Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 15
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Fjöldi barna skemmti sér kon-
unglega við slökkvistöðina í gær-
morgun, þrátt fyrir skítakulda. Ár-
legu eldvarnaverkefni um Loga og
Glóð fyrir elstu nemendur leikskóla
bæjarins lauk þar með formlega.
Krakkarnir fengu að skoða öll tól
og tæki slökkviliðsins, hlaupa undir
stóra bunu og sprauta úr kraftmikilli
slöngu. Nokkrir náðu að sprauta á
sjálfan slökkviliðsstjórann sem varð
hundblautur! En sem betur fer í hlífð-
argalla …
Landsmót í skólaskák hefst í dag.
Keppni fer að mestu fram í Síðuskóla
en hefst reyndar í skákheimilinu í
Íþróttahöllinni kl. 16.
Mótorhjólasafn Ísland verður
formlega opnað næsta sunnudag. Þá
hefði Heiðar Jóhannsson orðið 57 ára,
en hann lést í vélhjólaslysi sumarið
2006 og safnið er tileinkað minningu
hans. Safnkosturinn samanstendur af
hjólunum hans Heidda auk gjafahjóla
sem koma víðsvegar að.
Í fínu formi, kór eldri borgara á
Akureyri, fagnar 25 ára afmæli um
þessar mundir. Kórinn verður með
tónleika í Glerárkirkju á sunnudag-
inn kl. 16. Stjórnandi er Gunnfríður
Hreiðarsdóttir.
Landsbankinn á Akureyri hefur
samið við knattspyrnudeildir KA og
Þórs um stuðning við þær næstu tvö
ár en jafnframt afsalað sér auglýs-
ingum á búningum félaganna og boð-
ið þeim að vela sér gott málefni á bún-
ingana í staðinn.
KA valdi Krabbameinsfélag Ak-
ureyrar en Þór valdi Þroskahjálp á
Norðurlandi eystra. Merki þessara
tveggja málefna prýða því búninga
félagsins í sumar.
Stofnaðir verða áheitasjóðir fyrir
Krabbameinsfélags Akureyrar og
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra og
greiðir bankinn ákveðna upphæð fyr-
ir hvern sigur meistaraflokks KA og
Þórs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Öðrum fyrirtækjum og ein-
staklingum er frjálst að heita á liðið
sitt og leggja góðu málefni lið. Í tilefni
af stofnun áheitasjóðanna mun
Landsbankinn styrkja hvort málefni
um sig um 500.000 kr.
Gítarunnendur í bænum eiga
góða daga framundan; gítarhátíð á
Græna hattinum, þar sem m.a. fræg-
asti gítarleikari Japans spilar.
Morgunblaðið/Skapti
Gaman Mikael Blær af Síðuseli aðstoðar Björn Björnsson slökkviliðsmann.
Logi og Glóð glöð
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Meðal þess sem gagnrýnt hef-
ur verið er að ákæra var gefin
út sjö mánuðum eftir að Al-
þingi samþykkti málsóknina,
og er hún nánast orðrétt eftir
þingsályktun Alþingis.
Sigríður J. Friðjónsdóttir,
saksóknari Alþingis, segir
ákæruskjalið hálfgert auka-
atriði í málinu. Þegar málið sé
þingfest þurfi að vera búið að
leggja grunn að því með
gagnaöflun. Og hún hafi tekið
lengri tíma en reiknað var
með. „Við höfum ekkert setið
á höndunum og beðið eftir að
geta sent frá okkur þessa einu
og hálfu blaðsíðu,“ segir Sig-
ríður og einnig að Geir og verj-
andi hans viti manna best
hvers vegna þetta hafi tekið
þennan tíma.
Sátu ekki á
höndunum
GAGNAÖFLUN TÓK TÍMA
Fimmtudagur 12. maí.
Sauðárkrókur kl. 12 á Mælifelli, Aðalgötu 7.
Akureyri kl. 18 á Strikinu, Skipagötu 14.
Föstudagur 13. maí.
Akranes kl. 12 á Gamla kaupfélaginu.
Mánudagur 16. maí.
Reykjavík kl. 12 á Grand hótel, Sigtúni 38.
Reyðarfjörður kl. 18 í fundarsal AFLs Búðareyri 1.
Þriðjudagur 17. maí.
Selfoss kl. 12 á Hótel Selfoss.
Miðvikudagur 18. maí.
Suðurnes kl. 12 á Flughóteli.
RAFIÐANAÐARSAMBAND ÍSLANDS
Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | sími: 580 5200 | Fax: 580 5220 | rsi@rafis.is
KYNNINGAFUNDIR
VEGNA KJARASAMNINGS
RSÍ OG SA/SART
Á ALMENNA MARKAÐNUM
fyrst var lögfest með sakamálalög-
unum, ekki hafa vakið hrifningu hjá
ákæruvaldinu „af því að ákæran á
einmitt að skýra sig sjálf með lýs-
ingu á sakarefninu. Það á ekki að
þurfa rökstuðning umfram, nema í
málflutningi.“ Hún segist engan flöt
finna á því enda óljóst hvar hún ætti
þá að byrja rökstuðninginn og hvar
hann enda.
