Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Sitt sýnist hverjum í Washington um sam- komulagið um hækkun skuldaþaksins, sem samþykkt hefur verið af báðum deildum Bandaríkjaþings með töluverðum meirihluta. Bæði demókratar, undir forystu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, og repúblikanar með John Boehner, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fremstan í flokki, tala um að báðar fylkingar hafi þurft að fórna miklu til að ná samkomulaginu. Stærsta atriðið fyrir Obama í þessum dansi um hækkun þaksins var að ná samkomulagi sem myndi vara út kjörtímabil hans og það gekk eftir. Það þýðir að skuldaþakið og hækk- un þess er ekki vandamál sem hann þarf að takast á við í kosningabaráttunni á næsta ári. Á móti kemur að repúblikanar fengu það í gegn, að nafninu til að minnsta kosti, að engar skattahækkanir eru settar á blað í samkomu- laginu sjálfu en gert er ráð fyrir því að draga á úr útgjöldum bandaríska alríkisins um 2.400 milljarða dala á næstu tíu árum. Það kann að hljóma eins og há upphæð, en þegar haft er í huga að fjárlög Bandaríkjanna eru í kringum 3.500 milljarðar dala á ári og að samkomulagið kveður á um 240 milljarða lækkun á ári þá er ekki um þann beinskurð að ræða sem talað hefur verið um. Þá er um að ræða nafnvirðisniðurskurð en ekki raunvirð- isniðurskurð. Þetta þýðir að útgjöld banda- ríska ríkisins geta auðveldlega aukist að nafn- inu til þrátt fyrir áðurnefnda 2.400 milljarða dali. Heilbrigðisfyrirtæki lækka Ríkisendurskoðun Bandaríkjaþings, CBO, gerir einmitt ráð fyrir því að útgjöld, sem ekki eru bundin í lög, verði um 1.234 milljarðar dala árið 2021, en þau verða um 1.043 milljarðar ár- ið 2012. Þá er ekki gefið að skattar verði ekki hækkaðir, þrátt fyrir yfirlýsingar repúblikana um annað. Sérstök nefnd á að koma með til- lögur um stóran hluta niðurskurðarins og hafa demókratar sagt að nefndin hafi heimild til að leggja til skattahækkanir. Áhugavert er að í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að Banda- ríkjaþing kjósi um tillögur nefndarinnar, en að málþóf um þær verði ekki leyfilegt. Því er vel hugsanlegt að tillögur um skattahækkanir komist þar í gegn. Kjósi Bandaríkjaþing hins vegar gegn tillögum nefndarinnar í framtíðinni segir í samkomulaginu að þá eigi að skera nið- ur jafnt útgjöld til varnarmála og þess hluta al- mannatryggingakerfisins sem kallast Medic- are. Það þýðir að þau heilbrigðisfyrirtæki sem veita heilbrigðisþjónustu innan Medicare-kerf- isins myndu sjá fram á niðurskurð á tekjum. Það er því ef til vill ekki skrýtið að á mánu- dag voru það helst fyrirtæki í heilbrigðisgeir- anum sem lækkuðu í bandarískum kauphöll- um, sum um meira en 50 prósent. Obama laus við erfitt kosningamál Reuters Skuldaþak Barack Obama náði sínu mikilvægasta pólitíska markmiði í skuldaþaksdeilunni, en báðir aðilar reyna nú að sannfæra sína fylgismenn að samkomulagið sé nógu gott.  Þrátt fyrir að báðir flokkar beri sig illa vegna samkomulags um skuldaþakið er hægt að færa fyrir því rök að sigurvegarinn sé Obama  Skuldaþakið verður ekki eins stórt kosningamál árið 2012 og ella Samkomulagið » Skuldaþakið verður hækkað um 900 milljarða dala gegn 917 milljarða lækkun ríkisútgjalda á 10 árum. » Hægt er að hækka þakið um 1.500 milljarða dala gegn samsvarandi lækk- un útgjalda, sem sérstök nefnd á að gera tillögur um. » Samkomulagið gildir til ársins 2013 og mun því duga fram yfir næstu for- setakosningar. » Stærstur hluti niðurskurðarins verður á seinni hluta 10 ára tímabils- ins, en lítið verður skorið niður í byrj- un þess. