Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Sumarið er komið og til að fagna því ætlar Frístundamiðstöðin Kampur að bjóða íbúum Reykjavík- urborgar upp á „dótakassa“ sem verður komið fyrir á Klambratúni. Dótakassinn á Klambratúni er nýtt verkefni sem ætlað er að virkja leikgleði borgarbúa og fá þá til að nýta Klambratún í allskonar leiki og læti í sumar. Í dótakassanum er fullt af leikföngum og tækjum sem hægt verður að fá að láni endur- gjaldslaust. Dótakassinn verður opinn á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00 og á sunnudögum frá kl. 12:00-17:00. Þó verður ekki opið á sunnudögum í júlí. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Kristinn Brennó Leikur og gleði mun einkenna Klambratún í sumar. Dót á Klambratúni 470 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík um síð- ustu helgi. 180 voru útskrifaðir frá tækni- og verkfræðideild skólans, 100 frá viðskiptadeild, 74 úr laga- deild, 68 úr tölvunarfræðideild og 48 frá kennslufræði- og lýð- heilsudeild. Í máli Ara Kristins Jónssonar rektors kom fram að í könnun sem gerð var á meðal útskriftarnema kom í ljós að meðal þeirra sem ætla sér strax að vinna voru yfir 80% komnir með starf fyrir útskrift. Hann sagði það vera mikið tilhlökk- unarefni að sjá útskriftarnema í hlutverkum brautryðjenda, leið- toga og þeirra sem kæmu til með að hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag í framtíðinni. 470 nemendur brautskráðir frá HR Hljómsveitin Vanir menn og Þur- íður Sigurðardóttir halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Þar mun hljómsveitin með Þuríði flytja lög sem hún hefur sungið á 45 ára ferli sínum og hafa hljómað í óskalagaþáttum útvarps, á dans- leikjum og víðar. Gestasöngvari í Salnum er Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar, en saman sungu Þuríður og Vil- hjálmur með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli á árunum laust fyrir 1970. Þuríður í Salnum Á morgun, fimmtudag, mun Elín Soffía Ólafs- dóttir, prófessor við lyfjafræði- deild Háskóla Ís- lands, leiða plöntuskoð- unarferð á Esj- una upp með Mó- gilsá. Gangan hefst við bílastæðið við rætur Esjunnar kl. 17:00. Allir eru velkomnir. Markmiðið með skoðunarferð- inni er að „skyggnast inn í ósýni- legan heim plöntuefnasambanda, undraheim sem gefur okkur virk efni til að nota í lyf. Útskýrt verður hvaða kraftaverk gerast í plönt- unum á hverjum degi, sem við ekki sjáum,“ eins og það er orðað í til- kynningu. Plöntuskoðunarferð upp á Esjuna STUTT taka á móti skátahópum frá Evrópu en undirbúa þurfi slíkt verkefni vel. Hann leggur áherslu á samvinnu fyrirtækjanna í bænum. Fleiri ferða- menn skapi tekjur fyrir minni fyr- irtæki sem geti stækkað og orðið öfl- ug. „Það þýðir ekki að vera of eigingjarn, betra er að hjálpast að. Það gerir staðinn betri fyrir ferða- fólk og allir njóta góðs af,“ segir Jo- hnny. Þrep af þrepi Það kom sér vel að hafa skilnings- ríkan vinnuveitanda þegar Johnny og þáverandi kona hans hófu rekstur farfuglaheimilis í smáum stíl í Grundarfirði. Johnny fékk að reka fyrirtækið úr vinnunni. Það varð til þess að hann gat notað launatekj- urnar til að lifa en tekjurnar af rekstrinum gengu óskiptar til upp- byggingar fyrirtækisins. Fyrst keypti hann eitt hús, þá annað hin- um megin götunnar. Hann rekur tjaldsvæði og í vor bættist flagg- skipið við, nýja heimilið í gamla fisk- verkunarhúsinu. Hann