Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 110. tölublað 99. árgangur
SÖNGGLAÐAR
VEIRUR SUNGIÐ
LENGI SAMAN
HERA DÁIR
ALLT DANSKT
STJÖRNUR
VERÐA TIL Í
CANNES
VIÐSKIPTABLAÐ OG
FINNUR.IS MIKILVÆG HÁTÍÐ 37SYNGJA EINS OG ENGLAR 10
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hofsjökull hefur tapað 5% af rúm-
máli sínu, eða um tíu rúmkílómetr-
um af ís, undanfarin 15 ár. Starfs-
menn Veðurstofu Íslands mældu
nýverið afkomu liðins vetrar á
norðanverðum jöklinum og reyndist
vera um 1,73 metra aukningu að
ræða. Það er 18% betri vetrar-
afkoma en að meðaltali árin 1988-
2010, samkvæmt bráðabirgðanið-
urstöðum, en tölurnar eru nokkuð
dæmigerðar fyrir jökulinn í heild. Í
fyrravetur var afkoman á sama
svæði aðeins 0,98 metrar, sú
minnsta sem mælst hefur frá upp-
hafi mælinga á jöklinum árið 1988.
Mikil leysing í fyrra
Síðasta sumar mældist hins veg-
ar mesta leysing sem um getur frá
upphafi mælinga á Hofsjökli.
Gjóska úr Eyjafjallajökli jók á sól-
bráð á jöklinum og átti sinn þátt í
að leysingin varð jafnmikil og mæl-
ingar sýndu. Það hafði svo áhrif á
ársafkomuna en eins og fyrr er get-
ið hafði hún aldrei mælst eins lág
og í fyrra.
Það kom Þorsteini Þorsteinssyni,
jöklafræðingi hjá Veðurstofunni,
ekki sérlega á óvart að ákoma á
jökulinn í vetur skyldi vera yfir
meðaltali.
„Nei, í sjálfu sér ekki miðað við
hvernig veðurlagið hefur verið, sér-
staklega eftir jól. Það hefur verið
talsvert mikil úrkoma á landinu og
það var talsvert mikill snjór á há-
lendinu.“ »12
Jöklarnir minnka ár hvert
Vetrarafkoma Hofsjökuls reyndist yfir meðaltali í ár
Eyjamenn eyðilögðu gleði Valsmanna á 100 ára afmælinu á Hlíðarenda í
gær með 1:0 sigri í úrvalsdeild karla í fótbolta. Markið kom í uppbótartíma
en Eyjamenn léku einum færri í seinni hálfleik. Heil umferð fór fram í gær-
kvöldi og KR-ingar komust á toppinn með 2:0 sigri á Víkingi. » Íþróttir
Eyðilögðu afmælisgleðina
Morgunblaðið/Golli
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Ríkisstjórnin hefur með þessu
ekki staðið við þau loforð sem hún
gaf í tengslum við kjarasamninga
um að við myndum hafa traustan
rekstrargrundvöll,“ segir formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, Adolf Guðmundsson. Hann
segir að auk þess sé margt mjög
óljóst í kvótafrumvörpum Jóns
Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
„Þetta er hryllingur, það er t.d.
ekki skýlaus endurnýjunarréttur,
menn hafa bara 15 ár og eru ekkert
öruggir með framhaldið,“ sagði
Adolf. „Við viljum lengri nýting-
artíma og skýlausan rétt til end-
urnýjunar. Hann er mjög óljós, við
höfum bara rétt til viðræðna. Við
vitum ekkert hvað það þýðir.
Þarna er líka bann við framsali á
aflahlutdeild sem er mjög stórt
mál. Menn vita þá ekki hvort þeir
geta selt félögin sín eða hlutabréf-
in, hvort þeir geta sameinast. Þetta
eru það mikil inngrip að þetta er
bara þjóðnýting og eignaupptaka.“
Hann segir að takmörkun á fram-
sali kvóta hafi ekki endilega mikil
áhrif á fjárhag fyrirtækjanna en
minna framboð verði á leiguheim-
ildum, minna svigrúm fyrir kvóta-
litlar útgerðir til að halda sér gang-
andi.
