Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við auglýstum þrisvar eftir lærðum bifvélavirkjum. Niðurstaðan af því var að einn lærður bifvélavirki sótti um starf hjá okkur. Ég fékk hann hins vegar ekki til starfa. Launin voru hækkuð á gamla vinnustaðnum og hann kaus að vera um kyrrt. Það sama gerðist þegar við auglýstum eft- ir ófaglærðum starfskröftum á dekkjaverkstæði. Við auglýstum störfin nokkrum sinnum en viðbrögð- in voru engin,“ segir Magnús Hall- dórsson, yfirverkstjóri hjá bílaum- boðinu Heklu, um erfiðleika við að fá vana menn til starfa. Eins og komið hefur fram er skráð atvinnuleysi á meðal bifvélavirkja nokkurt, á sama tíma og stöður mannast ekki, og hefur verið rætt um að hundrað þeirra séu án vinnu. Vinna nokkra daga í mánuði Aðspurður um þessa mótsögn segir Magnús að hér komi það meðal ann- ars til að framboð af lærðum bifvéla- virkjum sé ekki mikið á Íslandi í dag. Að sama skapi „sé nóg framboð af lærlingum sem hafa litla eða enga reynslu“. Svo komi svört atvinna til. „Við heyrum að menn fái hærri laun fyrir að vinna svart en ef þeir ynnu á verkstæðum. Þeir þurfa ekki að vinna nema í nokkra daga til að hafa sömu tekjur. Viðkomandi greiðir ekki skatta af þeim 150.000 krónum sem hann fær í atvinnuleysisbætur. Sá sem vinnur svart í skúr greiðir ekki gjöld. Hann getur selt þjón- ustuna á lægra verði og þarf ekki að gera við nema þrjá til fjóra bíla á mánuði til að fá sömu upphæð í aðra hönd og fyrir fulla vinnu á verkstæði, ef atvinnuleysisbætur eru taldar með. Með slíku fyrirkomulagi er viðkom- andi kominn með 300.000 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir ef til vill vikuvinnu,“ segir Magnús. Ólafur B. Jónsson, deildarstjóri þjónustuumboða hjá Heklu, tekur undir þetta með Magnúsi. „Við höfum verið að eltast við fólk en það hefur ekki gengið. Ég er búinn að vera í þessum viðgerðabransa síð- an 1977 og hef því séð ýmislegt. Þetta er hins vegar mjög áberandi núna. Það er erfitt að ná í gott fólk.“ Lítil viðbrögð við auglýsingu Aðspurð hvort Toyota á Íslandi hafi lent í sömu vandræðum svarar Metta Friðriksdóttir, launafulltrúi hjá umboðinu, því til að viðbrögðin við starfsauglýsingum hafi verið lítil. „Við auglýstum eina stöðu en feng- um fimm umsóknir. Það er frekar lítið þegar auglýst er eftir fagmanni. Ætli það sé ekki orðið rúmt ár síðan staðan var auglýst. Ég hef heyrt að margir séu í svartri vinnu en hef ekkert fyrir mér í því,“ segir hún. Guðmundur Ingi Skúlason, fram- kvæmdastjóri hjá vélaverkstæðinu Kistufelli, segir fyrirtækið brúa bilið á milli umboðanna og bílskúrsins hvað verð á bílaviðgerðum snertir. „Kjör bifvélavirkja hafa rýrnað, líka hjá um- boðunum. Við hrunið lentu margir bifvélavirkjar í því að yfirvinnan var tekin af þeim og við það lækkuðu launin. Margir þeirra horfðu svo á húsnæðislánin hækka, jafnvel um tugi prósenta, og spurðu sig í kjölfarið hvort það borgaði sig að fara að vinna svart í skúrnum. Þetta er því neyðar- brauð. Margir þeirra sem taka að sér að gera við bíla í skúrnum eru vel hæfir. Svo er til fjöldi manna sem tek- ur að sér verk en skortir þekkingu og réttindi. Þeir eru að gera eitthvað sem þeir kunna ekki og það er hættu- legt. Við höfum séð dæmi um viðgerð- ir á bremsum sem eru svo lélegar að bílarnir eru beinlínis hættulegir. Nú er gert við bíla sem voru sendir í brotajárn á árunum 2006 og 2007. Það er unnið meira í eldri bílum en áð- ur. Á sama tíma eru tekjur endur- menntunarsjóðs bifvélavirkja, sem byggja á föstu prósentugjaldi af laun- um, stöðugt að rýrna. Það segir mér aðeins eitt: Svarta hagkerfið er að stækka og stækka. Skattlagning spilar hér inn í. Hún er glórulaus. Við í bílgreininni vildum að virðisaukaskattur yrði endur- greiddur af viðgerðum, líkt og þegar fólk fær iðnaðarmenn í vinnu. Á það sjónarmið var ekki hlustað. Þetta voru kolröng viðbrögð. Með lægri sköttum kæmi meira upp á yfirborðið. Það er mjög erfitt að keppa heiðar- lega við menn sem kjósa að gefa ekki starfsemi sína upp til skatts.