Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Vinstri grænir hafa ákveðið aðminna á að þeir studdu hern- aðaraðgerðirnar sem standa nú yfir gagnvart Líbíu. Þeir fara þá óvenjulegu leið að leggja til að Ísland hætti í varnarbandalagi vestrænna ríkja, Atlantshafs- bandalaginu.  Forysta VG tel-ur sig nauð- beygða að koma fram með þessa furðulegu tillögu í kjölfar hernaðarþátttökunnar af ótta við flokksmenn sem héldu að forystan meinti það sem hún segði um stríð og frið.  En auðvitað var ekkert meiraað marka forystu VG í af- stöðunni til hernaðar en í afstöð- unni til Evrópusambandsins eða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, svo dæmi séu tekin.  Hvernig er það, má nú búastvið að þingmenn flokksins leggi fram tillögu um að Ísland rjúfi öll tengsl við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn eftir að forystan hef- ur svikið allt sem sagt var um samstarfið við þann sjóð fyrir kosningar?  Má í framhaldinu gera ráðfyrir að VG leggi til að Ís- land slíti sig út úr EES-samstarf- inu til að bæta fyrir það að for- ysta VG sveik kjósendur flokksins og sótti um aðild að Evrópusam- bandinu?  Hvernig er svo ætlunin aðbæta fyrir svikin í Icesave- málinu? Hefur einhver hug- myndaflug til að láta sér detta í hug hvaða tillaga gæti að mati forystu Vinstri grænna verið nægilega fráleit til að bæta fyrir þau ósköp? Steingrímur J. Sigfússon Hvað næst, úrsögn úr EES og AGS? STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 9 alskýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning Vestmannaeyjar 8 alskýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 17 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 18 þrumuveður Vín 27 léttskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 18 skúrir Mallorca 22 skýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 15 alskýjað Montreal 25 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 29 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:23 23:29 ÍSAFJÖRÐUR 2:42 24:20 SIGLUFJÖRÐUR 2:22 24:05 DJÚPIVOGUR 2:43 23:09 VIÐTAL Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Svíar eru þarna að reyna að finna hinn gullna meðalveg. Í mínum huga liggur sá vegur á milli þess, annars vegar, að banna áróðursauglýsingar fyrir áfengi og, hins vegar, að heimila eðlilega umræðu í fjölmiðlum, sem er til upplýsingar og snertir allar hliðar áfengisneyslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Frumvarp um hert bann við áfengisauglýsing- um er nú hjá alls- herjarnefnd Al- þingis, en ekki þykir líklegt að það komist til 2. umræðu fyrr en í haust. „Þegar áfengis- framleiðendur eða dreifingarað- ilar gefa í skyn að auglýsingar séu al- mennt til að upplýsa neytendur, þá kaupi ég það ekki. Einfaldlega vegna þess að reynslan kennir okkur ann- að,“ segir Ögmundur. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Matthias Grundström, áfengiseftir- litsmann frá Svíþjóð, sem sendir framleiðendum áminningar þegar þeir eru komnir á grátt svæði í aug- lýsingum. Þeir bera sömuleiðis undir hann auglýsingar fyrir birtingu. Nöfn framleiðenda og innflytjenda eru birt opinberlega í umfjöllun um lögbrot og það svínvirkar að sögn Grundströms. Lög hafa verið höfð að engu Á Íslandi hefur bann við áfengis- auglýsingum verið í gildi um árabil, en sú löggjöf verið sniðgengin dag- lega. „Framleiðendur og dreifingar- aðilar hafa valdið mér mjög miklum vonbrigðum og sama gildir um fjöl- miðla sem hafa virt lögin algerlega að vettugi,“ segir Ögmundur. Grundström segir hins vegar að setji menn reglur sem atvinnugreinin hefur samþykkt séu þær virtar, en komi þær að ofan án samráðs reyni menn að komast framhjá þeim. Ögmundur segir ekki ástæðu til að hverfa frá altæku banni við áfengis- auglýsingum þótt Svíar séu á und- anhaldi með sína stefnu. „Þótt við viljum lifa í góðri sátt við alla sem eiga hlut að máli, þá er þetta spurn- ing um val. Ætlarðu að hlusta á for- eldrasamtökin, sem fagna þessu frumvarpi, og á þá sem halda fram lýðheilsusjónarmiðum, eða ætlarðu að hlusta á framleiðendur?