Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 33
Bobfest í Hörpunni
Ítilefni af sjötugsafmæli BobsDylans í síðustu viku skipu-lagði Óttar Felix Haukssontónleika í Silfurbergi Hörp-
unnar með tónlist Dylans í flutningi
margra helstu söngvara landsins.
Gott framtak. Af sama tilefni, á sjálf-
an afmælisdag Dylans, setti ég plöt-
una Highway 61 Revisited í græj-
urnar og skrúfaði í botn. Hvílík
snilld! Fleiri plötur fylgdu, síðan
myndefni og lesefni, af mörgu er að
taka þegar Dylan er skoðaður. Samt
er það svo að það er ekki fyrr en á
allra síðustu árum að maður fattar
hversu mikill snillingur og brautryðj-
andi í rokktónlist Bob Dylan er.
Hann innleiddi ljóðið í rokktónlistina,
rafmagnaði þjóðlagatónlistina, varð
óviljugur talsmaður mótmælakyn-
slóðar. Ég held að auk tónlistarinnar
og textanna, þá hafi Dylan gert fyrir
mig þetta rokk og ról attitjút sem
ekki er auðvelt að skilgreina eða
orða, en má finna á öllum helstu plöt-
um meistarans.
Á Bobfestinu í Hörpunni var hátíð-
legt og nánast settlegt yfirbragð á
öllu, svona fullorðins afmælisveisla. Í
heildina voru flutt 20 Dylan-lög, flest
þau frægustu, s.s. Mr. Tambourine
Man, Knockin’ On Heaven’s Door,
Just Like A Woman, One More Cup
Of Coffee og Forever Young. Sjálf-
sagt hafa einhverjir saknað laganna
Lay Lady Lay og Blowin in The
Wind en af mörgu er að taka þegar
lög eftir Dylan eru valin og allir eiga
sín uppáhaldslög með Bob Dylan.
Margir af fremstu söngvurum lands-
ins spreyttu sig á lögunum, sem þeir
höfðu valið sjálfir. Undirleikur var í
öruggum höndum Memfismafíunnar.
Skemmtilegur og fræðandi kynnir á
milli laga var Ólafur Páll Gunnarsson
útvarpsmaður. Helsti galli (og líka
kostur) við umgjörðina var fjöldi
söngvara sem sungu aðeins eitt lag í
einu og síðan tók við kynning á næsta
lagi og flytjanda. Þrátt fyrir smekk-
legar kynningar Óla Palla tókst ekki
að mynda samfellda stemningu í
salnum, þó svo söngvarar og hljóm-
sveit gerðu sannarlega sitt til að
koma tónlistinni til skila. Meðal eldri
flytjenda voru Bubbi, Björgvin Hall-
dórs, Helgi Björns, KK (sem flutti
fallega Girl From The North
Country), Páll Rósinkrans (góður
Hurricane). Allir útskrifaðir í Dylan-
fræðum. Gaman var líka að heyra
yngri flytjendur eins og Ólöfu Arn-
alds, Sigurð Guðmundsson, Steina í
Hjálmum (tilfinningaríkur í I Shall
Be Released) og Lay Low sýna
meistaranum virðingu með flutningi
sínum. Ef frá er talin óvenjuleg söng-
útgáfa systranna Ólafar og Klöru
Arnalds af Mr. Tambourine Man, þar
sem öllu undirspili var sleppt, héldu
flytjendur sig við hefðbundnar leiðir
í útsetningum og flutningi. Eftir hlé
flutti Dylan tribute sveitin Slow
Train tvö lög í beit og myndaði fína
stemningu í salnum.
Að lokinni klassískri útgáfu Björg-
vins Halldórssonar á Forever Young
og uppklappi tók sjálfur konserthald-
arinn Óttar Felix Hauksson lagið
Like A Rolling Stone. Var það vel til
fundið hjá Óttari að ljúka þessari af-
mælisveislu með einu frægasta rokk-
lagi allra tíma, sex mínútna löngu
lagi sem umbylti öllum venjum þegar
það kom út árið 1965 og hafði ótrúleg
áhrif á poppmenningu og rokktónlist.
Lagið sem gerði Bob Dylan að popp-
goði fyrir Bítlakynslóðina og marga
fleiri. Fullkominn endir á ljúfu
kvöldi.
Harpa
Heiðurstónleikar vegna 70 ára af-
mælis Bobs Dylans
bbbmn
Tónleikar til heiðurs Bob Dylan sjötug-
um. Hörpunni laugardaginn 28. maí
ÖRN ÞÓRISSON
TÓNLIST
Ljósmynd/Jóhann Ísberg
„How Does It Feel?“ Undir lokin leiddi Óttar Felix hersinguna í gegnum eitt frægasta rokklag allra tíma, „Like A
Rolling Stone“. Vel til fundin endalok á ljúfu kvöldi að mati rýnis, Arnar Þórissonar.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011
RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR.
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA!
- IN TOUCH
HHHH
„MYNDIN ER FRÁBÆR:
KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA!
"Brjáluð afþreyingarmynd sem mun gefa þér
nákvæmlega það sem þú sækist eftir, hvort sem þú
ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt."
JACK SPARROW ER MÆTTUR Í
STÆRSTU MYND SUMARSINS!
STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHNNY DEPP,
PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY RUSH
“STÓRKOSTLEG! BESTA
MYNDIN Í SERÍUNNI”
- L.S - CBS
“BESTA ‘PIRATES’
MYNDIN”
- M.P FOX TV
HHHH
“SANNKALLAÐUR GIMSTEINN!
