Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 ✝ Vilhelm ÞórGuðmundsson fæddist 1. desem- ber 2005. Hann lést af slysförum 22. maí 2011 á Land- spítalanum í Reykjavík. Foreldrar Vil- helms Þórs eru El- ísa Björk Jóns- dóttir, f. 20. janúar 1982 og Guð- mundur Friðmar Birgirsson, f. 1. maí 1981. Systkini hans eru Sóley Björk Guðmundsdóttir, f. 17. september 2003 og Tómas Valur Bjarkason, f. 21. sept- ember 2009. Foreldrar Elísu Bjarkar eru Guðný Sigurðar- dóttir, f. 23.desember 1961 og Jón Hjalti Elísson, f. 29. september 1958, d. 27. júní 2002 og fósturfaðir hennar er Halldór Ágústs- on Morthens, f. 10. maí 1966. For- eldrar Guðmundar eru Birgir Sigur- finnsson, f. 2. jan- úar 1959 og María Svava Andrés- dóttir, f. 27. febrúar 1960. Sambýliskona Guðmundar er Íris Rán Símonardóttir, f. 15. maí 1987 og dóttir hennar Aníta Björg Benjamínsdóttir, f. 2. júní 2007. Útför Vilhelms Þórs fer fram frá Selfosskirkju í dag, 1. júní 2011 kl 13.30. Elsku litli grallarinn minn. Hjarta mitt er brostið. Ég reyni að hugsa ekki um allt sem þú fékkst ekki að gera og reyni að minnast alls sem þú gerðir á stuttum tíma. Þú varst tilbúinn að prófa nánast allt, allavega einu sinni, svo framarlega sem ég væri nú tilbúinn að grípa þig ef illa færi. Rúmlega þriggja ára gamall í myrkrarússíbananum í Tívolíinu, aftur og aftur með „tí- volí-svipinn“. Það er svo margt sem ég átti eftir að kenna þér og segja þér. Alveg síðan þú fæddist blund- aði í mér þessi ónotatilfinning að þú fengir ekki að vera lengi hjá mér, en ekki hefði mig grunað að þú færir með þessum hvelli. Ég og Sóley Björk tókum ákvörðun um að eldfjallið væri reitt fyrir okkar hönd. Kannski vegna þessarar tilfinningar færði ég Sólina okkar frekar í sitt rúm eftir að þið höfðuð sofnað í mömmubóli og leyfði þér að kúra áfram. Þá laumaði ég hend- inni þinni í mína og horfði á þig sofa alveg eins og við kúrðum á spítalanum. Strauk litla glókoll- inn þinn og kyssti þig mörgum sinnum áður en ég gat sofnað. Mömmuból verður eitthvað ein- manalegt núna. Engin spörk eða kýlingar eða hrotur. Enginn að príla og brölta um allt rúmið í svefni og enginn sem stelur kalda koddanum hennar mömmu sinnar. Elsku Sólin okkar saknar þín mikið enda voruð þið bestustu bestu vinir. Ótrúlega samheldin systkini og sjaldan sem það slettist upp á vinskapinn hjá ykkur. Hún gat nú fengið þig til að gera nánast allt og leika nán- ast allt, allt frá prinsessum til hunda. Það verður einmanalegt í herberginu hennar núna og ykk- ar Tómasar Vals. Ég lofa þér að mamma verður dugleg að leika við þau fyrir þig og hjálpa þeim að muna eftir þér. Ég veit að afi Ljón hefur tekið vel á móti þér og amma Rúna og ég veit þið passið hvert upp á annað og okkur hin. Ég elska þig mestast og bestast og aldrei gleyma því. Elsku litli Grallari: Bolti á milli fóta og bíll í hægri hönd fullir vasar af steinum og Shakira upp á rönd. Gormiti og Bakugan og golfkúlur frá afa, löggumerki í skyrtunni og byssa til vara. Litli sæti krúttlegi í faðmi þínum liggur, þú pabbalykt þiggur. Gleymdu ekki bréfinu frá Sólinni og mömmu, myndinni frá strákunum og kossinum frá ömmu. Í kistu þína legg ég þín gull í hinstu för, kveðju til ömmu og afa og lítinn koss á vör, taktu með þér faðmlag mitt og alla mína hlýju, knús og kram og koss og kitl uns sjáumst við að nýju. Kveðja frá mömmu. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð til þín, elsku Vilhelm Þór, hljóma í huga mér orðin þín frá því fyrir aðeins ör- fáum dögum, þegar þú varst hjá ömmu: „Amma, ég vildi að ég gæti spólað lífinu til baka!“ Ég spurði auðvitað hvers vegna þú vildir það, og svarið þitt var: „Svo við gætum séð eitthvað aft- ur sem búið er að gerast.“ Og merkilegt nokk, þessa löngu erfiðu daga sem liðnir eru hefur lítill gullinhærður prakk- araspói einmitt verið ljóslifandi í skemmtilegu endurliti í kollinum á ömmu, í hvert sinn sem augun lokast eða rólegheit verða. Hopp og hlaup, prakkaraskríkjurnar og stríðnispúkabrosið þitt fylgir mér hvert fótmál. Þú skríður líka af og til í fangið á ömmu þegar hún sest í stólinn sinn inni í stofu og kúrir. Kannski ert það þú sem ert að spóla til baka fyrir ömmu til að létta lundina af og til, því þegar rifjað er upp er yfirleitt bara um að ræða uppátæki og at- burði sem senda ósjálfrátt bros á varir, þótt oftar en ekki sé það í gegnum tárin. En í hvert sinn fylgir því vellíðan sem er kær- komin þessa dagana. Eitt dæmi um þessi endurlit er þegar amma var eitt sinn sem oftar að taka til og þrífa, en þú varst að prakkarast í fanginu á pabba inni í stofu. Allt í einu heyrðist í gegnum prakkarahlát- urinn…„amma drulluskafa! …“ og svo hlegið og hlegið. Orð að sönnu og auðvitað gátum við ekki annað en hlegið með þér. Og svo var það um daginn að þú komst til mín eftir að við höfðum ærslast og leikið – amma var að taka til auðvitað – en þú sagðir með stríðnisbrosið á sínum stað: „Amma, þú ert svona drasla amma mín!“ Við erum öll þakklát öllum þeim stuðningi og hlýju sem fjöldi fólks hefur veitt okkur og sýnt í verki. Góð vinkona sendi mér þessar línur sem eru svo fal- legar og sannar og veita örlitla huggun harmi gegn: Þú átt lítið blóm sem gaf þér gleði það gæddi lífið tilgangi og hljóm. Þó að sorg sé nú í þínu geði sæl þér verður minning um það blóm. Það skartar nú í beði fríðra blóma þess bíður ekki harmur eða þraut. Það missir ekki lit sinn eða ljóma en lýsir þér á minninganna braut. En best er þó að Guð nú blómið geymir í garði þeim sem aldrei visnar strá. Og eitt er víst að áfram lífið streymir enginn mun Hans vegi skilið fá. (Sigríður Guðjónsdóttir) Elsku litli fallegi Vilhelm okk- ar, í þessum fátæklegu orðum eru fólgnar ástarkveðjur og þakklæti fyrir tímann með þér. Knús og kossar frá ömmu Mæju í rauða húsinu og öllum hinum. María Svava Andrésdóttir (amma). Elsku fallegi ömmukúturinn minn. Hvernig í veröldinni á amma að geta sest niður til að skrifa minningargrein um 5 ára kút? Ég er örmagna af sorg, á einu andartaki ertu hrifinn í burtu frá foreldrum og systkinum sem elskuðu þig svo mikið. Snáðinn minn sem sjaldan sat kyrr, en þó svo mikill dundari þegar sá gállinn var á þér. Vilhelm Þór var dóttursonur minn. Ég var viðstödd fæð- inguna og þvílíkur gleðigjafi sem hann var frá fyrstu stundu. Rauðu fallegu krullurnar sem við tímdum ekki að klippa lengi vel. En þegar amma var búin að klippa hann, varð hann grall- araspóinn frá þeim degi. Þú skilur eftir þig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Minn- ingar vakna, margs er að sakna. Knúsin þín og þétt faðmlögin. Þú og Sóley Björk í playmó, teikna, barbie, bíló eða Sólin að stjórna litla bróður (sem lét vel að stjórn) eins og að láta hann í hin ýmsu hlutverk hvort sem þú áttir að vera prinsessa eða hundur, orð hennar