Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 2
Ekki hefur náðst samkomulag um störfin á Alþingi til loka vorþings. Skoðanir eru skiptar um framgang sjávarútvegsfrumvarpanna. Búist er við að stjórnarflokkarnir sýni á spil- in í dag. Af því ræðst hvert fram- haldið verður næstu daga. Samkomulag hefur náðst um fyr- irkomulag umræðu um skýrslu sem fjármálaráðherra flytur í dag um endurreisn viðskiptabankanna. Síð- an verður haldið áfram að ræða frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á núgildandi fiskveiði- stjórnarlögum, minna frumvarpið svokallaða. Umræður um það stóðu fram eftir kvöldi í gær. Gæti um- ræðan farið langt í dag eða jafnvel lokið. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki mælt fyrir frumvarpinu um heildarendurskoðun og gerir það varla fyrr en í næstu viku, úr því sem komið er. Forseti Alþingis hefur boðað for- menn þingflokkanna á fund síðdegis í dag til að reyna að ná samkomu- lagi um þingstörfin síðustu daga vorþingsins. Þingmenn úr stjórnarandstöðunni reikna með að fulltrúar stjórnar- flokkanna komi þar með tillögu um framgang sjávarútvegsmálanna og annarra mála sem þeir telja brýnt að afgreiða á vorþingi. Þingmaður sem rætt var við sagði að samkomu- lagið þyrfti einnig að ná til af- greiðslu mála á þingfundum í sept- ember. helgi@mbl.is  Enn bullandi ágreiningur um sjávarútvegsfrumvörpin Störf Alþingis » Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir að síðasti þingfundur á vorþingi verði 9. júní. Forseti Alþingis hef- ur lagt áherslu á að staðið verði við áætlunina. » Eftir er að afgreiða fjölda brýnna mála, meðal annars ráðstafanir í ríkisfjármálum vegna kjarasamninga. » Þá er gert ráð fyrir þing- fundum fyrstu tvær vikur sept- embermánaðar. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár sektað fólk unnvörpum fyrir að leggja ólöglega í grennd við íþróttaleikvanga og fjölskylduhátíðir. Sektargjöldin renna í bílastæðasjóð til að fjár- magna og reka bílastæðahús sé um brot í Reykjavík að ræða, annars renna þau í ríkissjóð, að sögn Stef- áns Eiríkssonar lögreglustjóra. Stefán segir að ekki verði slakað á 17. júní eða á Menningarnótt. Ekki sé hægt að skjóta sér á bak við gamla hefð fyrir því að brotin séu lög. Og lögreglan hafi varað fólk við. „Okkur er falið að halda uppi lög- um og reglu á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Stefán. „Á síðustu Menningarnótt auglýstum við mjög grimmt að fólk ætti að nota lögleg bílastæði. Við sektuðum þá sem lögðu ólöglega og létum draga á brott þá bíla sem ollu hættu.“ Lög og reglur séu „ekki bara upp á punt“. Ekki megi gleyma að þeg- ar lagt sé ólöglega hefti það oft um- ferð annarra, þ.á m. gangandi fólks með barnavagna og einnig fatlaðra. Einnig skapi þetta hættu með því að tefja fyrir umferð sjúkrabíla og slökkvibíla ef eitthvað gerist. Eins og ljósmynd lögreglunnar sýni vel hafi verið fjölmörg ónotuð stæði við Laugardalsvöllinn um síðustu helgi þegar þar voru margir og fjölsóttir viðburðir. Hann sé í sama göngu- færi við Fjölskyldugarðinn og svæði þar sem fólk hafi lagt ólög- lega. „Þetta blasir oftar en ekki við lögreglumönnum, fólk vill bara leggja við innganginn á þeim við- burðum sem það er að fara á en á sama tíma er enginn bíll á fjöl- mörgum almenningsstæðum í grenndinni.“  Lögreglan hyggst framfylgja lögum 17. júní og á Menningarnótt Hvergi stæði? Nóg var af ónotuðum stæðum við Laugardalshöllina um síð- ustu helgi þegar margir sóttu viðburði í Fjölskyldugarðinum, steinsnar frá. Hvergi næði til að leggja ólöglega Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tók við fimmtíu japönskum kirsuberjatrjám frá forseta Japansk-íslenska félagsins, Yoshihiko Wakita, við hátíðlega athöfn í Hljómskálagarðinum í gær. Trén fimmtíu tákna samanlagðan aldur Japansk-íslenska félagsins, sem er tuttugu ára, og Íslensk-japanska félagsins, sem er þrjátíu ára, og ævarandi vináttu og frið milli Íslands og Japans. Morgunblaðið/Ernir Tákn vináttu og friðar milli Íslands og Japans 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. 5.000 krónur kostar að leggja ólöglega en sé greitt innan 14 daga lækkar sektin í 3.900 krónur. 10.000 krónur þarf að borga ef gjaldið hef- ur ekki verið greitt 28 dögum eftir að sektað var. Leggi maður ólöglega í stæði fatlaðra er sektin 10.000 kr. en hækkar í 20.000 kr. ef ekki er borgað innan 28 daga. ‹ REFSINGIN Í KRÓNUM › » Safnaðu 5 toppum af Merrild eða Senseo-pökkum og sendu Ölgerðinni fyrir 16. júní. Gullverðlaun að verðmæti 350.000 kr. Tískuráðgjöf í heilan dag með Karli Berndsen, 100 þúsund kr. úttekt í Debenhams, ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi o.fl. Fjöldi aukavinninga m.a. kaffivélar frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi. Allsherjarnefnd Alþingis lagði fram þingsálykt- unartillögu í gær um að fram fari rannsókn á að- draganda og or- sökum rekstrar- erfiðleika og gjaldþrota ís- lenskra spari- sjóða. Gert er ráð fyrir að forsætis- nefnd Alþingis skipi þriggja manna rannsóknarnefnd í því skyni. Á hún að skila skýrslu til forseta Alþingis eigi síðar en 1. september 2012. Er lagt til að nefndin leggi mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um starfsemi spari- sjóða á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. Í greinargerð með tillögunni eru þeir erfiðleikar sem sparisjóðirnir stóðu frammi fyrir í kjölfar banka- hrunsins árið 2008 raktir stuttlega og hvernig ríkisvaldið hafi brugðist við. Ekki var fjallað sérstaklega um málefni sjóðanna í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um að- draganda og orsök falls ís- lensku bankanna en þar var bent á að þau verðskuld- uðu slíka rannsókn. Rannsaki gjaldþrot sparisjóða Nefnd meti mistök eða vanrækslu Merki SRPON fjarlægt. Búist við að fulltrúar stjórnar- flokkanna sýni á spilin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.