Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Messur | á uppstigningardag - dagur aldraðra MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 ÁRBÆJARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14, ath. breyttan messutíma. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Krizstina K. Szklanár organisti. Kirkjukórinn leiðir al- mennan safnaðarsöng. Sólrún Gunnarsdóttir leikur á fiðlu. Einar Clausen einsöngur. Kon- ur í Soroptimistaklúbbi Árbæjar bjóða í hátíð- arkaffi í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14, athugið breyttan messutíma. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Þóra V. Guð- mundsdóttir. Safnaðarfélag Áskirkju býður kirkjugestum til kaffiveislu í safnaðarheim- ilinu að athöfn lokinni. Þar syngur Barnakór Laugarnesskóla undir stjórn Huldu Guðrúnar Geirsdóttur. Sóknarbörn og aðrir velkomnir og hvattir til að taka með sér gesti af eldri kynslóðinni. Sjá askirkja.is. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind, útvarps- kona, prédikar. Kór Kvenfélags Bústaða- kirkju, Glæðurnar, syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur og Ágústa Dómhildur leikur á fiðlu. Eftir messu er sýning á munum úr starfi aldraðra í vetur. Veisluborð verður framreitt og öldruðum boðið upp á veitingar. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 14. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar, sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Að messu lokinni er gestum boðið í kaffi í safnaðar- heimilinu. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 14. Þórey Dögg Jónsdóttir nývígður djákni Fella- og Hólakirkju prédikar en sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er séra Bryndís Valbjarnardóttir. Anna Sigríður Helgadóttir, tónlistarstjóri og Aðalheiður Þorsteinsdóttur, orgelleikari leiða tónlistina ásamt Kór Fríkirkjunnar í Reykja- vík. Kaffiveitingar eftir messu í boði Kven- félags Fríkirkjunnar. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Allir prestar safnaðarins þjóna. Séra Úlfar Guðmundsson, fyrrv. prófastur, prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Ein- söngur: Gissur Páll Gissurarson. Organisti: Hákon Leifsson. Að lokinni guðsþjónustu er kaffisamsæti á vegum sóknarnefndar og safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Handa- vinnusýning eldri borgara. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund 10.15. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Samskot í líknarsjóð safnaðarins. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Út- varpsmessa kl. 11. Séra Auður Inga Ein- arsdóttir messar. Dómkórinn og Grundar- drengir syngja og organisti er Kári Þormar. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Messa kl. 11. Efri áranna minnst í prédikun og helgihaldi. Vöfflukaffi eftir messu. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur, með- hjálpari Sigurður Óskarsson, kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Bar- börukórinn syngur. Kantor Guðmundur Sig- urðsson. Hátíðarkaffi eldri borgara kl. 15 í Hásölum í boði sóknarnefndar. Almennur söngur, kórsöngur og einsöngur. Rútuferðir frá: Sólvangi kl. 13.20, Hjallabraut 33 kl. 13.30, Hrafnistu kl.13.40. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt rev. Leonard Ashford. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Vorferð eldri borgara Hallgrímskirkju að lokinni messu. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kríla- söngvar undir stjórn Berglindar Björgúlfsdótt- ur. Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Frið- rikssonar. Organisti Douglas A. Brotchie. Eftir messu er framreidd súpa í safnaðar- heimilinu. Elsa Kristjánsdóttir leikur á harm- oniku. Berglind og Pálínurnar hennar syngja. Lopadagur - allir sem geta sýna lopapeysur eða plögg. Ullarvörur til sölu, bingó, ullar- flíkur í verðlaun. Prestur Tómas Sveinsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14, með þátttöku eldri borgara úr Hveragerði og Ölfusi. Hverafuglar leiða söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista, prestur er sr. Baldur Kristjánsson. Kaffi í Þorlákssetri. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Eldeyjarkórinn, kór eldri borgara syngur. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið. Sjálf- boðaliðar bera fram kaffi og kruðerí að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafs- son. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta upps- tigningardag kl. 14, ath. breyttan messu- tíma. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og sr. Þórir Stephensen prédikar. Félagar úr máli dagsins leiða safnaðarsöng. Kaffi og veitingar í safnaðarheimili að lokinni athöfn. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14, athugið tímann. Eldri borgurum sérstak- lega boðið. Sr. Tómas Guðmundsson, fyrrv. prófastur, flytur hugvekju. Eiríkur Hreinn Helgason syngur. Organisti Ólafur W. Finns- son. Kaffiveitingar. Handavinnusýning frá prjónakvöldum í vetur. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar organista. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Bern- harður Guðmundsson prestur og fv. rektor í Skálholti prédikar. Sr. Óskar þjónar fyrir alt- ari ásamt Eygló djákna. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimili. Sjá selfosskirkja.is. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Dóra Ingvarsdóttir, fyrrv. bankaútibússtjóri prédik- ar og sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir alt- ari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Að lok- inni guðsþjónustu býður Kvenfélag Selja- kirkju til samsætis í safnaðarheimilinu. Eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til þátttöku. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Félagar úr Kammerkór kirkj- unnar leiða tónlistarflutning undir stjórn Frið- riks Vignis Stefánssonar organista. Þorbjörg Pétursdóttir les ritningartexta dagsins. Prestar eru sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Sigurður Grétar Helgason. Eftir messu er gestum boðið upp á léttar veitingar í safn- aðarheimili kirkjunnar. ÚTSKÁLASÓKN | Fjölskylduvæn sundlaug- armessa kl. 19.30 við sundlaugina í Garð- inum. Messan er u.þ.b. 25-30 mín. Hægt að taka þátt úr pottunum eða af bakkanum. Al- mennur söngur. Eftir messu verður boðið upp á grillaðar pylsur, Svala og gos. Bæjar- stjórinn Ásmundur Friðriksson grillar. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs- þjónusta kl. 14, sérstaklega tileinkuð eldri borgurum. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Organisti: Áslaug Bergsteinsdóttir Prestur: Sr. Bragi J. Ingi- bergsson. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Rúta fer frá Hjallabraut 33 kl. 13.30 og frá Hrafnistu kl. 13.40. Morgunblaðið/Þorkell Þorkels Selfosskirkja Verklag alþingis er með eindæmum um þessar mundir. Kjarnamálum, grund- vallarmálum sem varða fjöregg þjóð- arinnar er sleppt, mál- um sem varða heim- ilin, atvinnulífið, atvinnusköpun og drif- kraft. Og málum sem varða smærri þætti, en þó hvetjandi fyrir land og þjóð, er líka sleppt, stungið ofan í skúffu. Verklag ríkisstjórn- arinnar undanfarin tvö ár hefur byggst á því að henda inn í nefndir þingsins algjörlega ófullburða frum- vörpum, sem njóta ekki einu sinni samstöðu ríkisstjórnarflokkanna í fjölda mála og öllum stóru mál- unum. Ríkisstjórnin hefur lagt kapp á að skakklappast með ótal mál gjörsamlega ófullburða. Auðvitað kemur ekkert út úr því, enginn ár- angur, aðeins bið, bið og meiri bið og leiðindi. Uppbygging, endurheimtur og áræði Síðastliðið haust lagði undirrit- aður fram með stuðningi fjölmargra þingmanna úr stjórn og stjórn- arandstöðu 32 frumvörp og þings- ályktunartillögur, reyndar á sama deginum flest málin, en þetta eru margfalt fleiri mál en gengur og gerist á ári hjá þingmönnum. Hér er um að ræða mál sem varða atvinnu- mál, umhverfi, menntun, þjónustu, ferðamál, nátúruvernd, félagsmál, hafnir landsins, réttindi sjómanna, Háskóla Íslands, réttarkerfið og Schengen svo dæmi séu tekin. Óvenjumikill tími þingsins hefur farið í nefndastörf þar sem allri eðli- legri forvinnu í ráðuneytum hefur verið sleppt að stærstum hluta. Lín- an virðist vera að spara eðlilega for- vinnu í ráðuneytum og henda henni í þingið. Á þessu sviði ríkir því stjórn- leysi og ringulreið. 32 þingmál lögð fram á einum degi Þau mál sem und- irritaður hefur lagt fram og verður fylgt eftir eru frumvarp um réttindi sjómanna til frádráttar frá skatti vegna vinnu fjarri heimili, eins og allir landkrabbar hafa og því fáránlegt ef sjómenn verða skildir eftir á köldum klaka í þeim efnum, mál sem varða byggingu stórskipahafna í Þorlákshöfn, Grindavík og Vestmannaeyjum, að- gengi að Þríhnjúkagígum með stærsta helli í heimi fyrir ferða- menn, hafnalög sem eiga að rétta aftur hlut nánast allra hafna lands- ins frá gildandi lögum sem settu höfnum stólinn fyrir dyrnar í eðli- legu viðhaldi, hvað þá uppbyggingu. Mál sem varða afnám skemmt- anaskatts á útihátíðum, prófessors- embætti tengt nafni Jónasar Hall- grímssonar og Byggðasafninu í Skógum og Þórði Tómassyni. Mál sem varða Vefmyndasafn Íslands með neti vefmyndavéla á slóðum helstu náttúruperlna landsins og byggða þannig að hvar sem er í heiminum geta fólk fylgst með dag- legri stemningu á stað og stund, en slíkt yrði stórkostleg markaðs- setning á Íslandi. Eitt frumvarpa minna sem 30 al- þingismenn eru meðflutningsmenn á varðar uppbyggingu Helguvík- urhafnar og því að Reykjanesbær njóti sömu réttinda og jafnræðis í þeim efnum og allar aðrar hafnir samkvæmt gildandi lögum, en Helguvíkurhöfn hefur verið afskipt í þeim efnum og málið er tafið í Sam- göngunefnd af formanni nefnd- arinnar, Birni Val Gíslasyni frá Vinstri grænum. Þá má nefna staðsetningu Nátt- úrugripasafns Íslands á Selfossi, út- tekt á aðgengi sjómanna að þjón- ustukerfi landsins, skipsstjórnarmenntun sem stendur mjög höllum fæti til þarfa næstu framtíðar, listasafn fyrir blinda sem yrði einstakt og nýr möguleiki ferðamennsku á heimsvísu, upp- skurður og endurskoðun réttarkerf- isins, bindindisfræðsla í skólum, skólasöngur og ljóðakennsla, kristni- og trúarbragðafræðsla, út- tekt á kostum og göllum Schengen, fornleifarannsóknir í Árnesi og end- urbygging, fuglaskoðunarsetur í Garðinum, stofnun íslenskrar hand- verksdeildar og hönnunar í Listahá- skóla Íslands, úttekt á hringsigl- ingamöguleikum um Ísland í farmflutningum, prestsþjónusta á Þingvöllum, úttekt á túlkun reglna EES sem oft á tíðum eru andstæðar íslenskum hagsmunum og kaþólsk- ari en páfinn, fiskiskipasafn Íslands í Reykjanesbæ, sögukennsla í skól- um, mannsæmandi uppbygging á hverasvæði Geysis í Haukadal. Mál sem varða kærur