Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 6
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Borgarbúar biðu lengi eftir sumrinu, sem
virðist nú loks vera gengið í garð. Í byrjun
mánaðarins var höfuðborgarsvæðið á kafi í
snjó. Í dag eru hins vegar flest ummerki vetr-
arins á braut.
Framundan eru sólríkir dagar á mestöllu
landinu. Því er ekki seinna vænna að ráðast í
vorverkin. Blaðamaður fór um höfuðborgina
síðdegis í gær og hitti nokkra Reykvíkinga
sem taka sumrinu opnum örmum.
Í Laugalæk héldu vinkonurnar Tara Líf
Franksdóttir og Lýdía Hrönn Aðalsteins-
dóttir hlutaveltu til styrktar Rauða kross-
inum – þá þriðju það sem af er sumri. Kaffi-
tíminn á leikskólanum Mýri var haldinn undir
berum himni í gær og á Njarðargötunni var
Auður Guðmundsdóttir, íbúi við götuna, að
mála girðinguna sína hvíta. Það þarf hún að
gera á hverju vori. Páll Melsted og Bjarki
Benediktsson hittust eftir vinnu og unnu sam-
an við ýmis garðverk heima hjá þeim síð-
arnefnda í Vesturbænum. Harpa Finnsdóttir,
afgreiðslustúlka á Vegamótum, sinnti þyrst-
um viðskiptavinum sem nutu sólargeislanna
fyrir framan veitingastaðinn.
Morgunblaðið/Gísli Baldur
Sala Lýdía og Tara voru ánægðar með nýjasta gullpeninginn. „Það er gaman að selja og svo er Rauði krossinn líka svo fátækur,“ sagði Lýdía.
Brauðsneið Krakkarnir á leikskólanum Mýri
borðuðu brauð og ávexti í sólinni.
Árlegt Auður á Njarðargötu þarf að þrífa og
mála grindverkið sitt á hverju vori.
Pakkað Harpa hafði nóg að gera í gær. „Ef það er
gott veður, þá eru Vegamót staðurinn til að vera á.“
Sólríkir dagar framundan
Grænir fingur Páll og Bjarki létu hendur standa fram úr ermum í garðinum í gær. „Það er
mikið eftir, þetta er bara rétt svo byrjunin,“ sagði Páll, enda sumarið rétt að byrja.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Rýnihópur forsætisráðuneytisins
leggur til að sett verði ný reglu-
gerð um starfsemi kærunefndar
jafnréttismála þar sem máls-
meðferð fyrir nefndinni verði betur
skýrð.
Eftir að kærunefnd jafnrétt-
ismála komst að þeirri niðurstöðu
að forsætisráðherra hefði brotið
jafnréttislög við skipan í embætti
skrifstofustjóra skrifstofu stjórn-
sýslu- og samfélagsþróunar í for-
sætisráðuneytinu var skipaður
rýnihópur í ráðuneytinu til að fara
yfir undirbúning ráðningarinnar og
úrskurð kærunefndarinnar. Þá var
rýnihópnum ætlað að meta hvaða
lærdóm mætti draga af ferlinu í
heild og hvort og þá hvernig væri
ástæða til að breyta vinnubrögðum
og/eða löggjöf til samræmingar. Í
tengslum við það var rýnihópnum
falið að leggja fram tillögur sínar
teldi hann tilefni til.
Kalli til sérfræðinga
Rýnihópurinn leggur til að gerð
verði úttekt á álitum og úrskurðum
kærunefndar jafnréttismála og
kannað hvernig menntun, starfs-
reynsla og aðrir hæfnisþættir eru
metnir og hvernig forgangsregla
laganna er túlkuð.
Hann leggur til að sett verði ný
reglugerð um starfsemi kæru-
nefndar þar sem málsmeðferð fyrir
nefndinni verði betur skýrð, rann-
sóknarskylda hennar áréttuð, rétt-
arstaða þess sem ráðinn er verði
skýrð sem og forgangsregla lag-
anna. Þá verði heimild nefnd-
arinnar til að kalla eftir sérfræðiað-
stoð áréttuð og útfærð nánar.
Í þessu sambandi má geta þess
að kærunefndin taldi ekki unnt að
byggja á mati ráðgjafa sem forsæt-
isráðuneytið kallaði til, að þeim
hluta sem ekki var hægt að styðja
með skriflegum gögnum. Rýnihóp-
urinn telur að í flóknum álitamálum
sé mikilvægt að kærunefndin kalli
til sín sérfróða aðila, svo sem með
sérþekkingu í ráðningum og ráðn-
ingarferli.
Loks leggur rýnihópurinn til að
tekin verði afstaða til þess að hvaða
marki kærunefnd jafnréttismála
geti byggt úrskurð sinn á nýjum
gögnum, viðmiðum og/eða hæfn-
isþáttum. helgi@mbl.is
Sett verði ný reglugerð um málsmeðferð
Rýnihópur forsætisráðuneytis vill að gerð verði úttekt á álitum og úrskurðum úrskurðarnefndar
jafnréttismála Lagt til að málsmeðferð fyrir nefndinni verði betur skýrð með nýrri reglugerð
Kristín Ástgeirs-
dóttir, fram-
kvæmdastýra
Jafnréttisstofu,
telur að tillögur
rýnihóps um
breytingar á
reglum sem
úrskurðarnefnd
jafnréttismála
starfar eftir séu
eðlilegar enda gangi þær út á að
styrkja starf nefndarinnar.
Kristín tekur fram að úrskurð-
arnefndin sé sjálfstæð nefnd á
vegum velferðarráðuneytisins.
Hún telur það eðlilegt að skoða
hvernig málin hafi þróast, meðal
annars túlkun laganna. Þá segir
hún nauðsynlegt að setja nýja
reglugerð og það hafi staðið til
lengi. Raunar hafi ekki verið sett
ný reglugerð frá því lögum var
breytt 2008.
Ný reglugerð löngu tímabær
FRAMKVÆMDASTÝRA JAFNRÉTTISSTOFU
Kristín
Ástgeirsdóttir