Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 17
meira en 19.000 þorskígildistonnum á fiskveiðiárinu sem hófst í sept- ember 2003. Var um að ræða um 5,12% af heildaraflamarki. Sam- herji kaupir nú 5.900 þorskígildis- tonn, sem er um 2,6% af heildar- aflamarki. Skerðing heildaraflamarks auk ýmissa til- færslna, skerðinga og smærri breytinga á kvótakerfinu hafa því minnkað aflaheimildir ÚA talsvert á fáum árum, þó svo að ekki megi útiloka að hluti aflaheimilda félags- ins hafi verið seldur annað. Ekki eru með í kaupunum aflaheimildir fyrir karfa, grálúðu og ufsa. Óbreyttur rekstur Eins og áður sagði fylgja ísfisk- togararnir Sólbakur og Mars með í kaupum Samherja. Síðarnefnda skipið hefur ekki verið gert út á síðustu árum. Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki sé reiknað með því að breyting verði þar á til skamms tíma. Jafn- vel komi til skoðunar að selja skip- ið, en hins vegar liggi ekkert á í þeim efnum. „Í dag gerir Brim út eitt skip frá Akureyri. Samherji gerir út tvö bolfiskveiðiskip frá Ak- ureyri í dag. Skip Samherja hafa ekki nægar heimildir til að vera í rekstri allt árið. Þetta er öll útgerð- in á Akureyri í dag. ÚA gerði á sín- um tíma út sex skip til að afla bol- fisks til vinnslu. Í dag er unnið helmingi minna magn en áður,“ segir Þorsteinn Már. „Við lítum svo á að við séum að taka áhættu með þessum kaupum. En við ætlum að reyna að halda rekstri frystihússins hér á Akureyri óbreyttum, ef að forsendur haldast að mestu óbreyttar.“ Eignir seldar Samherja til að bæta skuldastöðu Brims  Hluti skulda Brims tekinn yfir af Samherja  Greiðsla nýtt til að gera Brim laust allra mála hjá Glitni Morgunblaðið/Kristján Sólbakur Annað þeirra skipa sem fylgir með í kaupum Samherja á starfseminni á Akureyri. Skipið hét áður Kaldbakur. Var smíðað á áttunda áratugnum. FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Talsverð óvissa hefur verið ríkjandi um hver framtíð- arskipan fiskveiða á Íslandi verður, en ríkjandi stjórn- völd hafa lýst því yfir að róttækra breytinga megi vænta í þeim efnum. „Ef að kjörnir fulltrúar þessa svæðis, eða hluti þeirra, ákveða að þetta sem við er- um að gera hér sé ekki rétt, verður það bara að koma í ljós,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hann segist ekki hafa rætt við þingmenn eða fulltrúa stjórnvalda í aðdraganda kaupa Sam- herja á aflaheimildum af Brimi. „Hingað til höfum við ekki rætt við stjórnmálamenn áður en við ráð- umst í fjárfestingar, við viljum ekki vinna þannig.“ Ræddi ekki við stjórnvöld ÞORSTEINN MÁR ÓTTAST EKKI UPPTÖKU AFLAHEIMILDA Þorsteinn Már Baldvinsson FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Samherji greiðir um 15 evrur, eða tæplega 2.500 íslenskar krónur, fyrir hvert þorskígildistonn í kaup- um á eignum útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Með í kaupum Samherja fylgir fiskvinnsla á Ak- ureyri og á Laugum og ísfisktog- ararnir Sólbakur og Mars (áður Ár- bakur). Segja má að skipin og vinnslutækin fylgi ókeypis með í kaupunum, því markaðsverð þess kvóta sem Samherji eignast við yf- irtökuna á eignum Brims samsvar- ar um það bil öllu kaupverðinu – 14,6 milljörðum króna. Samherji seldi eitt skip erlendis á síðasta ári fyrir fimm milljarða króna, en hluti þeirra peninga verður nýttur til að greiða fyrir eignir Brims. Samherji tekur síðan yfir hluta skulda Brims hjá Landsbankanum. Heimildir Morgunblaðsins herma að Lands- bankinn hafi verið áhugasamur um að Brim létti á skuldum sínum. Frumkvæðið að þessum viðskiptum kom því leyti frá bankanum, þó að Brim hafi haft forgöngu um að finna kaupanda að starfseminni á Akureyri. Landsbankinn segist í svari við fyrirspurn hafa verið „ver- ið hlynntur sölunni.“ Samherji leggur fram 3,5 milljarða króna við kaupin, en heimildir Morgunblaðs- ins herma að þeir fjármunir verði nýttir til að gera Brim laust allra mála hjá skilanefnd Glitnis, en hluti skulda félagsins liggur þar. Orðalag í tilkynningu vegna sölunnar bendir til að staða Brims sé erfið, en Sam- herji er sagður „kaupa eignir og rekstur“. Því virðist ekki vera sem greitt sé fyrir hlutafé í því er áður hét Útgerðarfélag Akureyringa. Sama verð og við söluna 2004 Sem áður sagði greiðir Samherji 14,6 milljarða króna fyrir starfsemi Brims á Akureyri, sé yfirtaka skulda tekin með. Starfsemin verð- ur nú rekin undir sínu fyrra heiti – Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA). Feðgarnir í Brim, þeir Kristján Guðmundsson og Guðmundur Kristjánsson, keyptu ÚA af Eim- skipafélaginu Íslands í ársbyrjun 2004 fyrir níu milljarða króna. Á verðlagi dagsins í dag samsvarar sú upphæð um 14,6 milljörðum króna, sem er sama upphæð og Samherji greiðir í dag fyrir félagið. Salan ár- ið 2004 var afar umdeild, en lengi var talið að KEA yrði ofan á í kapphlaupinu um ÚA. Hart var deilt á að Eimskipafélagið skyldi ekki hafa selt félagið til heima- manna, en margir óttuðust að út- gerð myndi leggjast af á Akureyri eftir söluna til Brims. Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, sagði í samtali við Morg- unblaðið í janúar 2004 að hann teldi sig hafa greitt hátt verð fyrir ÚA. Jafnframt sagðist hann hafa fjár- magnað kaupin með eigin fé og lán- um frá Landsbankanum, sem nú átti hlut að máli vegna sölu á hluta aflaheimilda Brims á Akureyri til Samherja. Starfsemin á Akureyri, sem nú verður aftur rekin undir nafni ÚA, hefur þó breyst talsvert frá árinu 2004. Samkvæmt ársreikningi ÚA fyrir árið 2003 voru meira en 500 stöðugildi hjá félaginu, en í dag eru þau um 150. Þegar Brim keypti fé- lagið á þeim tíma gerði ÚA út fimm ísfisktogara, sem var úthlutað Útlán Glitnis til Brims voru meðal þeirra lána sem sett voru inn í HAF Funding. HAF Funding var félag sem Glitnir hleypti af stokkunum í september 2008, skömmu fyrir gjaldþrot bankakerfisins. Tilgang- urinn með HAF Funding var að breyta bundnum útlánum í láns- hæfistengd skuldabréf sem voru veðhæf hjá Seðlabanka Evrópu. Lán Brims voru meðal þeirra ís- lensku útlána sem tekin voru inn í HAF Funding. HAF þetta var svo- kallað SPV (e. Special Purpose Ve- hicle), en stuttlega er rætt um HAF í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við fall bankans urðu lán Brims þess vegna eftir í gamla bankanum. Lánum fleiri útgerðar- félaga en Brims var pakkað inn í HAF og nýtt til endurhverfra við- skipta hjá Seðlabanka Evrópu. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, sagði á upplýs- ingafundi með fréttamönnum í mars á þessu ári að samninga- viðræður við Seðlabanka Evrópu í Lúxemborg á árunum 2008 og 2009 hefðu forðað því að lán til samfélagslega mikilvægra fyrir- tækja yrðu seld á brunaútsölu. Vísaði Árni þar, að öllum líkindum, til lána sem pakkað var inn í HAF Funding. Brim hefur ekki skilað inn árs- reikningi frá árinu 2007, en á þeim tíma skuldaði félagið ríflega 13 milljarða króna. Lán Brims voru í erlendri mynt, svo að reikna má að að skuldir félagsins séu í dag tals- vert hærri í krónum talið. Ekki náð- ist í Guðmund Kristjánsson, fram- kvæmdastjóra Brims, við vinnslu fréttarinnar í gær. Útlán til Brims veðsett erlendis VILJA LOSA BRIM UNDAN SKILANEFND GLITNIS Glitnir Lán Brims sett í HAF Funding. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.