Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 25
AFMÆLI 25Bréf til Blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Í heila öld hefur hún
Sveina létt í spori og létt í
lund fetað lífsveginn.
Sannur Reykvíkingur,
fædd 12. maí 1911 á
Laugavegi 92, en ólst upp í
Húnavatnssýslu frá átta
ára aldri. Var send þangað
vegna spönsku veikinnar
en ílentist og kom aftur til
Reykjavíkur 15 ára gömul
og byrjaði að vinna fyrir
sér.
Sveina er fjölskylduvin-
ur. Hún kom 1942 í stuttan
tíma inn á heimili afa míns
og ömmu og barna þeirra í Hvolnum, þ.e.
Ingólfshvoli, þegar hún þurfti á því að
halda vegna veikinda eftir barnsburð. Og
hún varð nátengd fjölskyldunni alla tíð
síðan og erum við nú orðnir fimm ættlið-
irnir í fjölskyldunni sem höfum notið vin-
áttu Sveinu. Á þessum tíma var engin
samtrygging nema í verki einstaklinga.
Fjölskylda ömmu og afa var fjölmenn svo
það var ekki mikið húspláss þannig að þau
brugðu á það ráð að tjalda af hluta af
svefnherberginu svo Sveina gæti verið
þar með barnið meðan hún jafnaði sig.
Fyrir þetta er Sveina ævarandi þakklát
og þær amma urðu góðar vinkonur. Á
þessum tíma var bæjarbragurinn annar
en í dag. Þær vinkonur amma og hún fóru
rómantískar, spariklæddar með hatta og
hvíta hanska í bíó og lifðu sig inn í mynd-
irnar.
Sveina er hafsjór af fróðleik um lífið á
síðustu öld og minnisgóð með eindæmum.
Og gaman að heyra hana segja frá. Hún
man fyrst eftir sér með móður sinni á
Austurvelli 1915 er konur fengu að kjósa.
Man frostaveturinn mikla 1918. Einnig
frá uppvexti sínum í Húnavatnssýslunni
og hvernig var að koma til Reykjavíkur og
vera í vist inni á heimilum fólks. Hún fór á
vettvang þegar breski herinn tók land í
Reykjavík, horfði á Hótel Ísland brenna.
Á minningar frá vinnunni á matsölustöð-
um og hótelum í Reykjavík, t.d. Hótel
Borg. Frá vinnu á Landspítalanum og
Borgarspítalanum og fjölmörgu öðru.
Sveina starfaði við að þjóna öðrum alla
ævi, það er ekki hátt launað en hún hefur
gert sér gott af sínu eftir því sem hún hef-
ur getað, verið nægjusöm og hefur alla
ævi þurft að stóla á sjálfa sig.
Unnusti og barnsfaðir Sveinu var Eng-
lendingur í flugher Breta og var hér á
landi á stríðsárunum, þau trúlofuðust en
veikindi og erfiðleikar urðu til þess að hún
þurfti að kveðja hann. En hún hefur ekki
aldeilis verið ein í lífinu, þau eignuðust
dóttur, Júlíönu Ruth Woodward kennara,
sem Sveinu var mikið í mun að fengi góða
menntun. Hún hefur gefið Sveinu fjórar
ömmustelpur og sjö langömmubörn
þannig að Sveina hefur haft mikið að lifa
fyrir. Hún hefur haft mikla ánægju af að
gleðja og gefa fjölskyldu sinni af því sem
hún hefur átt og oft látið sjálfa sig sitja á
hakanum. Það er sjálfsagt við erfiðar að-
stæður sem fólk brýnist ásamt eiginleik-
um sem fengnir eru í arf og það hefur
Sveinbjörg
Hermannsdóttir
sjálfsagt ekki veitt af því
lífið hefur ekki alltaf farið
blíðum höndum um hana
Sveinu mína og fólkið
hennar. Hún hefur upplif-
að mikla sorg, sviplega og
einnig að samferðamenn-
irnir hafa tínst úr þessum
heimi einn af öðrum. En
hún hefur kallað sér til að-
stoðar trúna, segir að það
að treysta á Guð gefi frið.
Sveina hefur verið ótrú-
lega dugleg og vinnusöm,
fylgin sér og vill að rétt sé
rétt og það er hennar aðal
hvað hún er jákvæð og glöð og enga þekki
ég rómantískari. Umfram allt vill hún
gleðja og gera gott.
