Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir kjólameistari fædd- ist í Reykjavík 13. ágúst 1921. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 13. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Ólafsson bóndi/ bústjóri í Aust- urhlíð við Reykjaveg í Reykjavík, f. 10. sept. 1885, d. 7. jan. 1947, og kona hans Herdís Helga Guð- laugsdóttir, f. 19. maí 1894, d. 2. des. 1961. Hálfsystkini Guðrúnar samfeðra voru Ársól Klara, Reg- inbaldur, Helgi Hafberg, Ólafur og Guðjón. Alsystur voru Rósa Guðrún og Guðfinna Gyða, þau eru öll látin. Einnig ólu foreldrar Guðrúnar upp fóstursoninn Garð- ar sem er sonur Klöru. Guðrún giftist Jóni Haraldi Sigurðssyni húsgagnabólstrara, f. 28. jan. 1920, d. 30. mars 1951. Börn þeirra eru 1) Guðmundur Helgi vélfræðingur, f. 1945, kvæntur Helgu I. Þorkelsdóttur. Börn þeirra eru Virginía Eva, Helgi Þór verkfræðingur, í sam- búð með Edith Þóru Pétursdótt- ur, þau eiga einn son, og Gunnar Már háskólanemi, kvæntur Mörtu Maríu Hirst. Guðmundur átti eina dóttur fyrir hjónaband, Ragnhildi Hafdísi sem er látin, gift Páli Þór- arinssyni og eiga þau þrjá syni. 2) Kristrún leikskóla- kennari, f. 1947, maður hennar er Þorbjörn Rúnar Sig- urðsson tannsmiður. Synir þeirra eru Haraldur viðskipta- fræðingur, kvæntur Kristínu Hrönn Þrá- insdóttur, þau eiga þrjú börn, og Daði jarðfræðingur, í sambúð með Eydísi Salóme Eiríksdóttur, þau eiga tvo syni. Seinni maður Guðrúnar var Marinó Guðmundsson loft- skeytamaður, f. 28. nóv. 1927, d. 27. jan. 2006. Börn hans eru Jó- hann hjúkrunarfræðingur, f. 1947, maki Halldóra Jensdóttir, Dagnýr vélfræðingur, f. 1949, maki Hildur Helgadóttir, Joyce kennari, f. 1952, maki Ben van der Werff, Wilma fréttamaður, f. 1955, Páll tónlistakennari, f. 1957 og Hrafnkell kennari, f. 1962, maki Hlín Ástþórsdóttir. Guðrún nam kjólasaum og vann allan sinn aldur við þá iðn. Hún rak saumastofu í nokkur ár og verslun í hlutafélagi við svila sinn, mágkonur og uppeld- isbróður. Lengst af var hún kjóla- meistari í Parísartískunni. Hún iðkaði fimleika á yngri árum, tók þátt í sýningum, meðal annars á lýðveldishátíð 1944. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. júní 2011, kl. 13. Elsku Gógó. Erfitt er að setjast niður og skrifa örfá kveðjuorð til þín, elsku tengdamamma. Það er margs að minnast á 40 árum, ég hafði verið kúnni hjá þér í Dragtinni í nokk- urn tíma, þar keypti ég nokkra mína kjóla og dragtir og eftir það voru það ekki fáir kjólarnir sem þú saumaðir á mig og allir jóla- og páskakjólarnir sem þú saumaðir á Evu. Í dag sér maður eftir að eiga ekkert eftir af þessum kjólum. Okkar samband var alltaf gott þó þú flíkaðir ekki tilfinningum þín- um, þú varst alltaf frekar dul en glæsileg kona. En í raun kynnist ég þér ekki fyrr en eftir að Marinó deyr, þá verður þú eitthvað svo varnarlaus, þú treystir alltaf á hann, sérstaklega eftir að þú slas- aðist í einni af ferðum ykkar, þá misstir þú svo mikið kjarkinn og var hann þér stoð og stytta í þeim erfileikum. En þar sem ég var að hætta að vinna um það leyti sem Marinó dó þá kom það eiginlega í minn hlut að keyra þig þar sem þú keyrðir ekki og heldur ekki Krist- rún, en einnig voru Rúnar og Gummi duglegir að snattast með þig og hjálpa. Það var alltaf farið í Hagkaup á fimmtudögum, þá varst þú tilbúin á tröppunum á Hrísó þegar ég kom, með inn- kaupalistann á litlu blaði og var hann oftast notaður aftur og aftur með smá-afbrigðum. Var honum