Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Það er orðið alveg fullljóst að núverandi stjórnkerfi í þessu landi hefur beðið al- varlegt skipbrot. Það fulltrúalýðræði sem við búum við er ekki lengur í sam- ræmi við nútímann. Þetta gamla fulltrúa- lýðræði var upp- runalega byggt upp miðað við þær að- stæður sem ríktu á þeim tíma þ.e.a.s. þegar ekki var hægt að safna saman fólki landsins á einn stað til þess að ganga frá stjórn landsins. Nú er komin sú tækni að það er hægt að stofna til tölvu þjóðaratkvæðagreiðslu með mjög litlum tilkostnaði. Ísland gæti orð- ið fyrsta þjóðlýðræðisland í heim- inum sem setti upp slíkt kerfi og eflaust yrði það til þess að önnur lönd færu fljótlega að taka upp slíkt kerfi. Þjóðaratkvæða- greiðslan sem fram fór um hina skelfilegu Icesave-samninga er eitt skýrasta dæmi um hvernig þetta úrelta fulltrúalýðræðiskerfi sem við búum við hefur brugðist svo al- varlega að við þetta verður ekki búið lengur. Íslendingar sem eru með 63 þingmenn en eru aðeins einn þús- undasti af t.d. fólksfjölda í Banda- ríkjunum. Ef það þyrfti sama hlut- fall til þess að stjórna Bandaríkjunum væru þeir með 63.000 þingmenn. Það er hverjum manni ljóst að slíkur fjöldi mundi aldrei afkasta miklu. Stjórnarskrármálið sem full- trúalýðræðið klúðraði svo eft- irminnilega er að verða eins og steinrunnin tröllskessa sem dagaði uppi við það að sólin kom upp. Sú spurning hefur komið upp í sam- bandi við það mál hvort það klúður hafi verið kannski viljandi gert. Stjórnarskrá er í raun lágmarks- réttindi venjulegs ríkisborgara sem á að tryggja það að fulltrúa- lýðræði fari ekki út fyrir þann ramma sem stjórnarskráin setur. Stjórnarskráin er sú girðing sem enginn þingmaður má fara út fyr- ir, án þessara tak- marka sem hún setur er eins og ef bóndi setti hesta sína í óg- irtan haga. En með nýrri stjórnarskrá verður að koma dóm- stóll sem hefur það eina hlutverk að dæma í stjórnarskrár- málum, án þess er hún vita gagnslaus. Þátttaka fólks í síð- ustu kosningum til stjórnlagaþings er því miður byggð á van- þekkingu hins almenna borgara. Það hefur algjörlega brugðist í hinu íslenska menntakerfi að koma fólki í skilning um hvaða þýðingu stjórnarskráin hefur. Með því ákvæði sem sett var í sambandi við stjórnlagaþingið að ætlast til þess að kjósendur væru að virða kynja- jafnrétti þá er sú regla í raun and- stæð lýðræði. Lýðræði hefur þann frumtilgang að meirihluti kjósenda ráði hverjir hljóta kosningu. Þegar farið er út í að jafna fjölda kosinna fulltrúa eftir kynjum er í raun komin upp alveg ný tegund af „ólýðræði“ Þetta er því miður stað- reynd sem fáir þora að viðurkenna. Það gífurlega atvinnuleysi sem er orðið fastur þáttur í íslensku þjóðlífi og er að sliga íslenskan efnahag. Það hefur komið í ljós að margir af foringjaliðinu í þessu landi eru skráðir fyrir fleiri en einu emb- ætti. Það hlýtur að vera mjög að- kallandi verkefni að kanna hvað margir í „embættismannakerfinu“ eru skráðir til starfa í meira en einu starfi og hirða til sín skatt- peninga fólksins og um leið van- rækja hugsanlega bæði störfin. Ég minnist þess að bæjarstjóri í einu stóru sveitarfélagi var jafnframt forstjóri fyrir opinberri stofnun. Hvort starfið fyrir sig var í raun fullt starf. Það er alveg kominn tími til þess að koma í veg fyrir svona valdagræðgi