Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
Stækkunarskrifstofa fram-kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins sendi fulltrúa sinn hingað
til lands í gær til að flytja Íslend-
ingum þau skilaboð að Ísland mætti
ganga í sam-
bandið á eigin
forsendum.
Þetta er því mið-
ur ekki rétt því
að ákveði Ísland
að ganga í Evrópusambandið verð-
ur það alfarið á forsendum sam-
bandsins.
Talið um að forsendurnar séu Ís-lands var auðvitað til þess eins
hugsað að hljóma vel í eyrum Ís-
lendinga, sem Evrópusambandið
hefur áttað sig á að hafa ekki allir
áhuga á að láta stjórna sér frá
Brussel.
Fulltrúi stækkunarinnar við-urkenndi raunar við sama til-
efni að gengi Ísland inn yrði það
ekki á íslenskum forsendum heldur
forsendum Evrópusambandsins.
Þessi óbeina leiðrétting komfram í umræðum um sjáv-
arútvegsmál, en um þau sagði
sendiboðinn að það gæti tekið
nokkurn tíma að aðlaga íslenskar
reglur reglum Evrópusambandsins.
Það stendur nefnilega alls ekkitil að laga reglur ESB að
reglum Íslands þó að stækir stuðn-
ingsmenn aðildar tali iðulega á
þann veg.
Gangi Ísland inn í Evrópusam-bandið, sem ótrúlegt er að
nokkrum manni detti í hug þessa
dagana miðað við ástandið innan
sambandsins, verður íslenskur sjáv-
arútvegur lagaður að reglum sam-
bandsins. Þetta vita íslenskir áróð-
ursmenn aðildar ekki síður en
sendiboðinn þó að þeir séu síður
hreinskilnir um þessa staðreynd.
Aðlögun á
forsendum ESB
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 10 heiðskírt
Akureyri 9 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað
Vestmannaeyjar 9 skýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 15 léttskýjað
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 18 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 skúrir
London 18 léttskýjað
París 21 skýjað
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 18 skýjað
Berlín 22 léttskýjað
Vín 27 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 32 heiðskírt
Róm 27 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 22 alskýjað
Montreal 25 skýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 28 skýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
BAKSVIÐ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ekki sér fyrir endann á miklum
flóðum við Manitobavatn í Kanada
og óttast íbúarnir, sem að miklum
hluta eru af íslenskum ættum, að
ástandið eigi enn eftir að versna og
flytja þurfi um 100.000 nautgripi í
burtu.
Öll fimm býlin á Reykjavíkur-
skaganum við norðurhluta vatnsins
hafa verið rýmd og ástandið er
vægast sagt ískyggilegt á stöðum
eins og til dæmis í Vogum, Eddy-
stone, Steep Rock, Asham Point og
Bay End. Kirkjugarðurinn í
Reykjavík er undir vatni og eignir
liggja undir skemmdum. Bændur
geta ekki sáð og ljóst er að þeir
standa frammi fyrir heyskorti í
haust.
Hræðilegt
„Þetta er hræðilegt,“ segir Re-
bekka Sigurðardóttir, sem hefur
ásamt manni sínum Allan Johnson
rekið nautgripabú á Reykjavíkur-
skaganum síðan 1999. Þegar best
lét voru þau með um 460 kýr en
urðu að fækka þeim niður í um 250
í kjölfar kúariðu og slæmrar tíðar
undanfarin ár. Kýrnar hafa verið
fluttar vestur í Saskatchewan-fylki
og Allan keppist við að flytja eigur
þeirra á brott, en þau ætla ekki að
gefast upp heldur ráðgera að hefja
aftur búskap í Árnesi við Winni-
pegvatn. Bókum og húsgögnum var
komið fyrir í gámi sem var síðan
fluttur til Eddystone og verið er að
bjarga tækjum og tólum. „Það er
allt á floti og rúmlega 30 sentimetr-
ar af vatni á veginum að bænum.
Ég hef aldrei séð annað eins en
þegar ég flutti vestur var enn verið
að tala um flóðin 1955. Bændurnir
sögðust hafa siglt á seglbáti þvert
yfir skagann og þá fluttu allir í
burtu í tvö ár. Núna er útlitið þann-
ig að við förum ekki aftur.“
Margir Íslendingar settust að við
Manitobavatn á síðasta fjórðungi
19. aldar og í byrjun 20. aldar. Eftir
flóðin 1955 voru gerðar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir tjón af völd-
um flóða úr vatninu, meðal annars
reistir varnargarðar og útbúnar
fráveiturásir. Hins vegar er mikill
vöxtur í Assiniboine-á, sem rennur
í gegnum Winnipeg úr vestri og
sameinast Rauðá í miðborginni, og
til að minnka hættu á flóði í Winni-
peg hefur verið dælt vatni úr ánni í
Manitobavatn. Það nær hins vegar
ekki að renna með eðlilegum hætti
úr vatninu, yfirborðið hækkar og
stór landsvæði fara undir vatn.
„Það fer þrisvar sinnum meira vatn
í Manitobavatn en úr því eftir
venjulegum leiðum,“ segir Re-
bekka.
Mikið tap
Lorraine og Kelly Johnson eru
með 230 kýr í Eddystone en bróðir
hennar býr í Vogum þar sem langa-
langafi hennar, Jón Jónsson þing-
maður, settist að fyrir meira en 100
árum. „Flestir á þessu svæði eru af
íslenskum ættum og fluttu hingað
upphaflega frá Íslandi,“ minnir
Lorraine á. „Nær allir sem við
elskum eru við það að tapa öllu sem
þeir eiga,“ segir hún.
Ljósmynd/Lorraine Johnson
Heimili Fjölskylda Lorraine Johnson hefur búið þarna í Vogum í meira en 100 ár en nú er útlitið svart.
Býli rýmd í Reykjavík
Mestu flóð á
Íslendingaslóðum
við Manitobavatn í
Kanada síðan 1955
Bændur sjá
fram á endalok
nautgriparæktar
Vogar Ástandið í Vogum er slæmt og íbúarnir óttast hið versta.