Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 ✝ Ómar Árnasonfæddist í Reykjavík 9. apríl 1936. Hann lést á St. Jósefsspítala 11. júní 2011. For- eldrar Ómars voru Sigríður Björns- dóttir, f. 13. jan- úar 1907 á Ísafirði, d. 20. október 2001, og Árni Stef- án Björnsson, trygginga- og hagfræðingur, f. 14. apríl 1898 á Þverá í Hall- árdal, Austur Húnavatnssýslu, d. 31. mars 1978. Bróðir Ómars var Björn, f. 10. apríl 1932, d. 24. nóvember 2009. Ómar kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur. Þau skildu. Dóttir þeirra er Hulda Sigríður Jeppesen, f. 2. apríl 1958. Hulda er gift Guðmundi J. Stefánssyni. Hinn 29. desember 1962 giftist Ómar Hrafnhildi Oddnýju Kristbjörnsdóttur, dóttur Guðrúnar Árnadóttur, f. 22. júní 1898, d. 28. mars 1963, og Kristbjörns Bjarnasonar, f. 15.október 1896, d. 9. sept- ember 1972. Börn Ómars og Hrafnhildar eru Kristín Óm- arsdóttir, f. 24. september 1962, í sambúð með Svein- Menntaskólann við Sund. Ómar starfaði einnig hjá Félagi menntaskólakennara, síðar HÍK, og gegndi framkvæmdar- stjórastarfi þar, fyrst í hálfu starfi frá 1981, og þar á eftir í fullu starfi frá 1988 til ársloka 1999. Eftir að kennarafélögin sameinuðust í nýtt Kenn- arasamband Íslands í árs- byrjun 2000, varð hann fram- kvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og gegndi því starfi þar til hann fór á ellilaun. Ómar var einn af níu stofnendum Félags ís- lenskra tryggingastærðfræð- inga og kjörinn ritari á stofn- fundi þess. Hann sat í mörg ár í stjórnum Félags mennta- skólakennara og HÍK. Árið 1966 fluttu Ómar og Hrafn- hildur frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar, þar sem systir Hrafnhildar og eiginmaður, Soffía Kristbjörnsdóttir og Ólafur P. Stephenssen höfðu komið sér fyrir. Þau bjuggu sér heimili á Hvaleyraholti í Hafnarfirði og hafa búið þar síðan. Útför Ómars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. björgu Bjarnadótt- ur, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, f. 19. maí 1964, í sambúð með Ágústi Ómari Ágústssyni, og Árni Björn Óm- arsson, f. 19. sept- ember 1965, í sam- búð með Borghildi Þórisdóttur. Börn Huldu Sigríðar og Sigfúsar Nikulás- sonar eru Steinunn Vala og Nikulás Árni. Börn Guðrúnar Yrsu og Skúla Júlíussonar eru Hrafnhildur Hugrún og Álfrún Kristín. Börn Árna Bjarnar og Borghildar eru Þórir, Oddný og Þórunn. Ómar ólst upp í Skerjafirði og tók stúdentspróf frá MR ár- ið 1955. Hann nam trygginga- stærðfræði og tölfræði við Há- skólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem cand. act. árið 1964. Ómar og Hrafn- hildur Oddný fluttu heim til Ís- lands sama ár og hóf hann störf hjá Sjóvá og stunda- kennslu við MR og seinna við MT, sem síðar varð MS. Árið 1970 varð kennsla hans að- alstarf, og kenndi hann stærð- fræði til ársins 1988, við Þegar einhver okkur nákominn kveður þennan heim hlaðast upp minningar í huganum. Minningar um Ómar Árnason eru allar einhvern veginn hlýjar, ljúfar og skemmtilegar. Ómar var góður maður, hafði einstaklega flottan hlátur og þess vegna var svo gaman að segja honum eitt- hvað fyndið. Við munum hann á fjöl- skylduhátíðum í sumarbústaðn- um hvað hann var alltaf vel útbú- inn og með aukabúnað fyrir aðra. Tvenna vinnuvettlinga, fimm vasaljós, ábyggilega tvær pumpur til að pumpa í vindsængur. Allt þetta tók hann með í ferðalagið bara til vonar og vara ef sam- ferðamenn skyldu gleyma dótinu heima. Svona var hann hugulsam- ur alltaf hann Ómar. Svo voru sungin lög sem allir kunna og svo lögin sem Ómar lærði á námsár- um sínum í Danmörku. Hann kenndi okkur lögin sín af ein- stakri þolinmæði og svo þegar takmarkinu var náð fannst honum það skemmtilegt og hló hátt, því þá