Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
✝ Þóra Ásmunds-dóttir fæddist í
Stykkishólmi 27.
júní 1918. Hún lést á
Landspítala, Foss-
vogi, 28. apríl 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Steinunn Magn-
úsdóttir, f. 10.11.
1894, d. 6.12. 1976,
og Ásmundur Guð-
mundsson biskup, f.
6.10. 1888, d. 29.5. 1969. Systkini
Þóru: Andrés, f. 30.6. 1916, d.
30.10. 2006, Sigríður, f. 6.8. 1919,
d. 24.12. 2004, Áslaug, f. 25.6.
1921, Guðmundur, f. 8.6. 1924, d.
15.8. 1965, Magnús, f. 17.6. 1927,
og Tryggvi, f. 29.10. 1938.
Þóra lauk gagnfræðaprófi frá
MR vorið 1933. Hún hóf störf í
Útvegsbanka Íslands sama ár og
vann þar allan sinn starfsaldur,
fór á eftirlaun 1978. Hún var
send í starfsnám á vegum bank-
ans í Hambros Bank í London
1938, og starfaði þar í rúmt ár.
Síðar stundaði hún
starfsnám í sex
mánuði í Privat-
banken í Kaup-
mannahöfn, og loks
sex mánuði í
Deutsche Bank í
Hamborg. Hún
starfaði lengst af í
þeirri deild bankans
sem sá um erlend
viðskipti. Um miðj-
an 7. áratug síðustu
aldar varð hún ásamt Guðmundi
Gíslasyni forstöðumaður deild-
arinnar. Eftir að hún fór á eft-
irlaun stundaði hún sín mörgu
áhugamál, lærði m.a. trésmíði í
einn vetur. Hún var ógift og
barnlaus, en sinnti alla tíð mikið
systkinabörnum sínum. Hún hélt
heimili með Áslaugu systur sinni
þar sem fjölskyldan kom oft sam-
an.
Útför Þóru verður frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag, 12.
maí 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Þóra systir mín var næstelst
okkar systkina, 20 árum eldri en
ég og búin að vinna mörg ár í Út-
vegsbankanum þegar ég fæddist.
Hún bjó í foreldrahúsum öll mín
æskuár og ól mig upp ásamt for-
eldrum mínum og Áslaugu systur
okkar. Líklega veitti ekki af svo
fjölmennum hópi til þeirra verka.
Á fyrstu árum mínum í háskóla
fékk ég vinnu í tvö sumur í deild-
inni hennar. Sú deild hét þá „Bréf-
ritunardeild“, en fékk síðar hið
virðulega heiti „Erlend viðskipti“.
Deildinni stýrði Sverrir Thorodd-
sen, sem hafði frá blautu barns-
beini unnið í Útvegsbankanum
eins og Þóra. Hann var ljóngáf-
aður, sérvitur, bráðskemmtilegur
og gat sagt hluti við fólk, sem eng-
inn annar gat sagt, og allir tóku
því vel. Þau Þóra sátu saman í her-
bergi og sneru skrifborð þeirra
þannig að þau horfðust í augu ef
þau litu upp frá vinnunni. Aðrir
starfsmenn deildarinnar sátu í al-
menningi í stóru herbergi við hlið-
ina. Sverrir var farinn að nálgast
sextugt og hafði einsett sér að fara
þá á eftirlaun. Hann sagðist vera
að minnka við sig vinnuna hægt og
hægt þannig að seinasta mánuð-
inn áður en hann hætti gerði hann
ekki neitt. Þóra hreyfði engum
mótmælum. Ég hef sjaldan
kynnst betri starfsanda. Þarna
vann kátt, duglegt fólk og allir
voru vinir. Þegar Sverrir hætti
töldu allir sjálfsagt að Þóra tæki
við forstöðu deildarinnar. Það tók
hún ekki í mál. Samþykkti þó að
Guðmundur Gíslason, sem tók við
af Sverri, yrði ekki settur yfir
hana, þau yrðu jöfn að metorðum.