Ítarlega skjalaskrá fylgir
Ákæran er, að mati Sigríður, alls
ekki óskýr en málflutningurinn mun
snúast um að leiða rök að þeim sak-
argiftum sem þar koma fram, líkt og
hefðbundið er í sakamálum. „Meðal
annars mun fylgja mjög ítarleg
skjalaskrá, sem verður vel yfir
hundrað síður. Og þetta er meira en
skjalaskrá því þetta er lykillinn að
málinu. Þar verður skilgreining á öll-
um þeim skjölum sem lögð eru fram,
hver tilgangurinn er með framlagn-
ingu þeirra og undir viðkomandi
ákæruliðum. Þar eru menn því
komnir með gott yfirlit yfir það sem
sækjandinn í málinu leggur upp
með; rökstuðning fyrir ákæruliðun-
um. En ég set þetta ekki inn í ákæru-
skjalið.“
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um
ákæruna á opinberum vettvangi er
Jón Magnússon, hæstaréttalögmað-
ur og fyrrverandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokks. Á vefsvæði sínu segir
hann að athyglisvert sé að í ákær-
unni séu „ákæruatriði vegna mála
sem heyrðu ekki undir forsætisráð-
herra heldur aðra ráðherra, m.a. við-
skiptaráðherra“. Hann segir að mið-
að við almennu ákæruatriðin hefið
eins mátt ákæra þáverandi forsætis-
ráðherra Bretlands og jafnvel for-
seta og fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna.
„Veikur málatilbúningur“
Hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar
Níelsson, og formaður lögmanna-
félags Íslands, segir að ákæruvald-
inu sé vorkunn að reyna að smíða
ákæru úr þessari þingsályktun
þingsins. Hann bendir á að Geir sé
ákærður fyrir athafnaleysisbrot,
sem er samkvæmt ákvæðum laga
heimilt, en til þess að fá fram sakfell-
ingu þurfi að tilgreina í ákæru hvað
Geir gat gert til að afstýra falli bank-
anna. Ekki sé nóg að segja að hann
hafi átt að gera eitthvað. Þá sé ekki
vitað hvort athafnaleysi Geirs, eða
það sem hann gerði, hafi hugsanlega
dregið úr tjóni íslenska ríkisins. Rétt
eins og ekki er vitað hvort það hefði
ekki aukið tjónið hefði Geir fram-
kvæmt eitthvað af því sem í ákær-
unni segir.
Brynjar segir ákærur af þessu
tagi í skötulíki og er nokkuð viss um
að hún yrði ekki tekin góð og gild
fyrir almennum dómstólum í venju-
legum málum. „En þetta mál er að
vísu ekki venjulegt.“
Hvað varðar annan kafla ákær-
unnar segir Brynjar að þar sé jafnvel
að finna undarlegri lýsingu á refsi-
verðri háttsemi. „Þar finnst mér sem
ákæruvaldið segi í einu orðinu að
ekki hafi verið haldinn ráðherra-
fundur um yfirvofandi háska en í
næstu setningu að það hafi verið gert
en ekki nógu mikið og ekki formlega.
Þetta er veikur málatilbúningur.“
Rökstuðningur í málflutningnum
Saksóknari Alþingis segir að ákæran á hendur Geir eigi að skýra sig sjálf með lýsingu á sakarefninu
Formaður lögmannafélagsins segist óviss um að ákæran yrði tekin góð og gild hjá almennum dómstól
BAKSVIÐ
Andri Karl
andrikarl@mbl.is
„Það er í raun enginn rökstuðningur
í ákærunni. Maður hefði átt von á að
það væri einhver rökstuðningur fyrir
ákæruatriðum og tenging við gögn
málsins, en það er rýrt. Maður hefur
efasemdir um að þetta gangi svona,“
sagði Andri Árnason, verjandi Geirs
H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, í samtali við fréttavef Morg-
unblaðið, mbl.is, á þriðjudag. Sigríð-
ur J. Friðjónsdóttir, saksóknari
Alþingis, segir ákæruna skýra og
ekki eigi að þurfa frekari rökstuðn-
ing í henni nema sem fram komi í
málflutningi.
Í lögum um meðferð sakamála er
tilgreint hvað skal koma fram í
ákæruskjali. Orðrétt segir í d-lið 152.
gr. laganna að í henni skuli greina
svo glöggt sem verða megi „rök-
semdir sem málsóknin er byggð á, ef
þörf krefur, svo sem ef mál er flókið
eða umfangsmikið, en röksemda-
færslan skal þá vera gagnorð og svo
skýr að ekki fari á milli mála hverjar
sakargiftir eru.“
Sigríður segir þetta ákvæði, sem
Brynjar
Níelsson
Sigríður J.
Friðjónsdóttir