Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Það er forgangsverkefni að ráðist
verði í gerð Norðfjarðarganga. Það
er lífsnauðsynlegt,“ segir Páll Björg-
vin Guðmundsson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar.
Umferðaröngþveiti myndaðist í
Oddskarðsgöngunum sl. sunnudags-
kvöld þegar tveir flutningabílar fóru
inn í einbreið göngin að sunnanverðu
og stífluðust þau þegar bílar komu á
móti. Tók um hálftíma til þrjú korter
að greiða úr flækjunni. Þá hefur
grjóthrun í göngunum valdið hættu.
Flestum ber saman um að ástand
umferðaröryggismála í Oddskarði sé
algerlega óviðunandi. Hreinn Har-
aldsson vegamálstjóri tekur undir
það. ,,Við erum ekkert að reyna að
bera í bætifláka fyrir það. Þau eru
barn síns tíma.“
Hann segir mikla þungaflutninga
um göngin og þegar stórir bílar séu
t.a.m. á ferð um göngin að vetri þá
dugi útskotin tvö ekki til að hægt sé
að mæta annarri umferð. Vegagerð-
in hefur haft til skoðunar að koma á
stjórnun umferðar um göngin með
skynjurum og ljósabúnaði á meðan
beðið er eftir grænu ljósi stjórnvalda
um að ráðast í nýtt mannvirki.
Hægt er að hefja útboð Norðfjarð-
arganga milli Eskifjarðar og Norð-
fjarðar með stuttum fyrirvara ef
stjórnvöld taka ákvörðun um að
hefja framkvæmdir.
Hreinn segir að þótt göngin séu
ekki alveg tilbúin til útboðs sé hönn-
un nokkurn veginn frágengin en svo
þurfi einhvern tíma til að ganga frá
útboðsgögnum. Ekkert liggi hins
vegar enn fyrir um fjárveitingar svo
ákveða megi að bjóða göngin út.
„Fyrir tveimur árum var reiknað
með að framkvæmdirnar færu í gang
upp úr miðju ári 2012 en það þarf að
taka nýja ákvörðun, sem verður gert
í haust í tengslum við afgreiðslu
samgönguáætlunar,“ segir Hreinn.
Áætlaður kostnaður við verkið er
kringum 10,5 milljarðar kr. og verk-
tíminn verður allt að fjögur ár.
Kristján L. Möller, fyrrverandi
samgönguráðherra, minnti á það um
helgina á facebook-síðu sinni að í
samgönguáætlun til 2012, sem hann
lagði fram sem samgönguráðherra í
apríl í fyrra, væri gert ráð fyrir að
byrjað yrði á Norðfjarðargöngum.
Hún var samþykkt á þingi með 45 at-
kvæðum. ,,Þetta mikilvæga verk á
því bara að bjóða út sem fyrst,“ segir
Kristján. ,,Þessi göng eru á sam-
gönguáætlun og gert ráð fyrir 200
milljóna framlögum á þessu ári og
tæplega 1.200 millj. á næsta ári,“
segir Páll Björgvin. „En það vantar
meira fé til að koma þessu í gang.“
Vænst er ákvörðunar í haust
um gerð Norðfjarðarganga
Barn síns tíma Einbreið göngin í Oddskarði voru grafin á árunum 1972-1977. Blindhæð er inni í göngunum.
Umferðarstífla í Oddskarði Ný göng „lífsnauðsynleg“, segir bæjarstjóri
Norðfjarðargöng
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Neskaupstaður
Od
ds
sk
ar
ð
Fagridalur
Mjóafjarða
rheiði
Egilsstaðir
Norðfjarðargöng
Mjóifjörð
ur
Norðfjörður
Reyðarfjörður
Steinar Guðmundsson
lést hinn 1. ágúst sl. á
Elliheimilinu Grund í
Reykjavík. Steinar
fæddist á Laugavegi
19 hinn 15. febrúar
1917 og var því 94 ára
þegar hann lést. Hann
var sonur hjónanna
Margrétar Árnadóttur,
hótelhaldara (1885-
1967), Jóns danne-
brogsmanns og út-
vegsbónda í Þorláks-
höfn og Guðmundar
Kr. Guðmundssonar
skipamiðlara (1884-1971), Guð-
mundar Guðmundssonar, stein-
smiðs og ullarmatsmanns, sem
kenndur var við Vegamót, er stóðu
gegnt fæðingarstað Steinars.
Systkini Steinars voru: Ragnheið-
ur, Guðmundur Pétur og Anna
Beck, sem er ein eftirlifandi þeirra
systkina.
Steinar kvæntist Jósiönu (Jönu)
Magnúsdóttur (l919-2000), frá Bol-
ungavík, 19. apríl 1944. Þau eign-
uðust 4 börn, Margréti (látin),
Önnu, Magnús og Þórdísi (látin).
Barnabörn þeirra eru 5 og barna-
barnabörn 6.
Steinar gekk í Landakotsskóla og
lauk síðar námi í London í versl-
unarfræðum Woods College í Hull.
Hann starfaði fyrstu árin við
Hótel Heklu, sem foreldrar hans
áttu. Eftir að Steinar kvæntist Jönu
stofnaði hann sælgætisbúðina Gosa
á horni Skólavörðu-
stígs og Bergstaða-
strætis. Áfengið var
böl Steinars framan af,
en um áramótin 1956/
1957 fór hann á Bláa
bandið til meðferðar
og hætti eftir það
áfengisdrykkju. Hann
helgaði líf sitt áfeng-
ismálum, og var alla
tíð mikill AA-maður.
