Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU TA LIDÝRAFJÖR FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHHRÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! HHHH - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH - TIME OUT NEW YORK - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 BEINT Á TOPPIN N Í USA HHHHH - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - QUICKFLIX HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT 100/100 - TIME- JIMMYO, JOBLO.COM HHHH HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ MIÐASALA Á SAMBIO.IS EASTLY kl. 6 - 8 - 10 10 UPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10 12 UNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 6 L UNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L HE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 MR.POPPER´S PENGUINS kl. 8 L BEASTLY kl. 10:10 10 SUPER 8 kl. 8 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 10:20 14 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 / SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND UM HELGINA Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI AF ÍSLENSKRI FYNDNI Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er heimilisleg tilfinning að heyra í Kaffi-brúsakörlunum. Rödd þeirra Gísla RúnarsJónssonar og Júlíusar Brjánssonar færir mann hálfa leið heim í stofu á æskuheimili manns, þarsem var hlustað á gufuna og grínið var í einka- eigu örfárra leikara sem yfirleitt var litið niður á, því mörgum leikurum þótti það fyrir neðan virð- ingu sína að vera í gríninu. Þá voru þeir einir al- vöru leikarar sem engdust á sviði í existensíalískri þjáningu og sögðu titrandi röddu frá einsemd- artilfinningu mannsins á meðan þeir biðu eftir Go- dot og áhorfendur biðu eftir því að þessu lyki. Sá hluti dagskrárinnar sem var tileinkaður gríni var skaupstund um áramótin og svo af og til yfir árið að þættir einsog Úllen, dúllen, doff og Kaffibrúsa- karlarnir komust að.    Búið er að gefa út viðhafnarútgáfu með gríniþessara karla á tveimur diskum. Fyrsta plat- an varð til í Ríkisútvarpinu árið 1973 en seinni platan varð til á tveimur kabarettum árið 2002 í tilefni af 30 ára leikafmæli Gísla Rúnars. Grínið er byggt á fáránleika og misskilningi og hittir stundum í mark og stundum ekki. Þegar sagt er frá Jóni smið að hann sé með banana í eyr- unum þá bregður manni þegar maður heyrir áhorfendur í salnum hjá þeim skella uppúr af hlátri og svo bætir Gísli Rúnar við að Jón hafi orð- ið fyrir svo miklum vonbrigðum því hann hafði sáð eplafræjum. Kaffibrúsakarlarnir segja frá manni sem var svo utan við sig að hann setti pizzu uppí konuna, stillti hana á fjóra og hafði mök við örbylgjuofninn. Þar segir líka frá þremur konum annars þeirra og hann tengir þær allar við mat. Fyrsta konan hafi verið alveg einsog pizza með pepperoni, þrælsterk en alveg flöt. Önnur konan hafi verið einsog harðfiskur, mjög hörð en mýkt- ist öll upp ef hann saug hana. Þriðja konan var einsog Camembert-ostur, rosalega þroskuð, varð betri og betri með aldrinum, en fýlan af henni … En svo er hægt að hlæja þegar Gísli Rúnar segir frá því að hann hafi sagt konunni sinni sann- leikann um daginn, þetta með kynlífskomplexana og að hann hefði verið í sambandi við sálfræðing út af því. Og konan hans segir honum að hún hafi líka verið í sambandi við sálfræðing og reyndar líka leigubílstjóra, einn barþjón, tvo rafvirkja og pípara og manninn sem eitraði garðinn hjá þeim. Gísli Rúnar svarar því hvernig konan hans hafi það með því að segja að stundum sé hún skárri og stundum sé hún verri. „En einsog hún er þegar hún er skárri, þá held ég svei mér þá að hún sé skárri þegar hún er verri.“ Og svo segir hann að hún sé rosalega jafnlynd, hún sé alltaf fúl. Þeir spila líka á absúrdtaugar í gríni sínu einsog þegar Júlíus segir frá því að hann þekkti mann sem hét Örn og hann hafi verið einsog örn í framan, hann þekkti líka mann sem hét Úlfur og hann var einsog úlfur í framan og enn annan sem hét Arnljótur og hann hafi verið rosalega ljótur. Þá svarar Gísli Rúnar, „já, ég fatta þetta, ég þekki mann sem heitir Jón og hann er rosalega andfúll.“    Mikið af gríninu á fyrri disknum er líka áseinni disknum en maður skilur ekki alveg hvert markmiðið sé með því. En þótt brandarar Kaffibrúsakarlanna eldist misjafnlega er alltaf hægt að hlæja að einhverju hjá þeim. Flestir af minni kynslóð eru líka tilfinningalega tengdir þessum mönnum og það kemur þægileg og heim- ilisleg tilfinning yfir mann að heyra í þeim. Minnir mann á tíma öryggis og hlýju, tíma þegar ekkert hrun var í augsýn nema kannski legókubbahrun. Kaffibrúsakarlarnir komnir aftur Karlarnir Tveir rugludallar að röfla var konseptið sem þeir Júlíus og Gísli Rúnar unnu með. » Þá voru þeir einir alvöru leik-arar sem engdust á sviði í ex- istensíalískri þjáningu og biðu eft- ir Godot á meðan áhorfendur biðu eftir því að þessu lyki sem fyrst. Rapparinn ódrep- andi hefur samið við Penguin- forlagið um að skrifa bókina sem mun heita Playground. Hún mun að hluta til byggja á atburð- um úr við- burðaríku lífi rapparans. Áhugi hans á því hvernig krakkar leiðast út í að leggja aðra í einelti varð kveikjan að bókinni. Rapparinn sem heitir réttu nafni Curtis Jackson vill að sögn vera öðrum góð fyrirmynd nú, sérstaklega þar sem hann á sjálf- ur dreng á unglingsaldri. Ætli kven- fyrirlitningin fari þá að hverfa úr textunum hans í þokkabót? 50 Cent skrifar bók um einelti Curtis Jackson - 50 Cent Ryan Dunn, sem gerði garðinn frægan í Jackass- myndunum, lést ásamt öðrum far- þega í bílslysi á mánudaginn þegar hann ók Porsche bifreið sinni á tré. Dunn hafði birt myndir af sér fyrr um kvöldið þar sem hann var að neyta áfengis. Kvikmynda- gagnrýnandinn Roger Ebert tísti (twittaði) um málið og sagði vini eiga að sleppa því að láta asna- kjálka (Jackasses) drekka og keyra. Málið hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, þar á meðal hjólabretta- stjörnunni Bam Margera sem brást illa við en hann var góður vinur Dunns. Umdeild ummæli um dauða Jack- ass-stjörnu Ryan Dunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.