Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
✝ Sandra Ró-bertsdóttir
(Árný Sandra Ró-
bertsdóttir) fædd-
ist í Reykjavík 24.
maí 1944. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 4. maí
2011.
Eftirlifandi for-
eldrar hennar eru
Róbert Arnfinns-
son leikari, f. 16.8.
1923, og Ólöf Stella Guðmunds-
dóttir, f. 26.7. 1923. Systkini
Söndru eru Alma Charlotte R.,
f. 9.8. 1947, Linda Roberts Ró-
bertsdóttir, f. 12.2. 1954, Agla
Björk, f. 11.10. 1961, og Jón Ró-
bert, f. 9.3. 1965, d. 27.12. 2008.
Eiginmaður Söndru var Ein-
ar Sigurðsson, f. 12.8. 1937, d.
26.10. 2010. Þau giftust 29.12.
1964. Börn Einars og Söndru
eru Arnfinnur Róbert, f. 7.11.
1962, maki Helga Júlíusdóttir,
f. 5.6. 1952, Sigrún Stella, f.
rik Örn Mehic, f. 18.6. 2006, Ar-
on Máni Davíðsson, f. 19.5.
2009, og Benjamin Mehic, f. 7.3.
2010.
Sandra ólst upp í Reykjavík,
og bjó m.a. í Austurbæjarskóla
þar sem afi hennar Arnfinnur
Jónsson var skólastjóri. Hún
hafði gaman af alls kyns handa-
vinnu, saumavinnu og föndri,
var vel handlagin og hafði gott
auga fyrir litum og formum.
Hún átti við mikil veikindi að
stríða undafarna tvo áratugi
vegna nýrnabilunar, sem leiddi
síðar til annarra illvígra veik-
inda. Sandra átti ávallt gott
með að sjá kómískar hliðar á
hinum ýmsu hliðum tilverunnar
og jafnvel sínum eigin veik-
indum. Hún vann um árabil á
vistheimilinu Skálatúni í Mos-
fellsbæ, rak fataverslunina Ex-
ell í nokkur ár sem sérhæfði sig
í fatnaði á hávaxnar konur og
vann ýmis önnur störf áður en
veikindin tóku að lokum frá
henni allt starfsþrek. Sandra
las alla tíð mikið og hafði sér-
staka ánægju af lestri spennu-
sagna.
Útför Söndru fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
15.4. 1964, gift
Erni Didier Jarosz,
f. 4.5. 1952, og Hel-
ena Hörn, f. 8.6.
1968, gift Ásgeiri
Þór Tómassyni, f.
11.6. 1962. Barna-
börn Söndru og
Einars eru tíu,
Alexandra Claire
Jarosz, f. 10.11.
1986, Kristófer Di-
dier Jarosz, f. 3.4.
1988, Kolbrún Soffía Arnfinns-
dóttir, f. 28.8. 1988, Davíð
Haukur Ásgeirsson, f. 22.5.
1990, Hróbjartur Arnfinnsson,
f. 26.11. 1991, Mikael Einar Jar-
osz, f. 13.2. 1992, Sandra Rut
Ásgeirsdóttir, f. 10.8. 1992, Álf-
dís Bera Arnfinnsdóttir, f. 13.5.
1994, Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir,
f. 14.4. 1999, og Elín Huld Ás-
geirsdóttir, f. 7.2. 2008. Stjúp-
dóttir Arnfinns er Alba Solís, f.
26.9. 1987. Barnabarnabörn
Einars og Söndru eru þrjú, Ta-
Elsku mamma mín er dáin.
Hún er sjálfsagt hvíldinni fegin
eftir áralanga baráttu við veik-
indi. Lífsvilji hennar var einstak-
ur og reis hún upp mörgum sinn-
um eftir veikindi sem hefðu átt að
verða hennar endalok. Ég sagði
stundum við hana að hún ætti að
skrifa bók um það hvernig maður
sigrast á mótlæti, aftur og aftur.
Mamma var hávaxin kona og
mjög glæsileg, henni þótti erfitt
að vera stærri en aðrar konur en
gerði samt grín að því og sagðist
vera heppin að sjá alltaf það sem
fram færi á 17. júní. Hún hafði
einstaka kímnigáfu og var alltaf
tilbúin að grínast, jafnvel þegar
hún var orðin heft af veikindum.
Mamma var lestrarhestur og
hafði yndi af góðum bíómyndum
og hlustaði á tónlist. Mér er mjög
minnisstætt þegar hún las fyrir
okkur þegar við komum heim í há-
degismat úr skólanum í gamla
daga, þá oftast bækur eftir Enid
Blyton. Hún var listhneigð og
handlagin og átti gott með að læra
tæknina við handverkið en fór síð-
an alltaf sínar eigin leiðir við að
skapa listaverkin, eitthvað sem
var eftir forskrift átti ekki við
hana. Hún teiknaði og málaði,
söng og tók þátt í leiklist þegar
hún var ung í skóla.
Mamma var heimavinnandi í
mörg ár þegar hún eignaðist fjöl-
skyldu en seinna þegar fjölskyld-
an flutti upp í Mosfellsbæ fór hún
að vinna á Skálatúnsheimilinu við
umönnun. Þar vann hún í nokkur
ár og var afar ánægð, hún var vin-
sæl meðal starfsfólks og vist-
manna. Það var hugur í mömmu á
þessum árum og fór hún ásamt
mér út í verslunarrekstur. Versl-
unin hét Exell og var fyrst á
Hverfisgötu en færðist svo upp á
Laugaveg. Verslunin var með
fatnað og skó fyrir hávaxnar og
stórar konur og var fyrsta versl-
unin á Íslandi sem sérhæfði sig í
slíku. Í byrjun var fluttur inn
vandaður fatnaður frá París og
síðar fór mamma út í eigin fram-
leiðslu ásamt innflutningi. Versl-
unina rak hún frá árinu 1987 til
1993 en þá varð hún að hverfa frá
rekstrinum vegna heilsubrests.
Fljótlega var rekstrinum hætt
enda verslunin rekin í hennar
anda um árabil og ekki auðvelt að
taka við.
Mamma kenndi mér svo margt
og hún lagði mikla áherslu á að við
systkinin yrðum sjálfstæð og
sterk. Þegar ég sem unglingur
vildi fara ein til Parísar í nám, þá
tók hún af skarið og ýtti mér
áfram þar til ég fór. Aldrei reyndi
hún að telja mér hughvarf, hún
vissi að þetta myndi gera mig
sjálfstæða og auka víðsýni mitt.
Víðsýni og umburðarlyndi gagn-
vart fjölbreytileika manna hvað
varðaði útlit, litarhátt, trú eða af-
stöðu kenndi hún okkur í gegnum
árin. Hún hafði þó mikla óbeit á
hverskonar öfgatrú.
Mamma var skemmtileg kona
og eins og áður sagði með mikla
kímnigáfu. Barnabörnin höfðu
mjög gaman af að vera nálægt
henni, þeim fannst hún vera ung í
anda og ekki erfitt að ræða málin
við hana. Þegar hún talaði við
börn eða unglinga talaði hún aldr-
ei niður til þeirra heldur fór á
þeirra plan og var áhugasöm um
það sem þau voru að gera. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt hana
fyrir mömmu. Mamma mín, ég
mun ávallt elska þig.
Þín dóttir,
Stella.
Elsku mamma mín er þá farin.
Eftir margra ára veikindi og svo
missi mannsins síns er mamma
farin til pabba. Nú eru þau saman
þar sem öllum líður vel og allir lifa
í sátt og samlyndi.
Mamma var mjög fjörug sem
barn og gekk hún frekar á hönd-
um og fór handahlaup en að labba
á tveimur jafnfljótum enda komst
hún hraðar svoleiðis yfir. Hún
varð ung mamma og tók hún því
starfi af alúð og umhyggju.