„Nema þeir verði í pólitískri út-
gerð. Við vitum ekkert hvernig
þessum leigukvótum verður háttað,
hvernig ríkið ætlar að leigja frá sér
og hvað mikið lendir í leigu. Hluti af
leigupottunum verður boðinn upp
en við vitum ekkert hvernig út-
færsla á því verður. Það er ekkert
um það í frumvarpinu.“
Gert er ráð fyrir að heildar-
greiðslurnar fyrir kvóta geti farið í
5,6 milljarða króna haustið 2012.
Adolf segir að þessar hækkanir
þrengi einnig að fyrirtækjunum. Á
fundi í sjávarútvegsráðuneytinu í
gær hafi ekkert komið fram um það
hver hugsanleg efnahagsáhrif
breytinganna gætu orðið.
MFrumvörpin gætu kollvarpað »4
Ríkisstjórnin
ekki staðið við
gefin loforð
Formaður LÍÚ segir kvótafrumvörp
merkja „þjóðnýtingu og eignaupptöku“
Að minnsta kosti tíu létust í jarð-
skjálfta sem varð nálægt bænum
Lorca, um 120 km suðvestur af
Alicante, á Spáni í gær. Skjálftinn
mældist 5,2 stig á Richter-
kvarðanum og átti upptök sín á um
10 kílómetra dýpi. Jarðskjálftinn er
sá mannskæðasti í landinu í 40 ár
en fjöldi bygginga hrundi og var
miðbær bæjarins rýmdur. Margir
slösuðust í skjálftanum og mikil
ringulreið ríkti í kjölfar hans í gær-
kvöldi.
Skæðasti skjálftinn
á Spáni í 40 ár
Reuters
Íslendingar komust sem kunnugt
er áfram í úrslitakeppni Evróvisjón
á laugardag og voru dregnir upp úr
síðasta umslaginu þriðja árið í röð,
en líkurnar á því að það gerist eru
aðeins 1 á móti 5.814, eða 0,0172%.
Í undankeppni Evróvisjón greiddu
Íslendingar 12% fleiri atkvæði en í
undankeppninni á síðasta ári, þrátt
fyrir að kostnaður við hvert at-
kvæði hafi hækkað um 19 krónur
frá því í fyrra. Síminn bauð við-
skiptavinum sínum að senda frí sms
til útlanda og svo virðist sem marg-
ir hafi tekið áskorun fyrirtækisins
um að minna vini og ættfólk erlend-
is á að kjósa Ísland. »14, 36
Sáralitlar líkur á
síðasta umslaginu
Reuters
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir
að bókun ríkisstjórninnar um að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
komi að efnislegri umræðu um kvótamálið og tryggt verði að
sjávarútvegurinn hafi góð rekstrarskilyrði hafi verið mikilvæg.
„Það merkir að fyrirtækin verði alþjóðlega samkeppnisfær,
það er það sem við miðum við. Ef það verður þannig að þetta
frumvarp rýri sjávarútveginn allsvakalega þá förum við ekki
út í þriggja ára samning. Þá er samningurinn upp í loft.“
Fer allt upp í loft?
KJARASAMNINGARNIR OG KVÓTINN
Vilmundur
Jósefsson
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBL
AÐINU Í DAG
Bandarískur
kaupsýslumaður,
sem er kvæntur
íslenskri konu,
bauðst haustið
2009 til að leggja
fram landsvæði í
Kólumbíu til gull-
leitar gegn því að íslenskir fjár-
festar legðu fram 1,1 milljarð kr. til
kaupa á tækjum. Var ætlunin með
þessu að auka gjaldeyrisforða
Seðlabankans.
Höfðu þingmennirnir Tryggvi
Þór Herbertsson og Jón Gunn-
arsson forgöngu um að koma á
fundum með fjárfestum. Fallið var
frá verkefninu í fyrra. »Viðskipti
Fjárfestum boðið að
fjármagna gullleit