“ Hann samsinnir því að það sé slæmt að sett hafi verið lög sem hægt sé að brjóta án nokkurra viðbragða frá samfélaginu. Frumvarpið eigi að girða fyrir það. „Við megum aldrei gleyma því að grundvallarágreiningur er um eitt at- riði. Þ.e. hvort við viljum draga úr neyslunni, eða erum sátt við hana og viljum jafnvel auka hana. Þarna er ekki sátt á milli. Þú verður að velja aðra hvora stefnuna. Þeir sem telja þetta í afturhaldsátt held ég að fari villir vega. Öll þróun er í þessa átt.“ Ögmundur segir einnig rétt að auglýsingar í erlendu sjónvarpi og blöðum geti haft einhver áhrif á hvert neytendur beini neyslu sinni. „Hins vegar er fjölmiðlamarkaðurinn hér að uppistöðu íslenskur.“ Vill áfram blátt bann við áfengisáróðrinum „Annaðhvort þarf að hlusta á foreldra eða framleiðendur“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Satt eða ósatt? „Brennivínið batar oss, brennivínið gleður. Brennivín er blessað hnoss, brennivínið seður.“ Svo kvað Sigurður Bjarnason af Vatnsnesi á fyrri hluta 20. aldar. Sænska kerfið » Reglur um auglýsingar hafa verið unnar í samráði við áfengisframleiðendur og inn- flytjendur. Millileið fundin sem allir geta sætt sig við, sem eykur samstarfsviljann. » Umboðsmaður neytenda og áfengiseftirlitsmaður hafa eft- irlit með að auglýsingar sam- ræmist reglum, en birta nöfn hinna brotlegu opinberlega. Ögmundur Jónasson Mikill munur er á því að lífeyris- sjóðirnir fjár- magni sérstaka vaxtaniður- greiðslu í tvö ár með fjármála- stofnunum og því að sjóðirnir verði skattlagðir. Þetta segir Arn- ar Sigurmunds- son, formaður Landssamtaka líf- eyrissjóða. Hann er ósáttur við þau orð fjár- málaráðherra í Morgunblaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir hefðu vel vitað af frumvarpi um aðgerðir í ríkisfjármálum. Sjóðirnir gerðu at- hugasemd við fullyrðingar um sam- komulag um 1,7 milljarða króna eignaskatt í umsögn um frum- varpið. „Við lýstum yfir í viljayfirlýsingu að við værum tilbúnir til að taka þátt í fjármögnun með fjármálafyr- irtækjum á að niðurgreiða vexti ár- in 2011 og 2012. Það hefur ekkert annað komið til álita en að við það verði staðið,“ segir Arnar. Hins vegar komi ekki til greina að lífeyrissjóðirnir verði skatt- lagðir. Um viljayfirlýsingu hafi ver- ið að ræða en ekki samkomulag. Þá sé skipting kostnaðar í frumvarp- inu röng en þar er gert ráð fyrir að hann skiptist jafnt milli sjóðanna og fjármálastofnana. Þeir hafi gert ráð fyrir að standa undir fjórðungi af honum. kjartan@mbl.is Arnar Sigurmundsson Mikill munur á fjár- mögnun og skatti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni 23 milljónir kr. vegna lík- amstjóns sem hann hlaut í kjölfar bráðakransæðastíflu árið 2003, en hann hlaut 80% varanlega örorku. Fram kemur að með dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 16. nóvember 2007 hafi skaðabótaskylda mannsins verið viðurkennd vegna líkamstjóns sem hann hlaut í kjölfar bráðakrans- æðastíflu sem starfsfólki Landspít- ala – háskólasjúkrahúss yfirsást fyr- ir mistök að greina og veita meðferð við í tæka tíð hinn 9. febrúar 2003. Ríkið dæmt til að greiða 23 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.