Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
✝ Gylfi Gunn-arsson fæddist
á Suðurgötu 33 í
Hafnarfirði 2. júlí
1943. Hann lést á
heimili sínu að
Hlíðarbakka,
Fljótshlíð, 21. apríl
2011.
Foreldrar Gylfa
voru Jóhanna Guð-
mundsdóttir, hús-
freyja, f. 9.10. 1922,
d. 25.7. 2008, og Gunnar Ein-
arsson, loftskeytamaður, f. 22.6.
1915, d. 29.11. 1983. Systkini
Gylfa eru Gunnar, f. 21.4. 1945,
maki Harpa Harðardóttir, f. 1.2.
1946, og Helga, f. 23.10. 1946,
maki David Langham, f. 23.11.
1946.
Gylfi giftist þann 10. apríl
1965 Helgu Helgadóttur
(skildu), f. 10.12. 1944. Börn
Gylfa og Helgu eru: 1) Gunnar
Helgi, f. 11.6. 1965, maki Marta
S. Rúnarsdóttir, f. 14.8. 1964,
dætur þeirra: Sandra, f. 1996,
og Elísa, f. 1999, sonur Gunnars:
Andri, f. 1985. 2) Sigurður Ein-
ar, f. 11.3. 1967, k1. Rut Ein-
arsdóttir (skildu), f. 24.12. 1971,
synir þeirra: Ísak, f. 1995, og
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar,
Gagnfræðaskóla verknáms og
lýðháskóla í Danmörku. Árið
1963 lauk Gylfi verslunarprófi
frá Samvinnuskólanum á Bif-
röst. Gylfi vann við versl-
unarstörf í Reykjavík 1963-
1965, var bæjarritari á Ísafirði
árin 1965-1969 og starfaði hjá
Endurskoðunarskrifstofu Svav-
ars Pálssonar 1969-1974. Árið
1975 hlaut hann löggildingu
sem endurskoðandi, stofnaði og
rak endurskoðunarskrifstofuna,
Hyggir hf. í Hafnarfirði, í félagi
við Guðmund Rúnar Óskarsson
1975-1986. Hann gerðist síld-
arverkandi á Reyðarfirði 1987-
1990 en rak eigin endurskoð-
unarskrifstofu, Haglind hf., í
Hafnarfirði, frá 1991 og allt til
æviloka. Gylfi gekk í Oddfellow-
regluna árið 1967, þá aðeins 23
ára gamall og var virkur félagi í
44 ár. Hann gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Regluna
og var æðsti yfirmaður hennar
2007-2009, er hann lét af emb-
ætti sökum heilsubrests. Gylfi
var í stjórn Félags löggiltra end-
urskoðenda 1978-1980 og í
stjórn Norræna félagsins í
Garðabæ í meira en 20 ár.
Útför Gylfa verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
3. maí 2011, og hefst athöfnin kl.
11.
Dagur, f. 1996. K2.
Unnur Kristjáns-
dóttir, f. 13.8. 1972,
sonur þeirra:
Hringur, f. 2003,
sonur Unnar: Krist-
ján, f. 1995. 3)
Hanna Lára, f. 26.7.
1969, maki Stefán
G. Guðjohnsen, f.
25.4. 1969, synir
þeirra: Gylfi, f.
1993, Einar, f.
1997, og Stefán, f. 2004.
Gylfi gekk að eiga Sigurlín
Sveinbjarnardóttur, f. 3.7. 1947,
þann 22.4. 2000. Börn Sigurlínar
eru: 1) Ásbjörn, f. 23.6. 1965,
börn hans: Ásta, f. 1986, Daníel,
f. 1987, Heiða, f. 1989, Kristína,
f. 1991, Ásdís, f. 1993, Thor, f.
1997, Magnús, f. 1995, og Niko-
laj, f. 2000. 2) Árni, f. 28.4. 1967,
maki Karen Linda Kinchin, f.