fengu aðrir að taka þátt í gleðinni með honum. Hann var óhræddur við að vera hann sjálfur. Fannst mikilvægt að keyra franska bíla, bjó til pipar- myntudropa fyrir jólin og hélt í danskar hefðir. Hann drakk danskan bjór, var alltaf sérstakur í klæðaburði, gaf okkur gott kaffi, kenndi okkur stærðfræði og sýndi okkur ævinlega einlæga hlýju. Við systur erum þakklátar fyr- ir að hafa kynnst Ómari og kveðj- um hann með kossi á báðar kinnar eins og hann heilsaði okkur. Kæra Oddný móðursystir okk- ar. Við vottum þér og þínum nán- ustu okkar innilegustu samúð við fráfall Ómars. Halla Þ. Stephensen og Kristrún O. Stephensen. Í dag kveðjum við góðan vin með söknuði. Allt frá því er við Vallý bundumst tryggðaböndum haustið 1967 hafa þau Ómar og Habbý verið fastur punktur í til- verunni, staðlynt salt jarðar. Og eftir að börnunum fjölgaði mátti á stundum heita að milli Melhaga og Móabarðs gengi hálfgildings Hafnarfjarðarstrætó. Þau hjónin fylgdust af áhuga með því sem fram fór á fjölum leikhúsanna, ræddu um lífið og listina af næm- leik og skilningi og deildu með okkur stundum gleði og sorgar. Meðan heilsan leyfði þraut þau hvorki návist né umræðu og skoð- anaskipti. Sannari vináttu getur ekki. Það er löngu vitað að margur maðurinn brást við heimsstyrj- öldinni síðari, viðurstyggð hennar og vonbrigðum, með því að af- neita guði sem framandi gesti er léti eftir sig eitt saman tilgangs- leysið. Hjá flestum þeirra fann eðlislæg trúarþörfin sér annan og heilladrjúgan farveg. Ómar var gæddur ríkri réttlætiskennd, hann var sósíalisti og hafði á oddi jöfnuð og samúð með þeim sem minna máttu sín. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og þjóðfélagsmál – fé- lagslegar endurbætur og velfarn- aður vinnandi stétta – voru hon- um ofarlega í huga. Allt um það var hann með afbrigðum umtals- góður og hallmælti aldrei sam- ferðamanni, jafnt þótt í hlut ætti svarinn fjandmaður eða rakinn óheilindamaður. Sem stærðfræðingur hafði hann yndi af tölum og talnafræði, vissi að runan 3-5-8-13 … laut lög- máli hins gullna sniðs og fegurð þess, en ártöl ýmiskonar, síma- og bílnúmer lagði hann á minnið með hjálp þversummunnar. Hann lést laugardaginn 11. júní, undir þversummunni 17, þegar sól var hæst á lofti og stjörnublik hvergi sjáanlegt. Og í birtingunni koma upp í huga mér hendingar úr ljóði eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson: Ekkert tungl þessa nótt. Engin stjarna þessa nótt. Aðeins áratog í myrkrinu og elfunnar þungi niður. Ég trúi því að núna, þegar ára- tog ferjumannsins eru þögnuð, sé honum líknað handan stjarnanna af fágætri þrenningu, ef til vill ekki þeirri heilögu, heldur göml- um sálufélögum, mönnum eins og Tom Lehrer, Halfdan Rasmussen og Storm P. Þegar þeir þeyta lúðrana sjaldheyrðum þríhljómi gálgahúmors, kaldhæðni og sannrar manngæsku er sem ég heyri í fjarska hvellan og smitandi hlátur vinarins góða. Við Vallý sendum Habbý, Stínu, Yrsu, Árna Birni og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Gunnarsson. Elskulegur vinur okkar Ómar Árnason er látinn. Í yfir 50 ár höfum við verið vin- ir og samferða í lífinu. Kynntumst í Kaupmannahöfn í byrjun náms- ára okkar þar árið 1959, Ómar öll- um hnútum kunnugur, búinn að vera þar árin á undan okkur. Seinna kynnti hann okkur fyrir henni Hrafnhildi sem varð konan hans og vinur okkar líka. Börnin fæddust eitt af öðru hjá okkur ungu hjónunum og vorum við dugleg að hittast og hafa sam- band. Þetta voru góðir dagar vin- áttu og samveru sem héldu áfram eftir að við vorum öll flutt aftur heim til Íslands. Mætt var í af- mæli og fjölskylduveislur hver hjá öðrum, alltaf í sambandi. Í Kaupmannahöfn tókum við upp þann sið að hittast með