“ Morgunblaðið/Golli Úr umferðinni Innflutningur á nýjum bílum heldur ekki í við endurnýjunarþörfina. Bílarnir eldast og svartar viðgerðir færast í vöxt. Fá ekki menn til starfa  Bílaumboðið Hekla auglýsti eftir bifvélavirkjum á verkstæði en án árangurs  Framkvæmdastjóri Kistufells segir erfitt að keppa heiðarlega á markaðnum Benedikt Eyjólfs- son, fram- kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, segir að hægt hafi gengið að manna stöður á verk- stæði. Svört vinna sé þó aug- ljós. „Margir sem kaupa hjá okkur varahluti eru skúrakallar sem jafnvel skilja nótur eftir. Þetta er að fara út í sömu vitleysuna og um miðjan tí- unda áratuginn. Fyrir um 15 árum voru skattar á fyrirtæki um 40%. Þá voru dæmi um að iðnaðarmenn kæmu á milli jóla og nýárs og keyptu hjá okkur dekk til að geta fengið nótu og endurgreiðslu hjá skatt- inum. Sumir þeirra sóttu jafnvel ekki dekkin,“ segir Benedikt sem telur að herða eigi viðurlög við svörtum bílaviðgerðum. „Þessu fylgir alltof mikil áhætta. Fúsk í við- gerðum er tifandi tímasprengja.“ Aftur til ársins 1995 Benedikt Eyjólfsson Fremur hlýtt var í nýliðnum júlímánuði og hiti yfir með- allagi um nær allt land. Kaldast var við Austfirði og aust- ast á Suðausturlandi en hlýjast á Vestfjörðum. Þurrt var um landið norðanvert. Þetta kemur fram á vef Veð- urstofu Íslands. Þar segir einnig að meðalhiti í Reykjavík hafi verið 12,2 stig í júlí sem er 1,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Mjög hlýtt hafi verið í júlí undanfarin ár og mánuðurinn sá kaldasti síðan 2006, þrátt fyrir að vera í fjórtánda hlýjasta sæti frá því að samfelldar mælingar hófust 1871. Meðalhiti á Akureyri var 12,0 stig sem er 1,2 stigum yfir meðallagi. Tuttugu og fjórir júlímánuðir hafa verið hlýrri á Akureyri frá því að samfelldar mælingar hófust þar haustið 1881. Hæsti hiti í mánuðinum mældist 24,8 stig á Húsavík hinn 27. Á mönnuðum stöðvum varð hiti hæstur 22,4 stig á Mánárbakka 2. júlí. Þurrviðrasamt var á Norður- og Vesturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 45,0 mm og er það 87% með- alúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman aðeins 8,8 mm og er það rúmur fjórðungur meðalúrkomu. Í júlí 1990 mældist úrkoman 8,9 mm en síðan þarf að leita allt aftur til 1929 til að finna minni úrkomu í júlí heldur en nú. Sólskinsstundir mældust 183,9 í Reykjavík og er það 12,6 stundum umfram meðallag. 197,1 sólskinsstund mældist á Akureyri, 38,8 stundum meira en í með- alárferði. Kaldasti júlímánuður í Reykjavík síðan 2006  Hæsti hitinn í júlí mældist 24,8 gráður á Húsavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vökvað í kvöldsólinni Lítið rigndi á Akureyri í júlí. Hjá Ríkisskattstjóra feng- ust þær upplýsingar að síðla í mánuðinum væri að vænta greinargerðar um skattalagabrot innan bílgreinarinnar. Fengust að öðru leyti ekki frekari upplýs- ingar um málið. Einn heimildarmanna blaðsins fullyrti að dæmi væru um að menn skráðu sig atvinnulausa en ynnu síðan svart fyrir smánarlaun á verk- stæðum. Í þeim tilfellum benti eigandi starfsem- innar þessum starfs- kröftum á að bæta mæti lágu kaupinu ofan á atvinnuleysisbætur og hafa þannig prýðilegar ráðstöf- unartekjur samanlagt. Skatturinn rannsakar GREINARGERÐAR AÐ VÆNTA Þúsundir Íslend- inga hafa flust frá landinu síðan efnahagskerfið fór á hliðina 2008. Spurður hvort fjöldi bifvéla- virkja hafi leitað út fyrir landstein- ana síðan þá segir Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, að vissulega séu einhver dæmi um það. „Menn hafa rætt það sín á milli að það hafi ekki verið straumur bifvéla- virkja úr landinu. Ég held að það sé því mjög lítill hluti af skýringunni hvers vegna stöður mannast ekki. Menn eru farnir að hafa það betra með svartri vinnu en með vinnu á verkstæðum. Fólk leitar allra leiða til að fá gert við bíla sína eins ódýrt og kostur er. Við fáum bíla inn á verkstæði sem hefur verið fúskað við. Þetta kemur niður á öryggi bif- reiðanna. Verkstæðin hafa verið að taka á móti bifreiðum sem svo illa var gert við að þau hefðu aldrei sleppt þeim út í umferðina.“ Landflótti er ekki ein skýringin Fúskið er hættulegt Özur Lárusson www.noatun.is Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni sól og sumar í Nóatúni 50% afsláttur FERSKUR ANANAS KR./KG148 295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 179. tölublað (03.08.2011)
https://timarit.is/issue/342418

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

179. tölublað (03.08.2011)

Aðgerðir: