Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir tæp-um tveim-ur öldum
kom uppnuminn
embættismaður
til þáverandi ut-
anríkisráðherra
Frakka og sagð-
ist tilkynna hon-
um mikinn atburð: Napo-
leon fyrrum keisari væri
látinn í útlegð. Ráðherrann
svaraði að þetta væri vissu-
lega frétt, en ekki væri það
atburður.
Obama Bandaríkjaforseti
hafði mikla frétt að flytja er
hann tilkynnti að vígasveit
Bandaríkjahers hefði vegið
Osama bin Laden, sem
trónað hafði í tæp tíu ár á
lista yfir eftirlýstustu
glæpamenn heims. (Ís-
lenska ríkið hafði um stund
verið með honum á breskri
útgáfu af þeim „úrvals“-
lista). En var um mikinn at-
burð að ræða? Það er senni-
legast.
Bin Laden var vissulega
hundeltur flóttamaður í
næstum áratug og svigrúm
hans til að leiða hryðju-
verkaárásir eða skipuleggja
þær var takmarkað. Hann
gat naumast verið í nægjan-
legu sambandi við sína nán-
ustu samherja, því þá færi
persónulegt öryggi hans
fljótt fyrir lítið. En frjáls
hafði hann engu að síður
mikla þýðingu fyrir hinn illa
málstað, sem hann var
táknmynd fyrir. Hann
niðurlægði mesta herveldi
heims árum saman með því
að komast undan löngum og
digrum armi alþjóðlegrar
réttvísi og gaf með því fær-
ustu leyniþjónustum heims
langt nef. Sú storkun fyllti
fylgjendur hans, beina og
óbeina, stolti og aðdáun og
efldi þeim kjark til illverka.
Og hann jók reglubundið
við auðmýkinguna með
hljóðrituðum pistlum sem
hvöttu hatursfulla ofstækis-
menn til „dáða.“
Hrópandi getuleysi
Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra við að finna
og uppræta hermdarverka-
leiðtogann í heilan áratug
var því mjög skaðlegt. Svo
var komið að almenningur á
Vesturlöndum var hættur
að trúa því að Osama Bin
Laden yrði nokkru sinni
handsamaður eða felldur.
Þess vegna er þessum at-
burði fagnað svo mjög og
svo víða.
En hver verð-
ur þýðing hans
að öðru leyti?
Sjálfsagt er
vandi að fullyrða
neitt um slíkt á
þessari stundu.
En trúverðug-
leiki baráttunnar gegn
hryðjuverkamönnum hefur
styrkst mikið. Heitstreng-
ingar um að hryðjuverka-
menn fengju hvergi varan-
legt skjól eru trúverðugar á
ný. Þeir verða eltir uppi svo
lengi sem þarf. Réttlætið
mun fyrr eða síðar ná til
þeirra. Það hefur þýðingu.
Osama Bin Laden hafði
verið að í þrjá áratugi. Um-
svif hans voru þó ekki alltaf
þyrnir í augum vestrænna
ríkja. Þvert á móti voru þau
mikils metin á meðan
skæruliðahernaður hans í
Afganistan gegn Sovétríkj-
unum stóð. Nú hafa Banda-
ríkjamenn og bandamenn
þeirra verið í stríðsrekstri í
því landi jafn lengi og leitin
að Osama hefur staðið. Þeg-
ar eru uppi getgátur um að
nú hafi Bandaríkjaforseti
styrk og pólitíska stöðu til
að koma liði sínu þaðan
burt, en stuðningur al-
mennings við stríðsrekstur-
inn hefur dvínað jafnt og
þétt eins og gerist jafnan
þegar hernaðaraðgerðir
standa lengi. En þær raddir
heyrast einnig að einmitt
nú sé lag til að ná varan-
legum árangri í Afganistan.
Talibanar hafi haft mikil
tengsl við Alkaída-hreyf-
ingu Bins Ladens. Hags-
munir þeirra þurfi ekki
endilega að fara saman
lengur þegar leiðtoginn
heimþekkti er horfinn af
sviðinu og Alkaída sem höf-
uðlaus her. Nú gefist því
skilyrði til að hvetja tali-
bana til að líta á stöðu sína í
Afganistan eingöngu út frá
sínum hagsmunum en ekki
hinnar alþjóðlegu hryðju-
verkahreyfingar og það gefi
færi á samningaviðræðum.
Versti kosturinn væri að
að hlaupast á brott. Hvað
sem öllum þessum sjónar-
miðum líður er ljóst að
minningarathöfnin um að
10 ár séu liðin frá árásinni á
turnana tvo, Pentagon og
brotlendingu 4. flugvélar-
innar verður ekki haldin í
skugga Osama Bin Ladens
eins og virtist stefna í.
