Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 The Hangover átti gríðar-legri velgengni að fagnaþegar hún kom út árið2009 og var söluhæsta (bannaða) grínmynd allra tíma í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fylgja slíkum viðtökum eftir með framhaldsmynd í sama gæða- flokki. The Hangover Part II ber þess merki að vera framhaldsmynd gerð einungis til þess að raka inn peningum. Eftir að hafa séð stikl- una (e. trailer) sem var hrikalega fyndin og skemmtileg átti ég von á öðru meistarastykki frá leikstjór- anum Todd Philips, en raunin varð önnur. Vonbrigðin sem fylgja því að fara á mynd og átta sig síðan á því, þegar hún er hálfnuð, að þú sért búinn að sjá allt það fyndna í stikl- unni eru mikil. Ég hafði búið mig undir að labba út af myndinni með magavöðva og grátbólgin augu eft- ir tveggja klukkustunda hláturs- maraþon, en sú varð aldeilis ekki raunin. Ég hló varla neitt, en brosti þó mikið. Þeir bræður Stu (Ed Helms), Phil (Bradley Cooper) og Allan (Zach Galifianakis) eru mættir til Taí- lands í þetta skiptið til að vera við- staddir giftingu Stus. Þeir eru að sjálfsögðu við sama heygarðshornið og tekst að lenda aftur þunnir í bölvuðu tjóni með Mr. Chow (Ken Jeong). Myndin er því að fá góða aðsókn þar sem hún skartar skemmtilegum leikurum og vegna þess að fyrri myndin var frábær. Ken Jeong og Zach Galifianakis halda myndinni uppi með ein- staklega skemmtilegri útfærslu á sínum persónum. Zach Galifianakis leikur að vísu nákvæmlega sömu persónu í þáttunum („Bored to Death“) og var því ekki mikill vandi fyrir hann að skila góðu verki. Fólk mun vafalítið hafa gam- an af þessari mynd, ekki misskilja mig, og þá einkum vegna þáttar áðurnefndra leikara. En það er dagljóst að hún kemst ekki með tærnar þar sem fyrri myndin hafði grautþunna hælana hvað ferskleika og fyndni varðar.. Sambíóin The Hangover Part II bbbnn Leikstjóri: Todd Philips. Handrit: Craig Mazin, Scott Armstrong, Todd Philips, Jon Lucas, Scott Moore. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galif- ianakis. 102 mín. Bandaríkin 2011. RÓBERT B. RÓBERTSSON KVIKMYNDIR Gaman Þunnir menn á sjó með þó nokkrum andköfum, að því er virðist. Þynnka II: þynnri en búist var við Myndin Hangover: Part 2 var frumsýnd á föstudaginn og hefur hún fengið gríðargóð viðbrögð. Myndin rauk upp í fyrsta sæti vinsældalistans um helgina, – kannski hefur fólk ákveðið að skella sér á þynnkumyndina í þynnkunni. Pirates of the Caribbean: on Stranger Tides datt því í annað sæti en Gnomeó og Júlía 3D fór úr fimmta sæti vinsældalistans upp í það þriðja. Hangover fjallar um félagana Phil, Doug og Stu en Stu er í þetta sinn að fara að gifta sig. Tilvonandi kona hans er af taílensku bergi brotin og ætla þau að gifta sig á fal- legri eyju í Taílandi. Þar sem Stu vildi ekki lenda í neinu veseni eins og gerðist í síðustu mynd ákvað hann að leyfa strákunum ekki að steggja sig. Félagarnir detta því saman í saklaus- an bjór í staðinn á strönd eyjarinnar sem endar fremur skrautlega. Bíóaðsókn helgarinnar Þynnkan virðist vinsælust Dulur Alan uppljóstrar þarna leynd- armáli sínu við félagana Phil og Stu. Bíólistinn 27. – 29. maí 2011 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Hangover: Part 2 Pirates of the Caribbean: on Stranger Tides Gmomeó og Júlía 3D (Gnomeo & Juliet) Paul Fast Five Animals United Thor Water for Elephants Rio Hop (Hopp) Ný 1 5 3 2 6 4 9 10 16 1 2 3 3 4 3 5 3 7 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Á Youtube má finna stiklu úr myndinni Girl with the Dragon Tattoo og lítur út fyrir að hún hafi verið sett á netið án leyfis. Girl with the Dragon Tattoo er amerísk útgáfa Millenium trílógí- unnar sænsku eftir Stieg Larson en Sony Pictures gefa út mynd- ina. Myndbandið var sett á síðuna síðasta laugardag og hristist það mikið að upptakan virðist hafa átt sér stað í bíóhúsi. Óprúttni aðilinn kallar sig „dobvivstiuwir“ og hefur viðkom- andi aldrei sett önnur myndbönd á Youtube. Reyndar virðist sem aðgangurinn hafi verið stofnaður samdægurs og það í Hollandi. Hins vegar sýnir stiklan í byrjun bakgrunnsmynd frá the Motion Picture Association of America, sem gefur til kynna hvort myndin sé bönnuð börnum eða því um líkt, og er þessi bakgrunnsmynd aðeins í Bandaríkjunum. Það er því ólík- legt að þetta geti staðist. Að sögn bíómiðla virðist þessi gjörningur líta út fyrir að vera ákveðin markaðstækni hjá Sony Pictures. Sony hefur enn ekki gert athugasemdir við lekann né lagt áherslu á að taka stikluna af veraldarvefnum og undir- strikar það því enn frekar þessi undarlegu tengsl. gunnthorunn@mbl.is Stiklunni viljandi lekið á netið? Ógnandi Rooney Mara leikur hina hug- rökku Lisbet Salander í amerískri útgáfu. EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA GAMANMYND SUMARSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 og 10 (POWER) DYLAN DOG: DEAD OF NIGHT Sýnd kl. 8 PAUL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 10:10 Byggt á einni af vinsælustu teiknimyndasögum heims FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ ÍSLENSKU STÓRSTJÖRNUNNI ANÍTU BREIM HEIMSFRUMSÝNING POWE RSÝN ING KL. 10 -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 X-MEN: FIRST CLASS Í LÚXUS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 PIRATES 4 3D KL. 5 - 8 - 10 10 PRIEST 3D KL. 6 - 8 16 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L FAST FIVE KL. 10.40 12 THOR 3D KL. 8 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.30 - 8 - 10.30* 12 PAUL KL. 8 - 10 12 FAST FIVE KL. 5.40 12 *KRAFTSÝNING X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 6 L HÆVNEN KL. 5.40 - 8 12 HANNA KL. 10.20 16 PRIEST 3D KL. 8 - 10 16 STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND HEIMSFRUMSÝNING UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.