Vistheimilið á Víð-
inesi var stofnað 26.
nóvember 1960 og var
Steinar forstöðumaður
þar en hafði unnið að stofnun þess
frá upphafi. Steinar rak skrifstofu á
Klapparstíg, en sú starfsemi hét
Blái krossinn. Einnig stóð hann að
stofnun ÁMÍ, Áfengismálafélags Ís-
lands. Hann fór vestur um haf að
kynna sér rekstur meðferðarheim-
ila við áfengissýki og kom eftir það
stofnun meðferðarheimilis á Sogni í
Ölfusi. Starfaði hann þar sem leið-
beinandi. Steinar skrifað reglulega í
blöð um áfengismál og gaf út sex
bækur og fjölda bæklinga, s.s.
„Snepil“ sem hann gaf út um árabil.
Hann hafði forgöngu um stofnun
golfvallar í landi Minna-Mosfells í
Mosfellsdal, en þar átti hann sum-
arhús. Fékk völlurinn nafnið
Bakkakotsvöllur, en í gömlum
heimildum úr Jarðabók Árna
Magnússonar var getið um „Backa-
kot“ sem stóð á þessu landi að talið
er.
Steinar Guðmundsson
Andlát
Sala á áfengum drykkjum í ÁTVR var um 11% minni í
vikunni fyrir verslunarmannahelgi miðað við á sama
tíma í fyrra. Jafnframt komu um 6% færri við-
skiptavinir inn í áfengisverslanirnar.
Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi um ný-
liðna helgi en í fyrra seldust 744 þúsund lítrar.
Vðskiptavinir ÁTVR voru um 117 þúsund en voru
124 þúsund í fyrra. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til
föstudags. Þó komu fleiri viðskiptavinir á laugardeginum í ár en í fyrra.
Mest var ásóknin í bænum á laugardag og föstudag en um 6% fleiri við-
skiptavinir komu í Kringluna þessa sömu daga miðað við árið í fyrra og
11% fleiri í Smáralind. Fækkun var í Vestmannaeyjum og á Akureyri, að
því er segir í upplýsingum frá ÁTVR.
Salan hjá ÁTVR var 11% minni um helgina
en um verslunarmannahelgina í fyrra
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
50% afsláttur
af ÖLLUM fatnaði og skóm
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
ENN MEIRI AFLÁTTUR
ALLT AÐ 70%
Nýtt útibú Íslandsbanka við Suður-
landsbraut hefur ákveðið að leggja
Landssamtökunum Þroskahjálp lið.
Þroskahjálp eru regnhlífarsamtök
fyrir 22 félög sem eru ýmist for-
eldra-, styrktar- eða fagfélög fólks
sem hefur sérhæft sig í þjálfun og
þjónustu við fatlaða.
Samtökin eru í hagsmunabaráttu
fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og
er þeim þröngur stakkur sniðinn.
Styrkurinn nemur hálfri milljón
króna.
Íslandsbanki styður
Þroskahjálp
STUTT
Hólahátíð á Hólum í Hjaltadal
verður haldin helgina 12.-14.
ágúst nk. og er dagskráin fjöl-
breytt að vanda. Hátíðin hefst í
Auðunarstofu föstudagskvöldið
12. ágúst kl. 20 með opnun sýn-
ingarinnar „Krossferli að fylgja
þínum“. Þar sýnir Jón Geir
Ágústsson handunna krossa úr
tré og sandsteini ásamt
tréskurðarmyndum. Dr. Einar
Sigurbjörnsson flytur erindi um
táknmál krossins.
Laugardagurinn er útivistar-
og fjölskyldudagur. Þá er m.a. í
boði ratleikur fyrir alla fjölskyld-
una, þrjár mismunandi göngur,
hlaup, grillveisla og kvöldvaka
við varðeld.
Á Hólahátíð 2011 gefst tæki-
færi til að hreyfa sig og kynnast
um leið gömlum þjóðleiðum, sem
pílagrímar fóru á leið sinni heim
að Hólum, taka þátt í helgihaldi
og fá fylgd góðra leiðsögumanna
og fararstjóra.
Þrjár göngur og eitt hlaup eru
í boði laugardaginn 13. ágúst.
Tvær lengri leiðir með átta til
níu klukkustunda göngu um Helj-
ardalsheiði og hins vegar frá
Flugumýri að Hvammi í Hjaltadal
og ein styttri helgiganga í Gvend-
arskál þar sem vígslubiskup
messar. Þátttaka í lengri göng-
urnar tilkynnist til malfrid-
ur@holar.is.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hólahátíð Um næstu helgi verður mikið
um að vera á Hólum í Hjaltadal.
Fjölbreytt dagskrá
Hólahátíðar
Umferðin um
nýafstaðna
verslunarmanna-
helgi var 12%
minni en í fyrra.
Þetta sýna mæl-
ingar Vegagerð-
arinnar á sex
völdum talning-
arstöðum á
hringveginum.
Mælingarnar stóðu yfir frá
föstudegi til mánudags. Umferðin
austur fyrir fjall reyndist 13,3%
minni en um sömu helgi fyrir ári
og norður fyrir höfuðborg-
arsvæðið varð samdrátturinn
10,5%.
Umferðin á frídegi versl-
unarmanna reyndist 6,5% minni en
í fyrra.
Í heild mældust 261.024 bílar á
mælingarstöðunum um versl-
unarmannahelgina í fyrra, en í ár
voru þeir 229.511.
12% minni
umferð en í fyrra