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 ● Stjórn Vátryggingafélags Íslands hef- ur ráðið Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Ís- landsbanka, í starf forstjóra VÍS og Líf- ís. Þá var greint frá því í gær að gengið hefur verið frá kaupum VÍS á hlut Exista í Öryggismiðstöð Íslands. Fyrr á árinu hafði VÍS eignast lítinn hlut og er eign- arhlutur VÍS í Öryggismiðstöðinni nú samanlagt um 80%. Helstu stjórnendur Öryggismiðstöðvarinnar ráða yfir um 20% hlut í félaginu. Sigrún Ragna ráðin nýr forstjóri VÍS Morgunblaðið/Kristinn ● Flutningsmiðlunin TVG-Zimsen og bílaumboðið Hekla hafa undirritað samning um að TVG-Zimsen sjái um flutninga á varahlutum og boddíhlutum fyrir bifreiðar og vespur sem Hekla er með umboð fyrir. Hekla flytur inn Audi-, Skoda-, Mitsubishi- og Volkswagen- bifreiðar auk Piaggio-vespa. Í fréttatilkynningu er haft eftir Franz Jezorski, stjórnarformanni Heklu, að mikilvægt sé að vera í samstarfi við traust og öflugt flutningsfyrirtæki, því það skili sér beint til viðskiptavina í lægra verði. bjarni@mbl.is Hekla og TVG-Zimsen í samstarf ● Seðlabanki Íslands greindi frá því í gær að næsta skref í átt að afnámi gjald- eyrishafta yrði tekið í mánuðinum, en bankinn býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Seðlabankinn býðst til að kaupa 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 30 0701, sem eru verðtryggð bréf með 3,25 prósent vöxtum, en ekki er hægt að framselja bréfin fyrstu fimm ár- in. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 16. ágúst 2011. Á vefsíðu Seðlabankans segir að markmið þessara aðgerða sé að end- urheimta gjaldeyri sem Seðlabanki Íslands nýtti til kaupa á krónum í fyrra út- boði og selja krónur til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í a.m.k. 5 ár. Seðlabankinn kaupir evrur ● Auglýst hafa verið laus til umsóknar þrjú störf í Seðlabanka Íslands. Það eru störf lögfræðings í gjaldeyriseft- irliti, sérfræðings í gjaldeyriseftirliti og verkefnastjóra á upplýsingasviði bank- ans. Áður höfðu verið auglýstar stöður framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika og framkvæmdastjóra greiðslukerfa. Störf hjá Seðlabanka Stjórn dönsku skartgripasölukeðj- unnar Pandora hefur vikið for- stjóra félagsins, Mikkel Vendelin Olesen, úr starfi og tekur Marcello Bottoli, einn stjórnarmann- anna, við starf- inu til bráða- birgða. Gengi bréfa félagsins hrundi í Kaup- höllinni í Kaup- mannahöfn í gær eftir að félagið birti árshluta- uppgjör og nýja afkomuspá í gærmorgun, sem komu fjárfestum í opna skjöldu. Lækkuðu bréf fyrirtækisins um rúm 65 prósent í gær og þýðir það að markaðsverð fyrirtækisins hafi fallið um nærri 250 milljarða ís- lenskra króna. Bréfin lækkuðu raunar um 73% um leið og opnað var fyrir viðskipti en hækkuðu að- eins aftur. Hagnaður af rekstri Pandora nam 626 milljónum danskra króna á síðasta ársfjórðungi, 13,9 millj- örðum íslenskra króna, en var 401 milljón danskra króna á sama tíma á síðasta ári. Velta fyrirtækisins nam 1.392 milljónum danskra