Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 ✝ Árni Halldórs-son fæddist í Fossgerði í Eiða- þinghá 9. mars 1919. Hann and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 21. maí síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Halldór Árna- son og Ingileif Þor- steinsdóttir og bjuggu þau í Brekkuseli í Hró- arstungu. Árni var elstur sex systkina, hin voru Stefán, f. 15.10. 1921, d. 16.12. 1981, Að- alsteinn, f. 16.10. 1923, d. 4.9. 1994, Anna Björg, f. 16.10. 1923, Guðrún, f. 25.1. 1926, d. 6.7. 1986, Sigurður, f. 23.5. 1927, d. 19.1. 1992, Anna Krist- ín, f. 5.1. 1929, d. 6.12. 1955. Árni og Stefánný eignuðust 4 börn, þau eru: 1) Elsa Þor- björg, f. 6.8. 1946, sambýlis- maður Jóhann Bjarnason, Elsa á fjögur börn; Árnýju Vöku, vinnumaður í Húsey eftir and- lát tengdaföður síns Níelsar Stefánssonar. Árni giftist Stef- ánnýju Níelsdóttur, f. 1.4. 1923, d. 20.8. 2006, frá Húsey í Hró- arstungu, hófu þau búskap í Húsey árið 1944 og bjuggu þar allt til ársins 1976, þá hurfu þau frá búskap yfir vetrartím- ann, en brugðu alveg búi árið 1981. Árni var í forystu í hin- um ýmsum nefndum í sveitinni á þessum árum. Eftir búskap þeirra fluttu þau til Egilsstaða. Árni vann lengi hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og Brúnási, þar til hann hætti að vinna um sjötugsaldurinn. En meðal síð- ustu verka hans var smíði á húsi þeirra hjóna í Faxatröð 9, þar sem þau bjuggu þar til Stefánný kona hans lést. Hann flutti síðar í íbúð aldraðra á Miðvangi 22, en síðustu árin bjó hann á „Sambýlinu“ Dval- arheimili aldraðra á Egils- stöðum. Árni verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju í dag, mið- vikudaginn 1. júní 2011, kl. 15, jarðsett verður í Egilsstaða- kirkjugarði. Önnu Aðalheiði, Þorleif Kristján, og Hjálmar Örn. 2) Ingi Halldór, f. 21.9. 1950, dóttir hans; Bergný Jóna, sambýliskona Inga Guðrún Jóna Jón- asdóttir, börn hennar eru; Jóna Dís, Þórey, og Ottó Ingi, 3) Kristín, f. 30.11 1954, gift Þorsteini Pálssyni, börn þeirra eru; Eva, Hulda Sif, Selma Rut, Fanný Hrund, og Páll. 4) Mar- grét Magna, f. 12.8. 1961, gift Jóni Steinari Elissyni, börn þeirra eru; Árni Þór, sem lést af slysförum 21.9. 2010, Elín Adda, Stefán Fannar og Helga Rún. Barnabarnabörn hans eru orðin 22 talsins. Árni var við nám í Alþýðu- skólanum að Eiðum í tvo vetur, á árunum 1938- 1940. Hann vann mikið við vegagerð á Austfjörðum, ásamt því að vera Elsku pabbi minn. Langri ævi þinni er lokið og ótal gæfuspor gengin, bæði ljúf og sár. Frá fyrstu tíð varstu gæfa fjölskyldu þinnar, sem var þér svo kær. Þú varst ávallt til staðar, hæglátur, ljúfur og traustur en umfram allt held ég að þraut- seigja þín og húmor í bland við æðruleysi og óvenjulegar djúpar gáfur þínar hafi gefið þér þrek og þrótt til að yfirstíga allar þær undarlegu aðstæður sem fyrir þig voru lagðar. Í næstum 65 ár hef ég notið elsku þinnar og nálægðar. Fyrstu minningarnar – alltaf með litlu höndina í þykku hlýju hendinni þinni, vaknaði í litla rúminu mínu sem þú smíðaðir, var kalt og skreið í hlýjuna til ykkar mömmu, fékk tóbak í augun úr koddanum þínum og táraðist heil ósköp, stóð í rúminu ykkar og blés á frostrósirnar í glugganum og reyndi að þíða