Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS : Þann 10. maí gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Eurovision. Undankeppnin verður 10. og 12. maí. Aðalkeppnin er laugardaginn 14. maí. Þetta er blaðið sem lesendur hafa við höndina þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. MEÐAL EFNIS: Allt um Eurovision. Stiklað á stóru í sögu Eurovision í máli og myndum, helstu lögin og uppákomurnar. Íslenska lagið og sagan á bak við það. Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni. Frammistaða íslendinga í gegnum tíðina. Íslensku lögin í gegnum tíðina Klæðaburður keppanda, tíska og tískuslys. Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 5. maí. Eurovision 2011 SÉ R B LA Ð Aðalfundur Grafarholtssóknar Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður haldinn 10. maí kl. 18 í Guðríðarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Grafarholtssóknar. Það er óhætt að segja að undirritaður hafi lent á milli steins og sleggju nýlega. Ástæðan var mál- flutningur Velbús, hins nýstofnaða fé- lags áhugamanna um bætta velferð búfjár. Sleggjan er að ég sé dýralæknanemi, sem í framtíðinni mun sverja þess eið að standa vörð um hagsmuni málleys- inga þessa heims. En steinninn á hinum endanum er sá að ég hef margt að athuga við þann mál- flutning sem þetta ágæta félag viðhefur. Sem dæmi hefði mátt byrja á því að reyna að skilgreina hug- takið velferð. Donald Broom, pró- fessor í dýravelferð við Háskólann í Cambridge, komst ágætlega að orði um hvað sé í raun velferð árið 2004 (hér lauslega þýtt): „Velferð dýrs er ástand þess í tilraunum sínum við að aðlagast umhverfinu. Það inniheldur tilfinningar, ýmis lífeðlisfræðileg og atferlisviðbrögð og heilsu þess. Dýr sem ná ekki að aðlagast umhverfi sínu eru líklegri til að verða veik, ólíkregri til að búa til fóstur, ólíklegri til að koma afkvæmum á legg og líklegri til að lifa skemur.“ Að meta velferð bú- fjár er ekki einfalt mál og hægt er að skrifa mörg orð um hvernig slíkt er fram- kvæmt. Í stuttu máli er það gert með at- hugun á viðbrögðum dýranna varðandi hegðun og líffræði þeirra, sérstaklega þeim við- brögðum sem vitað er að koma frá dýrum sem eru að reyna að aðlag- ast umhverfinu en geta það ekki. Þegar búið er að gera grein fyrir velferð dýranna á hlutlausan hátt er hægt að taka siðferðilegar ákvarðanir út frá þeim upplýs- ingum. Ástæðan fyrir því að ég vil reyna að skilgreina velferð betur er að koma á framfæri þeirri skoðun minni að í svona umræðu er nauðsynlegt að ekki sé neitt haft í lausu lofti og fari bara eftir skilgreiningu hvers og eins. Dæmi um það er að Velbú heldur því fram að minkabúr á Íslandi séu of lítil. Formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda svaraði þeim fullyrðingum síðar með því að spyrja á móti, miðað við hvað búrin væru of lítil, því stærð þeirra stenst reglur. Hvað annað á þá að miða við? Mér var eitt sinn kennt hug- takið „kranablaðamennska“. Með því er átt við að málflutningurinn renni aðeins í eina átt og aðeins eitt sjónarmið komi fram. Svoleið- is fréttaefni og greinaskrif leiðast mér óskaplega. Því þótti mér mið- ur að sjá fullyrðingar frá Velbú um að verksmiðjubúskapur sé að færast yfir í íslenskan mjólk- uriðnað (hver er skilgreiningin á verksmiðjubúskap?) og nefnir fé- lagið þar til sögunnar skort á úti- veru mjólkurkúa sem hýstar eru í lausagöngufjósum. Ef eingöngu fyrripartur vísunnar er kveðinn, eins og í þessu tilfelli, þá fara þeir sem á hlusta og eru ekki eins vel inni í þessum málum og best verð- ur á kosið að hugsa um hvernig kýr haga sér þegar þeim er hleypt út að vori og kemur þá upp þessi staðlaða mynd þar sem aldeilis er slett úr klaufunum. Þeir sem hafa séð kýr koma út úr lausagöngufjósi geta vitnað um hversu rólegra er yfir kúnum en þeim sem koma úr básafjósi, en eins og orðið gefur til kynna þá ganga kýrnar lausar allan ársins hring, þó þær séu inni yfir vetr- artímann. Þó má ekki skilja orð mín sem svo að ég telji útivist nautgripa óþarfa, ég vil bara að það sé bar- ist fyrir þeim rétti á skynsaman og öfgalausan hátt. Ef tilgangurinn með öllum þess- um öskrum er að koma velferðar- umræðunni af stað, þá er hægt að benda á að innan Landbúnaðarhá- skóla Íslands hefur þessi umræða átt sér stað í nokkur ár. Sem dæmi um það má nefna að árið 2006 skrifaði Sigtryggur Veigar Herbertsson um aðbúnað hrossa í lokaverkefni sínu til BS-gráðu við LBHÍ. Tveimur árum síðar skrif- aði undirritaður svo lokaverkefni um velferð mjólkurkúa til sömu gráðu. Árið 2010 gaf LBHÍ síðan út rit nr. 28 sem ber heitið „Vel- ferð mjólkurkúa í lausagöngufjós- um“ og í því