króna og jókst um 3,2%. En það sem hafði mest áhrif á hlutabréfaverðið í dag er ný af- komuspá. Stjórn Pandora hafði áætlað að velta félagsins myndi aukast um 30% á árinu en segir nú að útlit sé fyrir að veltan verði álíka og í fyrra. Þá hefur stjórnin einnig lækkað spá um hagnað á árinu. Bréf Pandora voru skráð á mark- að í október í fyrra og var mikill áhugi á þeim. Bankinn FIH, sem Seðlabankinn seldi sl. haust, hagn- aðist m.a. vel á sölu bréfa í fyrir- tækinu. Hæst fór gengi bréfanna í 367,50 danskar krónur í janúar en gengið er nú aðeins 53 krónur. Gengi Pan- dora hrynur í Danmörku Pandora Skartið er víða vinsælt. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fullyrðingar um að hagstæðasta til- boði hafi ekki verið tekið þegar Eignasafn Seðlabanka Íslands seldi meirihluta í Sjóvá til SF1 eru rangar, að því er segir í yfirlýsingu Seðla- banka Íslands. Yfirlýsingin kemur m.a. til vegna ummæla Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar, alþingismanns, í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir að ríkið hafi orðið af 1,5 milljörðum króna við söl- una. Vísar hann til munar á söluverð- inu annars vegar og tilboði frá öðr- um hópi fjárfesta, sem Heiðar Guðjónsson var í forsvari fyrir. Betra að selja meirihluta Í yfirlýsingu Seðlabankans segir að þegar kaupsamingur við núver- andi kaupendahóp var undirritaður hafi ekki legið fyrir gilt tilboð frá öðrum sem hægt hafi verið að taka afstöðu til. Tilboðið, sem sett var fram síðastliðið haust hafi þá verið dregið til baka. Upp hafi komið atvik sem varð að fá niðurstöðu í áður en hægt væri að ganga til samninga við umræddan hóp. „Seðlabankinn var fyrir sitt leyti tilbúinn að bíða eftir því og loka ekki á samninga við hóp- inn. Tilboðsgjafar ákváðu hins vegar sjálfir að draga tilboð sitt til baka. Það hefur því lítið upp á sig að láta eins og það hafi verið í boði í janúar sl.,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Fjármála- eftirlitið hafi þá ekki lokið mati sínu á því hvort umræddur fjárfestahóp- ur væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í vátryggingarfélaginu. Fjárfestirinn SF1 gerði tvö tilboð, eitt sem var hliðstætt upprunalegu tilboði hópsins sem dró sig til baka og annað sem á endanum var tekið. Í yfirlýsingu Seðlabankans segir að mat sérfræðinga hafi verið að hag- stæðara hafi verið að taka síðara til- boðinu, því það hafi falið í sér sölu á meirihluta í Sjóvá. Það hafi losað Seðlabankann úr þeirri stöðu að vera kjölfestueigandi í félaginu. Aðeins eitt tilboð var gert í Sjóvá  Seðlabanki segir rangt að hagstæð- asta tilboði í Sjóvá hafi ekki verið tekið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóvá Salan á meirihluta hlutafjár í Sjóvá var ákveðin skömmu eftir áramót og mótmælir Seðlabankinn því að besta tilboði hafi ekki verið tekið.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +..-/. +0+-12 00-1/3 0+-/23 +.-00. +/.-,0 +-/323 +./-.3 +2/-03 ++2-1. +..-3/ +0+-/+ 00-++/ 0+-,40 +.-0.+ +/.-34 +-,1+4 +.,-// +2/-5, 00+-.544 ++2-42 +.3-/ +0+-52 00-+53 0+-,3, +.-44/ +/3-4/ +-,1,5 +.,-33 +2,-0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 179. tölublað (03.08.2011)
https://timarit.is/issue/342418

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

179. tölublað (03.08.2011)

Aðgerðir: