Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 32
32 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Ískalt andlit
Allt frá frumbernsku
mannskepnunnar hef-
ur hún lært að sækja
lækningu til náttúr-
unnar. Síðustu ár hef-
ur orðið mikil vakning
í þá veru að rifja upp
þessa gömlu virku
þekkingu. Ung og
áhugasöm kona opnar
fyrirtæki á horni
Skólavörðustígs og
Laugavegar. Selur
aðallega gömlu og
sjúku fólki hin ýmsu
grös og segir fólki
hvaða áhrif þau hafa á
líkamann. Innan stundar frá setn-
ingu reglugerðar voru varðhundar
Brusselvaldsins mættir hjá þessari
góðu konu til að gera henni nánast
ómögulegt að reka sína góðu starf-
semi, sem er til fyrirmyndar. Hvað
skyldu mútuþægir brusselistar hafa
þegið frá lyfjafyrirtækjunum fyrir
þennan góða gjörning?
„Allt fyrir okkur.“
Viðar Sigurðsson.
Hattar
Ég var að vona að Ís-
lendingar færu að
ganga meira með hatt
eftir að hafa horft á
konunglega brúð-
kaupið. Margar konur,
sem eru með þunnt
hár og heldri konur
með þunnt hár að aft-
an, yrðu glæsilegri og
karlmenn, hárlitlir eða
hárlausir, líka. Þegar
mikið rok er fer hárið
oft úr skorðum, þá er sniðugt að
vera með hatt.
Hattaaðdáandi.
Ást er…
… að segja ekki orð,
þó þú sjáir fyrstu merki
um skalla.
Velvakandi
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl.
10.45, myndlist/prjónakaffi kl. 13. Jóga
kl. 18.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi-
stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, handa-
vinna, skartgripagerð.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
botsía kl. 10.45. Listamaður mánaðar-
ins.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
handavinna kl. 13, hugleiðsla kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15. Til
hádegis tekið á móti handverki á vor-
sýninguna 14. og 15. maí. Allir, sem eiga
muni unna í vetur, eru hvattir til að vera
með.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Handavinna, ganga kl. 10, handav. og
brids kl. 12, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Qi gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 11.15,
handavinnuhorn kl. 13, síðustu tímar í
karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Garða-
kórinn, æfing kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund
umsj. sr. Svavar Stefánsson kl. 10.30.
Frá hádegi perlu/bútasaumur/myndlist.
Lagt af stað í Þjóðleikhúsið kl. 19.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik-
fimi kl. 9.30. Botsía kl. 10.30, félagsvist
kl. 13.30.
Hraunsel | Qi-gong kl. 10, leikfimi kl.
11.20, glerskurður kl. 13, félagsvist og
pílukast kl. 13.30, dansleikur á morgun
föstudag kl. 20.30, Þorvaldur Hall-
dórsson leikur, kr. 1.000.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin
opin kl. 8-16. Botsía kl. 10. Hannyrðir kl.
13. Félagsvist kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50. Listasmiðja kl. 9. Spænska kl. 12.
Leikfimi kl. 10. Þegar amma var ung kl.
10.50. Tónar og Trix frá Þorlákshöfn
gestir Sönghóps Hjördísar Geirs kl.
13.30. Línudans undir stjórn Ingu kl. 15.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi á
morgun föstudag kl. 9.30. Listasmiðja
kl. 13 á morgun föstudag.
Laugarneskirkja | Vorferð í Vindáshlíð.
Fargjald, leiðsögn og veitingar kr. 2.500.
Fararstjóri Sigurbjörn Þorkelsson. Brott-
för frá Laugarneskirkju kl. 13.15.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa-
vinna kl. 9. Vöfflukaffi. Leirlist-
arnámskeið/útskurður kl. 9.
Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður
(Tiffany’s), ganga kl. 9.15. Kertaskreyt-
ingar kl. 13. Kóræfing kl. 13. Leikfimi kl.