Mér er sagt að slíkt skipulag endi
oftast með ósköpum, en þau sönn-
uðu að þetta væri hægt. Ég hef
orð beggja fyrir því að þeim hafi
aldrei orðið sundurorða á löngum
starfsferli og vinátta þeirra risti
djúpt. Skrifborðin sneru áfram
eins. Þóra var ekki mikið fyrir að
trana sér fram, en þó var hún kos-
in í stjórn starfsmannafélags
bankans. Á þeim tímum tíðkaðist
að ráða pólitískt í betri stöður í
bankanum, menn utan úr bæ
teknir fram yfir reynda banka-
menn. Einhvern tíma greip
stjórnin til aðgerða út af slíku
máli, sem dómstólar dæmdu ólög-
mætar og dæmdi stjórnarmenn í
sektir sem þeir neituðu að borga.
Ætluðu að sitja þær af sér í fang-
elsi. Um tíma þáði hún öll heimboð
með þeim fyrirvara að hún kæmi
gengi hún enn laus! Aldrei kom þó
til að neitt þeirra færi í tukthús og
sektirnar fyrntust. Þóra ákvað að
feta í fótspor Sverris og hætta
sextug, enda þá búin að vinna í
bankanum í 45 ár. Þá tóku við
mörg áhugamál: Ferðalög, garð-
yrkja, smíðar og ekki síst þátttaka
í uppeldi systkinabarna og síðar
barna þeirra. Það uppeldi var þó
dálítið tvíeggjað því aginn var ekki
strangur, helst að Áslaug reyndi
aðeins. Ég hef sjaldan kynnst
öðru eins dálæti á frænkum eins
og þessi söfnuður hafði á þeim
systrum. Heilsu Þóru hrakaði
seinustu ár, hún missti sjón svo
hún gat ekki lesið eða horft á sjón-
varp. Þá var gott að njóta stuðn-
ings Áslaugar. Andlegum kröftum
hélt hún. Hún fékk heilablóðfall í
svefni sem dró hana til dauða á
þremur dögum. Söknuðurinn er
mikill, en við þökkum þau tæpu 93
ár sem henni voru gefin. Hún hvíli
í friði og hið eilífa ljós lýsi henni.
Tryggvi Ásmundsson.
Þóra frænka, föðursystir mín,
var mér sem amma. Eftir að hún
flutti í Garðabæ en foreldrar mínir
á Laufásveginn var ég oft í heim-
sókn á Markarflötinni sem var
mitt annað heimili meðan ég heim-
sótti vini mína í Garðabæ.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæð ferðalögin sem ég fór með
þeim systrum um landið en á þeim
var ég fræddur um það sem fyrir
augun bar svo sem fuglalífið og
plöntur. Skemmtilegast þótti mér
þegar Þóra hermdi eftir jaðrak-
ananum og sagði mér sögur af föð-
ur mínum þegar hann var barn.
Eftir að ég varð faðir og við feðgin
fórum í heimsókn á Markarflötina
rifjaði Þóra upp sögur af mér sem
barni sem mér þótti skemmtilegt
að heyra.
Af Þóru stafaði mikil hlýja. Hún
hafði góða nærveru og hennar já-
kvæða viðhorf til lífsins var mann-
bætandi. Ég er þakklátur fyrir
þær samverustundir sem ég átti
með Þóru og minningin um hana
mun lifa.
Egill Tryggvason.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Guð blessi minningu elsku
Þóru, föðursystur okkar, sem var
svo kærleiksrík, umburðarlynd,
lífsglöð og hjartahrein að hún
hafði mannbætandi áhrif á allt sitt
samferðafólk.
Hún lifði svo fallega.
Við minnumst hennar með ást
og þakklæti fyrir allt það sem hún
var okkur.
Steinunn, Magnús og
Ásmundur.
Þóra föðursystir mín hefur frá
því ég man fyrst eftir mér verið
einn af hornsteinum tilverunnar
og uppspretta lífsgilda. Það var
gott að verja tíma með Þóru sem
barn. Hún var milt yfirvald og
ekki rekur mig minni til þess að
hún hafi nokkru sinni brýnt raust-
ina þótt eflaust hafi ærin tilefni
gefist til. Undir hennar hand-
leiðslu varð ég fyrst almennilega
læs eftir að verkið hafði sóst nokk-
uð treglega hjá hinu almenna
skólakerfi. Lestrarkennslan fór
þannig fram að Þóra sótti Morg-
unblaðið, tók mig í fang sér og
fletti upp á dánarauglýsingum.
