Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
✝ Helgi Hannes-son fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1974. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 24. apr-
íl 2011.
Hann var sonur
Magneu Krist-
bjargar Andrés-
0dóttur, f. 21.5.
1944 í Vestmanna-
eyjum og Hannesar
Helgasonar, f. 13.3. 1941 í Vest-
mannaeyjum. Helgi var yngstur
þriggja systkina, hin eru: Andrés
R. Hannesson, f. 19.2. 1963 og
Margrét Guðný Hannesdóttir, f.
14.11. 1964.
Helgi kvæntist Ásu Dröfn
Björnsdóttir 21.2. 2002 en þau
hófu sambúð árið 1997. Ása er
spilaði fótbolta með Leikni og
síðar með ÍR. Hann fluttist með
Ásu og Birgittu til Danmerkur
árið 2001. Þar bjuggu þau í þrjú
ár og stunduðu nám. Helgi lærði
þar til nudds og starfaði við það
allt til dánardags. Helgi lærði til
þjóns ungur að árum, hann lærði
og starfaði við það hjá Hótel
Loftleiðum. Hann þurfti að
hætta að starfa sem þjónn um
tvítugsaldur þar sem hann var
með ættgengan augnsjúkdóm
sem tók sig upp og hann missti
nær því alla sjón. Helgi lét sjón-
skerðingu sína aldrei hamla sér í
lífinu, var fullur af lífsgleði og
elskaði það starf sem hann vann
við. Hann starfaði sem nuddari
með úrvalsdeildarliði Vals í
knattspyrnu og var hann orðin
afar spenntur að byrja sum-
arvertíðina með þeim.
Útför Helga fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 3. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
fædd 6.9. 1977.
Helgi og Ása áttu
þrjú börn saman,
þau eru: Birgitta
Rut Helgadóttir, f.
21.2. 1997, Darri
Helgason, f. 21.7.
2008 og Líf Helga-
dóttir, f. 21.7. 2008.
Helgi gekk Birgittu
Rut í föðurstað þeg-
ar hún var þriggja
mánaða gömul og
ættleiddi hana árið 2010.
Tengdaforeldrar Helga voru
Þuríður Stefánsdóttir og Björn
Kristjánsson. Systur Ásu eru
þær Birna Dögg Björnsdóttir og
Alexandra Elfa Fox.
Helgi bjó í Breiðholti í Reykja-
vík fram til ársins 2001. Þar ólst
hann upp, gekk í Fellaskóla og
Elsku Helgi minn. Í dag kveðj-
um við þig í hinsta sinn með sorg
og söknuð í hjarta. Við þökkum
þér fyrir allar góðu stundirnar
okkar sem við áttum saman. Þú
varst svo ljúfur, kátur og góður
sonur.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest,
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
auga sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Guð blessi þig Ása mín og
Birgittu Rut, Líf og Darra. Megi
Guð vera með ykkur.
Mamma og pabbi.
Helgi bróðir þinn er dáinn.
Svona hljóðaði símtalið sem
mamma okkar átti við mig á
páskadagsmorgun. Ég trúði
þessu varla og var í áfalli allan
daginn því við vorum að
skemmta okkur saman kvöldið
áður.
Minning um einstakan bróður
mun alltaf lifa hjá okkur, vinum
og ættingjum. Börn Helga sjá nú
á eftir góðum föður, þau nutu
þess allt of stuttan tíma að vera
hjá honum. Ég vissi að hann naut
þess að segja frá því hvað hann
ætti yndisleg börn og eiginkonu.
Missir Ásu og barnanna, og
okkar allra, er mikill, við sjáum á
eftir góðum dreng allt of
snemma.
Kær kveðja Helgi minn,
sjáumst síðar.
Þinn bróðir
Andrés.