börn- um okkar á annan dag jóla, til skiptis á hvoru heimili, og hefur sá siður haldist æ síðan. Mætt um kaffileytið og jólasmákökum og jólakrossgátum gerð góð skil og um kvöldið borðaður jólamatur af ýmsu tagi. Sá þáttur jólahaldsins verður ekki sá sami héðan í frá. Aðrir munu rekja ættir og starfsferil Ómars og framlag hans til menntunar ungs fólks í hinum víðfeðma heimi stærðfræðinnar en Ómar var tryggingastærð- fræðingur að mennt og helgaði stærstan hluta starfsævi sinnar kennslu í stærðfræði og störfum að málefnum kennara. Elsku Hrafnhildur Oddný, börn, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur einlæga samúð okkar. Við kveðjum kæran vin með söknuði. Hilmar Sigurðsson og Ragnhildur Steinbach. Kveðja frá Kennara- sambandi Íslands Fallinn er frá fyrrverandi starfsmaður Kennarasambands Íslands, Ómar Árnason. Ómar var í senn traustur og góður félagi og mikill stéttarfélagsmaður. Hann var maður nákvæmni enda menntaður í stærðfræði og starf- aði fyrr á starfsævinni sem stærð- fræðikennari við MR og MT sem síðar varð MS. Ómar var um ára- bil framkvæmdastjóri Hins ís- lenska kennarafélags. Ég kynntist Ómari fyrst er hann var kennari minn í MS 1976- ’78 og síðan aftur er ég hóf störf hjá KÍ vorið 2005. Það var ávallt gott að leita í reynslubanka Ómars, hann þekkti kjaramál og réttindi kennara eins og lófana á sér og maður kom aldrei að tómum kofanum hjá honum. Ómar hætti störfum hjá KÍ 2006, þá sjötugur að aldri, eftir farsælan starfsferil. Við vinnufélagar hans hjá KÍ geymum í hjarta okkar minningu um góðan starfsfélaga og vin. Við minnumst glaðværðar og hláturs Ómars sem smitaði svo sannar- lega út frá sér. Eftirlifandi eiginkonu Ómars, Hrafnhildi Kristbjörnsdóttur, og börnum þeirra votta ég samúð mína. Ég ber þeim hugheilar sam- úðarkveðjur frá fyrrverandi sam- starfsfólki Ómars og Hrafnhildar hjá Kennarasambandi Íslands. Fyrir hönd KÍ, Þórður Á. Hjaltested, formaður. Við minnumst Ómars, vinar, samstarfsmanns og félaga okkar beggja í kjarabaráttunni um ára- tuga skeið. Algerlega samofið minningunum um Ómar er starfið með Hrafnhildi, eiginkonu hans, sem nú sér á eftir lífsförunaut sín- um og samstarfsmanni. Starfs- vettvangurinn var í stéttarfélög- um kennara en þróun og mótun þeirra var einmitt snar þáttur í ævistarfi Ómars. Við slíkar að- stæður er starfið annað og meira en leið til að eiga fyrir salti í grautinn. Barátta fyrir hugsjón- um og aðstæður þar sem vindur- inn stendur oft í fangið leiða fljótt í ljós úr hvaða efnivið menn eru gerðir. Við hjónin áttum samstarf við Ómar á mismunandi tímum í starfi kennarafélaga og samstarfi á vettvangi samtaka háskóla- manna. Ómar var einnig kennari drjúgan hluta starfsævinnar og nýtti þá reynslu vafalaust mikið í starfi sínu þar sem hann var fasti punkturinn í starfseminni en for- menn, stjórnir, samninganefndir og aðrir trúnaðarmenn komu og fóru eins og gengur og gerist í fé- lagsstarfi. Persóna og starf Óm- ars er algerlega samofið því þró- unar- og breytingaskeiði sem þau stéttarfélög kennara er hann starfaði fyrir gengu í gegnum á starfstíma hans. Þau fengu þá fullan samnings- og verkfallsrétt og breyttar skyldur í kjarasamn- ingagerð og tóku á sama tíma drjúgan þátt í að móta og efla starf á vettvangi háskólamanna og samstarf við aðra opinbera starfsmenn. Ómar var í lykilstarfi fyrir HÍK þegar áralöng stefnu- mótun um samstarf og síðar sam- einingu stéttarfélaga kennara á mismunandi skólastigum stóð yfir og því lyktaði síðan með stofnun KÍ árið 2000. Í baráttunni fyrir sameiningu kennarastéttarinnar í einum samtökum studdi Ómar kjörna forystumenn með ráðum og dáð en var þó alls óhræddur við að benda á það sem betur mátti fara