Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mönnum eróneitan-lega brugðið þegar mað- ur sem ber svo virðulegan titil að vera kallaður „að- alsamningamaður Íslands“ í viðræðum við Evrópusam- bandið lætur út úr sér að vegna EES-samnings sé Ísland nán- ast komið í Evrópusambandið! Hér er eitthvað mikið að þegar háttsettur starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins lætur slíkan þvætting út úr sér. Og hann bætti svo um betur og gaf til kynna að í raun myndi færsla yfirráða yfir íslenskum fiski- miðum og þar með íslenskum sjávarútvegi til Brussel ekki hafa neina þýðingu. Menn láta sér fátt um finnast þótt Baldur Þórhallsson eða Eiríkur Bergmann fimbulfambi í þessum dúr, en ekki „aðal- samningamaður Íslands“ vilji hann láta taka sig alvarlega stundinni lengur. Í þriðja lagi telur svo sami maður eðlilegt að hann, í samstarfi við aðra for- fallna áhugamenn um að koma Íslandi undir Brussel, eigi að ákveða fyrir þjóðarinnar hönd hver skuli vera samningsmark- miðin í viðræðum við ESB. Þá væri jafngott að kommisararnir sjálfir þar ytra settu þau mark- mið fyrir Íslands hönd. Verður næst lagt til að S.A. tilnefni samningamenn ASÍ í kjara- viðræðum og ákveði kröfur fyr- ir hönd launþega? Það skortir mjög á að til séu frambærileg rök fyrir því að ein- hver ástæða sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið um þessar mundir. Hópur manna hér á landi hefur þó frá ára- tugnum fyrir hrun verið veikur fyrir sjónarmiðum um evruna, hina sameiginlegu mynt. Engin vitræn umræða hefur farið fram á Alþingi Íslendinga um stöðu evrunnar. Sú umræða er fyrirferðarmikil alls staðar í álfunni og víðar um veröld. Ut- anríkisráðherra landsins hefur lýst því yfir eiðsvarinn fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis að hann viti ekkert í sinn haus í efnahags- eða fjármálum. Ein- hver annar verður því að leiða þá umræðu. En hún þarf að fara fram sem fyrst. Jack Straw, fyrrum utanrík- isráðherra Breta úr Verka- mannaflokki, telur reyndar mjög skorta á slíka umræðu þar í landi og hún verði að vera hreinskilnisleg. Og Straw seg- ir: „Þar sem ljóst er orðið að evran í núverandi mynd mun hrynja er ekki betra að það ger- ist snögglega fremur en í lang- vinnu dauðastríði?“ Við þessar aðstæður eru til snillingar á Ís- landi sem telja rétt að selja frá sér fullveldi og sjálfstæði og forræði auðlinda til að taka upp mynt sem þannig er lýst. Aðalsamningamað- ur úti á þekju og ráðherrann veit ekki um hvað mál snúast} Hreinskilnislega umræðu vantar Við meðferð Al-þingis á stóra fiskveiðistjórnar- frumvarpinu kom fljótt í ljós að engin samstaða var um málið. Stjórnar- andstaðan var algerlega á móti því og hver stjórnarþingmað- urinn af öðrum setti fyrirvara við það. Þetta er annað en búast mátti við þegar málið var af- greitt úr ríkisstjórn skömmu áður. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sögðu þá að alger samstaða væri um málið í stjórninni og Steingrímur sagðist telja að í frumvarpinu væri „útfærð sú grundvallarkerfisbreyting sem við höfum stefnt að og báðir flokkarnir hafa barist fyrir í þessum efnum“. Jóhanna sagð- ist telja að „niðurstaðan sem hér er fengin sé ásættanleg fyr- ir okkur hér í ríkisstjórninni“. Nú liggur fyrir að jafnvel innan ríkisstjórnarinnar eru ekki allir sammála þessu mati Jóhönnu. Efnahags- og við- skiptaráðherra, Árni Páll Árnason, hefur tekið undir með þeim sem gagnrýnt hafa frumvarpið hvað harðast og viljað að því sé hent. Hann bendir á að arðsemi í sjávarútvegi megi ekki fórna og að ekki megi skaða greinina og draga þar með úr verðmætasköpun í land- inu. En Árni Páll lætur þessa gagnrýni ekki nægja, heldur bætir við að stóra frumvarpið hafi verið „tilraun“, en nú sé komið í ljós hverjar afleiðing- arnar yrðu. Stóra frumvarpið hefur verið sérstakt kappsmál Jóhönnu og í því samhengi eru ummæli Árna Páls athyglisverðari en ella. Jó- hönnu hefur hingað til tekist að halda ráðherrum eigin flokks á sinni línu þegar kemur að helstu áhugamálum hennar. Þess vegna má ætla að ástæða sé til að lesa fleira út úr harka- legum ummælum Árna Páls en einungis afstöðuna til fiskveiði- stjórnarkerfisins. Árni Páll Árnason gagnrýnir tilrauna- starfsemi Jóhönnu Sigurðardóttur } Vafasamar tilraunir V ið innrás Víetnama í Kambódíu árið 1979 lögðu Rauðu khmerarnir á flótta og skildu eftir sig blóði drifna slóð. Eitt ógeðfelldasta vegsummerkið um harðstjórnina er Tuol Sleng-fangelsið, sem áður var gagn- fræðaskóli í Phnom Penh. Víetnamski stríðs- fréttaritarinn Hoy Van Tay fylgdi herdeildinni sem uppgötvaði fangelsið (þeir runnu á lyktina af rotnandi líkum) og festi á filmu afskræmda mannslíkama hlekkjaða niður í rúm, blóðslettur upp um alla veggi, þrönga fangaklefa og frum- stæð pyntingatæki. Í viðtali í júní 2009 sagði Ho að tilfinningin væri ólýsanleg sem bærðist með honum þegar hann gekk inn í fangelsið og sá með eigin augum hversu hömlulaus grimmdin hafði verið, meiri en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér. Líkin sem skilin voru eftir hafa verið grafin, en að öðru leyti má enn í dag sjá fangelsið nokkurn veginn eins og Ho sá það, en nú í vernduðu um- hverfi safns. Blóðsletturnar eru enn á veggjum og gólfum, að vísu orðnar brúnleitar. Járnrúmin, hlekkirnir og pynt- ingatækin eru þarna enn eins og skilið var við þau. Þarna spranga nú sólbrenndir túristar útmakaðir í moskítófælu um og virða hryllinginn fyrir sér. Það sama má segja um alræmda staði eins og Sachsenhausen-þrælkunarbúðirnar í Þýskalandi og Auschwitz-Birkenau-helfararsafnið í Pól- landi, sem mörg hundruð þúsund ferðamenn heimsækja árlega. Staðir sem geyma minningar um dauða og þjáningu eru ekki síður vinsælir meðal ferðamanna en sólarstrandir og hafa sótt á undanfarin ár. „Myrkva- ferðamennska“ var aðeins nýlega skilgreind sem hugtak og henni gróflega skipt í ýmsa flokka; m.a. sorgarferðamennsku, fátæktar- ferðamennsku og hörmungaferðamennsku, sem segja má að hafi verið ástunduð á Íslandi í tengslum við eldgosin síðustu tvö ár. (Ice- landair sendi fréttatilkynningu á erlenda miðla þar sem sagt var frá því að forvitnir gestir flykktust á öskufallssvæðin til að sjá með eigin augum afleiðingar hamfaranna.) Hvatirnar að baki ferðalögum á staði sem geyma heimildir um myrkari hliðar mannkynssögunnar geta verið af ýmsum toga. Slík ferðamennska getur verið fræðandi og fordæmisgefandi, hún getur aukið samkennd og dýpkað skilning ferða- langsins á samfélaginu og mannlegu eðli. En myrkvaferðamennska spilar líka inn á ákveð- inn blóðþorsta, sömu hvöt og fær okkur til að sperra eyrun meira en venjulega þegar varað er sérstaklega við mynd- um í fréttatímanum. Það er hollt að spyrja sig nokkurra siðferðisspurninga áður en aðgangseyrir er greiddur í skoðunarferð um fátækrahverfi eða staði þar sem hamfarir gengu yfir eða fjöldamorð voru framin. Hvað vonast þú til að fá út úr heimsókninni? Stjórnast hún aðeins af gægju- þörf eða verður þú einhverju bættari? Græðir bara þriðji aðili eða er heimsókn þín til hagsbóta fyrir það samfélag sem þjáðist og þjáist kannski enn vegna atburðanna? Ef rétt er með farið getur myrkvaferðamennska verið ómet- anleg reynsla. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Þjáning og dauði í sumarfríinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon leg fyrsta meðferð, en við alvarlegri sjúkdómum eins og geðklofa þurfi yfirleitt að beita lyfjameðferð líka. „Aðalatriðið er að stilla ekki einum kosti upp andspænis öðrum þannig að það stuði sjúklinginn. Það er mikil ábyrgð ef þú færð fólk með alvar- legan geðsjúkdóm til að hætta með- ferð sem hefur verið styðjandi.