Saga Reykjavíkur og hinar miklu
breytingar sem hafa orðið hér á landi eru
samofnar lífi hennar og hluti af daglegri
viðræðu við hana. Hún vann á stöðum þar
sem margt fólk kom og fór og því þekkti
og þekkir Sveina marga og kynslóðabil er
nokkuð sem hún þekkir ekki. Hún er sér-
staklega mannblendin og félagslynd, gef-
ur sig á tal við fólk og lætur það sig varða.
Hún hefur verið í mörgum félögum, er
pólitísk og er heiðursfélagi í Kvenrétt-
indafélagi Íslands. Hún er svo einstaklega
áhugasöm um lífið og það sem er að ger-
ast í þjóðlífinu, hagi ættingja og vina.
Skemmtilegum sjónvarpsþáttum fylg-
ist hún með af lífi og sál og finnst þeir
bestir sem eru rómantískastir. Ofbýður
allt hið ljóta sem fram fer í mannlífinu og
finnst sjónvarpið ýta undir og kenna ljót-
leikann í samfélaginu, ekki sé nú á hann
bætandi. Á það til að slá á þráðinn til RÚV
ef gengur fram af henni.
Sveina er smekkleg og vill hafa nota-
legt í kringum sig. Henni er annt um að
líta vel út og klæðast smekklega, hárið í
lagi og spyr „hvernig lít ég út“ og hún er
alltaf fín og ótrúlega vel útlítandi.
Mér finnst það mitt lán að hafa gengið
samferða Sveinu í lífinu. Við hittumst,
hringjumst á og fylgjumst með lífi hvor
annarrar, eins og amma og mamma
gerðu. Og þetta hafa verið skemmtilegar
stundir, tenging við gamla tímann og nú-
tímann. Og stundum þegar við erum sam-
an að spjalla sé ég hana fyrir mér, hvernig
hún verður dulræn í framan, og það dett-
ur á hana sérstakur svipur og kemur ann-
ar hljómur í röddina þegar hún segir
íbyggin: „Við erum nú aldeilis fleiri er
sjást hérna núna.“
Elli kerling hefur gerst fullaðgangs-
hörð í kjölfar lærbrots fyrir síðustu jól og
hindrað okkur í að fara á Café París og
skreppa í búðir en það stendur vonandi til
bóta. Kannski við komumst í Gay pride-
gönguna í ágúst eins og síðast.
Sveina er nýflutt á Skjól, vonandi er
þar í fyrirrúmi jafnmikil þjónustulund og
hún hefur sjálf sýnt öðrum allt sitt líf, hún
á það svo sannarlega skilið.
Til hamingu með afmælið góða og
trygga vinkona.
Megir þú ætíð hafa það sem allra best.
Hanna Karen Kristjánsdóttir
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 9.
maí. Spilað var á 12 borðum. Með-
alskor: 216 stig. Árangur N-S:
Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 258
Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 236
Ólafur Gíslason – Guðm. Sigurjónss. 229
Þorsteinn Sveinss. – Ragnar Björnss. 228
Árangur A-V:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 272
Vilhj. Vilhjálmss. – Ólafur Kristinss. 257
Þröstur Sveinss. – Rúnar Sveinsson 257
Magnús Jónss. – Gunnar Jónsson 234
13 borð í Gullsmára
Spilað var á 13 borðum í Gull-
smára mánudaginn 9. maí og urðu
úrslitin þessi í N/S:
Guðm. Magnússon – Leifur Jóhanness. 305
Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 304
Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 284
Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 284
A/V
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 358
Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 300
Ármann J. Láruss. – Guðlaugur Nielsen 296
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 274
Björn Eysteins bestur
Vetrardagskrá Bridsfélags
Reykjavíkur lauk með einmennings-
meistarakeppni BR 2011.
Góð mæting var og flottar veiting-
ar. Úrslit voru þessi:
Björn Eysteinsson 59 stig
Harpa Fold Ingólfsdóttir 35 stig
Guðmundur Snorrason 32 stig
Nú tekur við sumarbrids á mánu-
dögum og miðvikudögum.
Eldri borgarar í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 10. maí var spilað á
15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S:
Oliver Kristófersson – Magnús Oddss. 400
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 384
Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarsson 351
Sæmundur Björnss. – Hulda Mogensen 341
A/V
Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 406
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 381
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 366
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 356
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Atvinnurekendur hafa í nýaf-
stöðnum kjaraviðræðum sýnt
launþegum ótrúlegt tillitsleysi að
halda fólki á
ógildum kjara-
samningum í
fimm mánuði. Á
sama tíma hafa
þeir hlaðið verð-
hækkunum á
óbreytt laun og
ekkert heyrst
um að það væri
verðbólguhvetj-
andi. Loksins
þegar nýr
kjarasamningur er undirritaður
lýsir forsætisráðherra því yfir að
launahækkanir þessa árs upp á
4,25% séu verðbólguhvetjandi og
muni auka verðbólgu um ½%. At-
vinnurekendur hafa einnig til-
kynnt að launahækkunin muni
kalla á verðhækkanir. Þar með
virðist það nokkuð ljóst að at-
vinnurekendur ætla þessari launa-
hækkun ekki að dekka þær hækk-
anir sem launþegar hafa borið
óbættar fram að kjarasamningum.