um leið að stór hluti af atvinnulausum fengi vinnu. Sú staðreynd er í raun komin upp að það er búið að hlaða upp gjör- samlega margföldu stjórnunarliði í þessu landi sem er ekki að skapa verðmæti. Þetta lið sem sett hefur verið upp hvar sem er í þessu landi er í raun að drepa niður afkomu fólksins í þessu landi. En þegar vel er athugað kemur eitt furðu- legt dæmi í ljós. Ríkisvaldið skap- aði skilyrði fyrir bankahruninu. Síðan kom sparisjóðahrunið og sveitarfélagagjaldþrotin og þess vegna spurningin hvernig stendur á þessu? Eru menntastofnanir þessa lands í raun að útskrifa alla sína fræðinga án kunnáttu? Það hefur komið upp örlítil hreyfing í sambandi við stjórn fisk- veiða að þeir sem flytja út óunna vöru og halda upp atvinnu í öðrum löndum skuli eyða stærri hluta af kvótanum í svoleiðis framkvæmdir. Það eru gífurleg verðmæti sem fara til annarra landa óunnin. Eitt af þessu eru grásleppuhrogn sem seld eru úr landi í tunnum eða loðnuhrognin sem seld eru nærri óunnin. Ef t.d. grásleppuhrogn væru unnin innanlands mundi það margfalda verðmæti þeirra. Þegar horft er á hina fáránlegu tilburði sem komið hafa upp í sam- bandi við stjórn Reykjavíkur koma enn frekar í ljós hin stórkostlegu mistök sem borgarbúar hafa gert í vali á forustu. Það er löngu komin upp sú nauðsyn að þegar óhæft lið velst til þess að stjórna verða kjósendur að hafa það val að koma þessu koló- hæfa liði frá með hraði. Með tölvu- væddri kosningu væri hægt að setja upp kosningar á tveggja ára fresti bæði á þing og í bæjarstjórnir þannig að óhæfu liði væri komið í burt áður en það ylli verulegum og óbætanlegum skaða. Stjórnkerfið Eftir Bergsvein Guðmundsson » Íslendingar sem eru með 63 þingmenn eru aðeins einn þúsund- asti af t.d. fólksfjölda í USA. Ef notað væri sama hlutfall væru þar 63.000 þingmenn. Bergsveinn Guðmundsson Höfundur er ellilífeyrisþegi. Fyrir stuttu var haldinn í Reykjavík ársfundur, eða aðal- fundur, lífeyrissjóðs- ins Gildis. Fundur hjá sjóði láglauna- manna sem hefur toppfígúrur í stjórn og hefur tapað yfir hundrað milljörðum króna. Þetta er sjóð- ur sem á ekki fyrir skuldbindingum, nei- kvætt eigið fé er 8,1%. Það vantar nefnilega rúmar 36 þúsund millj- ónir króna til að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sín- um við sjóðfélaga. Hugsið ykkur; hrein eign er 9,5% sem segir að það vanti enn rúmar 25 þúsund milljónir á árinu 2010, þrátt fyrir skerðingar á sjóðfélögum um 17%. Það eru nefnilega sjóðfélagar sem halda þessum sjóði uppi, ef ekki kæmi til greiðsla þeirra væri sjóð- urinn gjaldþrota, svo einfalt er það. Fundur í samtökum sem tapa svo miklu af eignum lífeyris- sjóðfélaga ætti að vera fréttaefni fjölmiðla en er ekki, þótt undir kurteislegum deilum á fundi logi eldar óánægju sjóðfélaga vegna þess gífurlegs taps og reksturs sjóðsins. Morgunblaðið er hér aft- ur undantekning fjölmiðla, þótt ekki sé kafað djúpt í stöðu Gildis. Athugasemdir Undirritaður gagn- rýndi á fundinum rekstur sjóðsins og stöðu, og hnýtti í ábyrgðarmenn hans, sem allir voru á góðum launum og þeir sem hækkuðu verulega á fundinum. Fyrir það upp- skar ég rangláta reiði þeirra. Árni Guðmunds- son framkvæmdastjóri jós yfir mig svívirðingum og kallaði mig lygara! Ég bað um að fá að bera af mér sakir eftir ásakanir Árna Guðmundssonar. Var þá mælendaskrá