25.11. 1969, dóttir þeirra:
Sandra, f. 2010, dóttir Árna Sig-
rún, f. 1987. 3) Margrét, f. 3.7.
1977, maki Juan José Pulgar
Lavieri, f. 26.1. 1975, börn
þeirra: Andrea, f. 2005, og Vikt-
or, f. 2010.
Gylfi ólst upp í Vesturbænum
í Reykjavík, gekk í Melaskóla,
Í dag fylgjum við pabba til
hinstu hvílu, hetjunni okkar sem
féll frá eftir rúmlega tveggja ára
baráttu við krabbamein.
Pabbi var enginn venjulegur
maður, okkur varð það nokkuð
ljóst snemma á lífsleiðinni. Hann
var að mörgu leyti einstakur og
margbrotinn, margt til lista lagt,
eldklár og góður í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur. Pabba
skorti svo sannarlega ekki hæfi-
leikana og nýtti þá bæði í leik og
starfi. Eftir hann sitja margir
minnisvarðar sem við erum svo
stolt af.
Þegar við lítum til baka koma
upp í hugann óteljandi minningar
og það er sama á hvaða tíma-
skeiði þær eru, pabbi er alltaf á
fullu. Honum féll aldrei verk úr
hendi og rólegar stundir voru fá-
ar, alltaf fann hann eitthvað til að
hafa fyrir stafni. Við nutum góðs
af þeirri óendanlegu orku sem
hann bjó yfir og minningar um
fjörugar ferðir um ótroðnar slóðir
sitja eftir.
Pabba verðum við ævinlega
þakklát fyrir svo margt. Þakklát
fyrir lífið sem hann gaf okkur,
fyrir allt sem hann kenndi okkur,
fyrir trúna sem hann hafði á okk-
ur og ástina sem hann sýndi okk-
ur.
Fótspor pabba verða aldrei
fyllt og hans er sárt saknað.
Gunnar Helgi, Sigurður
Einar og Hanna Lára.
Gylfi bróðir var í senn hug-
myndaríkur, kraftmikill og at-
hafnasamur. Frjór í hugsun,
ákafur til verka, einhenti sér í
hlutina og oft afkastamikill.
Greiðvikinn, mannblendinn og
vinamargur. Bjartsýnn í meira
lagi og miklaði ekki fyrirstöðuna.
Við vorum þrjú systkinin, ól-
umst upp á Melunum í öruggu
skjóli góðra foreldra. Æskuárin
liðu með hefðbundnum hætti með
leikjum á götum og í görðum.
Melavöllurinn í bakgarðinum,
stutt í Tívolíið í Vatnsmýrinni og
Trípolíbíó í nágrenninu. Vísir
seldur í samkeppni við Óla blaða-
sala og ekki var síður spennandi
að selja Mánudagsblaðið á sunnu-
dagsmorgnum. Gylfi var nokkur
sumur í sveit, eitt sumar í síma-
vinnuflokki og annað með móður
okkar í síld á Raufarhöfn og
þannig mætti áfram telja. Gylfi
gekk í Melaskóla og þar komu
snemma í ljós hæfileikar hans til
listsköpunar. Námsbækurnar
með alls konar fígúrum voru okk-
ur Helgu systur sífellt undrunar-
efni. Úr Melaskóla lá leiðin í
Gaggó Vest, þaðan í Verknámið,
þá einn vetur á lýðháskóla í Dan-
mörku og loks var það Samvinnu-
skólinn á Bifröst. Hann starfaði
sem bæjarritari á Ísafirði um
nokkurra ára skeið. Kom þá suð-
ur og hóf nám í endurskoðun og
haslaði sér starfsvettvang á því
sviði, ýmist einn en lengst af í far-
sælu samstarfi við Guðmund
Óskarsson endurskoðanda. Gylfi
starfaði um árabil innan Oddfel-
lowreglunnar sem og í Norræna
félaginu í Garðabæ.