Vonandi hafa orðið
kaflaskil með falli
Bin Ladens. En
hryðjuverk heyra
ekki sögunni til þótt
hann geri það.}
Bin Laden loks allur
T
ækniframfarir og verkaskipting
hafa svo sannarlega gert líf okkar
betra á síðustu áratugum. Eig-
endur fyrirtækja hafa lagt allt
kapp á að gera framleiðslu sína
hagkvæmari, þannig að færri framleiðslu-
þætti þurfi til að framleiða sama eða meira
magn en áður.
Þannig höfum við komist í þá stöðu að geta í
vaxandi mæli sinnt því sem okkur finnst gefa
lífinu gildi. Aukin sjálfvirkni og meiri afköst í
sjávarútvegi hafa valdið því að færri hendur
þarf til að vinna sama verk. Þessi þróun í land-
búnaði hefur sömu áhrif. Þjóðfélagið hefur því
notið meiri velferðar en nokkru sinni áður í Ís-
landssögunni.
Þetta fyrirbæri, sem ég lýsi hér að ofan,
kallast framleiðniaukning. Það er líka kallað
hagvöxtur; þegar þjóðarbúið framleiðir meira á hvern
mann. Þessi gerð hagvaxtar hlýtur alltaf að vera af hinu
góða. Annars konar hagvöxtur, sem reyndar blandast oft
þessum alvöruhagvexti, er þegar velmegun er tekin að
láni. Hann er oft síður æskilegur, sérstaklega þegar lán-
in eru ekki notuð í fjárfestingu, heldur neyslu, líkt og al-
gengt var hér á landi í aðdraganda bankahrunsins.
Alvöru hagvöxtur er þannig ekki óhlutbundið og loft-
kennt hugtak. Sókn eftir hagvexti er ekki sókn eftir inn-
antómum veraldlegum lífsgæðum. Sókn eftir hagvexti
snýst um að gera lífið betra. Ef færri hendur framleiða
sama magn og áður, eða meira, gefst okkur meira svig-
rúm til þess að sinna listsköpun. Við getum
keypt hollari og dýrari mat. Við getum
menntað börnin okkar betur. Við getum
byggt betur búin sjúkrahús. Þetta eru áþreif-
anlegir kostir þess að auka framleiðni í þjóð-
félaginu.
Þegar við hins vegar tökum lán fyrir allri
þessari mikilvægu starfsemi, eins og hið op-
inbera hefur gert undanfarin ár (með beinni
lántöku og hallarekstri frá hruni; fyrir hrun
með því að skýla bönkunum undir pilsfald-
inum og gera þeim kleift að taka stjarn-
fræðilegar upphæðir að láni, þannig að skatt-
tekjur stórjukust tímabundið), hlýtur það að
enda með ósköpum. Á meðan allt lék í lyndi,
og allar hirslur ríkisins voru yfirfullar af pen-
ingum, var hægt að ausa peningum í þessa
þjónustu. Núna eru peningarnir ekki lengur
til. Og þá þarf að skera niður.
Allt hnígur þetta að sömu niðurstöðu. Sama gamla
reglan er jafn gullvæg sem áður: Það er betra að eiga
fyrir því sem maður kaupir. Fyrr eða síðar kemur að
skuldadögum. Þetta lögmál á við í persónulegum fjár-
málum okkar og þetta lögmál á almennt við í hagkerfinu.
Sá sem á 400 milljarða króna kann að sýnast ríkur, en
ef hann skuldar 450 milljarða er hann „fátækari“ en sá
sem á ekki neitt. Mörg erum við í þessari stöðu á Íslandi
um þessar mundir, að eiga mikið en skulda meira. Þá er
mikilvægt að draga saman seglin og stilla útgjöld af mið-
að við tekjur. ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Sókn eftir betra lífi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
A
ndlát ungrar konu um
liðna helgi hefur sett
óhug að mörgum. Þó
svo að óyggjandi sann-
anir liggi ekki fyrir
bendir ýmislegt til þess að konan
unga hafi orðið fíknefnum að bráð.
Þá er sérstaklega horft til afleiðu af
amfetamíni sem virðist fara hægt og
rólega á milli landa með óvenjulega
háu hlutfalli dauðsfalla. Í mörgum
tilvikum virðist sem svo neytendur
hafi ekki áttað sig á hversu hættu-
legt efnið PMMA er.
Lögreglan á Borgarnesi fann
fyrst efnið hér á landi, í töfluformi.
