Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011
Á föstudagskvöld
verða haldnir í
Hörpu tónleikar
undir yfirskrift-
inni „Tenórarnir
3 og einn í útrás“.
Þar koma fram
tenórarnir Garð-
ar Thór Cortes,
Gissur Páll Giss-
urarson, Jóhann
Friðgeir Valdi-
marsson og Snorri Wium, en sér-
stakir gestir þeirra eru Sigrún
„Diddú“ Hjálmtýsdóttir, Óskar Pét-
ursson og Óperukórinn í Reykjavík
sem Garðar Cortes stjórnar.
Tónlist
Tenórarnir 3
og einn í útrás
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Nú stendur í
Hafnarborg sýn-
ing á verkum eft-
ir JBK Ransu og
Guðrúnu Bergs-
dóttur. Sýningin,
sem hefur yfir-
skriftina Ab-
strakt, er haldin í
samstarfi við
listahátíðina List
án landamæra.
Í tilefni hátíðarinnar Bjartir dag-
ar í Hafnarfirði verður boðið upp á
listamannsspjall með Ransu sem
mun spjalla við gesti og segja frá
verkum sínum.
Myndlist
Listamanns-
spjall Ransu
JBK
Ransu
Í dag kemur út bókin Júní eftir
Hörpu Árnadóttur, en í bókinni eru
vatnslitamyndir og dagbókarbrot,
sem eru afrakstur vinnustofudvalar
Hörpu á gestavinnustofu á Bæ á
Höfðaströnd í Skagafirði í júní
2010. Í viðtali við Hörpu í Morgun-
blaðinu fyrir stuttu sagðist hún
hafa skrifað hugleiðingar um það
sem fyrir augu bar meðan á dvöl-
inni stóð í litlar minnisbækur og
einnig málaði hún myndir upp úr
upplifun sinni, bæði fyrir norðan og
einnig eftir að heim var komið.
„Þetta eru textarnir sem ég vann á
vinnustofunni upp úr minnisbók-
unum og vatnslitamyndir af því sem
fyrir augu bar.“
Nú stendur í Listasafni ASÍ sýn-
ingin Mýrarljós, þar sem sjá má
myndverk og texta sem urðu til upp
úr minnisbókunum, en einnig eru
til sýnis málverk, innsetningar og
verk sem unnin eru á staðnum. Efnt
verður til móttöku í listasafninu frá
17:00 til 19:00 í dag í tilefni af út-
komu bókarinnar. Crymogea gefur
bókina út, Hildigunnur Gunnars-
dóttir og Snæfríð Þorsteins hönn-
uðu bókina og Sarah Brownsberger
annast enska þýðingu.
Harpa Árnadóttir er fædd árið
1965 á Bíldudal í Arnarfirði. Eftir
háskólanám í sagnfræði og bók-
menntum fór hún í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og lauk fram-
haldsnámi við Listaháskólann í Va-
land, Gautaborg. Harpa hefur sýnt
víða og eru verk hennar í eigu ým-
issa opinberra safna og einkasafn-
ara á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hef-
ur hlotið verðlaun fyrir teikningar
hjá Þjóðlistasafni Svíþjóðar.
arnim@mbl.is
Sumar Í dag kemur út bókin Júní
eftir Hörpu Árnadóttur.
Júní eftir
Hörpu
Vatnslitamyndir
og dagbókarbrot úr
vinnustofudvöl á Bæ
á Höfðaströnd
Svíta nr. 1 fyrir
flautu og djasspí-
anótríó eftir
Claude Bolling
verður flutt á há-
skólatónleikum í
Hátíðasal HÍ í
dag kl. 12:30.
Flytjendur eru
Áshildur Har-
aldsdóttir flautu-
leikari, Einar
Scheving, slagverks- og trommuleik-
ari, Neal Kirkwood píanóleikari og
Richard Korn bassaleikari. Tónleik-
arnir hefjast kl. 12.30 og eru haldnir í
samvinnu við Listahátíð í Reykjavík.
Djasssvíta Claude Bollings var
samin 1975. Þetta verða síðustu há-
skólatónleikar skólaársins. Enginn
aðgangseyrir er að tónleikunum.
Djasssvíta í
Hátíðasal
Claude
Bolling
Vatn stendur fyrir
einhvers konar hring-
rás sem er mér mjög hug-
leikin 32
»
Díana Rós A. Rivera
diana @mbl.is
Edda Erlendsdóttir píanóleikari
verður með einleikstónleika í Kalda-
lóni, Hörpu, á uppstigningardag kl.
11:00. Fyrir tónleikana flytur Arndís
Björk Ásgeirsdóttir, dagskrárgerð-
arkona á tónlistardeild Rásar 1, fyr-
irlestur um Eddu og efnisskrá tón-
leikanna en þeir eru haldnir í tilefni
30 ára tónlistarafmælis Eddu.