Þetta hefur verið leikið alllengi,
að hlaða inn verðhækkunum rétt
fyrir kjarasamninga og á meðan
samningar standa yfir og taka svo
hækkun kjarasamninganna til
baka með nýjum hækkunum.
Þannig hefur verið komið í veg
fyrir að lægst launaða fólkið geti
haft nokkurn ávinning af launa-
hækkunum og launin látin dragast
sífellt lengra niður fyrir fram-
færslumörk með þessum hætti.
Svo þegar kemur að samningum
við þá með háu launin er annað
upp á teningnum, þeir hafa fengið
kjarabætur langt umfram kjara-
skerðingu og þannig hefur launa-
bilið á milli hærri og lægri launa
verið sífellt að breikka án þess að
nokkurt tilefni væri til. Beiti
menn þessari aðferð nú í samn-
ingum við hærra launaða hlýtur
að vera eitthvað að hjá samn-
ingamönnum. Það er ekki enda-
laust hægt að breikka bilið á milli
launastétta eins og gert hefur hef-
ur verið, það er löngu orðið ljóst
að launastefnan hefur dregið lág-
launafólk það langt niður fyrir
framfærslu að það hefur engan
hag af því að vinna.
Ég held að það sé kominn tími
á það að alþingismenn fari að
velta því fyrir sér hvað þeir telji
að sé hlutverk láglaunafólks með
því að stunda vinnu, hvort það
eigi bara að þjóna atvinnurek-
endum og finna það svo út sjálft
hvernig það geti lifað af? Eða
hvort atvinnan eigi að tryggja
fjölskyldunni framfærslu? Einnig
ættu þeir að huga að því hvort
það sé réttlætanlegt að há-
launamenn krefjist þess að 300
þúsund manna þjóð sjái þeim fyr-
ir sömu kjörum og hægt er að fá
hjá þjóðum með milljónir íbúa.
Það er líka spurning hvort þjóðin
á ekkert inni hjá þeim aðilum
sem hún hefur kostað miklu til að
mennta. Það er hámenntuðu fólki
til mikils vansa að það skuli yf-
irmeta eigin verðleika svo hátt að
þjóðartekjurnar standa ekki und-
ir framfærslulaunum fólks í
grunnatvinnuvegum þjóðarinnar.
Ég á svolítið erfitt með að
skilja hvers vegna atvinnurek-
endur eru svona illa staddir þar
sem þeir fylgjast grannt með öll-
um hækkunum hvar sem er í
heiminum og færa þær jafnóðum
yfir á launþega. Einnig er rétt að
minna á það að atvinnurekendur
bjuggu til starfslokakerfi fyrir
sig og söfnuðu þannig í eigin vasa
tugum milljóna en áttu aldrei aur
til að hækka lægstu laun.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2, Reykjavík.
Samningarnir
Frá Guðvarði Jónssyni
Guðvarður Jónsson
Í Ölfusinu er prestur sem er með
meiningar á málum. Auðvitað er
það gott og vel að klerkar rík-
iskirkjunnar segi mönnum til
syndanna öðru hvoru; en maður
býst alltaf við að aðallega sé
byggt á kærleiksboðskap bibl-
íunnar. Því kemur alltaf á óvart
þegar prestarnir taka til orða án
þess að fela sig á bak við hemp-
una.
Þessi klerkur, Baldur Krisj-
ánsson, birti nýlega prédikun sína
á netinu og gaf þar fyllilega í
skyn að þeir sem fylgdu ekki Jó-
hönnu og Steingrími að málum
myndu enda líf sitt á skerjum, í
stað þess að komast í land hjá
Strandarkirkju! Sem sagt, klerk-
urinn er stuðningsmaður rík-
isstjórnarinnar og finnst sjálfsagt
að þess gæti í prédikunum.
Það kom þó svolítið á óvart
þegar téður klerkur tók upp
hanskann fyrir Þráin Bertelsson
eftir að hann kallaði tvo sam-
þingmenn sína „fasistabeljur“!
Klerkurinn kveður nefnilega
upp dóm og segir „fasistabelja er
ljótt orð og á ekki að nota um
neinn. Afturhaldsfasistatítur hefði
verið betra.“
Afturhaldsfasistatítur??