gerðist þess þörf. Sam- viskusemi Ómars og trúmennsku í starfi var við brugðið og ná- kvæmni hans í meðferð fjármuna var slík að samstarfsfólkið sagði af því góðlátlegar gamansögur og Ómar hló þá manna hæst enda mikill húmoristi. Ómar barst ekki á og var hógvær maður, sein- þreyttur til deilna en fastur fyrir ef honum fannst það skipta nokkru. Jón og Ómar voru sam- verkamenn á vettvangi Félags menntaskólakennara og í kjara- málum háskólamanna á sokka- bandsárum fulls samnings- og verkfallsréttar þeirra en leiðir okkar Ómars lágu saman er ég hóf stjórnarþátttöku í HÍK og varð síðar formaður félagsins. Hann varð síðan ásamt Hrafn- hildi eiginkonu sinni, minn nán- asti samstarfsmaður um langt árabil og við fylgdumst öll að með félagið okkar inn í nýtt kennara- samband. Verulega reyndi á starfsemina og starfsmennina í kjarasamningagerð, verkfalls- átökum, hugmyndasmíð og fram- kvæmd sameiningar kennara- félaganna en Ómar var alltaf á sínum stað. Að leiðarlokum þökkum við Ómari Árnasyni störf hans fyrir kennarastéttina, samstarf og vin- áttu og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Elna Katrín Jónsdóttir og Jón Hannesson. Ómar Árnason, vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, er látinn. Ómar hefur verið hluti af umhverfi mínu í félags- og kjaramálum kennara svo lengi sem ég man. Við tilheyrðum lengi vel sínu hvoru félaginu, hann Hinu íslenska kennarafélagi og ég Kennarasambandi Íslands hinu eldra. Frá árinu 2000 og fram til þess að Ómar lét af störf- um árið 2006 störfuðum við sam- an í Kennarahúsinu við Laufás- veg. Þegar ég rifja upp kynni mín af Ómari staldra ég fyrst við atburð sem átti sér stað fyrir tæpum ald- arfjórðungi eða haustið 1988. Þetta var kvöldið sem Jóhann Hjartarson skákmeistari lagði Viktor Kortsnoj að velli í frægu einvígi. Við vorum ásamt fleiri úr forystu KÍ og HÍK staddir á veit- ingahúsi niðri í bæ og fylgdumst með einvíginu í gegnum þjónana sem færðu okkur nýjustu fregnir. Það var alveg sama hvernig stað- an var metin hverju sinni, alltaf hló Ómar sínum ógleymanlega hlátri. Ég hugsaði með mér eftir þessa kvöldstund hvað það væri einstaklega notalegt að vera í ná- vist manns sem hefði svona létta lund og gæti skemmt bæði sér og öðrum með þessum smitandi hlátri. Ómar helgaði íslenskri kenn- arastétt stóran hluta starfsævi sinnar og öll eigum við sem til- heyrum þeirri stétt honum mikið að þakka. Öll þau ár sem ég starf- aði með Ómari upplifði ég sterkt vandvirkni hans, nákvæmni og heiðarleika. Í huga Ómars voru aldrei til útreikningar sem voru því sem næst réttir, hann hætti aldrei fyrr en niðurstaðan var hafin yfir allan vafa. Í löngum og ströngum samningalotum voru að hans mati aldrei til svo ómerki- leg skjöl, minnisblöð eða annað þessháttar að ekki væri ástæða til að varðveita afrit af þeim í möpp- um hjá sér. Þessi eiginleiki Óm- ars varð oftar en ekki til þess að skjöl sem ekki fundust í skjala- söfnum KÍ eða viðsemjenda var hægt að komast í hjá honum. Elsku Hrafnhildur og fjöl- skylda, við Björg biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum en vonum um leið að minningin um einstakan mann verði ætíð ljós á vegi ykkar. Við viljum að lokum þakka Ómari fyr- ir samfylgdina, hlýleika og þægi- legra nærveru. Blessuð sé minning Ómars Árnasonar. Eiríkur og Björg. Fallinn er frá Ómar Árnason, forystumaður í samtökum fram- haldsskólakennara um áratuga- skeið. Þegar kennarar ákváðu undir lok síðustu aldar að endur- skipuleggja samtök sín til að vera sterkari saman á miklum um- brotatímum í íslensku samfélagi skipaði Ómar Árnason sér í for- ystusveitina með mörgum öðrum ágætum félögum. Það var gæfa okkar samtaka að fá að njóta gáfna