raðað þannig niður að við gengum alltaf sömu leið í gegnum Hag- kaup. Þegar komið var til baka á Hrísó þá var sest niður og rabbað um daginn og veginn við eldhús- borðið, drukkið kaffi með smákök- um. Samband okkar var alltaf gott þó ekki væri alltaf talað um þig og þína. Svo kom óhappið er þú slas- aðist í okt. 2008, það var mér mikið sjokk er ég kom að þér á baðgólf- inu, búin að liggja þar alla nóttina en ég kom um kl. 9, þá varst þú orðin ansi köld og illa á þig komin, búin að reyna að ná í öryggis- hnappinn. Eftir það komst þú ekki aftur heim á Skúlagötuna en þar varst þú búin að búa í rúmt ár í fal- legri lítilli íbúð þar sem fór vel um þig. Það versta var að þú varst flutt á milli stofnana þar til þú fékkst fasta búsetu í Skógarbæ og varst þú búin að vera þar í tæp 2 ár þegar kallið kom. Í Skógarbæ leið þér vel og þar var vel hugsað um þig og eiga þar allir þakkir skildar fyrir góða umönnun í þinn garð. Þið Marinó ferðuðust mikið, bæði hérlendis og erlendis, en þið fóruð um víða veröld í gegnum ár- in. Hafðir þú alltaf mikla ánægju af þessum ferðum, einnig voruð þið dugleg að fara í sund enda laugin við bæjardyrnar. En þú misstir allan kjark og alla löngun til að gera nokkurn hlut eftir að hann dó. Ekki má gleyma jóladegi þar sem öll fjölskylda þín, systur og fjölskyldur þeirra, börn Mar- inós og fjölskyldur, yfir 30 manns sem mættu í hangikjötið og öllu því tilheyrandi, ís og ávextir í eft- irmat með kaffi og smákökum, kaffið alltaf drukkið úr mokkaboll- um. Þetta eru minningar sem maður gleymir ekki. Eftir að þú hættir að hafa getu til að vera með þessi boð, en þú komin yfir áttrætt, þá skipt- umst við Kristrún á að vera með boðin en þau urðu minni, en mín börn vildu alltaf að það yrði eins og hjá ömmu Gógó, ís í sneiðum og blandaðir ávextir í desert. Elsku tengdamamma, ég Gummi og börnin okkar söknum þín mikið og megi góður Guð geyma þig, við geymum allar minningarnar í okkar hjörtum. Hvíl í friði. Helga, Guðmundur, Eva, Helgi Þór, Gunnar Már og fjölskyldur. Guðrún eða Gógó eins og hún var kölluð af fjölskyldunni, móð- ursystir mín og vinkona, hefur kvatt eftir langa legu á hjúkrunar- heimili. Þrautseigja einkenndi líf hennar fram á hinstu stundu. Gógó hefur ávallt átt stóran sess í lífi mínu. Líf okkar fléttaðist meira saman þar sem sonur henn- ar Guðmundur Helgi bjó hjá okk- ur um tíma í Vogatungu. Var hann mér nokkurs konar stóri bróðir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá en þetta voru miklir átakatímar hjá Gógó. Hún missir eiginmann sinn Harald í blóma lífsins frá tveimur börnum þeirra, Guðmundi Helga 6 ára og Kristrúnu 3ja ára. Einstæð móðir tekst hún á við þessa nýju framtíð, ekki með of- stopa heldur þrautseigju og krafti. Kjólameistari var hún að mennt, nýtti sér þá kunnáttu og kom sér upp saumastofu á heimili sínu að Laugavegi 5, uppi á 4. hæð í 45 fm húsnæði. Mér er minnis- stæð sem krakka herbergisskip- anin. Af ganginum var gengið beint í stofu sem einkenndist m.a. af stóru sníðaborði, saumavél, efn- isströngum, sniðum, blöðum, teikningum, krítum, títuprjónum, tvinnakeflaskúffu – heilt ævintýri. Lítið eldhús var inn af stofunni og inn af því svefnherbergi með glugga sem sneri að Laugavegin- um. Á ég góðar minningar frá þessum stað, ekki síst þegar ég fékk að gista og Gógó dútlaði við okkur Kristrúnu. Fastur liður var að fá nýbakað franskbrauð með flottri skorpu frá bakaranum á neðstu hæðinni. Þá var Gógó