“ Spurður um jafnvægi milli líf- fræðilegra, félagslegra og sál- fræðilegra úrræða bendir Kristinn á að síðustu ár hafi gríðarlegar fram- farir orðið á öllum þessum sviðum. Hann telur ekki að of mikil áhersla hafi verið lögð á líffræðilegu hliðina á kostnað hinna. Miklar fé- lagslegar umbætur hafi orðið, t.d. með aukinni áherslu á að gefa fólki möguleika á búsetu úti í samfélaginu fremur en á stofnun. Aðgengi að sál- fræðilegum stuðningi hafi batnað mjög og einnig hafi mikil þróun orðið í geðlyfjum. „Það er mikilvægur þáttur í bættri meðferð geðsjúkra hvað þessi heildstæða mynd hefur dafnað vel. Þeim hefur fjölgað sem vinna á öll- um þessum sviðum og þess vegna er nú svo óskaplega gaman að vera í þessum bransa nú til dags því framfarirnar eru svo ævintýra- legar á öllum svið- um.“ Enginn lífstíðardómur að fá geðsjúkdóm Geðheilbrigði Samtökin Hugarafl vinna að því að vekja athygli á for- dómum gegn geðsjúkum. Dr. Daniel Fisher talaði á málþingi Hugarafls. Valdefling og trú var það sem skipti höfuðmáli í bataferli dr. Daniels Fisher að hans sögn. Nauðsynlegt sé að sjúkling- urinn, fjölskylda hans og vinir hafi trú á því að hann geti náð fullum bata. Undir þetta tekur Helga Ólafsdóttir, iðjuþjálfi við Hlutverkasetur, en þar er rekið félagslegt stuðningsstarf. Þar hafi margsýnt sig að sam- skipti við fólk og von um bata skipti miklu máli. „Okkur fannst [Fisher] koma mjög sterkt fram þegar hann var spurður hvort hann væri ekki að gefa fólki falska von, en þá sagði hann að það væri betra en að gefa því vonleysi. Það er svo mik- ilvægt að halda í vonina, við höfum séð það á fólki hér að ef það missir vonina verður þetta svo rosalega erfitt og mikil barátta. Þá getum við alveg eins pakkað saman og farið.“ Trúin á bata lykilatriði VONLEYSIÐ ERFIÐAST Kristinn Tómasson FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is É g held það séu ákveðnir fordómar í samfélaginu sem gera það að verk- um að fólk heldur að ef þú veikist á geði þá sértu varanlega veikur á geði. Stað- reyndin er hinsvegar sem betur fer sú að flestir sem veikjast af geð- sjúkdómum ná fullum og varanlegum bata með fullri virkni í samfélaginu,“ segir Kristinn Tómasson, formaður Geðlæknafélags Íslands. Bandaríski geðlæknirinn dr. Daniel Fisher var á mánudag gestur á mál- þingi um geðheilbrigðismál hér á landi þar sem hann deildi m.a. eigin reynslu við að sigrast á geðklofa með hjálp samtalsmeðferðar. Í viðtali í Morgunblaðinu sagðist Fisher telja að sú ofuráhersla, sem síðustu 20 ár hefði verið lögð á líffræðilegan þátt geðsjúkdóma, ylli auknum fordómum, því margir teldu að ekki væri hægt að yfirstíga geðræna sjúkdóma. Kristinn segir að fyrir þá sem veik- ist skipti mestu að takmarka tjónið af veikindunum þannig að þeir falli ekki af vinnumarkaði eða missi tengsl við fjölskyldu og samfélagið. Í flestum til- fellum takist það. „Það er alls enginn dómur fyrir lífs- tíð að greinast með geðsjúkdóm og að vissu leyti má segja, frá sjónarmiði at- vinnulífsins, að það sé alvarlegra fyrir einstakling að fá hjartaáfall heldur en alvarlegan geðsjúkdóm á miðjum aldri. Því hann á von á fullum bata af geðsjúkdómnum en eftir hjartaáfall er hann mögulega varanlega skað- aður, jafnvel þó að hann fái bestu mögulegu meðferð.“ Í málflutningi dr. Fisher kom fram að, þótt hann mælist ekki til þess að þeir sem eigi við geðraskanir að stríða hætti notkun lyfja, þá hefði hann áhyggjur af því að of mikil áhersla væri lögð á vísindin umfram mann- legu hliðina í geðheilbrigði. Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir á Landspítala, segir að nútímageðlækn- isfræði sé þríhliða módel sem byggist á líffræðilegum, sálfræðilegum og fé- lagsfræðilegum þáttum. Hver og einn einstaklingur þurfi sína eigin lausn og yfirleitt náist hún í góðri umræðu milli læknis og sjúklings. Almenn samstaða sé um að við ákveðnum flokkum geðsjúkdóma, s.s. þunglyndi, sé hugræn atferlismeðferð oft æski-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.