Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Stór hluti tekna viðskiptabankanna í fyrra er tilkominn vegna uppfærslu á virði útlána og á sama tíma hefur endurskipulagning útlána gengið hægt fyrir sig, meðal annars vegna óvissu um aðgerðir yfirvalda og um lögmæti lánasamninga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjár- málastöðugleikann. Í skýrslunni kemur fram að sam- anlagðar tekjur viðskiptabankanna af virðishækkun lánasafna sinna í fyrra nam 78 milljörðum eða sem nemur 40% af hreinum rekstr- artekjum þeirra. Þegar búið er að leiðrétta fyrir áhrifum tekna vegna uppfærslu yfirtekinna lána og taka út tekjur af annarri fjármála- starfsemi kemur í ljós að kostn- aðarhlutfall viðskiptabankanna er hátt. Samkvæmt skýrslunni nam kostnaðarhlutfall viðskiptabankanna í fyrra að meðaltali 57% og er nánast hið sama í öllum bönkum, óháð stærð þeirra. Miðað við hefðbundin viðmið í bankarekstri telst þetta hátt kostnaðarhlutfall en stjórnendur banka stefna yfirleitt að halda því undir 50%. Vakin er sérstök athygli á því í skýrslunni að rekstrarkostn- aður bankanna mun að öllu óbreyttu hækka enn frekar sökum þess að stjórnvöld hyggjast leggja meiri álögur á bankastarfsemi á næstu misserum, meðal annars með hækk- un iðgjalds í Tryggingasjóð inni- stæðueigenda, auk þess sem sér- stakur bankaskattur verður settur á. Fram kemur í skýrslunni að þar sem útlán stóru viðskiptabankanna voru færð til þeirra frá gömlu bönk- unum með ríflegum afslætti þá hafi þeir enn töluvert svigrúm til end- urskipulagningar útlána. Þrátt fyrir þetta telur Seðlabankinn að end- urskipulagning útlána hafi gengið hægt fyrir sig. Auk óvissunnar vegna lögmætis gengistryggðra lána er margvíslegri óvissu um aðgerðir stjórnvalda kennt um, ásamt þeirri fullyrðingu að skortur sé á þekkingu innan fjármálafyrirtækja á end- urskipulagningu skulda fyrirtækja. Þrátt fyrir að stór hluti skulda heimila hafi verið endurskipulagður að sögn Seðlabankans kemur fram í skýrslunni að endurskipulagning skulda fyrirtækja hafi gengið hægt fyrir sig. Einkageirinn er gríðarlega skuldsettur og nema skuldir hans um 240% af landsframleiðslu. Eins og segir í skýrslunni er ekki hægt að gera ráð fyrir að skuldsett fyrirtæki, sem ekki hafi gengið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu í bankakerfinu, skili miklu til lands- framleiðslunnar, hvorki með fjár- festingu né arðsemi í krafti hagræð- ingar. Fyrst og fremst lengt í lánum Í skýrslunni kemur fram að end- urskipulagning skulda fyrirtækja hefur að stærstum hluta farið fram í gegnum framlengingu lána. Um 68% allra þeirra lána sem hafa fengið endurskipulagningu hafa fengið hana gegnum lengingu lánanna. Fram kemur að þetta gæti reynst áhyggjuefni þar sem lánalengingin gengur aðeins til lengdar ef framtíð- artekjur standa undir greiðslubyrð- inni. Með öðrum orðum frestar það aðeins hinum óumflýjanlega vanda að öllu óbreyttu að lengja í lánum fyrirtækja sem eru í ósjálfbærri skuldastöðu. Svigrúm til staðar til end- urskipulagningar skulda Skýrsla SÍ um fjármálastöðugleika Stór hluti tekna vegna endurmats útlána Morgunblaðið/Ómar Fjármálastöðugleiki Tryggvi Pálsson og Már Guðmundsson kynna rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika í Sölvhóli í gær. Fjármálastöðugleikinn » Samanlagðar tekjur viðskiptabankanna af virðis- hækkun lánasafna í fyrra námu 78 milljörðum eða sem nemur 40% af hreinum rekstrar- tekjum þeirra. » Skuldir fyrirtækja nema um 240% af landsframleiðslu. » Skuldastaðan heldur niðri fjárfestingu. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þau íbúðalán sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) keypti af Landsbankanum á árinu 2004, munu ekki hafa áhrif á fjárhag ÍLS, umfram það sem þegar hefur verið reiknað með vegna 110% leiðarinnar. Allar afskriftir umfram þá leið mun Landsbankinn að öllum líkindum taka á sig. Sigurður Erl- ingsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að nýkynntar vaxtaendur- greiðslur og afskriftir sem bjóðast viðskiptavinum Landsbankans, muni ekki hafa neikvæð áhrif á ÍLS. Lánin sem ÍLS keypti árið 2004, séu innan við 5% af heildarútlánum. Keyptu greiðsluflæði lána Sem kunnugt er lenti ÍLS í um- fangsmiklum uppgreiðslum á lánum, eftir að bankarnir hófu innreið sína á fasteignalánamarkaðinn. Hlutdeild bankanna í útistandandi fasteigna- lánum gagnvart ÍLS jókst þannig úr 2% í ágúst 2004 í 