af- skaplega jákvæð þrátt fyrir annir. Var manni leyft að skoða og spek- úlera. Frá þessari stundu áttaði ég mig á því að „fatasaumur“ væri list í höndum skapandi einstaklinga. Vouge var flett í fyrsta skipti. Snið voru útskýrð. Gæði mismunandi efna voru borin saman. Og þannig mætti lengi telja. Aðrar myndir koma upp í hug- ann. Í versluninni Draktinni sem Gógó var eigandi að ásamt öðrum fékk ég að velja mér fermingar- kjól, sem ég fékk síðan að gjöf frá henni og krökkunum. Hvílíkur heiður. Marga kjóla hannaði Gógó á mig af sinni alkunnu snilld. Næsta stefnumót okkar er í Par- ísartískunni að kíkja á kjóla en Gógó starfaði þar síðustu árin. Að Þórsgötu 1 sé ég Gógó brosandi og hamingjusama nýgifta síðari eig- inmanni sínum Marinó Guð- mundssyni. Nokkru síðar erum við komin á Hrísateiginn í hangikjöts- boð á jóladag. Gestrisnin er í há- vegum höfð og því alltaf tilhlökkun að hittast og njóta jólakræsing- anna. Þá sjáum við Gógó og Mar- inó næst nýkomin úr einu af sínum mörgu ferðalögum. Þau fóru víða – nutu þess að kanna nýjar slóðir. Ég kveð þig, elsku Gógó, með söknuði. Þú varst „elegant“ kona. Þegar við hinar vorum með flaks- andi óhnepptar peysurnar og höfð- um e.t.v. gleymt beltinu og hvað þá háhæluðu skónum varð manni litið á þig og klæðaburðinn sem minnti á franska hefðarkonu. Listsköpun þín, elja og hlýja mun seint gleym- ast. Í mínum huga ert þú hin ís- lenska „Coco“ Chanel og miklu meira. Ég sá sólskinið koma gangandi eftir gráhvítum veginum, og hugsun mín gekk til móts við sólskinið, og sólskinið teygði ljósgult höfuð sitt yfir vatnsbláan vegg. (Steinn Steinarr) Innilegar samúðarkveðjur. Helga Magnúsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir Verndi þig drottinn, vinur minn, og veri með þér hvert eitt sinn. Hrafnhildi, börnum Ómars og öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Ómars Árnasonar. Ólafur Oddsson. Kveðja frá Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga Ómar Árnason, einn af stofn- félögum Félags íslenskra trygg- ingastærðfræðinga, er látinn. Hann var sjötti Íslendingurinn, sem lauk prófi frá Hafnarháskóla í tryggingastærðfræði og tölfræði en það var í janúar 1964. Hann starfaði um skeið hjá trygginga- félaginu Baltica í Kaupmannahöfn en hélt síðan til Íslands og hóf störf hjá lífdeild Sjóvátrygginga- félgs Íslands. Faðir hans, Árni Björnsson, hafði þjónað því félagi sem tryggingastærðfræðingur um áratugaskeið. Ómar venti síðar sínu kvæði í kross og hóf kennslu í stærðfræði við Menntaskólann við Sund þar sem hann varð konrekt- or. Síðar tók hann við fram- kvæmdastjórn Hins íslenska kennarafélags. Hann var virkur í starfi félagsins og var m.a. vara- formaður og síðar formaður þess. Hann var tillögugóður á fundum og áhugasamur um vöxt og við- gang félagsins sem og starfsgrein- arinnar. Við þökkum honum góð störf og ágætt samstarf um ára- tugaskeið og vottum eiginkonu hans, Hrafnhildi Kristbjörnsdótt- ur, og fjölskyldu þeirra innilega samúð. Steinunn Guðjónsdóttir formaður. Það er komið að því að kveðja góðan dreng. Ómar Árnason er dáinn. Mín fyrstu kynni af Ómari voru þegar ég var nemandi við Menntaskólann við Tjörnina. Óm- ar kenndi mér stærðfræði og hann var góður kennari. Ómar var einn af brautryðjendunum sem mótuðu skólann okkar sem nú heitir Menntaskólinn við Sund. Áhrif Ómars á skólastarfið voru mikil og vörðu miklu lengur en þann tíma sem hann var kennari við skólann. Mér varð þetta fyrst