Karlmaður sem hafði þær í vörslum
sínum var færður til skýrslutöku að
nýju til að freista þess að varpa ljósi
á uppruna efnisins og útbreiðslu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins hefur
skýrsla verið tekin af hátt í þrjátíu
einstaklingum vegna málsins. Rann-
sóknin er umfangsmikil og ástæðan
ærin; koma verður í veg fyrir fleiri
dauðsföll af völdum efnisins.
Ekkert jákvætt um PMMA
Ekki þarf að leita lengi á ver-
aldarvefnum til að finna umfjöllun
um efnið, PMMA, eða paramethoxý-
amfetamín. Nokkuð liggur fyrir um
það og ekkert jákvætt. Staðreyndin
er sú að framleiðendur fíkniefna
leita sífellt leiða til að útbúa efni
sem eru ekki á listum yfir ávana- og
fíkniefni auk þess sem sífellt er leit-
ast við að halda kostnaði við fram-
leiðslu í lágmarki og hámarka
gróða. Þar fæðast afleiður fíkniefna,
sem hafa sambærileg áhrif en eru
oftar en ekki skaðlegri neytend-
unum.
Afleiður fíkniefna rata hingað
til lands eins og annað. Skemmst er
að minnast þess að í desember á síð-
asta ári reyndi lettneskur ríkisborg-
ari að smygla til landsins tæpu hálfu
kílói af efninu mefedron, sem einnig
er afleiða af amfetamíni og á að hafa
svipaða virkni og e-töflur. Styrkleiki
efnisins var afar hár og víst að hægt
var að drýgja það töluvert með
íblöndunarefnum. Líkt og með
PMMA hafa dauðsföll bæði í Banda-
ríkjunum og Evrópu verið rakin til
mefedron.
Fleiri slík mál hafa komið upp á
undanförnum misserum því að í des-
ember 2009 voru tveir karlmenn
handteknir fyrir innflutning á tæp-
um fjórum kílóum af 4-flúoróamfe-
tamíni. Þeir voru hins vegar sýkn-
aðir í héraðsdómi þar sem efnið var
ekki bannað hér á landi á þeim tíma.
Í greinargerð Jakobs Kristinssonar,
hjá Rannsóknastofu Háskóla Ís-
lands í lyfja- og eiturefnafræði, kom
fram að um afleiðu af amfetamíni sé
að ræða sem hefði svipaða verkun.
Hins vegar væru takmarkaðar upp-
lýsingar til um efnið.
Að endingu má taka fram að
gerð var tilraun til að flytja inn til
landsins um 15 þúsund e-töflur í
desember sl. Miðað við það er ljóst
að eftirspurn eftir e-töflum er tölu-
verð hér á landi. Og þó ljóst sé að
aldrei er hættulaust að nota slíkar
töflur er hættan margföld á meðan
efni á borð við PMMA er í umferð.
Víða varað við
Efnið sem til rannsóknar
er, PMMA, og varað hefur
verið við hefur fundist í alla
vega tíu tegundum af töfl-
um, sem líkjast e-töflum, í
Hollandi. Viðvörun hefur
meðal annars verið gefin út
þar, í Noregi og einnig af
lögregluyfirvöldum í ástr-
ölsku borginni Perth en þar
lést ungur karlmaður í byrj-
un janúar sl. eftir að hafa tek-
ið inn efnið.
Áhrifin sambærileg
en efnin skaðlegri
Morgunblaðið/Kristinn
Töflur Erfitt getur verið að átta sig á hvort um sé að ræða e-töflur, sem inni-
halda MDMA, eða aðrar með háu hlutfalli PMMA eins og eru til rannsóknar.
Af samtölum við einstaklinga
sem starfa í meðferðargeir-
anum er ljóst að á flestu þarf að
vara sig sem keypt er í undir-
heimunum. Á undanförnu miss-
eri hafi þannig komið upp nokk-
ur tilvik þess að einstaklingar
hafi veikst heiftarlega af
drykkju landa. Meðal annars
þurfti að leggja karlmann inn á
sjúkrahús vegna asetóneitrunar
sem rekja mátti til landa.
Í samtali við Morgunblaðið
sagði Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn, slík mál sjaldnast
koma inn á borð lögreglu, eðli
málsins samkvæmt. Hins veg-
ar sé ljóst að landabrugg hafi
aukist og ekki víst að
í öllum tilvikum sé
vandað vel til verka;
áfengið jafnvel sett
í sölu áður en það
er tilbúið. Þegar
svo er má vera
ljóst að veikindi,
og jafnvel mjög
slæm, hljótist af.
Endaði með
asetóneitrun
VEIKJAST AF LANDA