Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þingið í Aþenu í Grikklandi samþykkti í gær- kvöldi traustsyfirlýsingu við ríkisstjórn Georg Papandreou, forsætisráðherra og sósíal- istaflokksins Pasok en þar hafa orðið miklar mannabreytingar. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, sagði Grikki verða að sýna að þeir væru reiðu- búnir að herða mittisólina. Eftir að ljóst er orðið að ríkisstjórnin heldur velli verður næsta skrefið að fá þingið til að samþykkja nýjustu niður- skurðartillögurnar, upp á 28 milljarða evra. „Það er ekki hægt að hjálpa neinum gegn vilja sínum,“ sagði Barroso. „Næsta vika er stund sannleikans, þá verða Grikkir að sýna að þeir séu í einlægni staðráðnir í að styðja metn- aðrfulla áætlun um frekari aðgerðir í ríkisfjár- málum og einkavæðingu sem stjórn Pap- andreous hefur lagt fram.“ Nokkrir af þingmönnum Pasok hafa að und- anförnu sagt sig úr flokknum og hefur Pap- andreou því nauman meirihluta á þingi, 155 sæti af 300. Öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, er hægrisinnaður og vill semja á ný við evruríkin og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Grikkland sem er efnahagslega á helj- arþröm. Ríkið fékk í fyrra 110 milljarða evra að- stoð en nú hafa evruríkin frestað að greiða síð- asta hluta lánsins. Þau krefjast þess að Grikkir samþykki róttækar niðurskurðartillögur rík- isstjórnarinnar. Ráðherrafundur evruríkja 3. júlí Samþykkja þarf tillögurnar í lok mánaðar- ins vegna þess að fjármálaráðherrar evruríkj- anna munu hittast á fundi 3. júlí og taka ákvörð- un um frekari aðstoð. Fái þeir hana ekki bendir allt til þess að greiðslufall, öðru nafni ríkisgjald- þrot, verði næsta skref. En framhaldslánið verð- ur skammgóður vermir, rætt er um að bæta þurfi við öðrum 110 milljörðum evra til að tryggja efnahag landsins næsta árið. David Hannan, breskur íhaldsmaður á þingi ESB, sagði að fjárhagsaðstoðin við Grikki myndi ekki verða grísku þjóðinni neinn bjarghringur. Ætlunin væri að láta skattgreiðendur bjarga bönkum og eigendum skuldabréfa. „Því fer fjarri að Grikkjum sé hjálpað, þeim er fórnað til að bjarga evrunni,“ sagði Hannan. Ríkisstjórn Papandreou hélt velli  Gríska þingið samþykkti í gærkvöldi yfirlýsingu um stuðning við ríkisstjórn hans  Barroso segir að vegna skuldavandans standi Grikkir frammi fyrir „stund sannleikans“ Reuters Reiði Starfsmenn vopnafyrirtækja gríska ríkisins hrópa slagorð við þingið í gær. Andstaða hjá almenningi » Liðlega 47% aðspurðra í Grikklandi í nýrri könnun sögð- ust vera á móti aðhalds- tillögum ríkisstjórnarinnar og vilja nýjar kosningar. Nær 35% sögðust sammála tillögunum. » Stéttarfélög hafa hvatt til verkfalla vegna aðgerðanna. Samband starfsmanna í ríkis- orkuveitunni stóð fyrir fyrsta af áætluðum tveggja sólar- hringa verkföllum sínum í gær. » Orkuveitan varð að grípa til áætlunar um tímabundin raforkustopp til að koma í veg fyrir allsherjarlokun fyrir raf- magn. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íbúar í sunnanverðu Súdan fögnuðu ákaft í ársbyrjun þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði var ljós: um 99% höfðu valið sjálf- stæði. Loksins yrði okinu létt af kristnu fólki sem svo lengi hafði þurft að una ofríki íslömsku arabanna í höf- uðborg þessa geysistóra lands, Kart- úm. Ákveðið var að nýja ríkið yrði stofnað 9. júlí. Hjá mörgum hefur fögnuðurinn nú vikið fyrir ótta við að allt fari á ný í bál og brand, hundruð manna hafa fallið í innbyrðis átökum síðustu mánuði enda búa fjölmörg þjóðarbrot í suður- hlutanum. Allt að tvær milljónir manna féllu auk þess í áratuga löngu borgarastríði norðurs og suðurs sem lauk með friðarsamningum 2005. Því fer fjarri að leyst hafi verið mörg erfið deilumál um landamæri, bithaga og það sem getur ráðið úrslit- um, skiptingu tekna af olíu. Þær skipta milljörðum dollara á ári. Lind- irnar eru að mestu í suðri en stjórnin í Kartúm hefur ráðstafað þeim. Margt bendir til þess að Omar Hassan al-Bashir forseti sjái sitt óvænna og ætli að beita hefðbundn- um aðferðum til að tryggja hagsmuni sína og valdaklíkunnar. Um miðjan maí lét hann hermenn sína ráðast inn í landamæraborg, Abyei í samnefndu héraði, sem er mjög frjósamt og auð- ugt að vatni, andstætt megninu af norðursvæðum Súdans. Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa yfir 100 þúsund manns flúið heimili sín vegna átakanna. Reyndir menn að verki Ekki er víst að ný málamiðlun um Abyei haldi og eftir er að stöðva blóð- ug átök í olíuhéraðinu Suður-Kor- dorfan, rétt norðan við væntanleg landamæri. Þar býr um milljón bláfá- tækra Núbíumanna sem hafa margir barist með kristnum sunnanmönnum gegn harðstjórn arabanna þótt þeir séu sjálfir múslímar. Nýlega krafðist landstjóri S-Kor- dofan, Ahmed Haroun, þess að fyrr- verandi liðsmenn uppreisnarhers sunnanmanna meðal Núbíumanna af- hentu vopn sín. Þeir neituðu. Hér- aðinu hefur verið lokað, þangað mega hvorki fréttamenn né hjálparsamtök fara. Og hroðalegar frásagnir berast af framferði stjórnarhermanna sem sagðir eru skjóta Núbíumenn á færi. Haroun hefur reynsluna. Hann er ásamt Bashir forseta eftirlýstur í Haag vegna glæpaverka sinna í Darf- ur-héraði. Nýtt ríki inn í skuggalegan heim Ofsóttir Núbíumenn í Súdan.  Skilnaðurinn milli kristinna sunnanmanna og valdaklíku múslíma í Súdan verður ekki átakalaus  Stjórn Bashirs beitir hrottalegum aðferðum til að tryggja sér olíulindir í einu landamærahéraðinu Stuðningsmenn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta halda á loft þjóðfánanum með mynd af forsetanum á útifundi í Damaskus í gær. Ríkisfjölmiðlar landsins sögðu að milljónir manna víða um Sýrland hefðu tekið þátt í fundum til stuðnings leiðtoganum. Assad gaf í gær út nýja tilskipun um almenna sakaruppgjöf og hét víðtækum umbótum en orðalagið var sagt óljóst. Mót- mælin gegn forsetanum og stjórn hans hafa kostað yfir þúsund manns lífið undanfarna þrjá mánuði, aðallega óvopnaðra borgara. Reuters Dyggir stuðningsmenn Sýrlandsforseta Keisaramörgæs frá Suðurskauts- landinu virðist hafa tekið ranga beygju í leit sinni að smokkfiski og kríl. Hún hafnaði fjarri heimkynn- um sínum, nánar tiltekið á Nýja- Sjálandi, að sögn BBC. Fuglinn mun vera ungur, um 10 mánaða gamall og 80 sm að hæð. Tegundin er stærst allra mör- gæsa, metið er 122 sm og liðlega 75 kg. „Ég sá þessa skjannahvítu, upp- réttu veru og hélt að ég sæi ofsjón- um,“ sagði Christine Wilton sem var á gangi með hundinn sinn á Ka- piti-ströndinni. Fólk hefur flykkst á staðinn til að berja gestinn augum en er varað við því að styggja hann og sagt að hafa hunda sína í bandi. Stysta vegalengdin frá Nýja-Sjá- landi til Suðurskautslandsins er um 6000 km og er þá miðað við beina fluglínu. 44 ár eru síðan mörgæs flæktist síðast til Nýja-Sjálands. kjon@mbl.is Keisaramör- gæs ruglast í ríminu  Synti alla leið til Nýja-Sjálands Keisaramörgæs Suðurhlutinn nær yfir þriðjung landsins en þar er megnið af ol- íunni og bestu landbúnaðar- svæðin. Fátæktin er miklu meiri í suðurhlutanum, barnadauði tvöfalt tíðari en í norðri. Lítill minnihluti hefur aðgang að rennandi vatni og salerni í suðri, í norðri er hlutfallið hins vegar um tveir þriðju. Allt að helmingur barna í norðri lýkur grunnskólanámi en í verst settu héruðum sunnanmanna er hlut- fallið innan við 1%. Blásnauðir SKIPTING OLÍUTEKNANNA Tveir grímuklæddir menn rændu tveimur smábörnum í Brandbu á Hadeland, norður af Ósló í Noregi, í gærmorgun. Síðdegis voru menn sem taldir eru sökudólgarnir stöðv- aðir og handteknir á þjóðvegi skammt frá Sarpsborg en engin börn voru í bláum Saab-bíl þeirra sem skrásettur er í Svíþjóð. Mennirnir beittu táragasi og raf- byssum þegar þeir rændu börn- unum, eins og þriggja ára stúlkum, þar sem þær voru ásamt móður sinni á skrifstofu barnaverndaryf- irvalda í Brandbu. Móðirin og starfsmaður barnaverndareftirlits- ins fundust meðvitundarlaus þegar að var komið. Konan sætir eftirliti yfirvalda en hefur takmarkaðan umgengnisrétt við börnin. Ræningjarnir eru Kúrdar, móð- irin er frá Írak, að sögn Aftenpost- en. Faðirinn er sagður búa í Östfold en þar voru mennirnir voru stöðv- aðir. Lögreglan stöðvaði síðar í gær svartan Volvo-skutbíl sem Kúrdi ók, tveir barnastólar voru í aftursætinu og bíllinn var talinn tengjast málinu en stúlkurnar voru ekki í honum. kjon@mbl.is Tveim börn- um rænt í Noregi  Móðurinni var hótað ofbeldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.