Þegar ég fékk símtalið um að
þú værir dáinn stoppaði tíminn
hjá mér. Það eina sem ég hugsaði
var að þetta væri ekki satt, að
þetta væri vitlaust númer eða að
ég mundi vakna eftir slæma mar-
tröð, sem ég enn óska. Minning-
arnar um þig fóru að streyma
eins og það væri verið að hrað-
spóla í gegnum líf þitt. Þetta var
það síðasta sem ég hélt að mundi
gerast, að þú mundir falla frá.
Ég man eins og það hafi gerst
í gær þegar ég fékk fréttirnar að
þú værir að missa sjónina, aðeins
tuttugu og eins árs. Ótrúlegt en
satt þá tókstu því fáranlega vel.
Hélst áfram að spila fótbolta,
mættir með okkur strákunum í
körfu, fórst út að hjóla og hélst
áfram að lifa lífinu. Þú brostir
meira en við strákarnir til sam-
ans.
Það skemmtilegasta var að þú
gerðir langmest grín að sjálfum
þér og hlóst manna mest að mis-
tökunum sem þú lentir í vegna
sjóntruflana. Eins og þegar þú
varst í banka með systur þinni og
ætlaðir að henda plastmáli í rusl-
ið en plastmálið endaði á konu
sem sat og var að bíða eftir af-
greiðslu. Þetta var brandari sem
við hlógum lengi að.
Ég veit ekki hvort það er líf
eftir dauðann en ég vil trúa því,
ég trúi að þú sért á góðum stað,
að þú vakir yfir okkur.
Ég mun sakna þín.
Þinn vinur
Grétar Magnús
Grétarsson.
Það er páskadagur, sennilega
fallegasti dagur ársins til að
kveðja hið jarðneska líf, dagur
sjálfrar upprisunnar. Víst er að
dauðinn er óumflýjanlegur en
það að hann sæki heim hraust
fólk í blóma lífsins er mér óskilj-
anlegt óréttlæti. Minningarnar
um yndislega manneskju helltust
yfir mig, ég hugsaði til Ásu og
barnanna, þau voru Helga allt,
eins og hann orðaði það svo oft
við mig. Elsku Ása mín, Birgitta,
Darri og Líf, þið vitið að þið vor-
uð hans demantar, hinn ótæm-
andi fjársjóður. Þið syrgið falleg-
an eiginmann og yndislegan
föður. Á sama tíma og ég græt
vin minn gleðst ég yfir því að
svona maður hafi verið til.
Helgi var um svo margt ein-
stakur. Hann bjó yfir fádæma
æðruleysi sem endurspeglaðist í
einstakri lífssýn hans, ég heyrði
hann aldrei kveinka sér yfir sjón-
missi, aðrir voru í forgangi, hans
hlutskipti var ekki til umræðu.
Helgi hafði einstaka þjónustu-
lund. Um tvítugt lærði hann til
þjóns og gekk honum afskaplega
vel í því starfi. Nokkru síðar
gripu örlögin inn í með sjónmissi.
Helgi, þessi gæskuríki maður
sem óskaði þess að fá að þjóna
öðrum, njóta lífisins og axla
ábyrgð, þú varst ótrúlegur,
grunnviljinn sem okkur er gefinn
var með sterkasta móti í þér, það
er á hreinu því sjónmissir er gíf-
urlegt áfall fyrir ungan mann.
Helgi sagði við mig löngu seinna
að áfall geti orðið okkur upp-
spretta andlegra krafta. Hann
var þannig gífurlega andlega
sterkur, tók af æðruleysi á móti
öllu andstreymi með kraftmikla
hugsun, ekki til í hans hugsun
orðið „uppgjöf“.
Helgi kom fram við alla af
virðingu og kærleika og því er
auðvelt að skilja að sjúkranudd
varð fyrir valinu þegar hann
valdi sér seinna lífsstarfið. Helgi
vildi umfram allt gera öðrum
gott. Hann öðlaðist mikla virð-
ingu sem sjúkranuddari og var
eftirsóttur. Hann var umburða-
lyndur, fagmaður og ávallt léttur
í skapi. Helgi meðhöndlaði mig í
bakveikindum mínum á sínum
tíma. Þá hringdi hann oft í mig
og fylgdist með bata mínum. Ég
átti í stórkostlegum erfiðleikum
að fá að greiða honum fyrir þjón-
ustuna.
