Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í Þýskalandi er komin út bók eftir blaðakonuna Ölvu Gehrmann sem nefnist Alles ganz isi með undirtitl- inum: íslensk lífsleikni fyrir byrj- endur og lengra komna. Bókin fjallar um Íslendinga og hvað það sé sem geri þá öðruvísi. Gehrmann á langan feril að baki sem blaðamaður og meðal blaða sem hún hefur unnið á eru Die ZEIT, Frankfurter Allge- meine Zeitung, Financial Times Deutschland og Der Spiegel. Hún hefur oft komið til Íslands en ákvað árið 2010 að búa hér í fimm mánuði og reyna að lifa eins og Íslendingur; vera hvatvís og notast við þetta- reddast-viðhorfið. Afrakstur dval- arinnar er bók sem greinir Íslend- inga. Bókin getur verið skemmtileg, jafnvel fyrir þá sem fá reiðikast þeg- ar talað er um sérkenni Íslendinga, minnugir þess háttar tals í uppsveifl- unni miklu sem hér var rétt áður en allt hrundi fram af bjargbrúninni. „Já, ég kom fyrst til landsins sem bakpokaferðalangur en með end- urteknum heimsóknum eignaðist ég marga vini á Íslandi. Ég ákvað síðan eitt árið að vera þar í fimm mánuði og safna mér efni í bók,“ segir Gehr- mann í spjalli við Morgunblaðið. Í formála bókarinnar segir hún frá því að eins og flestir Þjóðverjar sé hún skipulögð manneskja, hún geri „to-do“-lista, fái samviskubit ef hún svarar ekki sms um hæl og skipuleggi allar ferðir út í ystu æsar. Því var fyrsta vinnuferðin hennar til Íslands mikið sjokk fyrir hana. Nokkrum vikum áður en hún lagði í hann hringdi hún í þá sem hún þurfti að taka viðtöl við en fékk alltaf sömu svörin: „Já, hringdu bara í mig dag- inn fyrir og þá finnum við okkur ein- hvern tíma.“ Hún var svo óvön þessu að hún fór í algjöra panik. Hún hafði bara fjóra daga á Íslandi og vildi hafa þá skipulagða vel fyrir tímann. En svo lærði hún að slaka á og heim- sóknin tókst vel. Hún segir Ísland alltaf hafa veitt sér frelsistilfinningu, ekki aðeins vegna náttúru landsins heldur líka vegna þess hvernig fólkið sem býr á landinu hugsar og lifir. Allir þekkja alla Hún byrjar bókina á því að tala um hugmyndaauðgi og frumleika enda segir hún kankvís að á Íslandi sé sérhver listamaður og stjarna. Spjallar síðan um ýmsa listamenn og -hópa eins og Sjón, Andra Snæ Magnason, Gjörningaklúbbinn og fleiri. Hún tekur tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem klassískt dæmi um íslenska hugsunarháttinn þar sem einhverjum detti í hug að halda hátíð og hringi í einhverja vini sína og þeir bara drífi þetta í gang. Svo verður þetta að risahátíð sem engan hefði órað fyrir. „Í Þýskalandi fengi maður endalausar spurningar um hvort maður vildi þetta í raun og veru, hvort þetta myndi ekki verða dýrara en áætlunin sýndi og á end- anum myndu margir guggna á þessu,“ segir Gehrmann. Hún lýsir ferð sinni með Ósk Vil- hjálmsdóttur á hálendið og í kafl- anum um Atvinnulíf á Íslandi segir hún frá Kidda nokkrum sem býr á Egilsstöðum og vinnur við að gera líkkistur en hefur líka byggt kóks- jálfsala uppi á heiði. „Menn hafa vinnu til að afla sér aura en eru líka að gera það sem þá langar til að gera,“ segir Gehrmann. Smæð þjóðar okkar og skipulags- leysi kemur oft upp í bók hennar og í gríni gefur hún leiðbeiningar um hvernig væri hægt að sækja um vinnu upp á íslenskan máta þar sem eigi að afsaka í byrjun að hafa ekki haft samband fyrr. Svo má segja; „Hey, við erum skyld, mér finnst að það eigi að halda djobbinu í familí- unni.