er með rúm fyrir 100 gesti, í fjölbreyttri gist- ingu, en yfirleitt raðast þannig í her- bergin að farfuglaheimilið er talið fullt þegar 85 gista. Johnny einbeitir sér nú að rekstrinum og er með tug starfsmanna í vinnu í sumar. Gleymir sér við lestur Veturinn er oft erfiður hjá ferða- þjónustufyrirtækjum á landsbyggð- inni. Johnny hefur tekið framhalds- skólanemendur í gistingu og orðið nokkuð ágengt við að fá ferðafólk frá Asíu í norðurljósaskoðun. Hann hyggst rækta þann akur áfram og bjóða erlendum og innlendum há- skólanemum gistingu á góðu verði yfir dauðasta tímann. Johnny Cramer er þannig gerður að hann þarf helst alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni – en getur einnig gleymt sér við lestur. Hann fær út- rás fyrir starfslöngunina í sumar og getur svo hallað sér aftur í sófanum með góða bók í hönd í vetur, á milli þess sem hann vinnur að nýjum verkefnum í ferðaþjónustunni í Grundarfirði. Farfuglar í fiskvinnslu Johnny Cramer er fæddur og alinn upp í Suður-Afríku. Hann dvaldi í Eng- landi við framhaldsnám og kom fyrst í ferðalag til Íslands fyrir tíu árum með þáverandi konu sinni. Þau vildu prófa að vera hér um vetur og fóru að vinna í fiski á Bíldudal. Johnny hefur mikinn áhuga á sögu og bókmenntun og svo fór að þau unnu í mörg ár í sjávarútvegi yfir veturinn en tóku sér alltaf langt sum- arfrí til að ferðast um Evrópu og Ameríku. „Á þessum tíma voru ágæt laun í fiskvinnslunni og við gátum gert þetta,“ segir Johnny. Hann tekur fram að þau hafi gert nokkrar tilraunir til að slíta tengslin við landið, meðal annars farið út í frekara nám, en ávallt leitað hingað aftur. Þau bjuggu á nokkrum stöðum þangað til þau fundu draumastaðinn, Grundarfjörð. Þau dvöldu í sumarhúsi hinum megin fjarðarins og leist vel á staðinn úr fjarlægð og umhverfi hans. „Við ákváðum að búa hér,“ segir Johnny. Svo vel vildi til að þau fengu vinnu hjá Soffaníasi Cecils- syni hf., fyrsta sjávarútvegsfyrirtækinu sem þau höfðu samband við. Ferðaðist fyrir launin í fiskvinnslunni GERÐU TILRAUNIR TIL AÐ SLÍTA TENGSLIN VIÐ LANDIÐ  Nýtt og glæsilegt farfuglaheimili í gömlu fiskverkunarhúsi  Johnny Cramer sér mikla möguleika í ferðaþjónustu í Grundarfirði  Allir njóta góðs af samvinnu Farfugl Johnny Cramer hefur ferðast víða og veit hvernig á að reka farfuglaheimili. Hann lætur drauma sína ræt- ast í Grundarfirði. „Miklir möguleikar eru í Grundarfirði. Það er ástæða þess að ég er hér – og kem alltaf aftur.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Johnny Cramer var í fullri vinnu í fiskvinnslufyrirtæki þegar hann stofnaði og rak farfuglaheimili með góðfúslegu leyfi vinnuveitandans. Hann keypti annað hús og rekst- urinn jókst. Nú er hann hættur í fiskinum og einbeitir sér að rekstr- inum enda var stórt skref stigið í vor þegar nýtt og veglegt farfuglaheim- ili bættist við. „Ég vildi stækka, til að geta gert þetta að arðbærri einingu. Hin húsin gáfu tekjur en ekki nægar til að hægt væri að lifa af rekstrinum,“ segir Johnny Cramer um ástæðu þess að hann bætti í. Hann bætir því við að vantað hafi herbergi með baði fyrir þá sem það vilja. Nauðsynlegt sé að hafa fleiri kosti í boði til að full- nægja óskum farfuglanna. Hann var búinn að leita fyrir sér um tíma í Grundarfirði og víðar, þegar honum bauðst að taka við gömlu fiskvinnsluhúsi, Stöð. Húsið var í niðurníðslu eftir bruna. Eig- andinn gerði