Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Í dag, miðviku- dag kl. 12-13, stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir opnum fyr- irlestri í Odda, stofu 101. Fyrir- lesari verður Katarzyna Gro- wiec, doktor í fé- lagsfræði við Há- skólann í Varsjá. Erindi hennar ber heitið „Hvaða áhrif hefur efnahags- kreppan haft á félagslegt traust og félagsleg tengsl á Íslandi?“ Fyrirlesturinn byggist á rann- sóknum á félagslegu trausti á Ís- landi og er sjónum beint að breyt- ingum á þessum einkennum íslensks samfélags milli 2005-2010. Félagslegt traust á Íslandi eftir kreppu Katarzyna Growiec Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Badmintonsamband Íslands að standa með konum og mótmæla nýjum reglum um klæðaburð kvenna í badminton. Stjórn Al- þjóðabadmintonsambandsins hefur ákveðið að konur skuli klæðast pils- um þegar þær keppi á stórmótum. Rökstuðningurinn er sá að það stuðli að auknum vinsældum að gera konurnar „kvenlegri“. „Það er sorglegt að einstaklingar sem fara með völd í heimi íþrótta skuli líta á konur og líkama kvenna sem tæki til markaðssetningar,“ segir í ályktuninni. Klæðaburði kvenna í badminton mótmælt Á morgun, fimmtudag kl. 16, stend- ur Hjálpræðisherinn fyrir árlegri tískusýningu á Austurvelli til styrktar dagsetri sem Hjálpræðis- herinn rekur á Eyjarslóð fyrir heimilislausa og þá sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Eftir sýn- inguna verður stórmarkaður í Kirkjustræti 2 þar sem andvirði söl- unnar rennur til dagssetursins. Morgunblaðið/Ómar Söfnun Frá sýningunni í fyrra. Hjálpræðisherinn með tískusýningu STUTT VIÐTAL Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ég er bjartsýn á að við munum finna það sem við köllum fullnægjandi lækningu,“ segir franski veirufræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Francoise Barré-Sinoussi þegar spurt er hvor lækning við alnæmi sé á næsta leiti. „Það merkir að þótt okkur takist ekki að útrýma sjálfri HIV- veirunni alveg úr líkama sjúklingsins getum við minnkað magnið svo mikið að það greinist ekki nema með geysilega nákvæmum tækjum. Hann greinist enn jákvæður en við höfum stjórn á vír- usnum.“ Hún segir að seint á tíunda áratugnum hafi loks náðst mikill árangur í að meðhöndla alnæmi þannig að hægt sé að lifa með veikinni. Þekkt dæmi um mann sem lyf og meðhöndlun virka afar vel á er bandaríski körfuboltamaðurinn Magic Johnson sem nú er farsæll kaupsýslumaður. Hann greindist með HIV um 1990 en segist nú lifa í reynd eðlilegu lífi með fjölskyldu sinni. En lyfin kosta sitt. Árangur eftir 2000 „Margt hefur áunnist en árangurinn fór ekki að sjást að ráði fyrr en eftir 2000,“ segir Barré- Sinoussi. „Þá fyrst fór dánartíðnin að lækka. Ef verðandi móðir fær núna meðhöndlun með öfl- ugum anti-retroviral lyfjum hættir hún að smita barnið. Þetta var stórkostlegt framfaraskref, tókst þegar um miðjan tíunda áratuginn. En menn þurfa meðhöndlun út lífið og sumir þjást af aukaverk- unum, jafnvel eftir margra ára lyfjatöku. Einnig eru dæmi um að fólk myndi ónæmi gagnvart lyfjunum, þá þarf að breyta meðhöndl- uninni. Allt þetta veldur því að við þurfum að finna aðrar lausnir og ég er viss um að það tekst.