Þær auglýsingar voru þeirrar
náttúru að nöfn hinna látnu voru
að öllu leyti skrifuð með stórum
bókstöfum. Þótt nemandanum
unga tæki skyndilega að verða
mjög umhugað um langlífi lands-
manna leið ekki á löngu þar til
hann náði tökum á litlu bókstöf-
unum líka og gat þulið upp heim-
ilisföng hinna látnu og alla að-
standendur. Kennsluaðferðin var í
anda Þóru að því leyti að lykillinn
að árangrinum fólst í kærleikan-
um, að taka nemandann í fangið
og veita öryggi. Hitt sem upp á
vantaði kom þá af sjálfu sér. Um
mannkosti Þóru leitar hugurinn
ósjálfrátt til lýsingar Njálssögu á
Njáli sjálfum sem var sagður vit-
ur, heilráður, góðgjarn, hógvær
og drenglyndur. Þessir mannkost-
ir leyndu sér ekki þegar rætt var
við Þóru. Hún var fram til þess
síðasta vel heima í málefnum líð-
andi stundar og því fór fjarri að
hún væri skoðanalaus. Alltaf lagði
hún þó eitthvað gott til málanna
og varaðist að dæma hart. Þóra og
Áslaug systir hennar hafa verið
höfuð fjölskyldunnar frá því að ég
tók að muna eftir mér. Stundirnar
sem setið hefur verið yfir veislu-
borðum í þeirra húsum eru löngu
orðnar óteljandi. Þótt Þóra væri
komin á tíræðisaldur var lífsþrótt-
urinn, glettnin og góðvildin enn til
staðar. Hennar er því sárt saknað.
Guð blessi minningu Þóru Ás-
mundsdóttur.
Ásmundur Tryggvason.
Við vorum ekki gamlir ég og
Addi frændi þegar við fórum að
venja komur okkar niður í Út-
vegsbanka til Þóru að sníkja af
henni pening. Hún rétti gjarnan
að okkur tíkall fyrir sitthvorum
ísnum, en við bentum henni á að
hún, sem ynni í banka þar sem
peningarnir væru hvort sem er
búnir til, gæti alveg eins gefið okk-
ur tuttuguogfimmkall. Þóra sá
strax að þetta var laukrétt hjá
okkur.
Seinna fluttist Þóra í Garðabæ
ásamt Áslaugu systur sinni. Einn
fimbulveturinn komst mús inn í
þvottahúsið. Þóra gat ekki hugsað
sér að reka hana út á gaddinn og
setti músina á. En músin hreiðraði
um sig í nýju þvottavélinni, fékk
raflost og eyðilagði þvottavélina.
Þetta fannst Þóru prýðis málalok
því þá þurfti hún ekki sjálf að
verða völd að dauða músarinnar.
Þegar ég kom suður í háskóla-
nám hafði ég þjónustu hjá Þóru og
systur hennar. Ég átti til að
bregðast við miklu álagi í Háskól-
anum með óstöðvandi kláða. Þá
fór ég með nýþvegnu og straujuðu
fötin aftur til Þóru og sagði að nú
hefði hún ekki skolað sápuna nógu
vel úr fötunum sem ég fyndi á því
að ég væri að drepast úr kláða.
Þegar ég fékk þvottinn aftur, stíf-
pressaðan, þá sagði Þóra: „Já
Andrés, ég gæti best trúað að það
væri eitthvað til í þessu hjá þér, ég
er ekki frá því að vélin okkar sé
farin að skola verr.“
En auðvitað var Þóra ekki
gallalaus frekar en aðrir. Sá ljóður
var til dæmis á ráði hennar að hún
gat alls ekki talað illa um fólk. Eitt
sinn er ég hafði látið dæluna
ganga lengi dags um ágæti manns
nokkurs og hlaðið hann oflofi þá
gat Þóra ekki lengur orða bundist
og sagði: „Það var gott að heyra
Andrés minn að það hefur ræst
svona vel úr þessum manni því ég
ólst upp með honum föður hans og
mig rekur ekki minni til þess að
hann hafi verið neitt sérlega mikill
bógur.“ Næsta dag hringdi Þóra,
og eftir dágott spjall sagði hún:
„Heyrðu Andrés, ég átti ekkert
með að segja þetta í gær.“ „Ha,
hvað sagðir þú í gær Þóra mín?“
„Þú veist, þetta sem ég sagði.“
„Nú, ég man ekki eftir neinu sér-
stöku sem þú sagðir.“ Ég píndi
Þóru drykklanga stund en tókst
ekki að fá hana til þess að segja
aftur „enginn sérstakur bógur“.
