Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 ✝ Óskar Ingi-bersson fædd- ist í Keflavík 1. júlí 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 26. maí 2011. Foreldrar Ósk- ars voru Marín Jónsdóttir, f. 14.6. 1889, d. 11.4. 1974 og Ingiber Ólafs- son, f. 9.2. 1888, d. 10.11. 1935. Systkini Óskars: Ólafur, f. 5.4. 1913, d. 11.5. 1987; Jóhanna Elín, f. 1.8. 1914, d. 17.11. 1918; Jón Jóhann, f. 24.12. 1917, d. 16.11. 1918; Jón Jó- hann, f. 14.3. 1920, d. 19.10. 1983; Svavar, f. 6.2. 1929, d. 12.12. 2006. Hinn 6. júní 1953 kvæntist Óskar Hrönn Torfadóttur, f. 12. desember 1929, d. 21.12. 2006. Börn Hrannar og Óskars eru: Kristín Óskarsdóttir, f. 9.12. 1948, gift Mark McGuin- ness, f. 28.6. 1952, sonur henn- ar Marc Óskar Ames, kvæntur Juliet Ames og eiga þau tvo syni. Þau eru búsett í Banda- ríkjunum. Karl Óskar, f. 3.11. 1954, sambýliskona Valborg Bjarnadóttir, 3.9. 1950. Börn hennar eru Lilli Karen, f. 10.5. 1971, d. 11.1. 2004 og Bjarni Veigar, sambýliskona Bjarney árið 1950, þá aðeins 26 ára gamall. Árið 1955 var hann skipstjóri á Reykjaröst GK 414 og ári seinna skipstjóri á nýj- um Ólafi Magnússyni III. Árið 1961 varð Óskar aflakóngur og sama ár stofnar hann út- gerð með Jóni bróður sínum. Óskar og Hrönn stofnuðu fisk- verkun Óskars Ingiberssonar árið 1974. Fyrsta bátinn keyptu þau árið 1976. Árið 1982 keyptu þau svo 193 tonna stálbát ásamt sonum sínum. Báru bæði skipin nafnið Albert Ólafsson, KE 39. Þau ráku út- gerðina ásamt börnum sínum til 1995. Hrönn var útgerð- arstjóri en Óskar var skip- stjóri. Eftir að Óskar kom í land lét hann skipstjórnina í hendurnar á Karli. Óskar var alla tíð harðduglegur og ósér- hlífinn. Honum veittist sá heið- ur að draga þjóðhátíðarfánann að húni 17. júní 1946 fyrir dugnað og þá aðeins 23 ára gamall og síðan árið 1950 fyr- ir að vera aflakóngur. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Heiðabúa í Keflavík árið 1937. Hann sat í stjórn skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Vísis frá 1961 til 1967 og var gerður að heið- ursfélaga 1986. Hann var einn- ig formaður stjórnar Útvegs- bændafélags Keflavíkur í eitt ár. Útför Óskars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. og eiga þau 2 börn. Jóhanna El- ín, f. 4.1. 1956, sonur hennar er Óskar Marinó og á hann eina dóttur. Ingiber Óskarsson, f. 15.9. 1957, kvæntur Natalyu Gryshanina, f. 3.1. 1963. Dóttir henn- ar er Kateryna. Ásdís María Ósk- arsdóttir, f. 16.10. 1959, gift Þorgrími St. Árnasyni, f. 27.2. 1957. Dætur þeirra eru Hildur Elísabet og Hrönn. Hafþór Óskarsson, f. 7.1. 1962 , sam- býliskona, Heiða Gunn- arsdóttir, f. 5.8. 1968. Sonur þeirra er Halldór Ingi. Albert Óskarsson, f. 13.6. 1968, kvæntur Ragnheiði G. Ragn- arsdóttur, f. 22.9. 1969. Synir þeirra eru Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már. Óskar missir föður sinn að- eins 12 ára gamall. Eftir að skólagöngu hans lauk fór hann að beita línu hjá Alberti Ólafs- syni föðurbróður sínum og varð síðan háseti á Ólafi Magnússyni I. Hann tók stýri- mannapróf á Akureyri 1946 og varð skipstjóri á Ólafi Magn- ússyni II. Fljótlega tók hann alfarið við sem skipstjóri af Alberti. Hann varð aflakóngur Elsku pabbi. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég er lang- yngstur í systkinahópnum og kynntist þér ekki fyrir alvöru fyrr en við rérum saman á All- anum. Ég er svo þakklátur núna fyrir þann tíma. Þú varst orðinn fullorðinn, 67 ára og ég rétt rúmlega tvítugur. Þú varst allt- af að kenna mér að vinna og kenna mér réttu handtökin. Þú hafðir marga fjöruna sopið og hafðir verið með eindæmum fiskinn á þínum yngri árum. Þú varst ofsalega nýungagjarn og alltaf til í að prófa það sem var nýjast af nálinni og fylgdist svo vel með. Mér leið stundum eins og við værum á tilraunaskipi þegar við vorum á Allanum. Ég skildi það ekki fyrr en þá hvað þér leið vel á sjónum, sögurnar um bátana og aflabrögð voru ófáar. Þú varst alltaf rosalega hjátrúarfullur og sérvitur á margan hátt. Þegar ég var í körfunni fylgd- ist þú vel með, úr fjarlægð þó, því aldrei komst þú í íþrótta- húsið að horfa, en þú hafðir gaman af þessu, vissir alltaf hvernig leikirnir fóru og hvern- ig ég stóð mig. Svo léstu mig vita af því stöku sinnum að ég stæði mig bara þokkalega. Ég hafði alltaf rosalega gam- an af ástríðu þinni fyrir tækj- um, þú áttir alltaf nýjustu gerð af öllu og fórst að nota tölvur kominn vel yfir sjötugt. Það skipti þig miklu að eiga gott sjónvarp og að ná mörgum stöðvum. Þú fylgdist vel með boltanum og horfðir á alla þá leiki sem þú komst yfir. Ég held að þú sért eini 87 ára sjúklingurinn sem hefur verið lagður inn á sjúkrahúsið í Kefla- vík með flatskjá, tölvu, Skype og afruglara. Okkur Röggu þótti alveg ein- stakt að sjá hvernig þú hugsaðir um hana mömmu þegar hún var orðin veik, þú sem hafðir aldrei eldað eða þvegið þvott, sást al- veg um heimilið með öllu sem því fylgdi. Byrjaðir meira að segja að baka jólakökur og vöfflur. Við systkinin þurftum aldrei að hafa mikið fyrir þér, þú hugsaðir um þig alveg sjálfur alla tíð þar til núna í maí. Minn- ing þín mun lifa áfram með okk- ur. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þinn Albert. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur, það rifjast upp marg- ar minningar og sögur, frá því ég man eftir mér var ég alltaf með þér inni í öllum beiting- arskúrum, vélsmiðjum og fékk alltaf að fara með þér þegar þú fórst með bát í slipp. Sem gutti fékk ég að fara nokkrar ferðar út á sjó á Ingiber Ólafssyni GK35. Svo ég tali nú ekki um þegar var farið til Noregs að sækja Ingiber Ólafsson II, þá var ég með og mamma, ógleym- anleg ferð og margar minningar vakna, bara að sigla með þér yf- ir hafið. Mína sjómennsku hóf ég hjá þér á Ingiber Ólafssyni II. Þeg- ar við stofnuðum saman útgerð þá lást þú aldrei á upplýsingum um hvernig ætti að bera sig að við að fiska, hvort heldur það var að fiska með línu, neti eða síldarnót. Siglingarnar til Grimsby og Hull. Eftir að við seldum útgerðina og við Vallý fluttumst í Kópavoginn þá töl- uðum við saman í síma nánast daglega og ég tala ekki um þeg- ar þú fékkst tölvu og Skype og sást hvar bátarnir voru á veið- um eða siglingu. Það má rifja upp Galtalækjarferðirnar um hverja verslunarmannahelgi og víðfræga Þórsmerkurferð. Nú er kominn tími til að kveðja. Elsku pabbi. Kalli, Vallý, Bjarni, Bjarney, Emilía Rán og Lillý Karen þakka þær sam- verustundir sem við áttum með þér, blessuð sé minning þín. Karl Óskar. Tengdafaðir minn lést á Heilsugæslu Suðurnesja að morgni fimmtudags eftir stutta legu. Mér er ljúft og skylt að minnast hans í nokkrum orðum. Um þessar mundir eru rétt 30 ár frá því að ég gekk að eiga Ásdísi Maríu, yngstu dóttur þeirra Hrannar og Óskars. Mér var strax tekið vel þegar við Ás- dís fórum að draga okkur sam- an. Ég hafði áður vanið komum