Sameiginlegt áhugamál okkar
voru gönguferðir um landið og
áttum við þar góðar stundir. Gylfi
hafði yndi af veiðiskap, var leið-
sögumaður veiðimanna í Vatns-
dalsá um nokkurra ára skeið.
Hann átti sinn þátt í að gera golf-
völl Oddfellowa, Urriðavatnsvöll,
að veruleika. Hann spilaði bridge
reglulega í vinahópi, lærði á píanó
og einhvern tíma söng hann í kór.
Maður var ekki alltaf viss á því
hvað hann Gylfi var að bauka.
Listamaðurinn blundaði alltaf í
honum og öðru hverju tók hann
til við að teikna og mála. Þá var
útskurður eitt af hans hugðarefn-
um hin síðustu ár. Gylfi var tví-
kvæntur. Með fyrri konu sinni,
Helgu Helgadóttur, átti hann
þrjú börn: Gunnar Helga, Sigurð
Einar og Hönnu Láru. Síðari
kona Gylfa er Sigurlín Svein-
bjarnardóttir. Lengst af bjuggu
þau í Hafnarfirði og þau reistu
sér sumarbústað í Staðarsveit.
Fyrir nokkrum árum festu þau
kaup á spildu úr landi Torfastaða
í Fljótshlíð og nefndu Hlíðar-
bakka. Byggðu sér hús sem varð
þeirra heimili og fluttu á svæðið
bústaðinn úr Staðarsveitinni.
Þarna voru þau að koma sér fyrir
með dyggri aðstoð góðra vina
þegar Gylfi veiktist. Í erfiðum
veikindum Gylfa, sem stóðu í rúm
tvö ár, var Sigurlín hans stoð og
stytta.
Hann naut líka umönnunar
dóttur sinnar, Hönnu Láru og
saman hjúkruðu þær honum und-
ir lokin. Hann bróðir minn fór
alltof snemma, aðeins 67 ára að
aldri. Söknuðurinn er mikill.
Elsku Sigurlín, Gunnar Helgi,
Einar, Hanna Lára og börn. Við
Harpa og okkar fólk sameinumst
ykkur í sorginni og saman mun-
um við halda utan um minningu
Gylfa.
Skemmtilegu jólakortin hans
bróður míns verða ekki fleiri.
Gunnar Gunnarsson.
Lífið er fljótt;
líkt er það elding, sem glampar
um nótt
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(M. Jochumson)
Komið var að dymbilviku.
Hugurinn dvaldi löngum stund-
um austur á Hlíðarbakka hjá
Gylfa og Sigurlín en ljóst var orð-
ið að hverju stefndi hjá honum.
Aðfaranótt skírdags kvaddi hann
svo þetta líf. Hann hafði lengi
barist við illvígan sjúkdóm en
varð að lokum að lúta í lægra
haldi. Í veikindunum sýndi Gylfi
einstaka bjartsýni og baráttu-
þrek, allt til síðustu daga, en eng-
inn má sköpum renna.
Gylfi Gunnarsson kom í fjöl-
skyldu okkar þegar þau Sigurlín
systir mín rugluðu saman reytum
sínum. Mannkostir hans duldust
engum, hann var kraftmikill,
framkvæmdasamur og stefnu-
fastur. Alltaf var mikið um að
vera hjá þeim hjónum. Þau
byggðu eða breyttu húsnæði sínu,
byggðu sumarbústað í yndislegri
náttúru Snæfellsness. Gylfi unni
náttúrunni og sumrinu og hafði
gaman af að veiða. Um árabil
hafa þau verið í gönguhópi með
góðum vinum.