verkefni var notið að- stoðar frá evrópskum sérfræðingi. Ég vil ítreka að mér líkar til- gangur og markmið Velbús og að ég er mikill áhugamaður um bætta velferð búfjár, en ég gagn- rýni málflutning Velbús í um- ræðunni undanfarna daga. Það er því miður gömul saga og ný að hróp og köll og bendingar í allar áttir eru góð húsráð til að komast á forsíður stórra fréttamiðla. Það sem gerist þá oft er að umræðan þróast út í að vera drullupyttur, þar sem þeir sem reyna að nálgast hlutina af skynsemi og ró verða sjálfkrafa dæmdir sem andstæð- ingar (í þessu tilfelli velferðar) bara vegna þess að þeir taka ekki undir upphrópanirnar. Það getur vel verið að ég verði dæmdur svo eftir þessa grein, en læt mig samt hafa það. Til að hafa þessa grein ekki of langa vil ég benda á málflutning Ólafs Dýrmundssonar hjá Dýra- verndunarsambandi Íslands. Hægt er að segja að þar sé staðið með báða fætur á jörðinni. Á meðan ekki verður hægt að segja það sama um Velbú ætla ég að halda mig sem lengst frá þeim fé- lagsskap. Á milli steins og sleggju Eftir Axel Kárason » Ástæðan fyrir því að ég vil reyna að skil- greina velferð betur er að koma á framfæri þeirri skoðun minni að í svona umræðu er nauð- synlegt að ekki sé neitt haft í lausu lofti og fari bara eftir skilgreiningu hvers og eins. Axel Kárason Höfundur er BS í búvísindum og dýralæknanemi. Nýlega var bein útsending frá breska þinginu á Sky-sjónvarpsstöð- inni. Það stóð yfir umræða um ýmis mál. Eftir því sem best verður séð var ekki eitt einasta sæti autt í þing- mannabekkjum þingsins og þar að auki voru nokkrir standandi í enda þingsalarins. Síðan íslenska sjón- varpið fór að senda út myndir frá al- þingi Íslendinga hefur það komið í ljós að stór hluti af stólum þingsins er alla jafna galtómur. Það er eins og þingmenn hafi þann vana að láta kjósa sig til setu á þinginu bara til þess að hafa frátekinn stól. Stór hluti þingmanna er „á þinginu“, kannske einhvers staðar í bygging- unni, og það telst vera „á þingi“! Það vill nú til að ég var fyrir um það bil 50 árum samferða vini mín- um til þess að hitta einn þingmann- inn fyrir kjördæmi það sem tilheyrði þessum vini mínum. Umræða stóð yfir á alþingi og það mátti heyra óm- inn af henni þar sem við vorum staddir í þinghúsinu. Vinur minn spurði viðkomandi þingmann hvort við værum ekki að trufla hann frá þingstörfunum en hann svaraði sem svo að hann hlustaði bara með öðru eyranu. Þegar ég ber saman starfshætti þessara tveggja þjóðþinga, annars vegar hjá Bretum og hins vegar hjá Íslendingum, finnst mér augljóst að vanræksla á alþingi Íslendinga er al- gjör. Þessi þykjustuleikur sem fram fer er augljóslega til skammar. Það er greinilegt að engar lágmarks- kröfur eru gerðar til þeirra sem eiga að vera á fundinum. Í þeim félögum sem ég hef tekið þátt í hafa yfirleitt verið gerðar þær kröfur að það séu nógu margir viðstaddir til þess að það sé „fundarfært“. Á alþingi virð- ist vera kappnóg að fundarstjóri sé viðstaddur. Eftir að hafa borið saman þessi tvö þing er það alveg augljóst að al- þingi Íslendinga virðist bara vera frekar lélegur brandari. Þetta er kannski skýringin á því hvernig hið herfilega Schengen-samkomulag hefur komist í gegnum alþingi Ís- lendinga. Þetta samkomulag var aldrei samþykkt í þjóðaratkvæði og ætti fyrir löngu að hafa verið fellt í einni slíkri. Þeim sem vita ekki í hverju það samkomulag er fólgið er bent á að þetta skelfilega samkomu- lag heimilar evrópskum glæpa- gengjum ótakmarkaðan aðgang að landinu til þess að fremja sína glæpi. Þrátt fyrir að það ætti að vera öllum Íslendingum ljóst að þetta ófremd- arsamkomulag er ein alversta skelf- ing sem yfir landið hefur dunið heyrist ekki eitt einasta hljóð í ein- um einasta núverandi alþingismanni um að það þarf að afnema þetta fá- ránlega heimskulega samkomulag og það núna strax. Það hefur því miður komið í ljós að sofandaháttur þingmanna í mik- ilvægum málum er alveg ótakmark- aður. Það má alveg kalla það nöfn- um eins og foringjaræði eða frekjuræði en það afsakar ekki að þingmenn skuli beygja sig fyrir slíkri tilhögun. Samkvæmt hinni venjulegu reglu eiga þingmenn að fara eftir sam- visku sinni en ekki frekju annarra. Það skapar hins vegar vandamál ef einhverjir þeirra eru algjörlega samviskulausir. En síðustu lögbrot ráðherra í núverandi ríkisóstjórn eru orðin svo alvarleg að það er löngu kominn tími til þess að end- urreisa alþingi landsins og reisa það upp úr því botnlausa óþverrasiðleysi sem það er sokkið í. BERGSVEINN GUÐMUNDSSON, Garði. Frá Bergsveini Guðmundssyni Alþingi og Schengen Bréf til blaðsins Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.