mínar á heimili þeirra hjóna því við Ingiber erum jafnaldrar og skólabræður. Óskar var rólegur og yfirveg- aður að eðlisfari. Hann var hins- vegar fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann var af þeirri kynslóð þar sem orð stóðu og ef hlutirnir voru handsalaðir þá var þeim ekki breytt. Strax við fyrstu kynni kom í ljós að hann var mjög opinn fyr- ir öllum tækninýjungum. Hvort það var fyrir bátinn eða heim- ilið, þá sáu menn sum nýjustu tækin fyrst hjá Óskari. Þessum eiginleika viðhélt hann alveg fram í andlátið. Hann var með nýjustu tækni á hreinu. Ég man eftir að fyrsta litasjónvarp sem ég leit augum var komið á hans heimili áður en Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Í seinni tíð hafði hann gaman af að vafra á netinu og leið ekki sá dagur að hann upplýsti mig ekki um stöðu fiskiskipaflotans, en hann fylgdist með flotanum af áhuga í gegnum vefsíðu. Hann var einn sá fyrsti sem setti upp gervihnattamóttakara og átti margar ánægjustundir fyrir framan sjónvarpið. Hann fylgdist með og upplýsti okkur um allt milli himins og jarðar jafnvel áður en það kom fram í fréttum hérlendis. Hann var mikill húmoristi og fannst ekkert skemmtilegra en að gantast bæði við börn og barnabörn. Sérstaklega hafði hann þó gaman af að gantast við mig, tengdasoninn. Hann var lunkinn að finna auma bletti á mér, sérstaklega ef mín lið sem ég held með töpuðu. Hann gerði sér far um að verða á vegi mín- um og aðeins nuddast í mér. Oft tókst honum að ná mér á flug og þá bætti hann á það gat með því að brosa með stríðnisbrosi, því honum hafði tekist ætlunar- verkið. Að leiðarlokum vil ég þakka honum samfylgdina og vona að hann sé kominn í faðm hennar Hrannar, tengdamóður minnar, sem hann unni svo mjög. Blessuð sé minning þeirra beggja. Þorgrímur St. Árnason. Elsku afi Diddi. Margar góðar og skemmti- legar minningar rifjast upp þeg- ar ég hugsa um hann afa minn. Hann var ráðagóður, hress og húmoristi mikill. Það var alltaf gaman að koma bæði á Njarð- argötuna og í sumarbústaðinn í Þrastaskógi. Mikið var brallað í bústaðnum góða, þá sérstaklega þegar ég og Óskar frændi vor- um þarna með ykkur ömmu Hrönn. Þú varst duglegur að fara með okkur út á bátnum og varst búinn að útbúa flotta að- stöðu sem þú einn vissir hvernig virkaði. Það var kannski með vilja gert, því þá hafðir þú stjórn á hverjir fóru á bátnum út á vatnið. Afi var ákveðinn og ef hann vildi fá sínu framgengt, þá hætti hann ekki fyrr en hann fann leið til þess að framkvæma það sem hann hafði hugsað sér. Ef ekki var hægt að laga hlut með nagla, teipi eða reipi, þá var al- veg eins gott að henda hlutnum. En oftast var hægt að laga með teipinu góða. Afi var alltaf mjög tækni- væddur og vafraði hann um net- ið á hverjum degi. Þar fylgdist hann meðal annars með bátun- um út við strendur landsins og hafði samband við Stínu frænku, Magga og hans fjöl- skyldu í gegnum Skype-ið. Afi fylgdist vel með því hvað við barnabörnin tókum okkur fyrir hendi og var ávallt stoltur af okkar afrekum. En elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði en þó að ég kveðji þig núna þá mun ég minnast þín alla ævi og mun án nokkurs efa eiga eftir að brosa út í annað þegar ég hugsa um þig og hnyttnu skotin þín. Þín Hildur Elísabet. Elsku afi. Mér þykir það mjög leitt að þú sért farinn frá okkur en ég veit að þú ert kominn á betri stað. Það er gott að vita að þú og elskulega amma eruð