Félagsmál voru alltaf mikil-
væg í lífi Gylfa enda var hann afar
áhugasamur um menn og mál-
efni. Hann var kjörinn til æðstu
embætta í þeim félögum sem
hann hafði starfað með frá unga
aldri og var þeirra verðugur. Þar
sem Gylfi gat látið gott af sér
leiða eða gert samfélaginu gagn,
þar var hann á heimavelli. Hann
var vinmargur, hjálpsamur og
greiðvikinn. Nefna má hér æði
mörg „kleinuframtöl“ en fyrir
þau sagðist hann aðeins vilja fá
kleinur að launum, þó ekki muni
þær alltaf hafa skilað sér. Hann
ferðaðist mikið bæði innan lands
og til annarra landa. Gestrisin
voru þau hjón með eindæmum og
góð heim að sækja.
Gylfi var mikill fjölskyldumað-
ur og var velferð barna þeirra
Sigurlínar og fjölskyldna þeirra
honum mikilvæg. Barnabörn
þeirra hjóna eru mörg og naut
Gylfi samvista við þau. Ógleym-
anlegar eru fjölskylduveislurnar
þegar stórfjölskyldan var saman-
komin, fjórar kynslóðir. Þá sann-
aðist það að þar sem er hjarta-
rými, þar er húsrými. Í
frístundum las Gylfi mikið, hann
hafði gaman af þjóðlegum fróð-
leik og var áhugasamur um
margt. Hann var einnig lipur
málari.
Fyrir um hálfum áratug festu
þau hjónin kaup á landi austur í
Fljótshlíð. Það tilheyrði jörðinni
þar sem við systur erum aldar
upp og ætt okkar hafði búið á
mann fram af manni. Þar hófu
þau ræktun trjáa og undirbúning
að byggingu húsnæðis. Nýbýlið
Hlíðarbakki varð svo heimili
þeirra, mikið menningarheimili
sem ber smekkvísi þeirra hjóna
vitni. Einnig byggði Gylfi torfbæ
sem nýtist sem gestahús og safn
gamalla muna. Eftir að Gylfi
veiktist undi hann sér hvergi bet-
ur en þarna.
Gylfa er sárt saknað af mörg-
um en mestur er missir Sigurlín-
ar, barna þeirra og fjölskyldna.
Við Jón ásamt tengdaforeldrum
Gylfa vottum þeim innilega sam-
úð og kveðjum Gylfa með þakk-
læti og virðingu.
Erna M. Sveinbjarnardóttir.
Frændi minn, Gylfi Gunnars-
son, barðist við erfið veikindi en
nú er hans þrautagöngu lokið.
Mig langar að minnast hans
með nokkrum orðum. Við vorum
frumburðir systkinanna Gunnars
Einarssonar og Áslaugar Einars-
dóttur frá Ívarsseli í Reykjavík.
Tengsl okkar voru náin alla tíð.
Hann reyndist mér góður vinur
og traust hjálparhella.
Við fæddumst sumarið 1943
með rúmu mánaðarmillibili. Á ný-
ársdag 1944 vorum við skírð sam-
an. Til er skemmtileg mynd af
krílunum sitjandi á gæruskinni.
Fjölskylda Gylfa bjó á Grenimel
en mín á Ívarsseli. Margar urðu
gagnkvæmar heimsóknirnar milli
heimilanna. Í leik okkar kom í ljós
að Gylfa lék það vel í hendi að
teikna. Hann teiknaði heilu
myndasögurnar á umbúðapappír.
Hugmyndaflugið var óþrjótandi.
Seinna sinnti hann þessum hæfi-
leikum sínum og málaði talsvert.
Síðustu árin sendi hann jafnan
vinum sínum jólakort með eigin
teikningum. Bræðurnir Gylfi og
Gunnar komu oft í sérlega und-
irbúnar heimsóknir að Ívarsseli
til að hrekkja frænkuna á góðlát-
legan hátt, t.d. með því að gefa
henni amerískt tyggjó sem eftir-
sótt var í þá daga. Ekki reyndist
allt með felldu – upphaflegu inni-
haldi var búið að skipta út fyrir
tréplötu. Helga, systir bræðr-
anna, var of ung til að taka þátt í
prakkarastrikunum. Bæði vorum
við Gylfi í Melaskólanum en aldr-
ei í sama bekk.
