Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Afkoma Sveitarfélagsins Árborgar
batnaði um 621 milljón króna milli ár-
anna 2009 og 2010 en á síðasta ári var
hagnaður samstæðunnar 172 milljónir
í stað 449 milljóna taps árið 2009. Þetta
kemur fram í greinargerð með árs-
reikningi sveitarfélagsins sem tekinn
var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í
gær.
Upphaflegar áætlanir höfðu gert
ráð fyrir 429 milljóna króna tapi árið
2010 en að sögn Eyþórs Arnalds, for-
manns bæjarráðs, voru tekjur umfram
áætlum, verðbólga minni en vænst
hafði verið og launaþátturinn sem
hlutfall af tekjum lækkaði talsvert milli
ára.
„Þetta er hæsta krónutalan í afgang
af reglulegri starfsemi frá því að sveit-
arfélagið var stofnað. En við erum líka
að leggja grunn að léttari strúktúr,“
segir hann. Hluti af kostnaðinum sem
bókaður hafi verið á árinu sé til kom-
inn vegna starfslokagreiðslna og þess
háttar og umskiptin komin til að vera.
Eyþór segir þó ljóst að skuldastaða
Árborgar sé afar erfið en eigið fé og
skuldir árið 2010 voru tæpir 12,3 millj-
arðar og þ.a. voru skuldir og skuld-
bindingar tæpir 9,4 milljarðar. Byrðin
sé svo þung að vaxta- og verðbóta-
kostnaður hafi verið hærri en fast-
eignaskattarnir.
„Eitt stærsta verkefni okkar er að
lækka skuldirnar en fyrsta skrefið var
að stöðva skuldasöfnunina og tap-
reksturinn,“ segir Eyþór. Sveitarfé-
lagið hafi verið komið 35% fram yfir
viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga
en vonir standi til að myndarlegt skref
verði stigið til að minnka hlutfallið á
þessu ári. holmfridur@mbl.is
Umskipti upp á 621
milljón króna í Árborg
Stærsta verkefnið að takast á við erfiða skuldastöðu
Þetta er hæsta
krónutalan í afgang
af reglulegri starf-
semi frá því að sveit-
arfélagið var stofnað
Eyþór Arnalds
Sundlaug í Boðanum, þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við Boðaþing,
var vígð við hátíðlega athöfn í gær. Laugin er hönnuð með þarfir
eldra fólks í huga og við hana eru tveir heitir pottar. Hún verður fyrst
um sinn nýtt af íbúum hjúkrunarheimilis Hrafnistu og leiguíbúða DAS.
Til framtíðar er stefnt að því að hún nýtist fleirum og vonandi sem
flestum Kópavogsbúum. Bæjaryfirvöld í Kópavogi og Hrafnista í Kópa-
vogi hafa gert með sér tímabundið samkomulag um að Hrafnista
greiði kostnað við mannahald laugarinnar en bærinn sér um annan
rekstrarkostnað.
Að vígsluathöfninni lokinni stungu nokkrir eldri borgarar sér til
sunds í nýju lauginni og létu vel af henni.
Ný sundlaug vígð í Boðanum í Kópavogi
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Laugin hönnuð með þarfir
eldri borgara í huga
Lögreglumenn í gengu hús úr húsi
í grennd við heimili Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra í
gær og ræddu við íbúa. Tilgang-
urinn var sá að kanna hvort ein-
hver af nágrönnum ráðherrans
byggi hugsanlega yfir upplýsingum
sem gætu varpað ljósi á hver eða
hverjir köstuðu grjóti í rúður á
húsi hans.
Aðgerðin hófst upp úr klukkan
fjögur síðdegis og tóku a.m.k. 7-8
lögreglumenn þátt í henni.
Málið litið alvarlegum augum
Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn og yf-
irmaður lögreglustöðvar 5, segir að
tilgangurinn hafi verið að kanna til
þrautar hvort íbúar hefðu séð eitt-
hvað sem gæti gagnast lögreglu
við rannsókn málsins en lögregla
líti atvikið eðlilega afar alvarlegum
augum. Hann hafði ekki fengið
upplýsingar frá lögreglumönnunum
um hvort íbúar hefðu getað veitt
gagnlegar upplýsingar, það myndi
væntanlega skýrast nánar í dag.