Íslendinga á hend- ur Bretum, Nató og Evrópusam- bandinu fyrir bein hryðjuverk og af- skiptaleysi í kjölfar bankahrunsins, en í þingsályktuninni er krafist 10 þúsund milljarða í skaðabætur af Bretum fyrir órökstuddar árásir á Ísland, m.a. þegar Brown forsætis- ráðherra Bretlands gaf þá yfirlýs- ingu um heimsbyggðina að Íslend- ingar væru gjaldþrota og 500 milljarða krafa á EBS og Nató fyrir að verja í engu hagsmuni Íslands á þessum vettvangi. Þar gilti ekki allir fyrir einn og einn fyrir alla eins og hefur verið kjörorð Nató. 32 þingmál í vetur eru innlegg mitt í uppbyggingu á mörgum sviðum Eftir Árna Johnsen » Verklag ríkisstjórn- arinnar undanfarin tvö ár hefur byggst á því að henda inn í nefndir þingsins algjörlega ófullburða frumvörp- um. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður. Í kjölfar hruns blésu ferskir vindar uppbyggingar um ís- lenskt samfélag. Há- vær krafa er uppi um breytt stjórnarfar og endurskoðun á grundvallarstoðum. Störf stjórnlagaráðs snúast um það að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, verkefni sem á sér enga sögulega hliðstæðu. Stjórnlagaráðsfulltrúar verði breytingin sem þeir vilja sjá Eitt af því sem farið hefur verið fram á er gagnsæi. Gagnsæi getur dregið verulega úr líkum á spill- ingu og eiginhagsmunapoti. Ég var ein þeirra sem buðu fram krafta sína til stjórnlagaþings. Í kosn- ingabaráttunni lagði ég ríka áherslu á samræmda hags- munaskráningu frambjóðenda sem eina leið til þess að sýna raunveru- legt gagnsæi í verki. Mahatma Gandhi sagði eitt sinn: „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heim- inum.“ Ég tek undir með Gandhi og tel að ætli fólk sér að breyta einhverju þurfi það að byrja hjá sjálfu sér. Talað fyrir daufum eyrum Ég hef skrifað og fjallað talsvert um mikilvægi hagsmunaskráningar bæði í aðdraganda kosninganna og eftir þær en talað fyrir daufum eyrum. Ég ritaði opið bréf til dómsmálaráðuneytis í aðdraganda kosninganna sem og opið bréf til stjórnlagaráðsfulltrúa þann 30. mars sl. þar sem ég skoraði á full- trúa stjórnlagaráðs að upplýsa með samræmdum og opinberum hætti um hagsmunatengsl sín. Ég lagði til að notast yrði við þá að- ferð sem alþingismenn nota nú þegar og aðgengileg er á vef Alþingis á eft- irfarandi slóð: http:// www.althingi.is/vefur/ hagsmunaskran- ing_reglur.html og að- laga að stjórnlagaráði. Einnig sendi ég ráðinu formlegt erindi þann 13. apríl sl. varðandi sama málefni. Ég tel þá starfsferilsskrá sem birt er á vef stjórnlag- aráðs engan veginn fullnægjandi þar sem hún er ekki gerð með samræmdum hætti og ekki er getið um fjár- hagslega hagsmuni stjórnlagaráðs- fulltrúa. Ég hef engin formleg svör feng- ið og get ekki séð af störfum stjórnlagaráðs að til standi að verða við athugasemd minni. Þann 19. maí síðastliðinn lagði B-nefnd stjórnlagaráðs fram tillögur þar sem ákvæði er um hagsmuna- skráningu þingmanna og ráðherra og fagna ég því en ekki er minnst á hagsmunaskráningu stjórnlag- aráðsfulltrúa sjálfra. Ég spyr enn á ný, hvenær munu stjórnlagaráðsfulltrúar ganga fram fyrir skjöldu og hefja vegferð breytinga hjá sjálfum sér með op- inberri birtingu samræmdra upp- lýsinga um hagsmunatengsl sín? Stjórnlagaráðs- fulltrúar gangi fram fyrir skjöldu Eftir Kristbjörgu Þórisdóttur Kristbjörg Þórisdóttir »Hvenær munu stjórnlagaráðs- fulltrúar ganga fram fyrir skjöldu og hefja vegferð breytinga hjá sjálfum sér með birt- ingu samræmdra upp- lýsinga um hagsmuna- tengsl sín? Höfundur er kandídatsnemi í sálfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.