Eftir að við stofnuðum heimili,
eignuðumst maka og börn, fórum
við oft saman að heimsækja
frænku okkar Helgu Pálsdóttur
sem þá bjó í Birkilundi í Biskups-
tungum. Þar var oft glatt á hjalla
og börnin kynntust þar merki-
legri ræktun á trjágróðri, græn-
meti og ávöxtum.
Norræna félagið var sameigin-
legt áhugamál okkar um árabil.
Með þeim ágæta félagsskap átt-
um við margar góðar stundir og
ferðuðumst saman. Gylfi var for-
maður félagsins í Garðabæ um
tíma. Hann átti m.a. frumkvæðið
að því að elda signa grásleppu á
vorin á heimili sínu fyrir unnend-
ur þess matar. Norræna félagið í
Garðabæ hefur síðan haldið þeim
sið við og býður í krásirnar fyrsta
föstudag í maí. Í öðrum fé-
lagsskap höfum við átt gott sam-
starf. Sá félagsskapur, Skötu-
félagið, tengist einnig dýrkun á
íslenskum mat. Það hefur haldið
árlegan aðalfund sinn til skiptis á
heimilum félaganna sem næst
Þorláksmessu. Fyrir hann hafa
margar frumsamdar vísur,
tengdar vel kæstri skötunni, litið
dagsins ljós í gegnum árin og ver-
ið sungnar við raust undir borð-
um. Gylfi var formaður og drif-
kraftur félagsins svo lengi sem
elstu menn muna.
Margt flýgur í gegnum hugann
á þessari stundu. Margar minn-
ingar vakna um góðan dreng sem
kvaddi of fljótt.
Ég votta Sigurlínu, Gunnari
Helga, Sigurði Einari, Hönnu
Láru, systkinum Gylfa, þeim
Gunnari og Helgu, og öðrum nán-
um aðstandendum samúð mína.
Minningin um Gylfa lifir.
Lovísa Einarsdóttir.
Vinur minn og félagi til margra
ára, Gylfi Gunnarsson, hefur
kvatt. Þrátt fyrir óbilandi bar-
áttuhug varð hann að láta í minni
pokann fyrir krabbameininu.
Okkar mikli og góði vinskapur
hófst þegar við vorum báðir að
læra endurskoðun. Urðum sam-
ferða í náminu og lásum saman.
Gylfi var mjög vel gefinn og svo
fljótur að skrifa glósur í tímum að
hann skrifaði orðrétt eftir kenn-
aranum og þegar hann hafði ekki
undan þá náði hann að skrifa orð
kennarans þegar hann tók sér
málhvíld, skráði glósurnar skipu-
lega með góðri rithönd þótt hann
skrifaði svona hratt. Þurfti aldrei
að hreinskrifa. Gylfi var alltaf
með þeim efstu á öllum prófum í
endurskoðuninni. Þó held ég að
Gylfi hafi ekki verið á réttri hillu
sem endurskoðandi. Skapandi
störf hefðu átt betur við hann
enda flinkur teiknari.
Gylfi var mikill eldhugi og
ákafamaður til allra verka. Hann
leysti málin og framkvæmdi strax
og það var ekki annað hægt en að
hrífast með dugnaðinum og kraft-
inum, Aldrei neitt gauf. Þegar
hann hafði tekið ákvörðun um að
hætta reykingum um áramót gat
hann ekki beðið heldur hætti
reykingum strax eftir jól. Flestir
hefðu nú reynt að draga þetta, en
ekki Gylfi, hann flýtti því.
