Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 33

Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Björn Valdimarsson gaf nýverið út fyrstu skáldsögu sína, Ólífulundinn – svikasögu. Hann segir söguna hafa blundað í sér í nokkurn tíma. „Það var ýmislegt sem mig langaði að skrifa um og var svona að blanda því saman í þessa sögu,“ segir hann en í bókinni dregur Björn upp mynd af íslenskum samtíma þar sem hrunið, efnahagsglæpir og saga síðustu áratuga fléttast saman. Björn er grafískur hönnuður og hefur aðallega skrifað kennsluefni og margmiðlunarefni áður. Hann á ásamt Líbu Ásgeirsdóttur útgáfufyrirtækið og graf- ísku hönnunarstofuna Næst sem gefur út margmiðl- unarefni, kennsluefni og bækur og var útgáfa Ólíf- ulundarins í höndum hennar. Björn er mikill áhugamaður um Toskana á Ítalíu, þar sem sagan ger- ist að hluta, og hóf hann skrifin þar í fyrrasumar. Aðspurður hvort hann ætli að halda áfram að skrifa skáldsögur segir Björn það velta að einhverju leyti á því hvernig viðtökur frumraun hans fái. „Þetta verður bara að koma í ljós. Það verður gaman að vita hvort fólk hefur einhverjar skoðanir á þessu,“ segir Björn. diana@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S Svik Björn Valdimarsson skrifaði sína fyrstu skáldsögu. Íslensk samtímasaga verður til á Ítalíu  Saga af svikum, hruni og efnahagsglæpum  Gerist að hluta í Toskana á Ítalíu Sönghópur Átthagafélags Vest- mannaeyinga á Reykjavíkursvæð- inu (ÁtVR) heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík á laugardag kl. 15:00. Á efnisskránni eru ýmis Eyjalög og -textar. Að þessu sinni er ríflega helmingur laganna eftir Oddgeir Kristjánsson, en á þessu ári minn- ast menn 100 ára afmælis hans, þótt lög Oddgeirs séu jafnan obbinn af því sem hópurinn syngur, að sögn Hafsteins G. Guðfinnssonar, stjórn- anda sönghópsins, enda var Odd- geir bæði afkastamikill og vinsæll lagasmiður. 16. nóvember næstkom- andi eru liðin 100 ár frá fæðingu Oddgeirs og þess má geta að Minn- ingarsjóður Oddgeirs Kristjánsson- ar var stofnaður fyrir stuttu til að halda nafni hans og verkum á lofti. Sönghópur ÁtVR hefur starfað í sex ár. Félagar eru nærfellt fimm- tíu talsins og flestir ættaðir úr Eyj- um. Auk þess starfa með hópnum þrír til fjórir hljóðfæraleikarar að staðaldri. Aðalverkefni hópsins er að halda á lofti lögum og textum úr Vest- mannaeyjum. Hópurinn hefur sung- ið víða á Reykjavíkursvæðinu síð- ustu ár, haustið 2007 tók hann þátt í norrænu vísnamóti í Särö í Svíðþjóð og fyrir réttu ári hélt hann tónleika í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum. Sönghópurinn hefur gefið út geisladisk sem heitir „Í æsku minn- ar spor“ sem verður til sölu á tón- leikunum. Rækt Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu. Sönghópur ÁtVR syngur Eyjalög í Reykjavík Sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar næst- komandi laugardag kl. 15.00. Á sýn- ingunni, sem hefur yfirskriftina Eitthvað í þá áttina, er reynt að varpa ljósi á mismunandi nálgun og vinnuaðferðir listamanna sem fjalla um kort, staðsetningu og skrásetn- ingu í verkum sínum. Sumir þeirra listamanna sem eiga verk á sýning- unni vinna markvisst út frá efninu, á meðan aðrir hafa staldrað þar við en síðan haldið í aðrar áttir. Val á verk- um spannar 30 ára tímabil en sum eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Verkin á sýningunni eru eftir Ástu Ólafsdóttur, Bjarna H. Þórarinsson, Diddu Hjartardóttur Leaman, Ein- ar Garibalda Eiríksson, Etienne de France, Eygló Harðardóttur, Gjörn- ingaklúbbinn, Hildigunni Birgis- dóttur, Hrein Friðfinnsson, Ingu Svölu Þórsdóttur, Ingarafn Stein- arsson, Katrínu Sigurðardóttur, Kristin E. Hrafnsson, Kristin G. Harðarson, Kristínu Rúnarsdóttur, Pétur Örn Friðriksson, Sólveigu Að- alsteinsdóttur, Þorbjörgu Þorvalds- dóttur og Þorgerði Ólafsdóttur. Sýningarstjórar eru Didda H. Leaman og Inga Þórey Jóhanns- dóttir. Staðsetning Heimskort Gjörningaklúbbsins frá 2005 verður meðal mynda á sýningu Listasafns Reykjanesbæjar sem opnuð verður á laugardag. Eitthvað í þá áttina í Listasafni Reykjanesbæjar 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Eldfærin –HHHH AÞ, Fbl NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 13/5 kl. 19:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Lau 28/5 kl. 19:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 ný auka Sun 15/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 lokasýn Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Sýningum lýkur í maí Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Mið 8/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 20:00 Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið) Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00 Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Á Listahátíð - Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 14/5 kl. 13:00 Sun 15/5 kl. 13:00 Lau 21/5 kl. 13:00 Lau 14/5 kl. 14:30 Sun 15/5 kl. 13:00 Lau 28/5 kl. 13:00 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Listahátíð í Reykjavík - Sex pör Þri 31/5 kl. 20:00 Frumflutningur sex íslenskra dans- og tónverka Listahátíð í Reykjavík - Strengur Mán 30/5 kl. 20:00 Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock Listahátíð í Reykjavík - Tony Allen og Sammi Mið 1/6 kl. 21:00 Tony Allen og Samúel Jón Samúelsson Big Band Brúðuheimar í Borgarnesi 530 5000 | hildur@bruduheimar.is GILITRUTT Sun 15/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 14:00 Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Vocal Project Lau 14/5 kl. 15:00 Kórtónleikar Vorhátíð Kramhússins Fim 19/5 kl. 20:00 Kvöldstundmeð Janis Joplin Fös 20/5 kl. 20:00 aukatónleikar Listahátíð í Reykjavík - Rebbasaga Lau 28/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 17:00 Frönsk barnasýning Listahátíð í Reykjavík - Bændur flugust á Sun 29/5 kl. 20:00 Íslendingasögur í óvæntu ljósi! Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.