Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 36

Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Gott grínhögg í andlitið María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Mér líður vel og ég er spenntur fyr- ir kvöldinu. Ég held að húmorinn minn höfði vel til Íslendinga sem virðast hafa mjög dökkan húmor sem er gott. Mér skilst að borgar- stjórinn ykkar sé grínisti sem er sprenghlægilegt í sjálfu sér,“ segir uppistandarinn Jon Lajoie sem stíg- ur á svið í Háskólabíói í kvöld og skemmtir íslenskum aðdáendum sínum. Hann segir það hálf- undarlegt að venjast þeirri stað- reynd að fólk um allan heim horfi á það sem hann búi til í kjallaranum heima hjá sér. Hefði hann gert þetta fyrir 10 árum hefði enginn á Íslandi vitað af honum en þetta sé það góða við Youtube og slíka miðla. Oft bara að fíflast Jon er kannski ekki allra enda gengur hann oft alla leið í gríninu og lengra en það. „Mér er sama hvort fólki finnst ég fyndinn eða ekki. Mér finnst allt í lagi ef fólk nær kímni- gáfunni en er kannski ekki sér- staklega hrifið af henni. Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar fólk skil- ur ekki húmorinn og tekur mig of bókstaflega. Stundum nota ég frek- ar klúrar og beittar aðferðir til að koma einhverju á framfæri en skila- boðin eru oftast andstæða þess sem ég er að gera. Þegar ég stend uppi á sviði og segi rasistabrandara þá veit fólk að ég er í karakter og finnst þetta ekki sjálfum. Brandarinn er fyndinn af því að karakterinn er al- gjör hálfviti og það er fyndið að hlæja að þeim. Þannig að ég geri grín að hlutum og er háðskur en oft og tíðum er ég bara að fíflast. Ég skrifa aldrei neitt út frá því að hneyksla fólk eða móðga. Mér finnst öfgar einfaldlega fyndnar og grín er næstum eins og að kýla einhvern í andlitið. Ef þú ætlar að kýla ein- hvern í andlitið hefur það meiri áhrif ef viðkomandi á ekki von á högginu og þú lætur virkilega vaða. Þannig held ég að það losi frekar um ýmis tabú að ganga skrefi lengra,“ segir Jon. Allir að henda tómötum Það hefur tekið Jon talsverðan tíma að komast hingað en hann hef- ur verið önnum kafinn við hlutverk í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Einnig hefur hann verið á sýninga- ferðalagi um Bandaríkin og Kanada en Ísland er fyrsti viðkomustaður hans fyrir utan Norður-Ameríku. „Ég er spenntur og held að þetta verði góð lífsreynsla. Ef allir byrja að henda tómötum í mig, þá það. Svo lengi sem allir eru að henda tómöt- um og hafa borgað sig inn,“ segir Jon í léttum dúr. Í alvöru talað seg- ist hann vera mjög þakklátur að hér sé hópur sem vilji koma og sjá hann. Jon lærði leiklist í Montreal og lék í fransk-kanadískum sjónvarpsþætti um árabil auk þess að vera í hljóm- sveit. Uppistandið þróaðist síðan út frá því að hann byrjaði að setja grínvídeó á netið. Í daglegu lífi seg- ist Jon alltaf hafa verið feiminn og ekki miðpunktur athyglinnar. „Ætli það sé ekki ómeðvitað ástæðan fyrir því að ég byrjaði í uppistandi. Ég veit ekki hvernig ég á að fá athygli en kannski tekst það ef ég stend með míkrófón uppi á sviði …“ segir Jon sem ætlar að flytja flest lögin sem Íslendingar kannast við í bland við ný lög og grín. Einnig heldur hann námskeið í hvernig eigi að verða frægur á netinu sem hann segir í raun algjört grín og vitleysu. Blaða- maður getur ekki sleppt Jon úr sím- anum án þess að spyrja hann hvort hann heillist sérstaklega af fyndnum konum. „Já, þú gætir verið fjölda- morðingi en svo lengi sem þú ert með góðan húmor og tónlistarsmekk þá mun ég verða ástfanginn af þér,“ segir Jon og fer mörgum fögrum orðum um íslenskar konur.  