, Bretar, Írar og Danir fyrir hönd Færeyinga funda í Reykjavík í dag um Hatton Rockall- málið. Þjóðirnar fjórar gera allar til- kall til landgrunns á Hatton Rockall- svæðinu. Talsverðar líkur eru taldar á að olíuauðlindir sé að finna á svæð- inu og því miklir hagsmunir í húfi, segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneytisins og formaður samninganefndar Íslands í Hatton Rockall-málinu. Viðræður ríkjanna um svæðið hafa farið fram með reglubundnum hætti allt síðan árið 2001 þegar Ís- land átti frumkvæði að því að fyrsti fundurinn var haldinn í Reykjavík. Síðasti fundur var í Dublin í sept- ember síðastliðnum. Aðspurður segir Tómas að ekki hafi verið mikill framgangur í við- ræðunum að undanförnu, en aðilar hafi þó skipst á hugmyndum um skiptingu svæðis- ins. Íslendingar telji mikilvægt að halda viðræðum áfram og að lausn náist vegna þess að án samkomu- lags muni kol- vetnisauðlindir á svæðinu liggja ónýttar í jörðu. Af Íslands hálfu er lögð áhersla á að ríkin leggi sig fram við að ná sam- komulagi um skiptingu landgrunns- ins á milli sín og að þau skili í fram- haldi af því sameiginlegri greinar- gerð til landgrunnsnefndar Samein- uðu þjóðanna um ytri mörk svæðis- ins. Tómas segir mikilvægt að sam- komulag feli í sér að allir aðilar fái nokkurn hluta af því svæði sem tald- ar eru mestar líkur á að hafi að geyma kolvetnisauðlindir. Ísland skilaði í apríl 2009 greinargerð til landgrunnsnefndar SÞ um ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna. Um er að ræða hlutagreinargerð sem einskorðast við suðurhluta Síld- arsmugunnar, en það svæði hefur verið nefnt Ægisdjúp, og vestur- og suðurhluta Reykjaneshryggjar. Sök- um mikils vinnuálags landgrunns- nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir að hún taki greinargerðina til með- ferðar fyrr en að nokkrum árum liðnum. Vaxandi þýðing landgrunnsins Greinargerðin nær ekki til hins umdeilda Hatton Rockall-svæðis, né austurhluta Reykjaneshryggjar sem skarast við það svæði, enda er nefnd- in ekki bær til að fjalla um umdeild landgrunnssvæði. Tómas segir það því ekki þjóna neinum tilgangi að að- ilar Hatton Rockall-málsins skili ein- hliða greinargerðum til nefndarinn- ar. Þess ber að geta að engir tíma- frestir gilda um skil á greinargerð- um um umdeild svæði. Tómas H. Heiðar segir að lögð hafi verið áhersla á að Íslendingar öðlist yfirráð yfir sem víðáttumest- um landgrunnssvæðum enda megi gera ráð fyrir að réttindi yfir land- grunninu muni fá vaxandi þýðingu í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að ytri mörk landgrunns verði til lykta leidd í eitt skipti fyrir öll á næstu árum skv. ákvæðum hafréttarsamnings- ins. Miðar hægt í mikilvægu máli  Fundur fjögurra þjóða í Reykjavík í dag um Hatton Rockall-svæðið  Talið að olíuauðlindir geti verið að finna á svæðinu  Án samkomulags munu kolvetnisauðlindir liggja ónýttar í jörðu Tómas H. Heiðar Hatton Rockall- svæðið Ísland Færeyjar Írland Re yk jan es hr yg gu r Snýst ekki um klettinn » Hatton Rockall-málið snýst aðeins um landgrunnið, hafs- botninn, og snertir ekki á nokkurn hátt fiskveiðar í haf- inu fyrir ofan sem er úthaf og öllum opið að meginstefnu til. » Málið er einnig ótengt klett- inum Rockall, sem er lítil óbyggð klettaeyja um 460 kíló- metra vestur af Skotlandi. » Strandríki eiga sjálfkrafa landgrunn að 200 sjómílum samkvæmt hafréttarsamn- ingum. Mörg ríki, þ. á m. Ís- land, eiga ennfremur víð- áttumeiri hafsbotnsréttindi sökum náttúrulegra aðstæðna. Íslendingar eiga nýtingarrétt yfir þeim auðlindum sem finn- ast á landgrunni þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.