13.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
NÚNA ÞURFUM VIÐ AÐ
BERJAST VIÐ DREKANN. MÉR HEFUR
ALDREI TEKIST AÐ KOMAST
FRAMHJÁ HONUM
HVERNIG
FÓRSTU AÐ
ÞESSU?!
ÉG OG
SJÓNVARPS-
FJARSTÝRINGIN
ERUM BÚIN AÐ VERA
AÐ ÆFA SAMAN
MINNIÐ MITT
HLÝTUR AÐ VERA AÐ
VERSNA MEÐ ALDRINUM
AF
HVERJU?
ÉG MISSTI AF
HREKKJAVÖKUNNI
Í ÁR
EKKERT
ALVARLEGT,
BARA
KLÓSETT-
SETUSLYS
NÝR
HATTUR?
JÁ,
VAR AÐ
KAUPA HANN
MÉR FANNST VERA
KOMINN TÍMI TIL AÐ BREYTA
AÐEINS TIL, HVAÐ FINNST
ÞÉR ELSKAN MÍN?
ÞÚ FÆRÐ STIG FYRIR
HEIÐARLEGA TILRAUN...
HVERNIG Á
ÉG AÐ FINNA
OFURÞRJÓT TIL AÐ
BERJAST VIÐ
SÁ EINI
SEM ÉG VEIT UM
Í BORGINNI ER
SANDMAN OG
HANN HEFUR BÆTT
RÁÐ SITT
ÉG VEIT AÐ
HANN HEFUR
BÆTT RÁÐ
SITT,
EN...
...JAMESON
VEIT ÞAÐ EKKI
ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ
ÉG ÆTTI AÐ GETA NÝTT MÉR
ÞETTA
HVAÐ ER KÓNGULÓAR-
MAÐURINN NÚ AÐ BRALLA?
SÁLFRÆÐ-
INGUR
ÉG ÞORI EKKI
AÐ FARA Í
LEIKSKÓLANN
ÉG SKIL EKKI AF HVERJU,
ÞAÐ ER ENGIN GÓÐ
ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ
ÉG HUGSA UM ÞETTA
DAG OG NÓTT...
ÉG ER SVO HRÆDD!
ÞÚ ERT ALVEG EINS OG ALLIR
HINIR KRAKKARNIR, SVONA
BORGAÐU NÚ
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Stefán Friðbjarnarson sendiVísnahorninu stutta Mogga-
kveðju: „Góðkunningi minn, Sig-
urður Björnsson málarameistari,
gaukaði að mér frábærri stöku eftir
Jökul Pétursson málarameistara (d.
1973), eftir að hafa lesið ölvísur
Vísnahornsins sl. fimmtudag:
Öls við neyzlu áður var
aðal veizlu-bjarminn,
þegar geislar gleðinnar
gátu beizlað harminn.“
Þegar saman koma gleði og
harmur í vísu, þá kemur mér hug
vísa skáldsins Sigurðar Pálssonar,
sem var fæddur rétt fyrir 1646, lög-
réttumaður í Skógarnesi. Lárus afi
minn sagði þessa vísu öðrum betri,
en Sigurður orti er hann reið frá
greftrun sonar síns:
Saman kemur hrygðin hrum,
hrimult stundum af jeg þrym.
Gamans þó að glansi brum,
glymur undir sorgarbrim.
Sigrún Haraldsdóttir leit yfir Mó-
ann er hún vaknaði í vikunni, dáðist
að vorinu og lífinu, og varð að orði:
Vorið lífgar völl og hlað,
vellur hátt í spóanum,
gráar eru gæsir að
gamna sér í móanum.
Gylfi Þorkelsson var einnig í vor-
hugleiðingum:
Eftir rok og regn í nótt,
röðull vermir svörðinn.
Út þá springa sprotar fljótt
og spariklæðast börðin.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af gleði og harmi