“ Svo má alltaf bæta við í lokin að maður þekki forsetann. En það er svo absúrd hugmynd fyrir fólk sem kemur frá stærri þjóðum að nánast allir hafi hitt þjóðarleiðtoga sinn að á það er minnst nokkrum sinnum í bókinni. Þetta reddast Aðspurð hvort hún haldi ekki að þessi hvatvísi, þetta skipulagsleysi og þessi þetta-reddast-fílingur sé ekki einmitt grunnurinn að þeim óförum sem Íslendingar hafa lent í með efnahagsmál sín svarar hún að það sé örugglega rétt. „Það hefði örugglega verið skynsamlegra hjá ykkur að skipuleggja ykkur aðeins meira í uppsveiflunni og hugsa fram í tímann. Ég man líka hvað mér fannst skrítið hvernig allir virtust geta fengið lán til alls á þessu landi. Maður hugsaði með sér; vá, frábært, gott hjá þeim. Heima í Þýskalandi á maður aldrei möguleika á þessu. En svo kom hrunið og maður hugsaði með sér; já ok, þetta er kannski ekki svo auðvelt,“ segir Gehrmann. En henni finnst einnig áhugavert hvern- ig við erum að vinna okkur úr krepp- unni og ræðir meðal annars þjóð- fundinn í bókinni. Hún segir frá því þegar Eyja- fjallajökull gaus og litla sögu sem hún varð vitni að í fréttamanna- miðstöðinni á Hvolsvelli sem henni fannst lýsa á einhvern hátt muninum á Íslendingum og öðrum. Í miðstöð- inni var fjöldi erlendra blaðamanna og allt í einu hrópar einn þeirra upp yfir sig að Hekla sé farin að gjósa, það sé í fréttunum á netinu. Íslenska konan segir nei, það geti ekki verið og gengur að glugganum og bendir á Heklu og segir honum að sjá sjálfur, það sé ekki að gjósa. Hann sér að fjallið er ekki að gjósa en er ekki sáttur fyrr en hún er búin að hringja í upplýsingamiðstöð þar sem það er staðfest að Hekla sé ekki að gjósa. Hún segist hafa fengið mörg símtöl frá þýskum blaðamönnum á meðan gosið var og þeir hafi haldið að hér væri panik, á meðan raunin var að lífið gekk sinn vanagang á flestum stöðum. Hún segir þá að sér finnist Íslend- ingar almennt mjög afslappaðir með líkama sinn eins og sést í sturtuklef- um borgarinnar þar sem hún sér konur blása á sér hárið allsnaktar fyrir framan spegil í laugunum. Næturlífið og fegurðin Hún segir frá fegurðarsamkeppni þar sem krýnd var drottning; Ungfrú Áran. Í þessari fegurð- arsamkeppni var keppt um hver væri með fallegustu áruna og var að- eins hægt að vera með ef það sæist á fólki að það hefði lifað; væri með sigggrónar vinnuhendur, of þungt, með lafandi brjóst eða skalla. Frá því kæmi kynþokkinn. Hún talar líka um næturlífsmenn- inguna og hvernig menn séu alltaf tilbúnir að búa til partí og að það þurfi ekki marga til. Fimm, sex manns og þá sé fólk farið að dansa þegar heyrist í tónlistinni. Í undirkafla sem nefnist Fyrst kynlíf, síðan kaffi, sem er að finna í kaflanum um skemmtanalífið, segir hún að þróunin hjá pörum sé oft önnur en heima í Þýskalandi. Heima hjá henni hittist fólk oft yfir kaffi- bolla áður en farið sé að leiða hug- ann að mögulegu kynlífi. Á Íslandi sé þetta frekar þannig að fólk sjái hvort annað og geri það og ef það hittist aftur og fari að gera það miklu oftar saman þá kannski fari það að fá sér kaffi og kynnast. Hún lýsir því hvernig hún kynntist við- reynslutækni íslenskra karlmanna í einu partíinu en maður sem hafði ekkert talað við hana fram að því gekk að henni og sagði henni að hún væri falleg og hann vildi bæði kyssa hana og gera það með henni. Hún flúði í snarhasti inn í eldhús til vin- konu sinnar sem hélt veisluna og sagði henni frá þessari framkomu stráksins. Hún sagði bara: „Já hann, hann er einn af bestu sellóspilurum landsins, hann er örugglega góður í rúminu. Ef ég væri ekki í sambandi myndi ég sofa hjá honum!“ Alva Gehrmann var ekki vön svona hrárri og alkóhólískri viðreynslu nema frá Kölnarkarnivalinu og öðrum fyll- erísfestivölum. Hún minnist líka á hversu margir eru „einn af bestu mönnum landsins“ í hinu og þessu. Þar sem landið sé svo lítið sé það að- eins auðveldara en til dæmis í Þýskalandi. Afslöppuð í Berlín Sem stendur býr Gehrmann í Berlín, í hverfi sem hún kallar nokk- urs konar 101-hverfi; Prenzlauer Berg. Hún vinnur á skrifstofu ásamt tíu öðrum freelance-blaðamönnum sem er stutt frá heimili hennar. Að- spurð hvort hún lifi upp á íslenskan máta í dag eða sé enn jafnskipulögð segist hún vera orðin afslappaðri. „Áhrifin frá Íslandi eru veruleg og mér finnst ekki lengur eins mik- ilvægt að skipuleggja mig fram í tímann,“ segir Gehrmann. Þótt það sé spurning fyrir okkur Íslendinga hvort ekki hefði verið farsælla ef skipulagshæfni Þjóðverja hefði haft áhrif á okkur frekar en öfugt! „Þetta reddast“ viðhorf Íslend- inganna neistinn að heilli bók  Þýsk blaðakona rýnir í íslenska þjóðarsál í bók sem er nýkomin út í heimalandi hennar Ljósmynd/Alva Gehrman Viðleitni Egilsstaða-Kiddi byggði þennan kóksjálfsala uppi á miðri heiði og festi Alva kappann á mynd. Bókin Alles Ganz Isi. Höfundurinn Alva Gehrmann bjó hér í 5 mánuði. Óheppnu félagarnir í Hangover: Part 2 hanga enn í fyrsta sæti yfir eftirsóttustu kvikmyndir helgar- innar. Þó hefur kvikmyndin ekki fengið neitt sérstaklega góð við- brögð áhorfenda, enda er óhætt að segja að myndin sé nánast alveg eins og sú fyrri fyrir utan örlítil smáatriði. X-Men First Class og Kung Fu Panda 2 voru frumsýndar í vikunni en Kung Fu Panda 2 náði í annað sæti og X-Men í það þriðja. Í nýju myndinni um stökkbreyttu X-Men er sagt frá uppruna þeirra Magnetos og Charles Xavier og hvernig þeir börðust fyrir réttlæti sinnar tegundar á yngri árum. Kung Fu Panda berst við nýjan óvin ásamt fimm fræknu og er allt Kína lagt undir. gunnthorunn@mbl.is Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 3. – 5. júní 2011 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Hangover: Part 2 Kung Fu Panda 2 X-Men First Class Pirates of the Caribbean: on Stranger Tides Paul Fast Five Water for Elephants Gmomeó og Júlía 3D (Gnomeo & Juliet) Something Borrowed Thor 1 Ný Ný 2 4 5 8 3 12 7 2 1 1 3 4 5 4 4 5 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10Hræddir Vinirnir leggja á ráðin eftir vafasama næturskemmtun. Alveg jafn þunnir fullri viku síðar! Skannaðu kóðann til að sjá Bíólist- ann í heild sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.