húsið upp gegn leigu- samningi til langs tíma. Johnny hefur tekið í notkun alla efri hæð hússins og hluta þeirrar neðri og til umræðu er að innrétta litlar íbúðir á neðri hæðinni í tengslum við verkefni sem unnið er að í Grundarfirði. Auka þarf afþreyingu „Miklir möguleikar eru í Grund- arfirði. Það er ástæða þess að ég er hér – og kem alltaf aftur. Það þarf bara að vinna stöðugt að málunum og sannfæra fólk um ágæti hug- myndanna,“ segir Johnny. Hann er að vinna að ýmsum verk- efnum, í samvinnu við aðra, meðal annars við að auka afþreyingu fyrir ferðafólk. Það er lykillinn að því að fá gesti til að dvelja lengur á gisti- stöðunum og nýta þjónustu annarra fyrirtækja. Hann nefnir að útgerðarmaður sé að huga að útgerð frístundaveiðibáta til að leigja erlendum veiðimönnum. Johnny sér tækifæri í því. Gestirnir þurfi gistingu og hægt sé að innrétta litlar íbúðir á neðri hæð nýja far- fuglaheimilisins fyrir þá. Miklir möguleikar eru til útivistar í nágrenni Grundarfjarðar, ekki síst í tengslum við mikilúðleg fjöll sem þar eru. Johnny segir að Grund- arfjörður sé rétti staðurinn til að Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Síðbúin opnun hálendisvega er ekki fyrst og fremst vegna minni fjár- veitinga til snjómoksturs. Ástæðan er miklu meiri snjór á þessum veg- um en verið hefur síðustu ár. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar. Einar Torfi Finnsson, fram- leiðslustjóri hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær seinaganginn við að opna hálendisvegi eins og yf- ir Kjöl, sem leitt hefur til ærins kostnaðar og mikillar vinnu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki við að end- urskipuleggja og breyta ferðum sínum. „Það er verið að eyða álíka miklu í snjómokstur og áður. En það hef- ur ekki verið svigrúm til að fara í umfangsmeiri snjómokstur en und- anfarin ár,“ segir G. Pétur. Mokað hafi verið á Bláfellshálsi og inn að Kerlingarfjöllum svo eitthvað sé nefnt, en sums staða séu aðstæður þannig að ekki svari kostnaði að koma vegum í nothæft ástand. Þar að auki eru útgjöld Vegagerð- arinnar til nýframkvæmda ákvörð- uð í samgönguáætlun og á fjár- lögum, en Vegagerðin getur ekki fært fé á milli liða þar. Þá segir G. Pétur að samanburðurinn sem Ein- ar Torfi hafi tekið við fyrirhugaða breikkun hringvegarins yfir Hellis- heiði hafi verið óheppilegur, þar sem þá framkvæmd hafi átt að fjár- magna með vegtollum. Hins vegar hafi verið miðað við að setja meira fé í heflun malarvega, til dæmis á Vestfjörðum, ekki síst þar sem ferðaþjónustan hafi óskað eftir því. Að hans sögn hefur Vegagerðin um sex milljarða til ráðstöfunar í nýframkvæmdir á þessu ári, þar af eru um þrír milljarðar í verk sem boðin voru upp fyrir upphaf þessa árs. Nú eru verk fyrir um fimm milljarða króna komin af stað að nýútboðnum verkum meðtöldum Útboð munu svo halda áfram með haustinu að sögn G. Péturs, til dæmis hlutar af Strandavegi og Vestfjarðavegi auk undirganga við álverið í Straumsvík. Jafnmikill peningur, mun meiri snjór Morgunblaðið/Einar Falur Á Kili Hverir eins og Öskurhóll á Hveravöllum draga þúsundir ferðamanna til landsins, sem öskra eflaust af reiði ef þeir komast ekki upp á hálendið.  Miklu meiri snjór á hálendisvegum en fyrri ár veldur seinni opnun veganna  Ekki svigrúm til að stórauka vegamoksturinn, segir talsmaður Vegagerðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.