sam- einuð á ný. Þú saknaðir hennar alltaf rosalega mikið. Ég heimsótti þig nokkrum sinnum áður en ég fór út og þú sagðir mér hvað þú værir stolt- ur af börnunum og barnabörn- unum þínum. Hvað allir hefðu það nú gott og hvað allir voru duglegir í skóla/vinnu og vegn- aði vel í lífinu. Ég man hvað þér fannst frábært að ég væri að fara til Króatíu. Þú lýstir því fyrir mér hvað Króatía væri fal- legt land, sagðir mér aðeins frá veðrinu því að þú varst alltaf með það á hreinu, enda gamall skipstjóri. Mér fannst frábært að eiga afa sem var svona tæknivædd- ur. Þú varst líka svo montinn að kunna á tölvuna. Leyfðir mér að hlusta á lög eftir Egil Ólafsson og þér fannst æðislegt að geta hlustað á lagið aftur og aftur bara með því að klikka tvisvar á það. Svo varstu hringjandi hing- að og þangað um heiminn í gegnum Skype. Það var sko ekkert mál fyrir afa Didda. Við töluðum síðast saman í gegnum Skype, þá varst þú kominn á sjúkrahúsið, það var nú alltaf stutt í grínið þrátt fyrir að þú værir orðinn pínu slappur. Ég er svo stolt af því að vera barnabarnið þitt, takk fyrir samveruna elsku afi og ég mun sakna þín um ókomna tíð. Þín Hrönn. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Okkur bræðurna langar til að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar. Þegar við heimsótt- um þig á Kirkjuveginn bauðst þú okkur oft upp á jólaköku sem þú bakaðir sjálfur. Okkur fannst það skrítið því afar baka ekki kökur, ömmur gera það. Þú varst alltaf með rauðan opal í vasanum og laumaðir að okkur við hvert tækifæri. Ef þú varst ekki búinn að bjóða okkur að fyrra bragði þá báðum við um og það brást aldrei. Nú hittir þú ömmu og þið getið verið saman aftur. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíldu í friði, Ragnar Gerald, Aron Ingi og Hrannar Már. Óskar Ingibersson Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista             ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Hvammi, lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 25. maí. Jarðarförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal föstudaginn 3. júní kl. 12.00. Þórður Ragnar Þórðarson, Ingibjörg Arnsteinsdóttir, Einar Halldór Þórðarson, Guðbjörg Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Höfðagrund 11, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi. Magnús Ólason, Þóra Másdóttir, Hlöðver Örn Ólason, Sigríður K. Óladóttir, Þórður Sveinsson, Valentínus Ólason, Halldóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, G. KJARTAN SIGURÐSSON vélstjóri, Háaleiti 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 29. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Erla Sigurjónsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Rúna Sigurðardóttir, Margrét Ragna Kjartansdóttir, Pétur Valdimarsson, Hafdís Kjartansdóttir, Árni H. Árnason, Sif Kjartansdóttir, Haukur H. Hauksson, Lilja Guðrún Kjartansdóttir, Svanur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Viðey, Vestmannaeyjum, lengst af til heimilis á Langholtsvegi 144, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 8. júní kl. 13.00. Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðmunda Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérard Vautey, Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, Íris Björnæs Þór, Erla, Örvar Hafsteinn, Marit Guðríður, Nils, Sólveig, Tómas Þór og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.