Mamma og pabbi byggðu nokkur
hús á lífsleiðinni og tókst mömmu
alltaf að gera heimilið hlýlegt og
notaleg þrátt fyrir lítil efni enda
var hún svolítið á undan sinni
samtíð hvað varðaði notagildi
hlutanna og var oft notast við það
sem til féll, eins og kolla og borð
búin til úr pappahólkum sem hún
fékk í Kassagerðinni eða myndir
úr tímaritum límdar á gamlan
lampaskerm. Mamma var einnig
mjög nýtin á fötin fyrir okkur og
þegar þau voru orðin slitin eða
farin að styttast var skellt ein-
hverri flottri bót á gatið eða bætt
bara neðan á með einhverju af-
gangsefni þótt það væri rúmfatn-
aður eða gardínur. Þegar við flutt-
um í Mosó í Lágumýrina markaði
það tímamót í hennar og okkar
allra lífi því þar byrjuðum við nýtt
líf eftir erfið ár á undan. Þar leið
okkur mjög vel og mamma
blómstraði enda farin að vinna og
búin að eignast marga góða vini
sem hún vann með á Skálatúni. Á
þessum tíma ferðuðumst við og
nutum lífsins og eignuðumst við
þarna heimili sem okkur öllum
þótti mjög vænt um enda hundrað
ára gamalt hús með sál og fullt af
sögu og nokkrum sögupersónum
sem við fundum fyrir af og til.
Systur hennar voru henni mjög
kærar og áttu þær margar góðar
stundir þótt ekki hafi þær alltaf
verið á sömu skoðun með hlutina
en alltaf gátu þær gert grín að líf-
inu og tilverunni saman.
Mamma var há og glæsileg
kona og átti hún oft erfitt með að
fá á sig föt sem pössuðu og gekk
hún því lengi með þann draum að
opna verslun með föt fyrir há-
vaxnar konur sem hún og gerði
ásamt Stellu systur. Þá verslun,
Exell, rak hún í nokkur ár á
Laugavegi 55. Mamma var alltaf
mjög vel tilhöfð og var hún mjög
flink í að farða sig enda fór frúin
ekki út fyrir hússins dyr án þess
að vera förðuð og tók sú stund oft
langan tíma enda var þetta allt
gert eftir kúnstarinnar reglum.
Pabba þótti þetta mikill kostur í
hennar fari og var það oft það
fyrsta sem pabbi þurfti að koma
með upp á spítala, snyrtivörurnar,
þegar hún var farin að ná sér.
Húmorinn var aldrei langt undan
hjá henni og var það sem hélt
henni gangandi allt fram á síðustu
stundu. Sagt er að hláturinn lengi
lífið og held ég að svo hafi það ein-
mitt verið í hennar lífi. Þrátt fyrir
að síðustu tvö ár hafi verið mjög
erfið fyrir mömmu og okkur mun-
um við ylja okkur á góðu stund-
unum sem við áttum inn á milli-
.Við systkinin vorum við hlið
hennar fram á síðustu stundu og
hjálpuðum henni að kveðja þenn-
an heim í sátt og samlyndi.
Elsku mamma takk fyrir allt og
alla þá visku sem þú færðir mér
sem hefur hjálpað mér í uppeldi
barna minna og í lífi mínu. Ég
elska þig af öllu hjarta og veit að
pabbi og þú munuð nú njóta sam-
verunnar þar sem þið eruð.
Ykkar dóttir,
Helena Hörn og fjölskylda.
„Komdu nú sæl og blessuð,
systir mín góð“ var ég vön að
ávarpa þig Sandra mín. Húmor-
inn allsráðandi að vanda. Þótt þú
hafir verið 17 árum eldri en ég
náðum við saman sem jafningjar.
Þótt við systur værum ólíkar að
mörgu leyti var alltaf gaman hjá
okkur. Hlátur var stór hluti af
þinni ævi og þegar við systur vor-
um að hittast hér árum saman á
systró voru ótrúlegustu uppá-
komur gerðar ódauðlegar. Á
svona stundum sem þessari er
einmitt gott að hugsa til þeirra
ófáu gleðistunda sem við áttum
saman systur. Þú ert stóra systir
mín og verður alltaf. Ég elska þig
eins mikið og systrum er ætlað að
elska hvor aðra og það sagði ég
þér einmitt nokkrum dögum áður
en þú kvaddir og varst því sam-
mála. Því segi ég nú: „Vertu nú
sæl og blessuð, systir mín góð, og
hvíl í friði elskan.“
Blessun veita nú ég bið
sárt er þín að sakna.