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
skrifstofumaður í Hafnarfirði.
Afturhaldsfasista-
klerkur?
Frá Halldóri Halldórssyni
Undanfarin misseri, þegar ljós-
vakamiðlar hafa fært Íslend-
ingum fréttir af bankaránum sér-
stakra
athafnamanna,
sem leiddu af
sér efnahags-
hrun heillar
þjóðar, hefur
hugur minn
leitað til annars
heims og rík-
isstjórnar.
Aftur og aft-
ur minnist ég
orða Jesú
Krists þegar hann virti fyrir sér
lýðinn: „Er hann sá mannfjöldann
kenndi hann í brjósti um þá, því
þeir voru hrjáðir og umkomulaus-
ir eins og sauðir sem engan hirði
hafa.“ (Matteus 9:36)
Stór hluti Íslendinga hefur
virst jafnhjálparvana síðastliðin
tvö ár, niðurbrotnir af banka-
hruninu og efnahagshörmung-
unum, sem nokkrir valdsmenn
steyptu yfir þjóðina, eins og eld-
fjallaösku úr iðrum jarðar. Í tvö
ár hafa menn talað um úrbætur
til endurreisnar, fjölmiðlar sligast
undan tillögum, ásökunum, sak-
argiftum, reiði og örvæntingu
fólksins í landinu.
Hvernig er upplag þeirra
manna, sem geta svikið land sitt
og þjóð fyrir stundargróða í rass-
vasanum og steypt yfir ættjörð
sína og landslýð ísköldu og
gruggugu jökulhlaupi krepp-
unnar? Hvers konar menn eru
það, sem gengið hafa um á meðal
fólksins í landinu með forritað
heilabú til vonskuverka og níð á
heilli þjóð? Hvernig gerist það í
kristnu landi, hjá kristinni þjóð?
Orð Guðs segir: „Ég, Drottinn
Guð þinn, er sá sem kenni þér að
gjöra það sem þér er gagnlegt,
sem vísa þér þann veg er þú skalt
ganga. Æ, að þú vildir gefa gaum
að boðorðum mínum, þá myndi
heill þín verða sem fljót og rétt-
læti þitt sem bylgjur sjávarins.“
(Jesaja 48:17-18) Augljóst er að
hryðjuverkamennirnir hafa ekki
haft þessi orð að leiðarljósi.
Í staðinn fyrir að temja sér slík
heilræði og leita leiðsagnar um
farsælt samfélag í orði Guðs hafa
menn drukkið í sig gervimenntun
veraldlegra menntastofnana, sem
í samanburði við æðri visku getur
ekki flokkast undir annað en fá-
visku. Fræðimenn hafa streymt
út í þjóðfélagið með próf upp á
hagfræði og viðskipti, sem leitt
hefur af sér þjóðfélagslegt gjald-
þrot og kreppu. Heiðarleika og
siðferði hefur skort í námi heims-
meistara viðskiptanna. Endur-
menntun þjóðarinnar hlýtur því
að felast í siðferðislegri end-
urreisn, hversu einfalt og heimskt
slíkt kann að virðast í augum
sprenglærðra háskólamenntaðra
fræðinganna.
Kristur Jesús kenndi: „Leitið
fyrst guðsríkis og þá mun allt
annað veitast yður að auki.“
(Matteus 6:33) Menn hafa því
miður ekki tileinkað sér þetta
fyrirheit frekar en á dögum
Krists. Afleiðingin er augljós.
Til að ljós og ylur megi auðn-
ast þjóðinni þurfa menn í ein-
lægni og auðmýkt að hugleiða
orð postulans, sem gerðist vernd-
ari æðri visku ásamt trúbræðrum
sínum og færði fólki fyrirheit um
farsæld á jarðvistardögum sínum
og einnig nú til dags með þessum
orðum: „Ef einhvern yðar skortir
visku, þá biðji hann Guð, sem
gefur öllum örlátlega og átölu-
laust.“ (Jakobsbréfið 1:5)
Íslensk þjóð þarf að leggja
meiri rækt við kristin gildi en
hún hefur gert undanfarin ár.
Kristur Jesús gaf okkur mönn-
unum dýrmætan fjársjóð him-
neskra lögmála, sem ráðvilltir
menn ættu að tileinka sér til að
geta lifað ríkulega og farsælu lífi
í sátt við Guð og menn.
EINAR INGVI
MAGNÚSSON,
Reykjavík.
Siðferðisleg endurreisn
Frá Einari Ingva Magnússyni
Einar Ingvi
Magnússon
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill
–– Meira fyrir lesendur