Árásin var gerð upp úr klukkan
þrjú aðfaranótt síðastliðins laug-
ardags. Grjóthnullungum var kast-
að í húsið og brotnuðu tvær rúður.
Ráðherrann og eiginkonu hans
sakaði ekki. runarp@mbl.is
Leituðu að mögu-
legum vitnum
Lögreglan ræddi
í gær við íbúa í ná-
grenni við heimili
innanríkisráðherra
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan Mikill viðbúnaður við
heimili innanríkisráðherrans.
HB Grandi hefur fjárfest fyrir
meira en fjóra milljarða króna í
uppsjávarvinnslu félagsins á
Vopnafirði frá því að HB Grandi og
Tangi sameinuðust fyrir sjö árum,
að því er segir í fréttatilkynningu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, deild-
arstjóri uppsjávardeildar HB
Granda, segir að á þessu ári sé fyr-
irhugað að fjárfesta fyrir rúmar
200 milljónir króna á Vopnafirði.
„Þessa dagana er verið að setja
upp nýjan blástursfrysti og auk
þess er verður komið fyrir nýrri út-
rásarlögn og nýjum tækjum til
hreinsunar á frárennsli frá upp-
sjávarfrystihúsinu. Öll uppbygging
hefur tekist mjög vel, enda reynt og
traust fólk sem við höfum fengið til
liðs við okkur.“
Langstærsti vinnuveitandinn
HB Grandi er langstærsti vinnu-
veitandinn á Vopnafirði.
„Launagreiðslur til starfsmanna
á staðnum voru í fyrra samtals tæp-
ar 500 milljónir króna en fastráðnir
starfsmenn í landi eru um 55. Í sum-
ar verða þeir svo helmingi fleiri
þegar vertíðin stendur sem hæst.“
Vilhjálmur segir að samstarfið
við heimamenn hafi gengið ein-
staklega vel.
„Við reynum eins og hægt er að
beina viðskiptum okkar til fyr-
irtækja og einstaklinga á staðnum.
Vonandi verður komandi vertíð
gjöful, þetta er gríðarleg fjárfest-
ing sem þarf að standa undir sér.“
HB Grandi eykur fjár-
festingar á Vopnafirði
HB Grandi Fjárfest hefur verið
myndarlega á Vopnafirði.
Héraðsdómur
Austurlands
dæmdi í gær
konu og karl-
mann frá Erítreu
í mánaðarlangt
fangelsi fyrir að
framvísa föls-
uðum ítölskum
vegabréfum við
komuna til lands-
ins með Norrænu
á þriðjudag. Bæði konan og karl-
maðurinn eru tvítug að aldri. Þau
játuðu bæði brot sitt. Maðurinn
framvísaði vegabréfi með nafni
ítalsks manns, sem fæddur er 1983
en konan vegabréfi með nafni
ítalskrar konu.
Refsingin er í samræmi við dóma-
hefð sem hefur skapast hér á landi
vegna brota af þessu tagi. Fólkið var
dæmt til að greiða málskostnað,
maðurinn 75 þúsund krónur og kon-
an 64 þúsund krónur. Krafðist mað-
urinn vægustu refsingar, taldi sig
hafa verið á leið til Kanada og ekki
hefði verið um ásetning að ræða.
Dæmd
fyrir föls-
uð skilríki
Norræna Parið var
dæmt í fangelsi.
Banaslys varð á Kambanesi á milli
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur í
fyrrakvöld þegar bíl var ekið út af
þjóðveginum. Fór bíllinn nokkrar
veltur og ökumaður, sem var einn á
ferð, kastaðist út úr bílnum og lést á
vettvangi skömmu seinna.
Maðurinn sem lést hét Eyþór
Stefánsson. Eyþór var 44 ára gamall
sjómaður, fæddur 31. janúar 1967,
ókvæntur og barnlaus.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Eskifirði fer með rannsókn málsins,
í samvinnu við rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa.
Þetta er fimmta banaslysið í um-
ferðinni í ár en á sama tíma í fyrra
höfðu þrír látist í tveimur banaslys-
um. Allt síðasta ár létust átta manns
í sjö umferðarslysum.
Fimm banaslys
í umferðinni
Banaslys Frá vettvangi slyssins.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Siemens
þvottavélar,
þurrkarar og
uppþvottavélar
á tilboðsverði.
Hreint & klárt
í maí