hans, hæfileika og mannkosta í því að leiða þetta starf. Framhalds- skólakennarar vissu að þeir yrðu að hafa í sínum röðum slyngan reiknimeistara til þess að rann- saka stöður og dæmi. Enginn var snjallari en Ómar í þessum fræð- um. Með Ómar í forystu voru margar hildir háðar – fyrir samn- ings- og verkfallsrétti, bættum kjörum og réttindum og fyrir því að gera veg skóla, menntunar og kennarastarfsins meiri í samfélag- inu. Þar var líka að verki sannfær- ingin um að skólastarfið væri mannræktarstarf og yrði ekki að- skilið frá bættum kjörum kennara. Leiðir okkar Ómars í baráttu stéttarfélagsins lágu saman fyrir um það bil tuttugu árum. Þótt margt væri okkur mótdrægt þá eru þessir tímar mikilvægir í end- urminningunni. Ómar kom mér þá fyrir sjónir sem einstaklega flott blanda af hörðum verkalýðssinna og heimsmanni – í riffluðum flauelsbuxum, tvídjakka og með leðurtösku um öxl, hárprúður eins og sannur sextíuogáttamaður – og í bland við þetta hláturinn yndis- legi sem öllum kom í gott skap. Og seinna þegar við fórum að vinna meira saman fann ég enn betur hvað það var dýrmætt að eiga hann að og fá að bera undir hann hin flóknustu mál. Nú ber að þakka fyrir öll góðu heilræðin. Við munum og metum það mikla verk sem Ómar vann til hagsbóta fyrir samtök framhaldsskólakennara og þökkum samfylgdina með góðum félaga. Við sendum Hrafnhildi, börnum og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Aðalheiður Steingrímsdóttir. Ómari Árnasyni kynntist ég fyrst fyrir mörgum árum, er við vorum um skeið samkennarar í Menntaskólanum í Reykjavík. Seinna átti ég töluverð samskipti við Ómar, er hann vann fyrir félög framhaldsskólakennara. Erindi mín við hann lutu flest að stöðu minni sem kennara, en samningar þeirra og ríkisins voru oft á fremur torskiljanlegu máli. Ómar tók mér alltaf vel og leitaðist hann við að gera flókna hluti skiljanlega. Þar kom löng kennarareynsla hans og einstök þolinmæði sér vel. Ómar gerði þetta vandlega, og nærvera hans var góð. Maður varð ósjálf- rátt léttari í lund eftir viðræður við hann. Rödd hans var sterk, en þó einnig þýð og þjál, og nú þegar hann er kvaddur, finnst mér hið innra sem ég heyri hann tala. Að því kom, að þau skil nálguðust, að breytingar yrðu á stöðu minni. Ég myndi brátt hætta að vera skip- aður kennari og verða í staðinn lausráðinn starfsmaður. Þá var gott að geta leitað til Ómars, og leiðbeindi hann mér í þessum mál- um, sem geta verið furðuflókin. Hann benti mér á þær leiðir, sem fara þyrfti. Þessi skipti mín við Ómar voru hin gagnlegustu sem fyrr. Honum er ég þakklátur fyrir góða hjálp á liðnum árum. En það er önnur mikilhæf manneskja, sem mér er einnig skylt að þakka. Það er Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir, eigin- kona Ómars. Hún vann lengi fyrir félög framhaldsskólakennara, og hún reyndist mér og öðrum kenn- urum afar vel. Hún hnippti stund- um í mann að fyrra bragði, ef mik- ið var í húfi. Er ég nú kveð Ómar Árnason, koma í hug mér orð Kristjáns Fjallaskálds Jónssonar: Ómar Árnason Elsku afi. Þú gast alltaf fengið kisu til að mala og kenndir okkur að hlusta á hljóðið sem var eins Hörður Sigurgrímsson ✝ Hörður Sig-urgrímsson fæddist í Holti í Stokkseyrarhreppi 29. júní 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. júní 2011. Hörður var jarð- sunginn frá Stokks- eyrarkirkju 18. júní 2011. og vél inni í henni. Þú gafst alltaf Snotru og hjálpaðir okkur að sjá um hana. Við höfum spurt þig margra spurninga og þú vissir allltaf svörin. Við munum sakna þín, afi í Holti. Vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við mun- um passa ömmu fyrir þig. Unnar Freyr og Baldur Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.