88% í nóvember sama ár. Þetta kemur fram í grein- argerð ÍLS vegna útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Upp- greiðslur á lánum hjá ÍLS námu meira en 180 milljörðum króna frá september 2004 og fram í október 2005, að því er kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2005. Sú umfangsmikla endurfjármögnun sem eigendur fasteigna fram- kvæmdu á þessu stutta tímabili or- sakaði að ÍLS stóð uppi með fullar hendur fjár, sem þurfti að koma í ávöxtun. Enda sjóðurinn ennþá með útistandandi skuldir vegna verð- bréfaútgáfu, sem nýtt var til að fjár- magna útlán. Í skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá árinu 2005 er fjallað um þau úrræði sem Íbúðalánasjóður greip til, svo hægt væri að fá ávöxtun á laust fé sjóðsins. ÍLS greip meðal annars til þess ráðs að kaupa greiðsluflæði ákveðinna lánasafna, þar á meðal af Landsbankanum, sem sér ennþá um innheimtu og aðra þjónustu á lánunum. Hefur ekki áhrif á fjárhag sjóðsins Íbúðalánasjóður keypti greiðsluflæði nokkurra fasteignalánasafna árið 2005 Morgunblaðið/Sverrir ÍLS Ný og róttæk úrræði Lands- banka skaða sjóðinn ekki. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Íslenska ríkið er langt komið í und- irbúningi fyrir útgáfu ríkisskulda- bréfa í erlendri mynt og hefur feng- ið erlenda banka til að sjá um hluta af þeim undirbúningi. Ísland hefur fengið erlendu bank- ana Barclays Capital, Citigroup og UBS Investment Bank til að sjá um að halda nokkra fundi með erlend- um fjárfestum, sem sérhæfa sig í skuldabréfakaupum, að því er segir í tilkynningu frá Barclays. Fund- irnir munu verða haldnir á dög- unum fyrsta til áttunda júní næst- komandi og segir í tilkynningunni að útgáfa íslenskra ríkisskuldabréfa í evrum geti fylgt í kjölfarið ef að- stæður á markaði leyfa. Ef af skuldabréfaútboði verður er um að ræða fyrsta skuldabréfaútgáfu Rík- issjóðs Íslands á erlendum mörk- uðum frá hruni. Áður hefur komið fram að íslensk stjórnvöld hafa mikinn áhuga á skuldabréfaútgáfu erlendis, en ýmis ljón hafa staðið í veginum fyrir slíkri útgáfu, til dæmis Icesave-deil- an við Breta og Hollendinga. Í frétt Reuters er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni að aðstæður hafi batnað hér á landi og að íslenska ríkið sé í góðri stöðu til að skoða fyrstu er- lendu skuldabréfaútgáfuna í fimm ár. Fram kemur í frétt Reuters að eftir uppkaup á tveimur skulda- bréfaflokkum fyrr í ár þurfi íslenska ríkið að standa skil á 454 milljónum evra á þessu ári og því næsta. Fyrsta erlenda skuldabréfaútgáfan í fimm ár Ríkið stígur fyrstu skrefin að skuldabréfaútgáfu í evrum Morgunblaðið/Ómar Skuldabréf Íslenska ríkið þarf að standa skil á um 454 milljónum evra á þessu ári og því næsta, sem jafngildir um 75 milljörðum íslenskra króna. ● Lífeyrissjóðirnir fjórtán, sem und- anfarna mánuði hafa skoðað mögu- leg kaup á hlut í HS Orku hafa í kjölfar ítarlegrar skoðunar gengið frá samn- ingum um kaupin við dótturfélag Al- terra Power (áður Magma Energy). Lífeyrissjóðirnir hafa stofnað sam- lagshlutafélagið Jarðvarma slhf. til að halda utan um eignarhlutinn fyrir hönd sjóðanna. Samkvæmt samkomulaginu kaupir Jarðvarmi 25 prósent hlutafjár í HS Orku á genginu 4,63 krónur á hlut. Kaupverðið nemur því tæpum 8,1 millj- arði króna og er miðað við að greiðslan fari fram í dag 1. júní. Jarðvarmi fær jafnframt kauprétt á nýjum hlutum í HS Orku á genginu 5,35 krónur á hlut en verði kauprétturinn nýttur að fullu verður eignarhlutur Jarðvarma í HS Orku 33,4 prósent. Kaupa 25% í HS Orku HS Magma á nú 75% í HS Orku. ● Útflutningur á þjónustu á fyrsta árs- fjórðungi 2011 var, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar, 58,2 millj- arðar en innflutningur á þjónustu 60,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því nei- kvæður um 2,2 milljarða króna. Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 9,3 millj- arðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjón- ustu um 8,1 milljarði. Halli á ferðaþjón- ustu var um 3,5 milljarðar. Halli á þjónustujöfnuði Morgunblaðið/Kristinn Stuttar fréttir…                    !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-1, ++2-/. 33-+34 3+-325 +/-.4/ +4,-., +-,1,+ +/4-4 +5,-02 ++,-/. +/0-. ++/-3 33-+// 3+-440 +/-.03 +4,-03 +-,1/3 +/4-/. +5.-,4 33+-+42 ++.-+3 +/0-05 ++/-.. 33-3.4 3+-,13 +/-5,5 +4.-4 +-,+34 +/,-, +5.-/0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.