Góður Guð þér gefi frið
ei munt aftur vakna.
Þín litla systir,
Agla.
Þau eru hljóðnuð hlátrasköllin í
þeim systrum Söndru og Lindu
minni. Eftir að Sandra veiktist
þannig að hún átti erfitt með tal
var þessum nær daglegu símtöl-
um þeirra sjálfhætt. Þetta voru
oft á tíðum kostuleg samtöl þar
sem mestur tíminn fór oftast í að
ná andanum þar sem þær hlógu
svo mikið. Þær systur voru góðar
vinkonur og samrýndar þó að þær
væru ekki alltaf sammála.
Þannig minnist ég Söndru
mágkonu minnar sem nú hefur
kvatt eftir langvarandi veikindi.
Þó að sorgin sé ríkjandi í dag þá
er þakklætið samt efst í huga,
þakklætið fyrir samfylgdina og
vináttuna. Einar, eiginmaður
Söndru, lést síðastliðið haust, og
það má segja að það hafi verið
skrýtið í sjálfu sér að Sandra væri
hér og Einar annars staðar en
núna eru þau saman á ný. Blessuð
sé minning Söndru.
Ólafur Þór.
Sandra
Róbertsdóttir
Það er hægt að gera margt á
langri ævi og það gerði Karl Jóns-
son eða Kalli pól eins og hann var
oftast kallaður. Kalli vann ýmis
störf um ævina og kom sér alls
staðar vel. Hann var snyrtimenni
fram í fingurgóma og alltaf fínn og
strokinn. Ég heimsótti Kalla fyrir
u.þ.b. mánuði og var þá sem ávallt
virkilega gaman að tala við hann,
kollurinn í góðu standi en líkamleg
heilsa orðin bágborin.
Hann sagði frá ýmsu sem á
daga hans hafði drifið í gegnum
tíðina. Meðal annars sagði hann
mér að þegar hann flutti heim til
Eyja 1965 þá gerði hann út bát
með félaga sínum um tveggja ára
skeið en seldi hann og opnaði
herrafataverslunina Alföt. Þar var
oft glatt á hjalla og einu sinni fyrir
árshátíð Akóges datt mönnum í
hug að flott væri ef allir mættu í
smóking og seldi Kalli yfir 50
✝ Karl Jónssonfæddist í Vest-
mannaeyjum 12.
desember 1919.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 1.
maí 2011.
Karl var jarð-
sunginn frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 7. maí
2011.
smókinga fyrir
þessa árshátíð og
svo mikil var salan
að hann seldi sinn
eigin smóking og
mætti sjálfur í kjól-
fötum.
Karl gekk í Akó-
ges 1940 og var því
búinn að vera tæpt
71 ár í félaginu þeg-
ar hann lést. Karl
var meðal stofnenda
Akóges í Reykjavík 1942 en kom
aftur heim og starfaði vel fyrir sitt
félag í Eyjum, var meðal annars
þrisvar sinnum í stjórn. Það var
ávallt gaman að heyra skoðanir
Kalla á fundum og sagði hann þær
umbúðalaust, gat á stundum virst
hrjúfur en oftast fylgdi góðlátlegt
grín á eftir og komst hann vel frá
sínu.
Það var auðheyrt á Kalla síðast
þegar ég talaði við hann að hann
vissi að stutt var eftir hér í þessu
lífi en hann tók því skynsamlega
og vissi eins og við hin að enginn
kemst lifandi frá þessu.
Það voru forréttindi að fá að
starfa með Karli Jónssyni í Akó-
ges. Ég vil að lokum votta Guð-
finnu Eyvindsdóttur, eftirlifandi
eiginkonu Karls, og aðstandend-
um öllum mína dýpstu samúð.
Minning um góðan mann lifir.
F.h. Akóges,
Eyjólfur Guðjónsson.
