Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 29
Djasshátíð Frá opnunartónleikum Djasshátíðar Egilsstaða 2008; dansað í aðgöngum Kárahnúkavirkjunar.
Díana Rós A. Rivera
diana@mbl.is
Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi
verður haldin 23.-26. júní næstkom-
andi. Hátíðin er elsta djasshátíð á Ís-
landi en hún fór fyrst fram árið 1988.
Að sögn Jóns Hilmars Kárasonar
má segja að náttúrufegurðin fyrir
austan hafi átt stóran þátt í stofnun
hátíðarinnar. Á Steinþór Stein-
grímsson píanóleikari að hafa sagt
við Árna Ísleifsson félaga sinn úr
KK-sextettnum: „Hér þyrfti að leika
djass, hér er svo fallegt,“ síðla sum-
ars á Egilsstöðum árið 1987. Ári
seinna setti Jón Múli Árnason þessa
fyrstu djasshátíð landsins og síðan
þá hefur fjöldi listamanna sótt hana
heim.
Neskaupstaður og Seyðis-
fjörður slást í hópinn
Til að byrja með fór hátíðin ein-
ungis fram á Egilsstöðum en nú hafa
Neskaupstaður og Seyðisfjörður
bæst í hópinn. Jón Hilmar segir það
hafa verið gert til þess að færa hátíð-
in nær sem flestum íbúum fjórð-
ungsins. „Þetta var bara tilraun, við
vildum færa hátíðina nær fólkinu því
þetta eru miklar veglengdir sem
þarf annars að fara,“ segir Jón Hilm-
ar og bætir við að þeir hafi einnig
létt hátíðina á vissan hátt þar sem
hún er ekki lengur einskorðuð við
djass. „Þetta er tónlistarveisla í
rauninni.“
Í kynningu segir að Austurland sé
sannkölluð paradís tónlistarunnenda
þar sem hver tónlistarhátíðin reki
aðra. Jón Hilmar telur að þennan
mikla tónlistaráhuga Austfirðinga
megi meðal annars rekja til þess
hversu einangraðir þeir voru. „Menn
þurftu bara að sjá um sig sjálfir og
unga út tónlistarmönnum til að
skemmta Austfirðingum. Svo þegar
síldarárin voru og hétu var líka nóg
að gera í spileríi,“ segir hann.
Upplýsingar um dagskrá hátíð-
arinnar og þá listamenn sem koma
fram má finna á heimasíðu hátíð-
arinnar, jea.is.
Djasstónlistarveisla fyrir
fólkið á Austfjörðum
Djasshátíð
» Djasshátíð Egilsstaða er
elsta djasshátíð hér á landi.
» Hún var fyrst haldin árið
1988.
Djasshátíð
á Egilsstöðum,
Neskaupstað
og Seyðisfirði
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Þriðja ljóðabók Ólafar M. Þor-
steinsdóttur, Dansað eitt spor, er
komin út hjá Bókaútgáfunni Holti.
Dans kemur fyrir bæði í titl-
inum og oftar en einu sinni í ljóð-
unum. Spurð að því hvort dansinn
sé þema bókarinnar segir Ólöf að
það megi alveg segja það.
„Ég er að yrkja um lífsdansinn
og svona bæði ímyndaða tilveru og
tilveruna sjálfa. Það að vera með
eða vera ekki með, „with or witho-
ut“. Lífið er nú fallegra ef þú
dansar með og dansar alla ævi
frekar en situr hjá og ert til-
hæfulaus bara,“ segir hún.
Á bókarkápunni er mynd eftir
Ólöfu sem vísar í yrkisefni
ljóðanna, lífsdansinn. Á myndinni
eru tvær verur innan hrings og
ein stendur fyrir utan hann.
„Þetta er dans innan hringsins eða
utan og þú tekur einhver skref eða
spor. Þú tekur auðvitað fleiri en
eitt spor í lífinu svo titill bók-
arinnar er hálfgerð öfugmæli,“
segir hún.
Af og til yrkir Ólöf á ensku, ým-
ist er það ein eða fleiri lína í ljóði
en heilt ljóð á ensku kemur líka
fyrir í bókinni. „Þetta er nú svona
enskusletta bara til gamans. Ég
nota enskuna til að bæta upp ljóð-
ið, stundum er þetta skilningsrík-
ara á henni og mér fannst þetta
koma betur út þannig.“
Að sögn Ólafar er hún ekkert að
semja þessa dagana. „Þetta er
þriðja bókin mín og það má segja
að ég sé núna komin í skálda-
pásu,“ segir hún og játar því að
stundum sé það alveg nauðsynlegt.