þær með hönd- um til að geta horft út í myrkur eða hríðarbyl og beið eftir að sjá ljóstíruna af lugtinni þinni. Ég var ætíð hrædd um þig enda upp- götvaði ég fljótt að betra var að fara með þér, jafnt í góðu veðri sem slæmu, hvert sem þú fórst. Nema þér tækist að stinga mig af, sem ég skil fullkomlega í dag, enda man ég enn þegar þú barð- ist í fárviðri með mig í strigapoka á bakinu í fjárhúsin. En stelpan stækkaði og varð þá skuggi þinn í flestu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það voru yndisleg ár og minningarnar kalla fram lykt og ilm af öllu tagi og ýmsum tilefn- um. Svo komu skólaárin. Síðan árið 1965 fenguð þið fyrsta barna- barnið, Árnýju Vöku, nöfnu ykk- ar og genguð þið henni nánast í foreldrastað strax fimm mánaða, er ég skildi hana eftir í öruggum höndum ykkar og fór að vinna. Sennilega var ekki létt hjá ykkur er ég flutti svo með litla angann í Egilsstaði, eins hænd að ykkur og hún var. Síðan 1970 fluttist ég og fjölskyldan aftur í Húsey. Síð- ar var gott fyrir okkur og börnin okkar að eiga ykkur að á Egils- stöðum. Gott var að geta aðeins hlúð að ykkur mömmu í Garða- bænum þegar þú fórst í þína vel- heppnuðu hjartaaðgerð. Þú varst ákaflega hrifinn af húsinu okkar Jóa á Borgarsandi, sagðir eftir fyrstu nóttina þar: „Mikið er góð- ur andi í þessu herbergi, ég svaf svo afskaplega vel í nótt.“ Ég tók mjög sannfærð undir það og sagðist búast við að svo yrði áfram, því þú værir fyrsti næt- urgesturinn. Einnig er gott að minnast stundanna í Miðvangi og að geta tekið þig með í stuttar ferðir. Eins var ættarmótið ein- stakt. Veikindi mömmu og andlát tóku mikið á þig og ekki síður fyrirvaralaust andlát nafna þíns sl. haust, en alltaf varstu sá sterki – sagðir við gröfina hans að þú færir að koma að hugsa um hann og mömmu. Þú sagðir við mig fyrir um þrem vikum, þegar Ingi lá á spítala eftir stóra aðgerð og ég handleggsbrotin hér heima: „Ég held ég sé nú bara skástur, ég þarf að fara að koma til að hjálpa Jóa við að klæða þig eins og í aðra ermina, gæska.“ Hálfum mánuði síðar vorum við öll komin til þín í Neskaupstað – börnin, tengdabörnin og mörg barna- börnin, til að sitja við rúmið þitt síðustu dagana. Það var gott að geta það, en þó sárt, elsku pabbi minn. Við Jói söknum þín. Þín Elsa. Ég skynja það nú enn betur en áður, hversu mikilvægt er að hjálpa þeim deyjandi á sjúkra- beði sínum. Það reyndum við fjöl- skyldan þín að gera, allt til þess að létta þér viðskilnaðinn við jarðlífið. Þú varst orðinn þreytt- ur, elsku pabbi, og skyldi mann ekki undra, eftir þitt stórbrotna, og á stundum, erfiða líf. En í lífi þínu áttir þú margar fagrar minningar, sem ég fékk að vera aðnjótandi, og samferða, í barn- æsku minni, sem ég mun aldrei gleyma. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, og ég þakka líka fyrir að koffortið þitt sem þú smíðaðir til þess að fara með til Reykjavíkur fór í mél, þegar það hrökk af bílpallinum, er leið þín lá niður á Reyðarfjörð til þess að komast í skip er sigla skyldi til Reykjavík- ur. Í þá daga var mikið um vinnu í höfuðborginni, eins og þú sagðir, allir sem kunnu „með hamar að fara“ fengu vinnu eins og skot. Þú hafðir áhuga á því að mennta þig, og verða kannski læknir, eft- ir hugsanleg uppgrip í Reykjavík. En þessi „ólukkans“ ferð þín með koffortið varð til þess að þú hætt- ir við Reykjavíkurförina. Því ekki gastu farið koffortslaus, og þess í stað réðir þú þig í vegavinnu á Fagradal. Því segi ég enn og aft- ur, þökk sé guði, fyrir að koff- ortið þitt brotnaði, pabbi minn, og þú kynntist mömmu, þegar þú fórst síðan í vinnumennsku hjá Níelsi afa í Húsey, og tókst svo við búi með mömmu og ömmu eftir að hann dó, langt um aldur fram. Annars væri ég ekki hér. Ég skokka við hlið þér, um móa og mýri, í hönd þína stóru og sterku ég held, við fótskriður rennum á svelli „þú stýrir“, stjörnur og máni lýsa okkur í kveld. Ég kveð þig með tárum og hönd þína kreisti, þar til andinn bærist í þögulli ró, ég sé að dvínar þinn lífsins neisti, uns líkaminn gafst upp og dó. Við systkinin stöndum öll þétt við þinn beð, hryggjumst og gleðjumst við sál- arför þína, sólargeislarnir flæða inn um gluggann, „ég kveð“, þú, elsku pabbi, munt láta ljósið þitt skína. Elsku pabbi, ég bið fyrir kveðju, til mömmu og allra er unni ég mest, við höldum nú áfram, með þinni elju, og hittumst öll aftur er lífsins sól sest. Þín dóttir, Kristín Árnadóttir. Ljúflingurinn og eðalmennið hann afi minn Árni er dáinn. Ég man varla eftir afa öðruvísi en sem gömlum manni, með sterkar línur í andliti, hrjúfur og með sterkar hendur, hendur sem höfðu unnið mörg og erfið verk í gegnum tíðina. Hendur sem höfðu stundað búskap og barna- uppeldi af alúð. Ég veit vel að hann afi minn var orðinn gamall maður, en innst inni vonaði ég að hann yrði aðeins lengur með okkur hérna megin. Hins vegar brosi ég við tilhugsunina að nú sé hann sam- einaður svo mörgum sem hann elskaði og get ég rétt svo ímynd- að mér faðmlagið sem hún amma er eflaust enn með hann í núna, ást þeirra var aðdáunarverð og einstök. Eftir því sem ég sjálf eltist fór ég að átta mig á því hvers konar snillingur hann afi minn væri, hversu vel hann nýtti líf sitt, var félagslyndur, óhræddur við að prófa nýja hluti og læra. Mikið þótti mér vænt um vélrituðu bréf- in sem hann sendi lítilli dóttur- dóttur í pósti suður í Reykjavík eftir að hann tók námskeið í því. Eitthvað skrifaði hann svo í skúff- unum sínum og er okkur fjöl- skyldunni ógleymanlegt ljóðið sem hann samdi til ömmu þegar hún dó. Afi var einfaldlega frábær kar- akter, skemmtilegur, fyndinn, sjálfstæður og gerði það sem hon- um sýndist hverju sinni, eflaust ekki margir níræðir menn sem vippa rúminu sínu í skottið og flytja sig seint á sunnudags- kvöldi, því jú maður á ekki að flytja á mánudögum sagði hann. Þær eru margar skemmtilegar og broslegar sögurnar af honum afa og mun ég ylja mér við þær í framtíðinni. Eins og góð vinkona mín sagði við mig um daginn, þá eru það forréttindi að fá að vera frábær fram á síðasta dag. Það á svo sannarlega við um þig elsku afi. Ástarkveðja. Þín Selma Rut. Elsku ljúfi afi minn er látinn, minningar streyma í gegnum hugann og augun fljóta í tárum. Afi var mér mjög kær og ég er þakklát fyrir öll árin sem ég átti með honum. Þegar ég hugsa til afa finn ég fyrir hlýju höndunum hans klappa á öxlina mína, heyri dill- andi hláturinn og finn neftóbaks- lykt sem var bara góð af afa. Afi