Á efnisskránni eru verk eftir
Franz Schubert, Franz Liszt, Arn-
old Schönberg og Alban Berg sem
allir bjuggu og störfuðu í Vín á sín-
um tíma. Á heimasíðu Listahátíðar
segir að Austurríki, og þá sér-
staklega Vínarborg, sé vagga heillar
tónlistarhefðar og að tónleikarnir
séu í anda Vínarskólanna svoköll-
uðu.
Edda segir að Vínarskólarnir
tveir tákni ákveðin tímabil og stefnu
í tónlist. Tónskáldin Schubert, Ha-
ydn, Mozart og Beethoven tilheyri
þeim fyrri en þau bjuggu öll í Vín og
sömdu tónlist í klassískum stíl. Upp
úr aldamótunum 1900 hafi svo Vín-
arbúarnir Schönberg, Berg og We-
bern farið að semja tónlist sem hafði
öllu flóknara tónmál og er tónlist
þeirra nefnd seinni Vínarskólinn.
Ólík tónlist innan sömu hefðar
Að sögn Eddu er tónlistin sem
samin var á þessum tveimur tímabil-
um eðlilega ólík en tilheyrir þó sömu
tónlistarhefð. „Það svífur þessi Vín-
arskólaandi yfir öllum þessum höf-
undum,“ segir Edda. Hún bætir við
að hún nýti Franz Liszt sem eins-
konar brú á milli skólanna og segir
að sér finnist spennandi að stefna
þessum tveimur skólum saman á
tónleikum.
Eins og áður sagði á Edda 30 ára
tónlistarafmæli um þessar mundir
og segir hún það góða tilfinningu að
vera enn þá að og hafa nóg að gera.
„Þetta eru svolítil tímamót en samt
ekkert stór tímamót fyrir mig. Ég
fór samt aðeins yfir minn feril og ég
hélt mína fyrstu tónleika 1981 hérna
í Reykjavík,“ segir hún.
Á föstudag heldur Edda meistara-
námskeið í samstarfi við Íslands-
deild Evrópusambands píanókenn-
ara EPTA. Margir sóttu um og
komust færri að en vildu. Nám-
skeiðið er haldið í Kaldalóni, hefst
kl. 10:00 og stendur til kl. 19:00.
Morgunblaðið/Ómar
Vínartónlist Edda Erlendsdóttir fagnar þrjátíu ára tónleikaafmæli.
Vínarskólum
stefnt saman
Edda Erlendsdóttir heldur tónleika í
Kaldalóni, Hörpu, á fimmtudag Tón-
leikarnir eru í anda Vínarskólanna
Þrír áratugir af tónlist
» Edda Erlendsdóttir lærði
píanóleik við tónlistarskólann í
Reykjavík og við Conservatoire
National Superieur de de Musi-
que í París. Hún hefur leikið á
fjölda tónleika um allan heim.
» Edda fagnar þrjátíu ára tón-
leikafmæli í Hörpu á uppstign-
ingardag.
Sænski rithöfundurinn Kajsa
Ingemarsson er gestur á
höfundakvöldi Norræna húss-
ins annað kvöld, en í dag kem-
ur út ný bók eftir hana sem
ber heitið Allt á floti. Fyrsta
bók Kajsu Ingemarsson á ís-
lensku var Sítrónur og saffr-
an, sem kom út á íslensku á
síðasta ári, en hún var mest
selda bókin í Svíþjóð árið
2005.
Höfundakvöldið í Norræna
húsinu hefst kl. 20:00. Þórdís
Gísladóttir, sem þýddi Allt á
floti, ræðir við höfundinn og
Silja Aðalsteinsdóttir les úr
nýju bókinni.
Kajsa Ingemarsson er
fædd árið 1965. Hún lærði
rússnesku, pólsku og stjórn-
málafræði við Háskólann í
Stokkhólmi. Að loknu námi
vann hún hjá sænsku öryggis-
lögreglunni, en starfaði síðan
í nokkur ár sem dagskrár-
gerðarmaður og leikkona.
Fyrsta skáldsaga hennar kom
út 2002 og síðan hafa fimm
skáldsögur bæst við, eitt
greinasafn og sjálfshjálpar-
bók.
Kajsa Ingemarsson
gestur á höfundakvöldi
Vinsæl Kajsa Ingemarsson er gestur á höf-
undakvöldi annað kvöld.
Græni Hatturinn Akureyri
sími 461 4646 / 864-5758
Forsala á alla viðburðina hafin í Eymundsson
Mið. 1. júní
Karl Hallgrímsson - Útgáfutónleikar
Tónleikar kl. 21.00
Fös. 3. júní
Bang Gang
Tónleikar kl. 22.00
Lau. 4. júní
Jón Jónsson - Sérstakur gestur: Friðrik Dór
Tónleikar kl. 22.00
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fös 10/6 kl. 20:00
Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega
Faust (Stóra svið)
Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Örfár aukasýningar í maí og júní
Klúbburinn (Litla sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k
Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k
Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild
Eldfærin (Stóra sviðið)
Sun 5/6 kl. 13:00
Sögustund með öllum töfrum leikhússins
Klúbburinn frumsýndur á föstudag