umsvifalaust lokað og mér meinað að leiðrétta ummæli Árna þessa. Upptaka Gildisfundurinn var tekinn upp á band. Vitandi þetta sendi ég fimmtu- daginn 5. maí kl. 12.02 Árna Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra líf- eyrissjóðsins, sem er minn eigin líf- eyrissjóður, svohljóðandi tölvuskeyti: „Góðan dag Árni Guðmundsson. Væri möguleiki að biðja um afrit af upptöku af ársfundi sjóðsins. Til- efnið er að bera af mér sakir op- inberlega. Með bestu kveðju Jóhann Páll Símonarson.“ Klukkan 13.36 þennan sama dag kom svar frá framkvæmdastjór- anum, sem ég og aðrir sjóðfélagar erum með í vinnu, og svar hans, það var einfalt: „Nei“ var það eina sem framkvæmdastjórinn taldi sig þurfa að skrifa í svarbréfið til sjóðfélag- ans. Barnalegt svar og frumstætt. Þessi litla grein er skrifuð til að vekja athygli almennings á því hvernig er komið fram við sjóð- félaga í einum lífeyrissjóða landsins. Þessum sjóði sem hefur tekið upp stjórnunarstíl Leníns. Í stjórn sjóðs- ins árið 2010 voru þessir: Sigurður Bessason, formaður Eflingar, for- maður stjórnar; Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, tilnefndur af SA, varaformaður stjórnar; Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands ísl. útvegsmanna, tilnefndur af SA; Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónust- unnar, tilnefndur af SA; Guðmundur Ragnarsson, formaður VM; Sig- urrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Þetta er hluti af stjórn Gildis. Þetta er fólkið sem ber ábyrgð á lýðræðisást og kurteisi framkvæmdastjórans. Eftir Jóhann Pál Símonarson Jóhann Páll Símonarson »Fundur hjá sjóði lág- launamanna sem hef- ur toppfígúrur í stjórn og hefur tapað yfir hundrað milljörðum króna. Höfundur er sjómaður og sjóðfélagi í Gildi. Barnalegt og frumstætt svar Ég var svo ljón- heppinn að fá ævisögu Gunnars Eyjólfssonar leikara í jólagjöf í vet- ur. Síðan er ég búinn að lesa hana nokkrum sinnum, og suma kafl- ana margoft. Hún er búin að liggja á nátt- borði mínu síðan á jól- um, og hefur oft verið mér mikill skapbætir undir svefninn. Nú vil ég ekki að neinn haldi að ég þykist bera skyn á leiklist, því það geri ég ekki, þótt ég væri talsvert tíð- ur gestur í leikhúsum hér áður fyrr, „þá vér várum yngri“. En menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar til þess að vita, að Gunnar Eyjólfsson er ekki aðeins hámenntaður leik- húsmaður heldur gæddur náðargáfu, sem hvorki verður keypt fyrir pen- inga né lærð í skólum, – þótt allt sé það gott, hvað með öðru! En um leið og ég vil, þótt seint sé, þakka þeim Árna Bergmann og Gunnari Eyjólfssyni fyrir lesturinn, langar mig að koma á framfæri einni lítilli athugasemd. Neðarlega á bls. 180 stendur þetta: „Hvað segir ekki í húsganginum al- þekkta: Ingibjörg er aftandigur en örmjó framan. Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyta hana saman?