voru lög hjá þér. Þú að kenna litla Tómasi Val strákaleiki, þið öll að dansa og syngja við Mamma Mía-lögin þegar amma var að passa. Þú varst búinn að velja skóla- töskuna hjá mér, ásamt Antoni Breka og áttuð þið að koma í vikunni að sækja þær. Ömmu fannst þú velja fullstóra tösku, en engin önnur kom til greina hjá þér. Þín bíður önnur skóla- ganga annars staðar. Þú og Anton Breki tilbúnir í grallaragang saman og stóru systkinin aldrei langt undan. Gríðarlega margar fagrar minn- ingar á ég um þig, elsku krútt- bomban mín, með rauða lubb- ann og ansi oft í gúmmístígvélum sama hvernig viðraði. Yndisleg stund þegar amma svæfði ykkur í síðasta passi. Við búin að fara með allar bænirnar, búið að lesa skellibjöllubókina og þú biður ömmu um að syngja, fyrir valinu verður „Ó Jesú bróðir besti“ en þegar við erum að klára 2. erindið heyrist í þér: Æ amma, ég nenni ekki að syngja „Æ Jesú góði besti“ segðu frekar sannar sögur af okkur Sóleyju. Við hlógum svo mikið að eng- inn var sofnaður þegar mamma kom heim úr vinnunni. Amma getur skrifað endalaust um dýr- mætu stundirnar sem við áttum saman bæði hér á Íslandi og einnig úti í Danmörku. Þrátt fyrir að vera mikill gaur þá varstu svo varkár, eins og þegar þú fórst í golf með krik- ketkylfu og kúlu, settir á þig hjálm og hnéhlífar, til öryggis. Ég bið góðan Guð og alla engla himins að varðveita þig og vaka yfir mömmu þinni, pabba og systkinum þínum. Og einnig Írisi og Anítu. Þungar byrgðar eru lagðar á elsku Elísu mína og Guðmund. Góði Guð, gefðu þeim styrk í sorginni og okkur öllum sem elskuðum litla drenginn. Amma mun passa vel mömmu þína, Sóleyju Björk og Tómas Val. P.s.: amma lofar að læra text- ann „Til himins upp hann afi fór“. Ömmukoss að lokum Þín amma, Guðný. Elsku Vilhelm, það er svo margs að minnast. Til dæmis gleymum við ekki öllum skipt- unum sem þú komst trítlandi inn í ömmu- og afahús, jafnvel nýbúinn að borða, en varðst svangur um leið og þú komst inn í eldhúsið, eða bara þegar þú sást ömmu. Eitt sinn opnaðir þú ísskápinn, skoðaðir innihaldið og spurðir: Amma, af hverju átt þú alltaf svona mikið af karamellus- úrmjólk …? Amma sagði þér að það væri af því að þér þætti hún svo góð og fékk að launum svo fallegt bros. Alfreð Logi og Ingi Sveinn eiga eftir að sakna sárt litla prakkarans sem kom reglu- lega trítlandi til að biðja þá að leika. Það er uppáhaldsiðja ykkar barnanna þegar þið eruð hjá ömmu og afa að vera á bak við hús í búinu og drullumalla, hálfu og heilu dagana drullug upp fyr- ir haus. Þegar amma horfir á barnahópinn að leik þessa dag- ana, sér hún þig alltaf með þeim, heyrir hláturinn þinn og söng- inn, og bíður eftir að þú birtist inni á eldhúsgólfi að bjóða ömmu og öllum í drullukökukaffi úti í garði moldugur og blautur upp fyrir haus. Svo má ekki gleyma hve mik- ill pabbakútur þú varst, elsku Vilhelm, alltaf með bílladellu eins og pabbi, elskaðir bíla, trak- tora, trukka og rútur og fékkst oft að prufa að halda í stýri hjá pabba og afa. Þú sagðir oft að þú gætir sko alveg keyrt stóra bíla sjálfur og svo ætlaðir þú að vera bílstjórinn hennar ömmu þegar hún yrði gömul. Elsku litli Villi pilli, prakkara- strákurinn hennar ömmu, þín verður sárt saknað af stórum hópi sem elskaði þig eins mikið og hægt er að elska. Við munum minnast þín öllum stundum og þakka fyrir allar fallegu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér, ég