Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið viljum halda því sem mest á lofti hvað það er gott fyrir námsgetu krakka að tefla. Erlend- ar rannsóknir sýna það og við þekkjum það líka hér heima sem störfum við þetta. Við erum semsagt ekki alltaf að hugsa um skák sem keppnissport heldur líka tæki í skóla til að þjálfa hugann, reiknigetu og lesskilning. Skákin eykur líka frjósemi hugans og örvar ímyndunaraflið. Það er engin áætlun sem allir eiga að fara eftir þó svo að það séu ákveðin viðmið í skákinni um hvað sé gott að gera. Allir byrja með hreint borð í upphafi hverrar skákar og ráða hvað þeir gera. Krakkarnir læra að taka frumkvæðið og vera sjálfstæðir,“ segir Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur, sem býður upp á sum- arnámskeið fyrir krakka í skák. Líka farið út að tefla „Það er mikill uppgangur í skákinni. Þetta er þriðja sumarið sem við erum með sumarnámskeið í skák fyrir krakka á grunnskólaaldri, 6- 16 ára, og það hefur mælst mjög vel fyrir. Sumarnámskeiðin eru mik- il innspýting fyrir krakkana, þau sem taka þátt á sumrin koma sterk inn fyrir veturinn. Þessi námskeið eru opin fyrir alla, hvort sem krakk- arnir kunna að tefla eða ekki og þeim er skipt í flokka eftir aldri og reynslu. Þó svo að við miðum við grunnskólaaldurinn 6-16 ára, þá höf- um við líka verið að taka nokkra leik- skólakrakka á þessi námskeið.“ Stef- án segir að eldri og reyndari krakkarnir mæti þrisvar í viku en þau yngri tvisvar. „Foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að við höngum inni allan daginn og krakkrnir fari á mis við sumarblíð- una. Við notum hvert tækifæri til að fara út. Þegar vel viðrar þá förum við til dæmis og teflum á útitaflinu við Lækjartorg og þá er mikið fjör. Stundum teflum við líka á kaffi- Skák er lifandi og skemmtilegt sport Skák er orðin vinsæl meðal krakka. Það er orðið töff að vera í skák. Og stelpurnar eru í mikilli sókn. Skák þjálfar hugann og eflir námsgetu. Í sumar gefst krökkum á grunnskólaaldri tækifæri til að fara á skáknámskeið hjá Skákakademíunni og þá er stundum farið út í góða veðrið og útitaflið tekið til kostanna. Næsti leikur Vignir Vatnar og Elín veltu næsta leik lengi fyrir sér. Gaman Ásdís Birna nýtur sín í skákinni eins og hin börnin. Nú er NBA-körfuboltinn að ná hápunkti og fljótlega skýrist hverjir verða meist- arar. Nba.com er opinber síða banda- ríska körfuboltasambandsins. Þar get- ur fólk fundið allan þann fróðleik sem það þarf á að halda um deildina. Á síð- unni má einnig finna myndbönd frá nýjustu leikjunum, af flottustu troðsl- unum, sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara. Þá er mjög öflug fréttaveita á síðunni þar sem farið er ofan í saum- ana á öllu sem viðkemur liðum, leik- mönnum og deildinni sjálfri. Ef þú ert í einhverjum vafa um reglur íþróttar- innar, þá er ekkert mál að fletta þeim upp í reglubók deildarinnar sem er að finna á síðunni. Bandaríkjamenn eru gefnir fyrir tölfræðilegar staðreyndir og hægt er að skoða margskonar áhugaverða tölfræði tengda íþróttinni, eins og t.d. um hvaða leikmaður tapar oftast boltanum eða hver skorar flest stig. Einnig er hægt að bera þar saman leikmenn og lið. Vefverslun síðunnar er mjög öflug og selur varning allt frá bolum upp í belti eða baðsloppa, merkt liðunum. Dallas Maverics og Miami Heat áttust við í fyrsta leik úr- slitaviðureignar NBA-körfuboltans í nótt. Næsti leikur er aðfaranótt föstu- dags, í Miami, og þá er hægt að fylgj- ast með viðburðum á síðunni um leið og þeir gerast. Þeir sem vilja vera með puttann á púlsinum í NBA-körfubolt- anum ættu að kíkja á nba.com . Vefsíðan www.nba.com Gleði Dirk og félagar hampa hér bikar en lesa má um þá á nba.com Körfuboltahátíðin er senn á enda Reuters Farsímar og tölvur með þráðlausri nettengingu eru ógnvaldur við heilsu mannkynsins og ættu að vera bann- aðar í skólum. Svo segir ráðgjafa- nefnd hjá Evrópuráðinu sem hefur þá skoðun að tækni geti haft skaðleg áhrif á fólk. Fjallað er um málið í The Telegraph. Í skýrslu nefndarinnar segir að mikilvægt sé að forðast það að end- urtaka mistökin sem voru gerð þegar það tók langan tíma að bera kennsl á hættuna af asbesti, sígarettureyk og blýi í bensíni. Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á mögulega hættu af þráðlausum símum og svokölluðum barnapíutækjum sem byggjast á svipaðri þráðlausri tækni og farsímar og nettengingar. Sá ótti hefur verið vakinn að raf- segulgeislun frá þráðlausum búnaði geti valdið krabbameini og haft áhrif á þroska heilans. Niðurstöðunum hefur verið haldið á lofti af baráttu- mönnum gegn þráðlausum teng- ingum. Ráðgjafanefndin kom með þær til- lögur í skýrslunni að: - Setja mörk á stig langtíma- útsendinga örbylgna sömu gerðar og í farsímum. - Láta koma vel fram á vörunni magn rafsegulsviðs í henni og þá heilsufarslegu áhættu sem gæti tengst notkun hennar. - Banna alla farsíma og þráðlausa nettengingu í skólastofum og skól- um. - Koma af stað upplýsandi herferð sem beinist að börnum og unglingum um heilsufarslega áhættu af notkun slíkra tækja. - Setja af stað rannsóknir á minna hættulegum loftnetum og farsímum. Niðurstöður nefndarinnar eru í mótsögn við ráðleggingar World Health Organisation og Department Heilsa Vilja banna þráðlaus net og farsíma í skólum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Aspen Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Rín Roma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.