Það er fallegra að dansa með
Þriðja ljóðabók Ólafar M. Þorsteinsdóttur, Dansað eitt spor, gefin út
Lífsdans Ólöf M. Þorsteinsdóttir með ljóðabók sína Dansað eitt spor.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn
Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega
Húsmóðirin - HHHH E.B. Fbl
Á norðurstrandlengju Reykjavíkur er
nokkuð af útilistaverkum og hefur
fjölgað undanfarin ár. Á fimmtudag
kl. 20:00 leiðir Hafþór Yngvason,
safnstjóri Listasafns Reykjavíkur,
kvöldgöngu við Sæbrautina og segir
frá verkunum sem þar eru. Gangan
tekur um klukkustund, en lagt er upp
frá Grófinni. Verkin sem verða skoð-
uð í kvöldgöngunni eru Sólfarið eftir
Jón Gunnar Árnason, Íslandsvarðan
eftir Jóhann Eyfells, Samstarf eftir
Pétur Bjarnason og Fjöruverk eftir Sigurð Guðmunds-
son. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Myndlist
Útilistaverkaganga
Sólfar Jóns
Gunnars
Á sunnudag halda Elín Ósk Ósk-
arsdóttir sópransöngkona og Jónas
Þórir píanóleikari tónleika í sumar-
tónleikaröð Gljúfrasteins. Á efnis-
skránni eru lög úr óperum á borð við
Toscu og söngleikjum, auk þekktra ís-
lenskra dægurlaga. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 16:00.
Elín Ósk hefur sungið fjölda óperu-
hlutverka innanlands og erlendis og
fengið ýmsar viðurkenningar og til-
nefningar fyrir söng sinn, meðal ann-
ars á Ítalíu. Jónas Þórir er kantor og kórstjóri hjá Bú-
staðakirkju og kennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Tónlist
Söngur á Gljúfrasteini
Elín Ósk
Óskarsdóttir
The Tiny Trio heldur tónleika í
Gerðubergi í hádeginu á fimmtu-
dag. Á tónleikunum, sem hefjast kl.
12:15 og standa til 13:00, verður
leikin djasstónlist í anda Chet Ba-
ker en auk þess flytur tríóið íslensk
dægurlög.
The Tiny Trio var stofnað fyrir
fimm árum af Jóhannesi Þorleiks-
syni í tengslum við djasskvöld sem
haldin voru í hverri viku á Thor-
valdsen barnum í Reykjavík. Tríóið
er nú skipað Jóhannesi Þorleiks-
syni á trompet, Leifi Gunnarssyni á
kontrabassa og Hirti Steinarssyni á
gítar. Þeir eiga það sameiginlegt að
hafa allir stundað nám við Tónlist-
arskóla FÍH.
Undanfarna mánuði hefur tríóið
legið í dvala vegna náms Leifs við
tónlistarháskólann Rytmisk Mus-
ikkonservatorium í Kaupmanna-
höfn, en hefur nú sumarstarf sitt.
Sumarstarf The Tiny Trio; Jóhann-
es, Leifur og Hjörtur.
Tiny Trio
leikur í
Gerðubergi
Djasstónlist í
anda Chet Baker
og íslensk dægurlög
Í frétt af ljósmyndasýningum
Svavars Jónatanssonar, Innland/
Útland, var ekki farið rétt með
nöfn tónlistarhöfunda. Rétt er að
Daníel Ágúst Haraldsson frum-
samdi alla tónlist við verkin
þrjú, en í sumar eru síðan tvö
verk til sýningar (Innland/
Útland-Ísland og Innland-
Vatnajökull og Innland-
Snæfellsjökull). Honum til að-
stoðar við Innland/Útland-Ísland
var Þórður Hermannsson selló-
leikari, við Innland-Vatnajökull
voru Davíð Þór Jónsson og Matti
Kallio harmonikkuleikari, við
Innland-Snæfellsjökull var Borg-
ar Magnússon kontrabassaleik-
ari.
Innland/
Útland