er svo viss um að litla gullna kollinum þín- um og fallega prakkaralega hlátrinum mun oft bregða fyrir í stóra hópnum okkar á gleði- stundum. Hér eru margir frændur og frænkur sem munu sakna þín sárt, elsku Vilhelm, og öll munum við halda minning- unni um þig ferskri og fallegri ofarlega í huga okkar. Lítil kveðja fylgir hér með frá Guðmundi stóra frænda þínum: Traktorstengda sköfu og tæki í sama stíl. Hann gat vel notað gröfu og góðan vörubíl. Við eigum svo erfitt með að skilja tilganginn með því að taka þig frá okkur svo ungan, elsku Vilhelm, en einhver hlýtur til- gangur almættisins að vera og við það verðum við að hugga okkur. Við munum halda áfram að minnast þín í bænum okkar og biðja þess að þér líði alltaf vel og þakka fyrir þennan allt of stutta tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Knús og kveðjur, Afi Birgir, Ingi Sveinn, Alfreð Logi, Helgi, Birgir Svavar, Alma og Guðmundur stóri. Meira: mbl.is/minningar Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. Kveðja frá afa Dóra, Halldór Ág. Morthens. Elsku Vilhelm Þór, litli gull- molinn okkar, mikið finnst okkur sárt að þú sért tekinn frá okkur svona snemma. Þú varst litli ljósgeislinn okkar, alltaf svo kát- ur og glaður, og prakkarastrikin; það má ekki gleyma þeim. Þú Vilhelm Þór Guðmundsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, VALGERÐUR GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR, Skúlagötu 20, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt föstudagsins 27. maí, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. júní kl. 13.00. K. Kolbrún Baldursdóttir, Guðmundur Fr. Ottósson, Ásgeir Torfason, Hrefna S. Sigurnýasdóttir, Ástríður G. Torfadóttir, Trausti Ævarsson, Valgerður G. Torfadóttir, Elías Kári Halldórsson, Ragnhildur Torfadóttir, Kristján Sigurðsson, Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, Barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu, afa, langömmu og langafa, ÁSMUNDAR JÓNSSONAR OG HELGU JÓNU SVEINSDÓTTUR, Ásabraut 4, Akranesi. Starfsfólki heimahjúkrunar og lyflæknisdeildar Sjúkrahúss Akraness eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúð og frábæra umönnun. Ingibjörg Ásmundsdóttir, Jóhann Oddnýr Pétursson, Jón Óskar Ásmundsson, Guðrún Margrét Halldórsdóttir, Svanhvít Ásmundsdóttir, Þór Magnússon, Einar Aðalsteinsson, Suzanne T. Adalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, ÞORSTEINN JÓAKIMSSON bifreiðarstjóri, Hlíf 2, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega látið minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði njóta þess. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Páll Kristmundsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Árni Aðalbjarnarson, Gunnar Theodór Þorsteinsson, Elín Huld Halldórsdóttir, Friðgerður Þorsteinsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, HAUKUR TRYGGVASON, Skálabrekku 9, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnu- daginn 29. maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir að ósk hins látna, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Samhljóm, reikn. 0567-14-10000, kt. 521006-1880. Fyrir hönd ástvina, Sigrún Kjartansdóttir, Sólrún Hauksdóttir, Árný Ósk Hauksdóttir, Óðinn Sigurðsson, Kjartan Jóhannes Hauksson, barnabörn, Kristbjörg Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.