Jon Lajoie treður upp í kvöld  Finnst öfgar einfaldlega fyndnar Grínisti Jon Lajoie kann vel við sig á Íslandi og er spenntur fyrir kvöldinu. María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Fyrir okkur er þetta aðalsig- urinn, að hafa komist upp úr þess- um riðli, sem var þvert á allar spár evróvisjónspekúlanta heims,“ segir Matthías Matthíasson, Matti, glaður í bragði þegar blaðamaður slær á þráðinn til Düsseldorf. Fyr- ir keppnina sagði Matti að riðillinn væri erfiður pólitískt. Spurður hvort Ísland hafi þarna brotið ein- hvern múr segist Matti vona það. „Ég held að þetta fyrirkomulag með dómnefnd á móti sé að skila sér. Þetta er blind kosning og enginn veit hver kaus hvern. Þannig að pólitíkin er kannski ekki alveg jafnsterk í undanriðl- unum og í lokakeppninni. Á end- anum held ég bara að lagið hafi verið gott, við skiluðum því af mikilli einlægni og ég held að fólk hafi fallið fyrir því,“ segir Matti. Skáluðu fyrir góðu kvöldi Það var sannarlega óvænt ánægja á þriðjudagskvöldið þegar íslenska evróvisjónlagið komst áfram í aðalkeppnina. Spennan var orðin nærri óbærileg undir lokin og eflaust margir sem hafa hoppað upp úr sófanum af hamingju þegar síðasta landið var lesið upp. „Við bjuggumst alveg eins við því að komast áfram en þegar bú- ið var að opna níu umslög og Rússland, Noregur og Tyrkland voru öll eftir skáluðum við bara fyrir góðu kvöldi, vorum ánægðir með okkar og afskrifuðum þetta,“ segir Matti enda var gleðin mikil þegar í ljós kom að Ísland komst áfram. „Þegar íslenski fáninn kom þarna í lokin þá bara tapaði maður sér og gleðin rauk upp,“ segir Matti og skellihlær. Nokkra at- hygli hefur vakið að norska lagið skyldi ekki komast áfram en Matti segir það hafa verið eitt af uppá- haldslögum íslenska hópsins og hóparnir tveir hafi verið mikið saman síðastliðina daga. Gott sæti á laugardaginn Eftir keppnina tóku við fjöl- mörg viðtöl á stórum blaðamann- fundi. Þar var líka dregið í næstu riðla og fékk Ísland 21. sæti en það þykir mjög gott að vera frek- ar aftarlega. Heima á hóteli biðu síðan hópsins einir 100 Íslend- ingar og stukku liggur við út úr runnum, segir Matti, þegar þeir stigu út úr rútunni. Það var því mikil gleði sem ríkti meðal Íslend- inganna. Hópurinn hélt síðan í heimsókn í Euroklúbbinn þar sem þeir tóku lagið og fóru í nokkur viðtöl. „Síðan fórum við bara snemma heim enda þreyttir eftir daginn,“ segir Matti sem er lít- illega hás eftir kvöldið en segir það bara vera þar sem hann sé nývakaður. „Við erum allir í topp- formi og leggst vel í okkur að halda áfram eins og við erum að gera. Við förum í gufuna hérna á hverjum degi og syndum aðeins til að halda okkur ferskum,“ segir Matti. Gærdeginum ætluðu söngv- ararnir að eyða í rólegheitum og gera vel við sig með eiginkonum sínum. „Í dag er í raun eini frí- dagurinn þannig séð og við ætlum að eyða honum með konunum okk- ar sem komu hingað í fyrradag. Síðan vill nú líka þannig til að konan mín á 35 ára afmæli í dag svo við ætlum líka að fagna því,“ segir Matti. Gleði Það kom íslenska Evróvisjónhópnum sannarlega á óvart að komast áfram í aðalkeppnina á laugardaginn. Töpuðu sér af gleði  Íslenska evróvisjónlagið komst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn  Íslenski hópurinn verður 21. þjóðin til að stíga á svið  Færeyska hljómsveitin ORKA mun halda útgáfu- tónleika á Ís- landi 25. maí næstkomandi. Fara tónleikarn- ir fram á Só- dómu en um líkt leyti verða líkir fríir tónleikar í Norræna húsinu. Tónleikarnir eru vegna plötunnar ÓRÓ, sem er önnur plata hennar, en hún kom út í apríl síðastliðnum. Leiðtogi ORKU, Jens L. Thomsen stofnaði sveitina árið 2005 ásamt og vin- um og félögum úr tónlist- arbænum Götu m.a. Platan Li- vandi oyða kom út 2008, en þar er að mestu notast við heima- smíðuð hljóðfæri og var hún tek- in upp á sveitabæ. Síðan þá hefur sveitin ferðast víða um heim og haldið hljómleika. Platan nýja var hins vegar tekin upp í vöru- skemmu á hafnarsvæðinu við Þórshöfn. Hin færeyska ORKA með tónleika á Íslandi  Bar 11 og Tuborg hafa tekið höndum saman og ætla að vera með sumartónleikaröð á Bar 11 í allt sumar. Frítt verður inn á alla tónleikana en markmiðið er að bjóða upp á allt það besta í ís- lensku tónlistarlífi. Fyrstu tón- leikarnir verða á föstudaginn kemur kl. 21.00 en þá mun hljóm- sveitin LEGEND stíga á stokk. Hún er samstarfsverkefni Krumma Björgvinssonar og Hall- dórs Björnssonar og var það sam- eiginlegur áhugi á rafrænni tón- list sem leiddi þá félaga saman. Nafn sveitarinnar vísar í fræga mynd Ridley Scott um baráttu ljóss og skugga. Tónlistarveisla á Bar 11 í sumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.