Gylfi var í margskonar fyrir-
tækjarekstri, alltaf á kafi í fé-
lagsstörfum og jafnan valinn til
forustustarfa enda mikill leiðtogi.
Hann virtist endalaust geta hlað-
ið á sig störfum og verkefnum.
Við stofnuðum endurskoðun-
arstofu 1975 áður en við vissum
hvort við hefðum staðist prófin.
Að hætti Gylfa vorum við ekkert
að bíða með það og rákum hana
saman í tíu ár, en þá var Gylfi full-
saddur af endurskoðuninni og
gerðist síldarspekúlant, en síldin
sást ekki. Snéri sér þá aftur að
endurskoðun og árið 1998 hófum
við aftur samstarf og keyptum
saman húsnæði. Við áttum smá
hlut í húsinu og að dæmi Gylfa
létum við teikna tvær og hálfa
hæð ofan á húsið, á þriðja þúsund
fermetra, Gylfi kominn með leigj-
anda að einni hæðinni en lánið var
með okkur því hrunið kom áður
en við byrjuðum.
Við Gylfi brölluðum margt á
okkar samferð, veiddum, ferðuð-
umst, gengum Hornstrandir þar
sem við fórum yfir ár á snjóbrú og
flekum sem við gerðum úr reka-
viði, réðum okkur til raflínulagna
og gengum yfir Trékyllisvíkur-
heiði í einni slíkri, á þrítugasta af-
mælisdegi mínum í október, og
rétt komumst niður af heiðinni
fyrir myrkur. Hefðum annars
mátt dúsa þar uns birti ef við
hefðum þá ekki orðið úti. Við
stofnuðum tölvuþjónustu, eina þá
fyrstu í landinu, fasteignasölu,
ljósritunarstofu, rákum umboð
fyrir ferðaskrifstofu og trygg-
ingafélag, stofnuðum félag end-
urskoðunarnema (FEN) og
áhugafélag um menntun endur-
skoðenda (AUME). Aldrei dauð-
ur tími eða leiðinlegur með Gylfa
enda húmoristi mikill.
Gylfi var mikill áhrifavaldur í
mínu lífi, vakti áhuga minn á
Samvinnuskólanum á Bifröst, dró
mig til Hafnarfjarðar, gerði mig
óvart að Frímúrara – sjálfur Odd-
fellowinn – og fyrir þetta og
margt annað, samfylgdina og vin-
skapinn er ég Gylfa óendanlega
þakklátur.
Eiginkonu, börnum, systkin-
um og öðrum aðstandendum
Gylfa sendum við Lóa samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Óskarsson.
Kveðja frá Norræna félaginu
í Garðabæ
Fallinn er góður vinur og fé-
lagi, Gylfi Gunnarsson endur-
skoðandi, eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm, sem hann
tókst á við af æðruleysi og þeim
léttleika sem honum var einum
lagið. Þegar við töluðum saman í
síma af og til, meðan á baráttunni
stóð var viðkvæðið þegar honum
þótti nóg spurt um framgang
meðferðarinnar „og ekki orð um
það meir“ og hló við.
Gylfi var um árabil virkur fé-
lagi og stjórnarmaður í Norræna
félaginu í Garðabæ og þar af for-
maður í 4 ár. Við sem unnum með
honum í Norræna félaginu minn-
umst hans sem hugmyndaríks fé-
laga sem lét sér detta ýmislegt
skemmtilegt í hug til að lífga upp á
starfið, stóð ma. fyrir jólahlað-
borði á vegum félagsins í sinni for-
mannstíð sem þá voru ekki eins al-
geng og nú og var upphafsmaður
að Grásleppukvöldi sem haldið er
enn á vegum félagsins, fyrsta
föstudag í maí ár hvert. Einnig
var hann hvatamaður og skipu-
leggjandi ógleymanlegrar ferðar
18 félaga Norræna félagsins í
Garðabæ til Grænlands fyrir
nokkrum árum, Færeyjaferðar og
fl., alltaf fullur hugmynda og dug-
legur að koma þeim í framkvæmd.