átti endalausa þolinmæði og naut þess að kenna og leið- beina, vel úthugsuð og yfirveguð ráðin hans voru alltaf góð. Þess fékk ég til dæmis að njóta þegar hann sá að ég átti í smá basli með að læra að lesa og á einni kvöld- stundu með afa leystist málið. All- ar stundir með afa voru hlýjar og notalegar og sótti ég í þær strax í æsku. Að ráða krossgátur með honum, hnýta upp selanet eða stússa í fjárhúsunum voru sælu- stundir sem ég mun aldrei gleyma. Brúni sultardropinn á nefbroddinum var oftast með í för og í sakleysislegum hugarleik spáði ég hvar hann myndi lenda. Afi elskaði fjölskylduna sína mikið og sýndi það með um- hyggju og endalausum áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar hann talaði um fólkið sitt fylgdi alltaf mín eða minn með nafni, Magga mín, Stína mín, Elsa mín og Ingi minn og það sama gilti um öll afa- og langafabörnin. Afi mátti ekkert aumt sjá og ef einhver átti erfitt eða þurfti á hjálp að halda gerði hann allt sitt til að aðstoða og fylgdist grannt með öllu. Hann lifði tímana tvenna, frá því að vera alinn upp við fátækt og erf- iðar fjölskylduaðstæður yfir í að hrífa unglinga nútímans með sér með áhuga á tækjum og tækni og allt þar á milli. Afi sagði mér frá því er hann fékk epli í fyrsta skipti, hann geymdi það vafið inn- an í vasaklút og vitjaði þess annað slagið, pússaði það og naut epla- lyktarinnar þar til einn daginn að það var orðið skemmt og óætt. Sá tími var mjög ólíkur því sem við þekkjum í dag en afi var alltaf með á nótunum þrátt fyrir háan aldur, hann var „töffari“ sem allir löðuðust að og nutu samvista við. Það var gaman að gantast með afa, hann sá auðveldlega spaugi- legu hliðarnar á lífinu. Húmorinn var í sérflokki og ekki þurfti mik- ið til þess að augu hans vöknuðu af hlátri og gleði. Gullkornin hans eru ótal mörg og alltaf gaman að rifja þau upp „tíu fingur upp til Guðs, nei níu og hálfur!“ Elsku afi minn, ég segi eins og amma: „Þú ert bestur af öllum.“ Stundirnar sem ég átti með þér nokkrum dögum áður en þú kvaddir voru mér dýrmætar. Nóttina sem ég sat hjá þér vaknaðir þú, brostir til mín og sagðir: „Situr þú hér við vögguna mína, elskan mín,“ úr augunum þínum las ég að þú viss- ir hvert stefndi, æðrulaus og tilbúinn að kveðja. Ég vonaði þá að þú myndir fá að upplifa sumarið einu sinni enn, hlusta á fuglasönginn, ylja þér í sólskininu og finna ilminn af gróðrinum. En nú ertu kominn til þeirra sem þú hefur saknað mik- ið, hennar ömmu og hans Árna þíns og ég vil trúa því að ykkur líði öllum vel. Takk, afi minn, fyrir alla um- hyggjuna og ástina sem þú gafst okkur öllum. Falleg minning um þig mun lifa og verður ekki frá okkur tekin. Ástarkveðja, þín Árný. Elsku afi minn. Að alast upp í næsta húsi við þig og ömmu voru forréttindi sem ég fékk að njóta í bernsku minni, að geta droppað inn til ykkar ömmu þegar mig langaði var alveg frábært, þú sitjandi á bekknum þínum við endann á eldhúsborðinu með selskinn á hnjánum að skafa með hníf og amma eitthvað að sýsla í kringum þig er minning sem er mér ljóslif- andi enn þann dag í dag. Að geta laumað hendi minni í hlýja hönd þína á leið niður í fjárhús var allt- af svo gott. Þú að lesa Dodda í Leikfangalandi fyrir okkur