HIN FULLKOMNA SUMARMYND
Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW
ER SANNARLEGA KVIKMYN-
DAFJÁRSJÓÐUR”
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
“FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY
DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU
TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA
ÞOKKAFULL”
- D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS
HHHH
“SJÓNRÆN VEISLA”
“STÓR SKAMMTUR AF HASAR”
- K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÞRÍVÍDD
MEÐ ÍSLENSKU TA
LI
DÝRAFJÖ
R
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
HHHH
“IT ACTUALLY IMPROVES
ON THE JOKES”
- TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT
WITHOUT ITS SHOCKING,
LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.”
- HOLLYWOOD REPORTER
80/100
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í EGILSHÖLL
FRUMSÝNING
HHHH
“EIGINLEGA NAUÐSYNLEGT FYRIR
MIG AÐ SJÁ MYNDINA AFTUR...”
“UM TÍMA KOMU BRANDARANIR Á FÆRIBANDI OG
ÉG ER NOKKUÐ VISS UM MARGIR BRANDARAR
HAFI HREINLEGA FARIÐ FRAMHJÁ MÉR ÞEGAR ÉG
MISSTI MIG Í ÞESSI FJÖLMÖRGU SKIPTI.”
- R.M. - BÍÓFILMAN.IS
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
THE HANGOVER 2 kl. 5:40-8-9:10-10:20 12
THE HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 10
PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 7 - 10 10
DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 6 L
SOMETHING BORROWED kl. 5:50 - 8 L
FAST FIVE kl. 10:20 12
/ ÁLFABAKKA
X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14
THE HANGOVER 2 kl. 5:40-8-8:20-10:20-11 12
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10:40 10
SOMETHING BORROWED kl. 5:30 L
THE HANGOVER 2 kl. 5:50-6:50-8-9-10:20 12
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 6 - 9 10
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 6 - 9 10
DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 6 L
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 - 10:50 10
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ AKUREYRI
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10
AF GJÖRNINGI
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég fór með miklar vænt-ingar á tónleika á Listahátíðum liðna helgi þar sem tón-
listarmennirnir Högni Egilsson
kenndur við Hjaltalín og píanóleik-
arinn Davíð Þór Jónsson frumfluttu
eigið verk með þátttöku karlakórs-
ins Fóstbræðra. Verkið heitir Min-
ør/Pionér og vísar í nöfn þeirra
tveggja eimreiða sem ekið var á Ís-
landi á árunum 1913-1917. Þegar
gengið var í salinn
blasti við sviðsmynd
myndlistarmannsins
Hrafnkels Sigurðssonar
þar sem tilkomumiklum
haug af ryðguðu brota-
járni hafði verið komið
fyrir. Allt fór þetta vel
af stað og lofaði góðu og greinilega
mikið lagt upp úr heildarmyndinni,
leikið var með ljós og liti í veggtjöld-
unum og reykur liðaðist um sviðið.
Það var flott að sjá karlakórs-
meðlimina tínast inn á svalirnar fyr-
ir ofan sviðið í vinnugöllum, dökk-
bláum samfestingum, sumir í
rauðum, m.a. kórstjórinn, Árni
Harðarson. Og upphafslagið, And-
aðu rótt, kallaði svei mér þá fram
gæsahúð. Síðan vatt verkinu fram
með ýmsum uppákomum og í raun
var þetta einn allsherjar listgjörn-
ingur, hljóð- og sjónrænn, heilmikil
upplifun. Margt var afskaplega vel
gert en annað fannst mér minna var-
ið í. Textinn hans Atla Bollasonar
skilaði sér ekki nógu vel, nema ein
og ein setning, ég man t.d eftir að
hafa heyrt: „Við étum kol.“
Ég velti fyrir mér um miðbiktónleikanna hvað þeir félagar
væru að reyna að segja okkur með
þessu öllu saman. Þegar Högni söng
„Komdu og spurðu ekki neins“, þá
flaug það vissulega í gegnum huga
minn að maður á kannski ekki að
spyrja, bara upplifa. Mér fannst til
dæmis flott þegar Davíð Þór rauk í
hauginn og fór að henda til ruslinu
og kom þar í ljós hrörlegt píanó sem
færði okkur hola
málmtóna þegar
hann spilaði á það og
rak í það teina. En
þegar Högni svo
seinna kom með
sleggju og barði á
nótnaborðið, þá
fannst mér það frekar hallærislegt.
Stundum var þetta á mörkunum að
vera tilgerðarlegt, ég fékk nettan
aulahroll á köflum. Tónlistin var
stundum hreint dásamleg en líka
staglsöm og ég stóð mig að því að
geispa þegar endurtekningarnar
voru hvað mestar. Og mér fannst
karlakórinn vannýttur. Vissulega
var þetta heilmikið sjónarspil en ég
velti fyrir mér hvort einfaldleikinn
færi okkur kannski stundum miklu
meira en flúrið og lætin. Einn tón-
leikagesta notaði þá ágætu samlík-
ingu að viðburðurinn hefði verið
eins og þunglyndisleg finnsk bíó-
mynd sem enginn veit um hvað er.
Við étum kol
» Tónlistin varstundum
hreint dásamleg
en líka staglsöm.
Morgunblaðið/Ernir
Flottir Högni Egilsson með nokkrum meðlima Karlakórsins Fóstbræðra.