Þrátt fyrir að hann væri orðinn
heilsuveill bauð hann sínum gömlu
félögum úr stjórn félagsins í
þorramat á heimili þeirra Sigur-
línar að Hlíðarbakka í Fljótshlíð á
nýliðnum vetri. Það var okkur öll-
um mikils virði að heimsækja okk-
ar gamla vin og sjá það stórglæsi-
lega aðsetur sem þau hjón voru
búin að reisa sér, þar sem ætlunin
var að eyða ellinni í fögru um-
hverfi.
Norræna félagið í Garðabæ
þakkar Gylfa fyrir störf hans í
þágu félagsins og þess vináttu-
sambands sem Norrænu félögin
standa fyrir á milli Norður-
landanna. Við söknum vinar í stað
og sendum eftirlifandi eiginkonu
Sigurlín Sveinbjarnardóttur,
börnum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur
Fh. Norræna félagsins í Garða-
bæ,
Gunnar Pálmason.
Gylfi Gunnarsson hefur dregið
síðustu pensilstrokuna í málverki
lífs síns. Stórbrotið verk þar sem
mjúkar línur voru dregnar af
natni og nákvæmni, en aðrar
áhrifameiri með sterkari litum
sem hafa myndað merkilegt verk.
Hollingin er ákveðið fasið og skýr
sýn höfundar. Gylfi var sterkur
maður sem vissi hvað hann vildi
og stefnan var ákveðin þegar lagt
var af stað og ekki alltaf litið til
baka. Þó var jafnvel þægilegt að
vera á annarri skoðun en hann.
Gylfi hlustaði með athygli, glampi
í augum og örlítið bros þegar hann
svaraði um leið og hann hallaði
höfðinu aðeins í bak, greip punkt-
inn, klappaði á bakið og mjúk
röddin sagði hlutina á svo skýran
og hvetjandi hátt að það varð auð-
velt að fylgja honum að málum
þrátt fyrir andstöðu í upphafi.
Gylfi var heiðarlegur vinur sem
hvatti til dáða, en sagði til synd-
anna þegar það átti við.
Ég fékk að njóta hreinskilni
hans þegar honum fannst stefnan
vera farin að sveigja af leið. Hann
rétti af kompásinn, hvatti mig til
dáða og ýtti undir hæfileikana og
það góða sem hann þekkti. Undir
því verður staðið. Frá fyrstu
kynnum náðum við vel saman og
margt líkt í lífshlaupi okkar,
áhugamálin, listin og Oddfellow-
reglan, okkar hjartans mál. Þar
hófust kynni okkar og frá fyrsta
degi vorum við góðir vinir og nán-
ir.
Fyrir ekki svo löngu áttum við
dag saman og við ókum austur í
Flóa til að hitta listamann sem ég
vildi kynna fyrir Gylfa. Þessi dag-
ur verður mér minnistæður og
hafði djúp áhrif á vináttu okkar,
hugsanir mínar og áform. Gylfi
var hafsjór af reynslu og þekkti
marga og þarna miðlaði hann af
reynslu sinni og þekkingu sem
hann vildi að ég nyti með honum
og kæmi mér til góða í starfi og
leik um ókomin ár. Fyrir þá leið-
sögn get ég seint þakkað.
Gylfi var sjentilmaður, fagur-
keri og lífskúnstner sem naut sín í
góðra vina hópi þar sem sögur
voru sagðar og gert vel við sig í
mat og drykk. Draumar hans um
framtíðina með fjölskyldunni í
Fljótshlíðinni rættust þó tíminn
hafi verið styttri en áætlað var.
Þar reisti hann sér Friðarhöfn og
vor listarinnar í lífi hans rann upp.
Hugmyndirnar voru að mótast í
Gylfi Gunnarsson