Þor- leif þegar við fengum að gista hjá þér þegar amma var ekki heima og við þóttumst vera að passa að afa leiddist ekki á meðan, aldrei minnist ég þess að þú hafir neitað okkur um að gista þó svo ég sé nú alveg viss um það í dag að það hafi nú kannski ekkert endilega verið þægilegast fyrir þig að hafa tvo krakkaorma í rúminu í stað ömmu. Endalausar minningar úr sveitinni hafa svifið um hugann á síðustu dögum, núna síðast í dag þegar ég fann jólakort frá ykkur ömmu síðan ég var lítil og í því stóð „Gleðileg jól, farsælt kom- andi ár, elsku Anna mín, ég þakka þér fyrir alla snúningana og gæskuna á liðna árinu, þú átt að eiga botnóttu gimbrina nið- urfrá, frá afa og ömmu“. Hugsa ég að þetta hafi verið besta jóla- gjöfin þessi jólin. Öll árin sem þið bjugguð á Egilsstöðum gat ég alltaf leitað til ykkar ef mig van- hagaði um eitthvað eða bara droppað í heimsókn, alltaf var mér og mínum tekið opnum örm- um. Að geta átt með þér síðustu daga lífs þíns, fá að strjúka hönd þína og rifja upp gamlar minn- ingar, hlæja og grínast með þér, og að síðustu sitja hjá þér og halda í hönd þína þegar þú yf- irgafst þennan heim eru minn- ingar sem verða mér ávallt dýr- mætar. Þú varst ávallt ljúfur afi og langafi sem mátti ekkert aumt sjá og vildir öllum svo vel, þín verður sárt saknað, brosið þitt og dillandi hláturinn mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Nú ert þú horfinn á braut og ég trúi því að þú sért kominn til ömmu, Árna Þórs og allra hinna englanna. Hvíl í friði, elsku afi minn, og hafðu ástarþakkir fyrir allt. Þín dótturdóttir, Anna Aðalheiður Arnardóttir. Elsku afi, ég elska þig og mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst svo ljúfur og góður maður, hraustur og duglegur miðað við aldur. Þú varst bros- mildur og skemmtilegur og alltaf gaman að heimsækja þig. Eftir að amma dó baðstu mig að passa hundabangsann hennar vel, það hef ég gert og hef hann alltaf hjá mér á nóttunni. Ég mun sakna þín rosa mikið og vona að þú hafir það gott hjá ömmu og Árna frænda. Ég mun aldrei gleyma þér, afi minn. Þín langafastelpa, Stefánný Ósk. Árni Halldórsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, RAGNHEIÐUR JÓNA ÁRMANNSDÓTTIR, Akraseli 6, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 3. júní kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Trond Are Schelander, Ármann Schelander, Knut Egil Schelander, Jan Olav Schelander, Katrín Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Eyjólfur Ármannsson, Synnøve Schelander Wang, Leif Ole Wang. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, ÁGÚST BJÖRNSSON prentari, Fellsmúla 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 29. maí. Þrúður Márusdóttir. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS HÁKONARSON, Skeljagranda 7, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 30. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Hákonardóttir, Hildur Hákonardóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARÍUS GUÐMUNDSSON, Fornhaga 17, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 30. maí. Ingibjörg Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur St. Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.