Svo leið tíminn. Þóra varð 92
ára, blind, fékk tvö heilablóðföll,
og naut umönnunar og umhyggju
Ásu. Fyrir nokkrum dögum fórum
við á spítalann að heimsækja Ásu
systur hennar. Við keyptum kon-
fektkassa í anddyrinu og þegar
Þóra, blind, reyndi að fálma eftir
seðlunum sá ég að hún var með
fullt af tíkallahlunkum í buddunni,
og tókst að losa hana við þá. Ég
spurði Þóru hvort það væri ekki
mesti munur að vera laus við
hlunkana. Þá brosti hún íbyggin
og sagði: „Skiptir ekki öllu máli
Andrés minn, bráðum verð ég laus
við alla peningana.“ Fyrir dyrum
stóð að Þóra flytti úr einbýlishúsi
sínu í þjónustuíbúð; hún var í óða-
önn að pakka þegar kallið kom og
Þóra
Ásmundsdóttir
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Þjóttuseli 5,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar-
daginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða
umönnun og hlýju.
Jón Helgason, Stefanía G. Björnsdóttir,
Björg Gísladóttir,
Berglind Reynisdóttir, Samson Magnússon,
Sveinbjörg Jónsdóttir, Sigurður Óli Hákonarson,
Stefán Helgi Jónsson, Guðbjörg S. Bergsdóttir,
Rannveig Jónsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR HARALDSSON
skipasmíðameistari,
Fjallalind 84,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. maí.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
17. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þórdís Harðardóttir,
Sveinbjörn Grétarsson, Guðrún Hauksdóttir,
Þór Þórðarson, Sonja Gísladóttir,
Eva Dís Þórðardóttir,
Sara Rós Þórðardóttir,
stjúpbörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JENS JÓHANNES JÓNSSON,
Dalseli 33,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá
Áskirkju, Reykjavík, mánudaginn 16. maí kl. 15.00.
Sólveig Ásbjarnardóttir,
Anna Jensdóttir, Sigurður V. Viggósson,
Ásbjörn Jensson, Vilborg Tryggvadóttir Tausen,
Jón Haukur Jensson, Berglind Björk Jónasdóttir,
Ástríður Jóhanna Jensdóttir,Ragnar Kjærnested,
Erla Sesselja Jensdóttir, Gunnar Friðrik Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Sigga frá Molastöðum,
Lækjarbakka 9,
Steinsstaðabyggð,
Skagafirði,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. maí
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Reykjakirkjugarði.
Kristján Kristjánsson,
Rósa S. Eiríksdóttir, Guðmundur Pálsson,
Valdimar Eiríksson, Selma Guðjónsdóttir,
Helga G. Eiríksdóttir, Einar Erlingsson,
Jón Eiríksson, Jóhanna Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR KARVELS
frá Súgandafirði,
lést á sjúkrahúsi Ísafjarðarbæjar sunnu-
daginn 1. maí.
Útför fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 14. maí
kl. 14.00.
Hlíf Pálsdóttir, Magnús Daníel Ingólfsson,
Sigríður H. Pálsdóttir, Guðmundur A. Ingimarsson,
María Pálsdóttir, Einar Jónsson,
Amalía Pálsdóttir, Sverrir G. Guðmundsson,
Friðbert Pálsson,
Guðmundur Karvel Pálsson, Gunnhildur Halfdanardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar,
ÞÓRA ÁSMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju Garðabæ
í dag, fimmtudaginn 12. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Áslaug Ásmundsdóttir,
Magnús Ásmundsson,
Tryggvi Ásmundsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LAUFEY GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Lundi,
Grenivík,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn
4. maí.
Úftör hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 14. maí
kl. 13.30.
Hallgrímur Svavar Gunnþórsson, Guðbjörg Herbertsdóttir,
Þórey Gunnþórsdóttir, Guðgeir S. Helgason,
Guðlaugur Gunnþórsson, Stella D. Guðjónsdóttir,
Hjalti Gunnþórsson, Nanna Kr. Jóhannsdóttir,
Emilía Kr. Gunnþórsdóttir, Árni Pálsson
og ömmubörnin öll.