“ Hér er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi er vísan ekki raunverulegur hús- gangur, heldur ein þekktasta vísa Páls Ólafssonar skálds, og er að- gengileg í ljóðum hans og víðar, þar á meðal í frægum lausavísnaþætti í DV fyrir nokkrum árum, í umsjá Ragn- ars Inga Aðalsteinssonar. Þeir þættir voru síðar gefnir út á bók, í tveggja binda verki. Í öðru lagi þá er hér í ævisögunni fyrri hluti vísunnar mjög afbakaður, þannig að gamansemin í henni dofnar til muna. Réttur er fyrri hlutinn þannig: Ingibjörg er aftanbrött, en íbjúg framan. O.s.frv. Og nú blasir myndin við: Sú gamla hefur verið fattvaxin (aftanbrött), þannig að það hefur verið brött brekka úr mittinu og upp á herðarnar. En jafnframt hefur hún ver- ið farin að safna nokkr- um holdum framan á sig, (eins og við gerum mörg með aldrinum!) og nú dettur húmoristanum Páli það snjall- ræði í hug að skera ístruna af kerling- unni og skella henni í slakkann á bak- inu, og þá væri bara kominn hinn lögulegasti vöxtur. Fyrir því munu vera heimildir (Ragnar Ingi Aðalsteinsson o.fl.) að Páll hafi ort þessa vísu um vinnukonu eina sem Ingibjörg hét og var m.a. lengi í heimilinu hjá þeim hjónum, Páli skáldi og konu hans. – Gat nú verið, að karl hefði gaman af að glett- ast við vinnukonurnar á bænum! Ég vona að þeir félagar, Árni Berg- mann og Gunnar Eyjólfsson líti ekki á þennan greinarstúf sem persónulega áreitni við sig. Fátt væri mér fjær skapi. En málið er, eins og ungling- arnir segja, að mér er svo undarlega annt um íslenzka ljóðlist, að ég get aldrei á mér setið, ef ég held að ég geti gert henni einhvern smágreiða, þó ekki sé nema að leiðrétta eitt lítið (og fremur lítilfjörlegt) vísukorn. Ævisaga Gunnars Eyjólfssonar – Stutt athugasemd Eftir Valgeir Sigurðsson » Í fyrsta lagi er vísan ekki raunverulegur húsgangur, heldur ein þekktasta vísa Páls Ólafssonar skálds, og er aðgengileg í ljóðum hans og víðar … Valgeir Sigurðsson Höf. er fyrrv. blaðamaður. Framsóknarmaður skrifar: Aflandskrónur eru að sögn í blöðum 450 miljarðar. Þetta fé eiga erlendir aðilar lokað inni hér á landi vegna gjaldeyrishafta. Nú er það þannig, að grein- arhöfundur telur þessi gjaldeyrishöft vera til mikils góðs, reynslan af þeim er jákvæð og greinarhöfundur vill hafa þau sem lengst að óbreyttu. Nú er það þannig, að heppilegt væri að innlendur aðili svo sem sam- tök lífeyrissjóða myndi byrja á því verki að kaupa þessar aflandskrónur upp fyrir hluta af gjaldeyri sínum og veita þeim svo í heppilegar arðbærar og atvinnuskapandi framkvæmdir. Þá er ég ekki að tala um þá hluti, sem SA delerar nú um vegna kjarasamn- inga. Kemur það ekki við. Ræði það ekki. Nú er það þannig, að samtök lífeyr- issjóða gætu vel notað svona aflands- krónur, 25 milljarða, í íbúðamark- aðinn. Fjárfest þar. Jafnvel keypt stórar íbúðir og hálfkláraðar og feng- ið svo leyfi til að búta þær niður í margar smáíbúðir, þar sem þeir fá- tækustu gætu fengið inni. Húsaleigan mætti sitja á hakanum, en lausir aurar fólks not- aðir fyrir börnin og bíl- inn, sem allir þurfa að hafa. Skaffar mikla at- vinnu og tekjur í rík- issjóð. Svo færu hinir 25 milljarðarnir í raf- orkuver án meiri álvera. Ný fyrirtæki stofnuð. Ekki álver. Meiri fjöl- breytni vantar. Svo gæti Evrópubankinn ásamt Þjóðverjum og Kínverjum keypt þessa 400 viðbótarmilljarða og lánað svo út hér á landi á lágum vöxtum til nýrra, arðbærra og gjaldeyrisskap- andi atvinnutækifæra. Allir græði. Þjóðverjar og Kínverjar hjálpi okkur aftur á fætur fjárhagslega. Aflandskrónur í nýjar framkvæmdir Eftir Lúðvík Gizurarson Lúðvík Gizurarson »Nú er það þannig, að samtök lífeyr- issjóða gætu vel notað svona aflandskrónur, 25 milljarða, í íbúða- markaðinn. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.