Um árin áttum við ógleyman-
legar stundir saman, yfir fót-
boltaleikjum eða í sumarbústaða-
ferðum. Helgi var snjall í að gera
grín að sjálfum sér. Sagnagáfu
hans var við fátt jafnað ásamt
einstökum hæfileikum að sjá létt-
leika tilverunnar mitt í armæðu
og sjónleysi. Helgi átti það til að
fara uppí rangan bíl, rangt hótel-
herbergi eða rangan strætó, síð-
an hló hann mest að allri vitleys-
unni; svona menn deyja aldrei.
Helgi bar með sér einstaka virð-
ingu, ekki síst einlæga vináttu og
framkomu, hann tók á móti öllum
með opnum örmum. Kannski
þurfum við mannana börn að
vera „blind“ til að geta tekið öll-
um opnum örmum. Helgi er mér
áminning um lífið, að njóta
hverrar stundar, lífið er krafta-
verk, dugnaður hans og lífsgleði
er sönnun þess.
Orðin duga ekki til þegar þú
ert horfinn, elsku vinur, lífið er
kraftaverk, eins og þú sagðir oft
sjálfur, börnin þín yndislegu eru
sönnun þess. Elsku Ása og börn,
mig skortir orð, en minningin um
Helga lifir í huga þeirra sem til
hans þekktu. Guð geymi þig,
elsku vinur.
Svavar Guðmundsson.
Kæri Helgi. Það er með sökn-
uði sem ég kveð fyrrverandi
vinnufélaga. Hvernig er annað
hægt en að velta fyrir sér til-
gangi lífsins á svona stundu?
Takk fyrir skemmtileg kynni
Helgi, mikið var spjallað og hleg-
ið og þær eru ófáar sögurnar af
þér sem maður hefur og mun
deila með öðrum; prakkaraskap-
urinn í vinnunni og frásagnir þín-
ar af öllu því skemmtilega sem
þú gerðir eða lentir í, það er bara
einn Helgi nuddari.
Hugur minn er hjá Ásu, börn-
unum og fjölskyldu þinni og vin-
um, megi Guð styrkja ykkur á
erfiðum tímum.
Agnes Sigurðardóttir.
Fallinn er frá gríðarlega hug-
ljúfur og góður maður. Ég hef
þekkt Helga síðan ég var í
grunnskóla. Við áttum heima í
sömu götu og vorum oft saman í
fótbolta þegar við vorum yngri.
Leiðir okkar Helga lágu svo aft-
ur saman nú fyrir tæpum þremur
árum. Ég fór í nudd til hans og
fann strax að hann var frábær
nuddari. Ég fékk hann til að að-
stoða mig við að nudda karlalið
Vals í knattspyrnu í fyrra. Helgi
smellpassaði inn í hópinn og
strákarnir voru mjög ánægðir
með hann. Hann náði góðum
tengslum við hópinn með sínu
opna og jákvæða viðhorfi. Alltaf
var hann tilbúinn ef ég þurfti á
honum að halda, hvort sem það
varðaði mig eða einhvern annan.
Helgi var alltaf hress og kátur og
gerði óspart grín að sjálfum sér
og sjónskerðingu sinni.
Hér er ein af þeim fjölmörgu
skemmtilegu sögum sem hann
sagði mér: Helgi átti von á nýjum
skjólstæðingi til sín sem var ekki
viss hvar Helgi var með her-
bergi. Helgi segist taka á móti
viðkomandi á bílastæðinu. Smá-
bíl er svo lagt fyrir framan
Helga. Þegar maðurinn kemur
úr bílnum þá sparkar Helgi í
dekkið og segir: Hvað, ertu ekki
með almennilegar túttur undir
þessum! Segir svo manninum að
fylgja sér upp sem hann og gerir.
