Morgunblaðið - 03.05.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.05.2011, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Leikhópinn Vesturport þarfvart að kynna fyrir lands-mönnum. Hann hefur get-ið sér góðan orðstír bæði hérlendis og erlendis. Vesturport hefur sett upp fjölmargar sýningar og margar þeirra hafa verið nýstár- legar leikgerðir af þekktum verkum, eins og Rómeó og Júlía, Fást og Hamskiptin svo nokkur séu nefnd. Góð samvinna og samkennd er ein- kennandi fyrir hópinn. Ekki alls fyr- ir löngu hlutu þau viðurkenningu Evrópsku leiklistarverðlaunanna fyrir nýstárlegheit og frumleika í verkum sínum. Frumsýningin í Borgarleikhúsinu síðasta miðvikudag er hins vegar glænýr nútímafarsi eftir leikhópinn. Húsmóðirin fjallar um fjórar kyn- slóðir kvenna og mismunandi hlut- skipti þeirra í hjónabandi og lífs- hlaupi. Boðskapurinn er kannski aukaatriði í verkinu en skemmtun og sprell í hávegum haft. Leikhópurinn nýtir sér gamalkunn tiltæki farsa- stílsins. Þarna er mikið um hurða- skelli, kynskipti, óþægilegar uppá- komur, vandræðalegar þagnir og aðstæður. En það er fyrst og fremst mikið fjör og leikgleði sem einkennir verkið. Textinn er ágætur, þarna eru fleygar setningar sem kunna að fest- ast í hugum fólks. Annars er hand- ritið nokkuð ruglingslegt, þarna er öllum „trixunum“ blandað saman og úr verður eins konar hrærigrautur, en nokkuð bragðgóður samt. Hús- móðirin minnir dálítið á gamla revíu- formið eða eins lags kabarett. Leikararnir Nína Dögg, Björn Hlynur, Víkingur, Gísli Örn og Jó- hannes Níels standa sig mjög vel, öll sem eitt. Erfitt er að gera upp á milli hlutverka þeirra því þau eru fjöl- mörg og persónusköpun fjölbreytt. Þó eru persónur eins og Bessi, Tóm- as og Guðni og húsmóðirin frá 8. ára- tugnum ansi eftirminnilegar. Tónlist og hljóðmynd skipa stóran sess í sýningunni. Pálmi Sigurhjart- arson situr við píanóið og leikur með. Pálmi er þaulvanur leikhús- maður og hefur frábæra tímasetn- ingu. Ekki spillir fyrir að hann hefur húmor líka. Þrjú lög hefur hann frumsamið fyrir þetta verk. Leikmynd og búningar eru í hönd- um Ilmar Stefánsdóttur. Hún fer ekki troðnar slóðir frekar en vana- lega. Salnum hefur verið breytt í eins konar kaffihús og sitja áhorf- endur við borð. Þarna er reyndar dálítil þröng á þingi. Sviðinu er svo skipt í þrjú tímabil, ef svo má segja, frá mismunandi tímaskeiðum 20. aldar og fram á þá 21. og pallur gengur mitt í gegnum salinn. Bún- ingarnir og leikgervi eru mjög ýkt; hárkollur og gerviskegg og fatnaður í anda tímabilanna sem leikin eru hverju sinni. Þetta kallar á ör bún- ingaskipti sem takast vel og kitla hláturtaugarnar. Það er gaman að sjá nýjan ís- lenskan farsa sem byggður er á ís- lenskum raunveruleika. Leikhúsin setja yfirleitt upp farsa sem eru staðfærðir en í þetta sinn fáum við „the real thing“. Þetta tekst ágæt- lega. Húsmóðirin er góð skemmtun, sprellfjörug og rammíslensk. Sprellfjörugur, íslenskur nútímafarsi Borgarleikhús. Litla sviðið Húsmóðirin eftir leikhópinn Vesturport bbbmn Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippus- dóttir, Víkingur Kristjánsson, Jóhannes Níels Sigurðsson. Leikmynd og bún- ingar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Þórð- ur Orri Pétursson. Tónlist: Pálmi Sigur- hjartarson. Leikstjórn: Vesturport. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Ljósmynd/Grímur Bjarnason Rammíslensk „Húsmóðirin er góð skemmtun, sprellfjörug og rammíslensk“ segir í gagnrýni um Húsmóðurina. »Listahátíðin List án landamæra var sett föstudaginn sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal viðburða á hátíð- inni í ár eru sýningar og uppákomur úti og inni í Norræna húsinu í sam- starfi við Vatnsmýrarhátíð, myndlist- arsýning í Þjóðminjasafninu og leik- sýning og tónleikar í Iðnó. Nánari upplýsingar er að finna á bloggsíðu há- tíðarinnar, listanlandamaera.blog.is/. Glatt á hjalla á opnunarhátíð Listar án landamæra Líflegir Karlakórinn Fjallabræður söng við opnun Listahátíðar án landamæra og notuðu kórmenn hendurnar líka og höfðu gaman af, eins og sjá má. Stuð Sungið og dansað af innlifun í ráðhúsinu. Díva Diddú tók lagið og lög voru einnig túlkuð með táknmáli. Tákn Magnús Þór Sigmundsson með táknmálskór. Stolt Sigrún Lóa sýndi ljósmyndara verkið sitt á hátíðinni. Morgunblaðið/Golli Sköpunargleði Gestir virða fyrir sér verk listamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.