“ Hún segir að vegna framfara í lyfjagerð, fúkkalyfja og bólusetninga, hafi margir verið orðn- ir svo bjartsýnir á sjöunda áratugnum að þeir hafi álitið að smitsjúkdómar myndu að lokum hverfa úr sögnunni. „En þegar alnæmi kom fram á sjónar- sviðið 1981 komumst við að því að þetta var rangt. Við vitum núna að smitsjúkdómar verða með okk- ur til eilífðar. Ekki bara alnæmið hefur sýnt okkur þetta heldur líka þróun inflúensu og fleiri smitandi veirusjúkdóma. Þetta snýst ekki bara um stökkbreytingar heldur smitunarleiðir, sumir veirusjúkdómar ber- ast úr dýrum í menn. Þannig hefur þetta alltaf verið. En nú þurfum við að vera enn meira á varðbergi vegna samfélagsbreytinga. Fólk ferðast æ meira um heiminn, sumir fara til hitabeltislanda og koma heim með gæludýr sem geta borið í sér sjúkdóma. Þess vegna eru veirufræði mjög mikilvæg fyrir al- mannaheilbrigði í heiminum.“ Barré-Sinoussi flytur erindi í dag í Há- tíðarsal Háskóla Íslands um nýtingu grunnrann- sókna í baráttu gegn nýrri farsótt. „Ég hef ekki komið hingað fyrr en kynntist samt Íslandi óbeinlínis í fyrra,“ segir hún brosandi. „Ég var stödd í Taílandi í fyrirlestraferð og tafðist þar í 10 daga vegna öskunnar [úr Eyjafjallajökli] sem truflaði beint og óbeint flug um allan heim!“ Björn varð fyrstur Erindið er hluti af málþingi til heiðurs dr. Birni heitnum Sigurðssyni, fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum. Björn lést aðeins 46 ára gamall en rannsóknir hans á því sem hann nefndi hæggengar veirur (á ensku lentil viruses) í sauðfé, mæðiveiki og visnu, voru undanfari rannsókna á hæggengum sjúkdómum í mönnum. – Þekktir þú rannsóknir Björns? „Að sjálfsögðu. Hann varð fyrstur til að rann- saka hæggengar veirur, einkum í sauðfé, um var að ræða veirusjúkdóma úr sama flokki og HIV. Þegar ég byrjaði að rannsaka retrovírusa vissi ég um hæggengu veirusjúkdómana. Þegar ég fann HIV- veiruna urðum við mjög undrandi á uppbyggingu hennar og lögun. Þetta líktist ekki hefðbundnum retrovírusum, eins og þeim sem valda hvítblæði í dýrum, líktist frekar hæggengum veirum eins og visnu. Þess vegna gleður mig að vera stödd hér, í landinu þar sem hæggengu veirurnar voru upp- götvaðar.“ „Smitsjúkdómar verða með okkur til eilífðar“  Nóbelsverðlaunahafinn Barré-Sinoussi segir að hægt verði að lifa með alnæmi Morgunblaðið/Ómar Francoise Barré-Sinoussi „Þetta líktist ekki hefðbundnum retrovírusum, eins og þeim sem valda hvítblæði í dýrum, líktist frekar hæggengum veirum eins og visnu.“ Mannfjöldi á Íslandi verður á bilinu 384.000 til 491.000 árið 2060 samkvæmt spá Hagstofunnar, en miðspá hennar gerir ráð fyrir því að á Íslandi muni búa um 433.000 manns á því ári. Aldurskipting landsmanna breytist mjög á tímabilinu sam- kvæmt spánni, sem gefin var út í gær. Fjöldi þeirra sem eru 65 ára og eldri eykst mjög í hlutfalli við fólk á vinnualdri (20–64 ára) en yngra fólki fækkar. Fleiri flytji til landsins en frá Í öllum spáafbrigðum er gert ráð fyrir jákvæðum flutningsjöfn- uði til langs tíma, þ.e. að fleiri flytji til landsins en frá því. Sá flutningsjöfnuður er borinn uppi af erlendum ríkisborgurum, en til lengri tíma litið flytja jafnan fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en snúa heim. Ef gert er ráð fyrir engri nettófjölgun erlendra rík- isborgara í landinu yrði mann- fjöldaþróunin hér á landi allt önn- ur en gert er ráð fyrir í spá Hagstofunnar. Mannfjöldinn myndi þá mestur verða árið 2035 eða rúmlega 343 þúsund ein- staklingar en falla síðan til 2060 þegar íbúar landsins yrðu álíka margir og í upphafi tímabilsins. Þetta sést nánar á meðfylgjandi línuriti hér til hliðar. „Búferlaflutningar til og frá landinu skipta miklu máli, einkum um mannfjöldaþróun til næstu ára. Sterk fylgni er við mikilvægar hagstærðir, þ.e. verga landsfram- leiðslu og atvinnuleysi, en misjafnt eftir kyni og ríkisfangi. Þá skiptir sókn íslenskra ríkisborgara í nám erlendis, eða einfaldlega æv- intýraþrá ungs fólks, miklu máli,“ segir m.a. í frétt Hagstofunnar. Í mannfjöldaspánni er stuðst við stærðfræðileg líkön þar sem hermt er eftir þessum áhrifum, en notuð er síðasta þjóðhagsspá Hag- stofunnar vegna spár um hagvöxt og atvinnuleysi fram til ársins 2016. Íslendingar stefna í 433 þúsund Mannfjöldaspá 2011-2060 ef engir erlendir ríkisborgarar myndu setjast hér að 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Fj öl di 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 Engin áhrif erl. ríkisborgara Lágspá Miðspá Fólksfjöldaþróun Mannfjöldaspá Heimild: Hagstofan  Hagstofan með nýja mannfjöldaspá til ársins 2060  65 ára og eldri fjölgar mjög en yngra fólki fækkar  Allt önnur þróun án erlendra ríkisborgara Francoise Barré-Sinoussi er 63 ára og stýrir deild smitandi retrovírus-sjúkdóma við Pas- teur-stofnunina í París. Hún er veirufræð- ingur að mennt og varð fyrst til að finna og greina HIV-veiruna sem veldur alnæmi. Árið 2008 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum ásamt þeim Luc Montagnier og Harald zur Hausen fyrir afrek sín. Barré-Sinoussi hóf störf hjá Pasteur- stofnuninni á áttunda áratugnum og hóf fljót- lega rannsóknir á retrovírusum sem valda ýmsum sjúkdómum. Hún er þekktur fyrirlesari, hefur verið ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni, WHO og hefur ýtt úr vör samstarfsverkefnum með þróunarríkjunum en HIV-veiran hefur einkum valdið usla í Afríku. Fann veiruna sem veldur alnæmi NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Í HEIMSÓKN Á milli 25 og 30 milljónir króna hafa safnast í fjársöfnun meðal fyr- irtækja í landinu vegna eldgossins í Grímsvötnum. Söfnunin fer fram í samráði við Samtök atvinnulífsins en myndaður hefur verið sjóður til að veita bændum og þeirri starf- semi sem fyrir er á þessu svæði, fjárhagslegan stuðning eftir því sem söfnunarfé hrekkur til og hægt er að bæta með fjárstyrkjum Fjögurra manna verkefnisstjórn hefur verið valin til að hafa umsjón með söfnuninni, skipuleggja hana og móta reglur. Verkefnisstjórnin mun vinna með heimamönnum að þessu viðbótar-hjálparverkefni. Miðað er við upphæðir frá fyrir- tækjum á bilinu 100 þúsund krónur til ein milljón. Morgunblaðið/Sigurgeir S Hreinsun Vel hefur gengið að hreinsa víð- ast hvar á öskusvæðinu, þó nóg sé eftir. Söfnun vegna eld- goss gengur vel HIV-veira að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.