Fer með hann inn í herbergi og
segir við hann: klæddu þig nú úr
og farðu undir teppið, ég kem
eftir smástund. En þá sagði mað-
urinn: Ég var nú bara á leiðinni í
gæludýrabúðina (sem var í næsta
húsi við hliðina).
Ég sendi töluvert af fólki í
nudd til Helga. Þau þökkuðu mér
svo fyrir að hafa bent þeim á
þennan frábæra og yndislega
nuddara. Nær undantekninga-
laust fékk hann ættingja og/eða
vini þeirra einnig til sín í nudd.
Orðspor Helga spurðist hratt út,
enda var hann einstakur maður.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hugur okkar Valsmanna er
með fjölskyldu Helga á þessum
erfiðu tímum. Leikmenn, þjálfar-
ar og allir sem starfað hafa í
kringum meistaraflokk Vals í
knattspyrnu karla á núverandi
og síðasta tímabili vilja votta fjöl-
skyldu Helga og öðrum aðstand-
endum sína dýpstu samúð.
Fyrir hönd Mfl. Vals í knatt-
spyrnu karla,
Friðrik Ellert Jónsson,
sjúkraþjálfari Vals.
Helgi Hannesson
Með þessu ljóði
langar okkur að kveðja góðan
vin.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Lárus Sigurberg
Árnason
✝ Lárus Sigur-berg Árnason
var fæddur í
Reykjavík 22. ágúst
1951. Hann lést á
krabbameinsdeild
LSH 13. apríl 2011.
Útför Lárusar
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 28.
apríl 2011.
Daprast hugur og
hjarta.
Húmskuggi féll á
brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið
svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að
geyma
gefur syrgjendum
fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku Valborg, börn og aðrir
ástvinir, guð gefi ykkur styrk í
sorginni.
Björn Berg og Karen.
✝
Okkar bestu þakkir fyrir veittan hlýhug, sam-
kennd og stuðning við fráfall
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Jörfa í Víðidal.
Innilegt þakklæti til ykkar allra sem hafið lagt
ykkar af mörkum til þess að milda áfallið og
styðja okkur á erfiðum tíma.
Jóhannes Ragnarsson á Jörfa
og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR VALUR SIGURÐSSON
klæðskerameistari,
áður til heimilis á
Skúlagötu 40,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn
25. apríl.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 5. maí kl. 15.00.
Halldóra Ó. Guðlaugsdóttir,
Arnbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Jón Sigurðsson,
Elín Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Finn Sörensen,
Óli Valur Guðmundsson, Jan-Ola Hjelte,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA ÞÓRHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR,
Dælengi 17,
Selfossi,
lést föstudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
6. maí kl.15.00.
Sigurður Guðmundsson,
Guðmundur Sigurðsson,
Ingvi Rafn Sigurðsson, Laufey Kjartansdóttir,
Sesselja Sigurðardóttir, Örn Grétarsson,
Sigurður Þór Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Óðinn Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
MAGNÚSAR JÓHANNESAR
STEFÁNSSONAR
frá Akureyri,
ketil- og plötusmiðs,
síðast til heimilis á Grænlandsleið 44,
Reykjavík,
sem lést 14.mars.
Guðbjörg Reynisdóttir,
Ólöf, Reynir, Stefán, Halldóra og fjölskyldur.
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTJÁNS ÁGÚSTS FLYGENRING,
verkfræðings,
Reykjavíkurvegi 39 (Tungu),
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflæknisdeildar St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði, fyrir mjög góða umönnun.
Margrét D. Bjarnadóttir,
Birna G. Flygenring, Albert Baldursson,
Garðar Flygenring,
Erna Flygenring, Pétur Þór Gunnarsson,
Bjarni Sigurðsson, Helga B. Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SJÖFN GESTSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Sólvallagötu 31,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn
29. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. maí kl. 11.00.
Gestur Þorsteinsson, Gunnvör Braga Björnsdóttir,
Svava Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Guðmundsson,
Ragnar Þorsteinsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Ársæll Þorsteinsson, Katla Steinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.