Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Félagshyggjufólk hefur löngum gagn- rýnt hægrimenn fyr- ir að hindra fram- gang lýðræðis. Það er ekki nægilegt að innleiða formleg mannréttindi til að tryggja lýðræði. Meira þarf til. Mögu- leikar manna til að hafa áhrif á skoð- anamyndun þurfa að vera jafnir til að sem flest sjónarmið séu virk í lýðræð- islegri umræðu. Draga þarf úr möguleikum hinna efnameiri í samfélaginu og fyrirtækjum til að þjófstarta í skoðanamyndun og ákvarðanatöku samfélagsins. Lög eru m.a. sett til að draga úr svo- kölluðum „lobbyisma“ og áhrifum fjársterkra aðila á stjórn- málamenn og löggjafann. Fé- lagshyggjufólk hefur þannig reynt að skapa lýðræðinu raun- verulegar forsendur með baráttu fyrir efnalegum jöfnuði í sam- félaginu og takmörkunum á of- urvald auðvaldsins í samfélaginu. Jafnframt hefur verið lögð mikil áhersla á að þróa beint lýðræði í samfélaginu með þjóðaratkvæða- greiðslum og nærlýðræði með beinum atkvæðagreiðslum um einstök málefni innan svæða, borga, hverfa o.s.frv. Þessi þáttur lýðræðisbaráttu félagshyggjufólks er áberandi i stjórnmálum á Íslandi í dag, en lýðræðisbaráttan einskorðast ekki bara við það sem hér hefur verið talið upp. Félagshyggjufólk hefur einnig barist fyrir því að fólk hafi áhrif á það umhverfi sem það eyðir oft á tíðum stærstum hluta ævi sinnar í. Barátta fyrir at- vinnulýðræði hefur því löngum verið mikilvægur hluti af mark- miðum samtaka félagshyggju- fólks. Í þessu sambandi má nefna hugmyndir Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, um að þjóðnýting fyrirtækja auðvaldsins verði að vera með þeim hætti að starfsmenn hafi völd í stjórnum þeirra.[1] Sam- vinnumenn börðust einnig fyrir atvinnulýðræði og lögðu áherslu á að efla framleiðslusamvinnu- félögin, þ.e. fyrirtæki sem eru í eigu starfsmanna og þeir stjórna sjálfir. Hannes Jónsson, sendi- herra og Eysteinn Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, voru ötulir baráttumenn á þessu sviði. Vinstrimenn krefjast atvinnulýðræðis Alþýðuflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Samfylkingin eru flokkar sem allir lögðu fram frumvörp og þingsályktanir á Al- þingi sem ætlað var að koma á at- vinnulýðræði á Íslandi. Listi þing- manna þessara flokka sem lögðu fram frumvörp og þingsályktanir um málið er langur. Nefna má ráðherra eins og Guðmund Árna Stefánsson, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Jón Baldvin Hannibals- son, Ragnar Arnalds, Sighvat Björgvinsson, Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson. Á listan- um eru þingmenn eins og Ágúst Einarsson, Árni Gunnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta B. Þor- steinsdóttir, Bryndís Hlöðvers- dóttir, Gísli S. Einarsson, Helgi Hjörvar, Karvel Pálmason, Lúð- vík Bergvinsson, Magnús H. Magnússon, Margrét Frímanns- dóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Vil- mundur Gylfason. Sumir þeirra sem á listanum eru settust í ráðherrastóla svokall- aðrar „hreinnar vinstristjórnar“ og því héldu margir að nú færi eitthvað að ger- ast í atvinnulýðræð- ismálunum. Sér- staklega af því að atvinnulýðræði geng- ur þvert á hug- myndafræði nýfrjáls- hyggjunnar um að best sé að reka stofnanir og fyr- irtæki ríkisins eins og um einka- fyrirtæki væri að ræða með til- heyrandi einræði forstjóranna. Hugmyndafræði þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af