Karl Jónsson
Björg, vinkona
mín, hefur kvatt
þennan heim og dansar nú létt í
spori í öðrum heimi, hress og
kát með strákunum sínum, laus
við hulstrið sem hélt henni fang-
inni síðustu árin. Mér finnst eins
og hún hafi fallið frá fyrir aldur
fram, en hún hefði orðið áttræð
á næsta ári og það hljómar und-
arlega. Það er eins og sumt fólk
eigi bara að vera hluti af lífinu,
alltaf og áfram. Björg var fáguð
kona, listagyðjan var vinkona
hennar, náttúrufegurðin um-
gjörðin og gleðin og skopskynið
alltumvefjandi.
Við vorum ungar konur, enn
yngri í anda, fyrir tæpum þrjá-
tíu árum, þegar við fluttum suð-
ur með börnin okkar og innrit-
uðumst í Háskóla Íslands. Mér
er ennþá minnisstætt, þegar ég
þurfti að ganga frá skráningu á
skrifstofu Háskólans, en Björg
og börnin biðu á flötinni fyrir
framan aðalbygginguna. Þegar
ég kom út lá Björg í grasinu,
umvafin sápublómum sem
mynduðu orðið Kiss, en þá var
sú hljómsveit í uppáhaldi hjá
Björg Bjarnadóttir
✝ Björg Bjarna-dóttir fæddist í
Neskaupstað 19.
júlí 1932. Hún lést á
Landakotsspítala 4.
maí 2011.
Jarðarför Bjarg-
ar var gerð frá
Garðakirkju 11.
maí 2011.
börnunum okkar og
þeim þótti við hæfi
að búa til þetta
listaverk, sem lifir
svo vel í minning-
unni og oft hefur
verið glaðst yfir
síðan.
Háskólaárin voru
stundum erfið en
oftar skemmtileg
og eftir strembinn
prófatíma gerðum
við sitthvað til að lífga okkur
aftur við, fórum til dæmis á
námskeið til Unnar og Her-
manns Ragnars, þar sem við
lærðum að fegra okkur og um-
hverfi okkar og daglega lífið.
Heimsóknir á kaffihús og lista-
söfn rötuðu líka í minninga-
skjóðuna, sem gott var að grípa
til, þegar þurfti að létta andann
aðeins.
Það var eins og örlögin þyrftu
reglulega að stuða Björgu all-
harkalega, sum höggin voru
snörp en önnur lengri og sárari
og stundum bognaði hún, en
brotnaði ekki.
Í andanum var hún ung,
falleg kona, sem kunni að lifa líf-
inu og njóta lystisemda þess,
gleðjast með góðu fólki og vera
vinum sínum og fjölskyldu um-
hyggjusamur og ástríkur gleði-
gjafi.
Ég og börnin mín þökkum
Björgu samfylgdina og sendum
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
María E. Ingvadóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SVAVA ENGILBERTSDÓTTIR,
Grænugötu 2,
Akureyri,
andaðist á heimili sínu umvafin ástvinum
miðvikudaginn 4. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. maí
kl. 13.30.
Gunnar Árnason,
Elísabet Björg Gunnarsdóttir, Sigurgeir Vagnsson,
Björgvin Árni Gunnarsson, Patcharee Srikongkaew,
Gunnar Viðar Gunnarsson, Kristín Ólafsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BENEDIKTA ÞORSTEINSDÓTTIR,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund föstudaginn 6. maí, verður jarðsungin
frá Neskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.00.
Kristján Sæmundsson, Vigdís Aðalsteinsdóttir,
Sverrir Sæmundsson, Erna Vilbergsdóttir,
Sigríður Sæmundsdóttir, Jón Örn Marínósson,
Viktor Smári Sæmundsson, Ingibjörg Hafstað,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTGERÐUR KRISTINSDÓTTIR,
Hjallalandi 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 8. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurjón Guðjónsson,
Kristinn Sigurjónsson, Kristín Aðalsteinsdóttir,
Inga Sigurjónsdóttir, Ísak V. Jóhannsson,
Guðjón F. Sigurjónsson,
Bjarni Sigurjónsson, Rebekka Aðalsteinsdóttir
og barnabörn.