ljóst síðar á lífsleiðinni er ég kynntist Ómari á ný þegar hann var framkvæmda- stjóri Hins íslenska kennarafélags og ég var að stíga mín fyrstu skref í kjarabaráttunni. Það var alltaf gott að leita til Ómars. Hann var hjálpsamur með afbrigðum og hafði gaman af því að sökkva sér í vandamálin og leit ekki aftur upp fyrr en lausn var fundin. Ómar var hafsjór fróðleiks og minnugur með afbrigðum og oft kom það sér vel þegar rætt var um tilurð ákvæða í kjarasamningum eða annað tengt kjarabaráttunni, enda var það svo að Ómar naut mikillar virðingar beggja megin við samningaborðið og aldrei varð ég þess var að einhver drægi orð Ómars í efa þegar deilt var, enda maðurinn einstaklega heiðarleg- ur. Ómar var menntaður trygg- ingastærðfræðingur, hafði lært í Danmörku og var á góðan máta danskari en danskurinn. Fullur af glettni, lúmskt fyndinn og hlýr. Með tölurnar á hreinu og kenndi manni á skemmtilegan hátt að aukastafir eru ekki alltaf auka- stafir. Þeir geta skipt sköpum. Það eru til ýmsar sögur af Óm- ari í skólanum okkar. Allar eru þær þannig að þegar þær eru sagðar brosir maður út í annað og hlýnar um hjartaræturnar. Eftir því sem árin líða kveðja æ fleiri af eldri kynslóðinni og yngra fólk tekur við. Þannig er gangur lífsins og þannig er það í Menntaskólan- um við Sund. Við sem eftir sitjum eigum brautryðjendum eins og Ómari mikið að þakka. Við mun- um sakna hans en einnig gleðjast þegar við hugsum til hans. Fyrir hönd Menntaskólans við Sund þakka ég Ómari fyrir sam- fylgdina og samhryggist innilega Hrafnhildi og fjölskyldunni allri. Már Vilhjálmsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR stýrimanns, Bessahrauni 4, Vestmannaeyjum. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum. Erna Sigurjónsdóttir, Ingi Sigurðsson, Fjóla Björk Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Ester Sigríður Helgadóttir, Sigurjón Pálsson, Gunnhildur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, AÐALSTEINS SIGFÚSAR ÁRELÍUSSONAR frá Geldingsá. Sérstakar þakkir til starfsfólks Asparhlíðar fyrir yndislegheit og góða umönnun. Kærar þakkir til ykkar allra. Lára Kristín Sigfúsdóttir, Hafsteinn Sigfússon, Halldór Heiðberg Sigfússon, Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir, Sólveig Sigfúsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 20. júní. Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SVAVAR DAVÍÐSSON framkvæmdastjóri, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 18. júní, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Birna Baldursdóttir, Baldur Ó. Svavarsson, Kristín E. Guðjónsdóttir, Nína Björk Svavarsdóttir, Bryndís Björk Svavarsdóttir, Stefán Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Aðalgötu 12, Súðavík, lést þriðjudaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 25. júní kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð um sjómenn frá Súðavík, reikn, 0130-05-060500 og kt. 660509-0540. Magnús Þorgilsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS FRÍMANNS JÓNSSONAR múrarameistara, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbirgðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Börn hins látna, fjölskyldur og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNALDS ÞORVALDSSONAR, Vesturgötu 6, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgerður Reynaldsdóttir, Einar Valur Kristjánsson, Erna Reynaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.