fé- lagshyggjufólki, ekki síst á Bret- landi þar sem þessi „QUANGO- væðing“ hefur leitt til gífurlegrar spillingar, ofurlauna stjórnend- anna og mun verri þjónustu við almenning en áður var. Menntamálaráðherra gegn atvinnulýðræði OHF- og einræðisvæðing rík- isstofnana á Íslandi er dæmi um QUANGO-væðingu sem nýfrjáls- hyggjumenn hafa innleitt á und- anförnum árum. Kjarninn í slíkri stefnu er að færa völdin til for- stjóranna. Enn eitt dæmi af þessu tagi er nú á matseðli mennta- málanefndar Alþingis. Að þessu sinni er rétturinn í boði VG, en það er menntamálaráðherra sem lagt hefur fram frumvarp um Landsbókasafn Íslands-Háskóla- bókasafn (LBS-HBS) sem á yf- irborðinu virðist ætlað til að auka atvinnulýðræði. Í raun er þetta blekkingarfrumvarp sem vinnur gegn atvinnulýðræði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram sitt QUANGO-frumvarp árið 2008 um LBS-HBS, en í umsögnum sínum um það lögðu starfsmenn áherslu á að þeir fengju fullgilda fulltrúa í stjórn safnsins. Í frum- varpi Katrínar Jakobsdóttur er komið til móts við þetta sjón- armið og er gert ráð fyrir einum fulltrúa starfsmanna af 7 stjórn- armönnum. Semsagt, komið er lít- illega til móts við atvinnulýðræð- iskröfuna, en það merkilega er að frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórnin muni aðeins hafa ráðgef- andi hlutverk. Með þessu kemur ráðherrann í veg fyrir að þessi litli vísir að atvinnulýðræði verði að veruleika. Stjórn LBS-HBS er gerð valdalaus. Í staðinn er lands- bókavörður gerður að einvaldi svo lengi sem hans æði er ráðherra þóknanlegt. Menntamálaráðherra hefur í barnaskap sínum gerst málaliði nýfrjálshyggjunnar. Það er von mín að félagshyggju- og lýðræð- issinnar í Framsóknarflokknum og ríkisstjórnarflokkunum komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. [1] Sjá www.felagshyggja.net Eftir Ívar Jónsson Ívar Jónsson »Kemur ráðherrann í veg fyrir að atvinnu- lýðræði verði að veru- leika … Menntamála- ráðherra hefur í barnaskap sínum gerst málaliði nýfrjálshyggj- unnar Höfundur er sviðsstjóri og er jafnræðissinni. „Vinstri“ ríkis- stjórn gegn at- vinnulýðræði – ný- frjálshyggja í verki Í nærri þrjá áratugi hafa verið kynntar á Al- þingi og hjá Vegagerð- inni hugmyndir um að leiða umferðina á þjóð- vegi eitt milli Reykja- víkur og Akureyrar fram hjá Varmahlíð og Blönduósi við litla hrifningu Húnvetninga og Skagfirðinga sem hafa neyðst til að svara andstæðingum sínum fullum hálsi. Fullvíst er nú talið að þessi krafa Vegagerðarinnar, At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og þingmanna Norðausturkjördæmis um að taka þessa tvo ferða- mannastaði af hringveginum gegn vilja heimamanna nái aldrei fram að ganga á meðan allt stefnir í að Vaðla- heiðargöng, Lónsheiðargöng, Norð- fjarðar- og Dýrafjarðargöng verði efst á blaði. Samhliða jarðgangagerðinni undir Vaðlaheiði verður Vegagerðin um ókomin ár að afskrifa hugmyndina um að halda Blönduósi og Varmahlíð utan hringvegarins. Önnur hugmynd, sem þessir sömu þingmenn hafa bar- ist fyrir á Alþingi og gerir ráð fyrir því að hálendisvegurinn milli Reykja- víkur og Akureyrar verði fjármagn- aður með 2000 króna veggjaldi á hvert ökutæki, er fjarstæðukennd og óraunhæf. Fyrr geta Náttúruvernd- arsamtökin brugðist hin verstu við og hótað málaferlum. Með tillögunni um að bregða fæti fyrir ferðaþjónustuna og rekstur hótelanna í Varmahlíð og á Blönduósi vilja þingmenn Norðausturkjördæmis og Vegagerð- in refsa Skagfirðingum og Húnvetn- ingum fyrir andstöðuna gegn sam- gönguhneykslinu í Héðinsfirði sem gagnast aldrei fjarlægari byggðum. Þá halda þessir sömu þingmenn að Vegagerðin geti þegar henni hentar notað opnun Héðinsfjarðarganga sem vopn gegn Sauð- árkróksfluginu með þeim falsrökum að þessi veggöng í Fjallabyggð hafi breytt miklu fyrir allt Skagafjarð- arsvæðið, byggðirnar við Húnaflóa og alla Vestfirði án þess að þingmenn Norðvest- urkjördæmis telji nauð- synlegt að kveða niður þessa vitleysu. Skammarlegt er að landsbyggðarþing- mennirnir Ólína Þor- varðardóttir og Jón Bjarnason skuli ekki fyrir löngu hafa brugðist harka- lega við öllum þessum árásum á ferðaþjónustuna í Skagafirði og Húnaþingi. Í stað þess að vinna gegn hagsmunum heimamanna skulu allir þingmenn Norðvesturkjördæmis standa saman og berjast gegn tilefn- islausum rangfærslum Vegagerð- arinnar gegn flugsamgöngunum milli Sauðárkróks og Reykjavíkur sem andstæðingar Fáskrúðsfjarðargang- anna, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri þingmenn Norðausturkjördæmis, reyna að réttlæta á fölskum for- sendum. Best væri fyrir þessa stuðn- ingsmenn Héðinsfjarðarganga og há- lendisvegarins að flytja frekar tillögu á Alþingi um að gerð verði ný tvíbreið veggöng 3 km norðan Dalvíkur og undir Siglufjarðarskarð áður en aur- skriður hreinsa jarðveginn af klöpp- inni sunnan Múlaganganna og vestan Strákaganganna. Fyrr mun þetta nýja sveitarfélag á Tröllaskaga ein- angrast við landsbyggðina á meðan þingmenn Norðausturkjördæmis láta ekki Húnvetninga og Skagfirðinga í friði. Heppilegra væri fyrir Tryggva Þór að leggja meiri áherslu á að flýta framkvæmdum við tvíbreið Norð- fjarðargöng á undan Vaðlaheið- argöngum í stað þess að hugsa bara um Akureyri og halda uppi tilefn- islausum árásum á sína heimabyggð sem hann vill líka taka af hringveg- inum án nokkurs tilefnis. Refsigleði Tryggva Þórs segir ekkert að Skag- firðingar og Húnvetningar hafi áhuga á því að sækja sína þjónustu til Ak- ureyrar næstu áratugina í stað þess að keyra til Reykjavíkur. Íslenskir og erlendir ferðamenn mundu strax lenda í vandræðum þegar engin við- gerðarþjónusta yrði til staðar í Varmahlíð og á Blönduósi. Þar verða dagar verslunar- og ferðaþjónust- unnar strax taldir ef þessi litlu þorp verða svipt sínum tilverurétti. Það geta Sigmundur Ernir, Tryggvi, Kristján og fleiri þingmenn Norð- austurkjördæmis þrætt fyrir þegar þeir krefjast þess að Alþingi sam- þykki líka hálendisveg í meira en 800 m hæð milli Reykjavíkur og Akureyr- ar í óþökk Húnvetninga og Skagfirð- inga. Þessir landsbyggðarþingmenn hefðu gott af að láta strax af þver- móðsku sinni og tilefnislausum árás- um á ferðaþjónustuna í Varmahlíð og á Blönduósi sem þingsályktun- artillaga þeirra byggist á. Stytting vegalengdarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar snýst ekkert um að Sigmundur Ernir og flokksbræðurnir Tryggvi og Kristján geti þegar þeim sýnist brugðið fæti fyrir Sauð- árkróksflugið og stjórnað samgöngu- málum Skagafjarðar og Húnaþings að heimamönnum forspurðum. Refsigleði Tryggva Þórs Eftir Guðmund Karl Jónsson » Samhliða jarðganga- gerðinni undir Vaðlaheiði verður Vega- gerðin um ókomin ár að afskrifa hugmyndina um að halda Blönduósi og Varmahlíð utan hringvegarins. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Ég hef í gegnum tíðina ekki upp- lifað mig sem íþróttamann, eða öllu heldur taldi ég ávallt að það vant- aði getuna til hafa gaman af íþrótt- um. Á mínum uppvaxtarárum í Keflavík var svo sem nóg um að vera í fótbolta og körfubolta – en handbolti datt úr valmöguleikum eftir að ég var búinn að mæta á eina æfingu í gamla æfingahúsnæð- inu í Ungó, þar sem nú af öllu er rekin sjoppa og skyndibitastaður meðal annars. Eins og hver annar reyndi ég að hafa gaman af þeim íþróttum sem í boði voru, en gat ekki með nokkru móti fengið mig til þess – kannski lagði ég ekki nóg á mig til að falla inn í þá umgjörð sem mér var sköpuð. Í áranna rás hef ég lært að lifa með þessum galla sem ég taldi mig vera með, sætti mig við að vera ekki eins og hver annar. Mér fannst ég þó ekki vera að missa af neinu – fannst bara fátt leiðinlegra en að elta leðurtuðru og sparka henni frá mér. Ég var þó ekki „anti-sportisti“ inn við beinið, þó ég hafi haldið því fram sem fyrirslátt til að afsaka þennan galla sem ég taldi mig vera haldinn. Það var svo ekki fyrr en á síð- asta ári, þegar ég var orðinn 38 vetra (segið bara engum frá því) að ég var narraður til að mæta á Rugby-æfingu. Ég veit eiginlega ekki við hvað ég á að líkja tilfinn- ingunni þegar einhver mikilvægur hlekkur í tilverunni birtist svona upp úr þurru. Þetta er sama upp- lifun og ég ímynda mér að samkyn- hneigðir upplifi þegar þeir finna út hverjir þeir eru og koma úr skápn- um. Ég er kominn úr skápnum – ég er íþróttamaður. Eftir því sem ég fór að kynna mér Rugby betur sá ég betur og betur hvernig þessi íþrótt er eins og týndur hlekkur milli þess íþróttaframboðs sem í boði er hér á landi. Rugby byggist á líkamlegri áreynslu og úthaldi og umfram allt baráttuvilja og sam- vinnu leikmanna. Enginn er eyland í Rugby, og ómögulegt að vinna stig með einstaklingsframtakinu – samvinna og stuðningur meðspilara skiptir öllu máli. Við svona viðburði í lífinu fer maður að velta fyrir sér af hverju maður áttaði sig ekki fyrr, fullseint að setja markið á atvinnumann í íþróttum og skrokkurinn skilur ekkert hvað lagt er á hann þessa dagana. Getur verið að það séu fleiri eins og ég þarna úti sem hafa ekki „komið úr skápnum“. Út frá þessari reynslu minni finn ég þörf til þess að breiða út fagnaðar- erindið og vonast til að ná til ein- hvers sem ekki finnur sig í því sem er kallað hefðbundnar íslenskar íþróttir. Auðveldasta leiðin til að bjóða þennan viðbótarvalmöguleika sem uppeldisþátt ungmenna Ís- lands, er að íþróttafélög landsins taki það upp á sína arma að bjóða Rugby sem hluta af sinni flóru og ná þannig til þeirra sem eru utan við þann ramma sem í boði er í dag. Uppbygging á Rugby er að hefj- ast hér á landi og eru æfingar tvisvar í viku á æfingasvæði Vals að Hlíðarenda og verður meðal annars leikinn fyrsti opinberi Rugby-leikur hér á landi í júlí þar sem Rugby félag Reykjavíkur spil- ar við Phoenix Thunderbirds frá USA í 15 manna Rugby. Í ágúst er stefnan svo tekin aftur á Rugby- mót í Kaupmannahöfn þar sem spiluð verður 7 manna útgáfa þess- arar íþróttar. Öllum sem vilja frek- ari upplýsingar er bent á félagssíðu okkar á www.rugby.is þar sem æf- ingar eru auglýstar og annað fé- lagsstarf. KRISTINN ÞÓR SIGURJÓNSSON, höfundur er véltæknifræðingur. Að koma úr skápnum – íþróttaskápnum Frá Kristni Þór Sigurjónssyni Rugbyfélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.