Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Sumarfugl Hún var heldur betur sumarleg þessi unga snót sem spókaði sig í miðbænum í gær. Eggert Í upphafi kjörtímabils núver- andi ríkisstjórnar var stofnað til víðtæks samráðs um endur- skoðun á fiskveiðilöggjöfinni. Til verksins voru fengnir fulltrúar allra þingflokka, sjó- menn, útvegsmenn, jafnt smá- bátaeigendur sem LÍÚ, land- verkafólk, sveitarfélögin og eigendur sjávarjarða. Sem sagt fjölmennur hópur fólks, með ólíkan bakgrunn og ólík sjón- armið í þessu mikla og umdeilda máli. Og sjá. Hið óvænta gerðist. Þessi hópur náði saman að langmestu leyti. Við skiluðum af okkur ít- arlegri skýrslu með skýrum tillögum. Af 18 fulltrúum í nefndinni urðum við 16 sammála um grundvallaratriðin. Málið virtist í góðum farvegi. Ætla mátti að stjórn- arfrumvarp sem byggðist á nefndarstarfinu yrði lagt fram í byrjun þings í október og góð samstaða skapaðist um afgreiðslu þess á haustþingi. En svo varð nú aldeilis ekki. Við höfum mátt fylgjast með ótrúlegri máls- meðferð, þar sem allt kapp virðist lagt á að hleypa málinu upp og gera að engu verk sem unnið var á vegum ráðherraskipaðrar nefnd- ar undir forystu tveggja áhrifamikilla þing- manna stjórnarliðsins. Olli niðurstaða sáttanefndarinnar vonbrigðum innan ríkisstjórnarinnar? Hvað veldur? Olli það vonbrigðum á stjórnarheimilinu að málið var leyst á vett- vangi stjórnmálaflokkanna og hagsmunaaðilanna? Hvers vegna í dauðanum var ekki tek- ið í útrétta sáttarhönd þeirra sem höfðu lagt sig í framkróka við að leysa þetta vandasama mál? Hvernig má það eiginlega vera að ekki var hægt að virða þá samstöðu sem myndaðist á þeim vettvangi sem rík- isstjórnin sjálf hafði falið að vinna að lausn málsins? Þetta er auðvitað allt saman þyngra en tárum taki. Það eru liðnir átta dýrmætir mánuðir frá því að við skiluðum afrakstri okkar til rík- isstjórnarinnar. Síðan þá hefur þetta mik- ilvæga úrlausnarefni verið í innbyrðis reip- togi stjórnarflokkanna og enginn fengið að koma að því nema sex útvaldir og innvígðir þingmenn. Fréttir sem hafa borist í gegnum fjölmiðla, benda til þess að allt það tog hafi helst miðað að því að afbaka niðurstöðu sáttanefndarinnar. Hrollvekjandi áhrif fyrningarleiðar Nú er það svo að sáttanefndin lét athuga sérstaklega þær hugmyndir sem hafa verið settar fram af stjórnvöldum, runnar undan rifjum Samfylkingarinnar, að fyrna afla- heimildir á 20 árum. Niðurstaðan var skýr. 20 ára fyrning fiskveiðiheimilda leiðir til gjaldþrots sjávarútvegsfyrirtækja sem ráða yfir 45 til 50% af aflahlutdeildum. Þetta er hrollvekjandi. Helmingur sjávarútvegsins færi bókstaflega á hausinn ef fylgt yrði eftir þeirri hugmyndafræði, sem ætlunin var að hrinda í framkvæmd af stjórnvöldum. Og ekki er þó öll sagan sögð. Ef helmingur sjáv- arútvegsins yrði gjaldþrota blasir við að stór hluti til viðbótar yrði mjög laskaður og réði ekki við að takast á við framtíðar- skuldbindingar í formi nýrra fjárfestinga. Það er líka ljóst að stærri fyrirtækin og hin grónari réðu betur við fyrninguna. Það yrðu þá sérstaklega einyrkjar og nýliðar sem yrðu fyrir barðinu á stefnumörkun af þessum toga. Við sæjum byggðaröskun af áður óþekktri stærð og gríðarlega samþjöppun aflaheimilda. Það er því ekki að undra að í sáttanefndinni litist mönnum ekki á blikuna. Ekki heldur fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna. Nær einróma niðurstaða okkar í sáttanefndinni var því að leggja til allt aðra nálgun. Við höfnuðum fyrning- arleiðinni og lögðum til það sem kallað hefur verið samningaleið. En í hverju fólst hún? Þetta er samningaleiðin Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótvírætt ákvæði um eign- arhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiði- auðlindinni. Í annan stað er lagt til að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda til tiltek- ins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auðlind sem sé í eigu þjóðarinnar/ríkisins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýtingarrétt beri að greiða eigandanum afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með bein- um hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheim- ilda sé ráðstafað á félagslegum, byggðaleg- um og atvinnulegum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafnræðis við út- hlutun nýrra aflaheimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar. Virðir ríkisstjórnin ekki niðurstöðu eigin fulltrúa? Þetta er skýrt. Við sem stóðum að þessu samkomulagi viljum virða það. Þetta á við minn flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Spurningin sem við þekkjum ekki enn svarið við á þess- ari stundu, er hvort ríkisstjórnin ætli að virða þessa niðurstöðu. Ábyrgð hennar er mikil. Hún hóf þessa vegferð. Sáttanefndin starfaði í umboði sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, í anda stefnuyfirlýsingar rík- isstjórnarinnar. Ríkisstjórninni ber því að virða þetta samkomulag og hlaupa ekki eftir kenjum þeirra sem enn fylgja gjaldþrota hugmyndafræði fyrningarleiðar. Hvort sem hún birtist í nýjum felubúningi eður ei. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson »Hvernig má það eiginlega vera að ekki var hægt að virða þá samstöðu sem mynd- aðist á þeim vettvangi sem rík- isstjórnin sjálf hafði falið að vinna að lausn málsins? Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður og nefndarmaður í nefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Svíkur ríkisstjórnin? Það hefur borið nokkuð á því það sem af er kjörtímabili að meirihlutinn í Kópavogi ræðst í verkefni sem enginn samþykkt er fyrir. M.ö.o. gefur réttri stjórn- sýslu langt nef. Skýringin er gjarnan sú að það sé gert af því að það kostar ekkert eða mjög lítið. Annað hefur svo komið á daginn. Mig langar að nefna nokkur dæmi um þetta en jafnvel þó ekki sé endilega um háar tölur að ræða þá eru þessi dæmi slæmur fyrirboði um það sem koma skal í rekstri bæjarins. Skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni Strax á fyrstu dögum kjörtímabilsins var KPMG fengið það hlutverk að koma fram með tillögur um breytingar á skipuriti á bæjar- skrifstofunum. Ákveðið var að halda minnihlut- anum alveg fyrir utan þessa vinnu þrátt fyrir loforð um annað. Vinnubrögðin voru sérstök því engin viðtöl voru tekin við starfsfólk bæjarins um eðli og umfang einstakra starfa og sviða. Læðist því óneitanlega að sá grunur að um pantaða niðurstöðu hafi verið að ræða. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um kostnaðinn. Vikurnar liðu og engin svör bár- ust. Loks var upplýst munnlega að þetta myndi kosta 3-600 þúsund krónur. Niðurstaða eftir að hafa beðið í 5 mánuði eftir skriflegu svari: 1,1 milljón króna. Hamraborgarhátíð Síðastliðið sumar lásu bæjarfulltrúar ásamt öðrum um það í fjölmiðlum að halda ætti svo- kallaða Hamraborgarhátíð. Í ljósi þess að engin slík samþykkt lá fyrir var spurt út í kostnað við hátíðina. Ekki stóð á svörunum. Hamraborgar- hátíðin átti ekki að kosta neitt. Niðurstaða: 2 milljónir króna. Skrúðgangan sumardaginn fyrsta Fyrir skemmstu var slegin af áratuga hefð í Kópavogi fyrir skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta sem skiplögð var af skátunum í samstarfi við skólahljómsveit Kópavogs. Það var gert í ljósi þess að ekki væru til peningar. Þær upplýs- ingar höfðu varla borist til skátanna þegar upp- lýst var að öllum yrði boðið frítt í sund á sum- ardaginn fyrsta. Þegar spurt var hvað það myndi kosta stóð ekki á svarinu: 320 þúsund krónur. Niðurstaða: ríflega 800 þúsund krónur. Heimgreiðslur til barnafjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar 2011 var ákveðið að heimgreiðslur til foreldra barna undir tveggja ára aldri yrðu 25 þúsund krónur út ár- ið. Meirihlutinn ákvað síðan að efna þetta ekki, heldur slá greiðsl- urnar af þann 1. september nk. Fjórflokka meirihlutinn hikar ekki eitt augnablik við að ráðast gegn fjölskyldum yngstu barnanna í bænum, sem líklegast eru sá hópur sem á hvað erfiðast uppdráttar í atvinnuleysinu. Eftir tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins var ákveðið að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar. Kjarrið Við gerð fjárhagsáætlunar kom fram að leik- skólinn Kjarrið væri hlutfallslega dýrari en aðr- ir leiksskólar í Kópavogi vegna smæðar sinnar. Leikskólinn er einkarekinn og því var sam- mælst um að kanna hvort núverandi rekstrar- aðili gæti gert það með hagkvæmari hætti og lækkað kostnað bæjarins. Það var ekki efnt heldur var samningnum sagt upp án viðræðna. Rekstraraðilinn lagði fram tilboð í samræmi við markmið bæjarins en á það er ekki hlustað. Er hugsanlegt að þessi vinnubrögð séu viðhöfð vegna þess að leikskólastjóri Kjarrsins er for- maður Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu í Kópavogi? Málið lyktar allt af furðupólitík vinstri flokkanna. Þetta eru einungis fá dæmi um það hvernig orð og efndir fara ekki saman hjá fjórflokknum í Kópavogi og um leið gefur þetta innsýn í viðhorf meirihlutans til reksturs og eðlilegrar stjórn- sýslu. Fjögurra flokka meirihluti er ávísun á óreiðu. Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Fjórflokka meirihlutinn í Kópavogi hikar ekki eitt augnablik, í mesta atvinnuleysi síðari tíma, við að ráðast gegn fjölskyldum yngstu barnanna í bænum. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi. Orð og efndir fjórflokka meirihlutans í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.